Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 9
ÞJÓÐMÁL keyptu íbúð á frjálsum markaði fyrir nokkrum árum. Þau áttu ekki mikið fé til að reiða fram, eitthvað í sparimerkjum og mikið af bjartsýni. Það var því mikið tekið af verðtryggðum lánum. Það var unnið og unnið, bæði unnu eins og þau gátu, öll vinna sein bauðst var tekin: eftirvinna, næturvinna og helgarvinna, en ekkert dugði til. Smátt og smátt sáu þau að þetta var ekki hægt. Vonleysi greip um sig, smátt og smátt fóru þau að brotna og síðan kom algjör uppgjöf. Það var farið að láta reka á reiðanum, og loks- ins þegar ósigurinn var viður- kenndur stóð íbúðin ekki lengur fyrir skuldum, þegar dæmið var að lokum gert upp og búið var að selja og borga það sem hægt var að borga. Nú standa þessi ungu hjón með 2 börn uppí, húsnæðis- laus, og með 2 lífeyrissjóðslán upp á nærri 300 þúsund krónur á herðunum. Fólk getur svo leitt getum að því hvað langan tíma það tekur fyrir þetta fólk að rétta úr kútnum, ef það er þá hægt. Og eins hvað mikið álag svona bar- átta, svona vonlaus barátta hefur á hjónabandið og heimilið allt. Oft endar svona mál í skilnaði, sem eykur svo aftur á erfiðleika annars staðar, þar sem fólk leitar eftir aðstoð við að leysa vanda- mál sín. Ekki fyrir þá verst settu Það fólk, sem þessari tillögu er ætlað að aðstoða, er ekki í hópi þeirra verst settu. Það er þó í mörgum tilfellum í erfiðri að- stöðu og í algjörri sjálfheldu hvað varðar húsnæðismálin. Það er fjöldi fólks, sem af ýmsum ástæð- um kemur ekki til álita við úthlut- un verkamannabústaða, t.d. fer yfir tekjumörkin, oft mjög lítið, en nóg til þess að útilokast frá úthlutun. Það á ef til vill litlar íbúðir, eða aðrar minni eignir, sem einnig útilokar það frá hinu félagslega íbúðarkerfi, en dugar því engan veginn til að leysa sín mál á hinum frjálsa markaði. Þetta fólk getur sig hvergi hreyft, þótt það búi oft í mjög svo ófull- nægjandi húsnæði, miklum þrengslum o.s.frv. Það vantar því eitthvert millistig á milli verka- mannabústaðanna og hins frjálsa markaðar. Hverfafundir Aróðursfundir Sjálfstæðisflokksins hrakningar úr einu hverfi í ann- að, börn flutt í nýja skóla árlega, heilsuspillandi húsnæði, flutning- ur út á land út af húsnæðisvand- ræðum og ekki skal ég gleyma að minna hér á allan þann fjöída ein- stæðra foreldra, aðallega ein- stæðra mæðra, sem koma út úr misheppnuðum hjónaböndum eignalausar og eiga hvergi samastað. Þannig mætti lengi halda áfram. Tilbrigðin eru fleiri og fjölbreyttari en litirnir í náttúr- unni. En það er eitt nýtt við á- standið í dag og öðruvísi en áður, það eru gjaldþrot heimilanna. Það eru alltaf fleiri og fleiri, sem missa íbúðir sínar. Og ástæðuna má í öllum tilfellum rekja til kjaraskerðingarinnar, sem fólk hefur mátt þola á undan förnum misserum og ég hef áður minnst á. Dæmisaga um ung hjón Aðallega bitnar þetta á ungu fólki, sem var nýbúið að festa kaup á íbúð eða hefur gert það síðan samhengi á milli lánskjara oglaunavarrofið. Þóttverð- bólga hafi vissulega minnkað frá miðju ári 1983 þá hefur hún allan tímann verið veruleg og fyrstu mánuðina eftir að vísitölubætur á laun voru bannaðar var verð- bólga mikil, því það tók marga mánuði að ná henni niður að verulegu marki. Á síðustu mán- uðum liðins árs reið síðan ný verðbólguholskefla yfir, þannig að í dag mun verðbólgan vera um 70% og reiknað er með að hún verði að meðaltali 30% á þessu ár. En á síðasta ári var hún 29% að meðaltali. Þessi verðbólga kemur með fullum þunga á lánin, sem í dag eru öll verðtryggð. Fólk kiknar undan ofurþunga sífellt hækkandi afborgana á sama tíma og kaupmátturinn fer minnkandi og endar í því að tapa öllu sínu og sleppur vel ef það kemst frá þessu á núlli. En því er ekki alltaf að heilsa. Ég þekki dæmi um ung hjón, kunningja mína, sem „Það er Sjálfstæðisflokkur- inn sem kostar þessa áróðurs- fundi borgarstjóra, sem auðvitað staðfestir það sem við höfum sagt, að Davíð Oddsson er fyrst og fremst borgarstjóri Sjálfstæðis- flokksins en ekki Reykvíkinga allra,“ sagði Sigurjón Péturs- son um boðaða hverfafundi borgarstjóra í gær. í heilsíðuauglýsingu og viðtali í Morgunblaðinu í gær eru kynntir 7 hverfafundir borgarstjóra á tímabilinu 16.-26. febrúar n.k. Á fundunum verða sýnd líkön, lit- skyggnur og skipulagsupp- drættir,borgarstjóri heldur fram- sögu og svarar síðan fyrirspurn- um fundarmanna. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að láta Reykjavíkurborg kosta þessa áróðursfundi, en bakkaði með tillögu um það vegna gagnrýni okkar,“ sagði Sigurjón Pétursson. „Við lögðum til að eftir framsöguræðu borgar- stjóra sætu fulltrúar allra flokka í borgarstjórn fyrir svörum, þann- ig að hlutlausar upplýsingar kæmu fram um einstök mál og afstöðu flokkanna. Þeir þorðu ekki að taka afstöðu til þessarar tillögu, heldur drógu sína tillögu til baka. Engu að síður bera Reykvíkingar mesta kostnaðinn af þessu, - borgarstjóri notfærir sér nú eins og áður embættis- menn borgarinnar og þeirra starf til að undirbúa gögn fyrir fund- ina. Hins vegar verður auðvitað aðeins sýnt það sem fellur að áróðri Sj álfstæðisflokksins, - það er ekki verið að óska eftir gagnrýni eða málefnalegri um- ræðu á þessum fundum". - ÁI Sjö hverfafundir borgáretjóra ( febrúar Markmiöið að efla tengsl borgarbúa og borgaryfirvalda - scgir Davíð Oddsson borgarstjóri Guðmundur Þ. Jóns- son borgarfulltrúi fluttitillögu Alþýðu- bandalagsins um átak til aðstoðar þvífólki sem nústendur frammifyrir gjald- þroti vegna kjara skerðingar og verð- tryggðra lána Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar í síðustu viku lögðu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins til að borgarstjórn léti á næstu 3-4 árum byggja 200 söluíbúðir með forkaupsrétti borgarinnar. Segir þar m.a. að lán Reykjavíkurborgar til íbúð- arkaupenda megi nema allt að 80% af byggingarkostnaði og réttur til kaupa á slíkri íbúð mið- ist við reglur um kaup á íbúð í verkamannabústöðum en þó með rýmri tekju- og eignamörkum. Var lagt til að 30 miljónir króna yrði varið til þessara fram- kvæmda á árinu. Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi mælti með tillögunni og sagði m.a: Ástand húsnæðismála hefur ekki verið verra <og neyð fólks í þeim efnum ekki meiri í langan tíma og kemur margt til, sem veldur þessu ástandi. Það er ekk- ert nýtt að 3-4 umsækjendur eru um hverja íbúð í Verkamannabú- stöðum og það er heldur ekkert nýtt, að mörg hundruð fjöl- skyldur séu á biðlista eftir leiguí- búð hjá borginni. Það sem er nýtt frá því, sem verið hefur á undan- förnum árum er, að fólk, sem átt he'fur íbúð er nú iitlu betur og jafnvel ver statt en margt af því Guðmundur Þ. Jónsson: Ástand húsnæðismála hefur ekki verið verra í lengri tíma. fólki, sem fyllir þann hóp, sem ég áður nefndi. Nú er svo komið að afleiðingar hinnar gífulegu kjara- skerðingar, sem fólk hefur mátt þola frá miðju ári 1983 eru að koma fram af fullum þunga. Fram til þessa hefur fólk getað fleytt sér áfram, en er nú komið í algjör þrot og ekkert nema gjald- þrot blasir við. Gjaldþrot heimilanna Við, sem fylgjumst að staðaldri með þessum málum, fáum svipuð dæmi um vandræði fólks frá einu ári til annars: Ung hjón með barn eða börn búa inni á foreldrum, fólk í ótryggu leiguhúsnæði, Æ fleiri missa íbúðir sínar í kjaraskerðingartíð ríkisstjórnarinnar. Verðbólgan æðir áfram og kemur með fullum þunga á húsnæðislán fólks sem öll eru verðtryggð. Ljósm. ek. Reykjavík 200 íbúðir með forkaupsrétti Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.