Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 13
VtÐHORF Bæjaiútgerðir - vangaveltur um atvinnulíf eftir Kristbjörn Árnason „Ég veit ekki aðdragandann að rekstrarbreytingu BÚH, enég tel alveg eðlilegt að þetta fyrirtœki verði gert að hlutafélagi“. Að gefnu tilefni og vegna skrifa um bæjarútgerðir bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Ekki ætla ég að hætta mér í umræður um þær beinlínis, heldur varpa fram spurningum um leiðir í at- vinnuuppbyggingu og eignarhald í atvinnulífinu. Mér hefur fundist í allmörg ár skorta mjög á það, að verkalýðshreyfingin sé sá áhrifa- valdur sem hún á að vera á þessu sviði. Hún hefur svo til alveg látið framhjá sér fara stefnumótun í at- vinnumálum á meðan atvinnu- rekendur hafa ráðið öllu, hvað þá að hún hafi rætt um eignarhald fjöldans á framleiðslufyrirtækj- unum. Eins virðist það vera feimnismál hjá þeim stjórnmála- flokkum sem kenna sig við verka- lýðshreyfinguna. Öll umræða í landinu sem fer fram á vegum stjórnmálaflokkanna um at- vinnumál, og þá er sama hvort flokkurinn kennir sig við hægri eða vinstri stefnu, virðist stráð allskonar kreddukenningum, al- mennu verkafólki til ævarandi ^ skaða. Það kann að vera, að mín skil- greining á því hvað sé vinstri stefna og hvað sé hægri sé veru- lega frjálsleg, en ef svo er, verður svo að vera. Ekki hef ég hug á að breyta því öðrum til þóknunar. En hún er aðeins sú, eins og í þinghúsinu fræga forðum þar sem sátu mínir menn vinstramegin - fulltrúar alþýðunnar - en hins vegar sérhugsmunamennirnir hægra megin, m.ö.o. peninga- mennirnir, gömlu valdamennirn- ir. Þeir menn sem láta sig hagsmuni alþýðunnar varða í orði og á borði, eru vinstri menn. Hinir sem eru sérsinna sama hvað þeir segja í orði eru hægrimenn, og þeir eru í öllum stjórnmála- flokkum á íslandi. Einnig þeim sem kenna sig við alþýðuna. Það getur einmitt þjónað ákaflega vel hagsmunum þeirra. Helsta vopn þeirra er að viðhalda gömlum kreddum og sérstaklega þegar að málefnin snerta afkomumálin á einhvern hátt (peningar og völd fara ævinlega saman). staðlaðar hugmyndir en hægri menn aðrar staðlaðar hugmynd- ir? Hvers vegna verð ég sem vinstri maður að standa með þessu ákveðna ríki í hugum ann- arra og vera móti hinu? Hvers vegna má ég ekki vera móti þeim báðum? Þegar ég var sextán til sautján ára sagði mér maður að munur- inn á afstöðu komma og sósíalista til atvinnumála væri sá, að kommar vildu að ríkið ætti öll framleiðslutæki en hinir vildu gjarnan að sveitarfélögin ættu þau, en hægri menn vildu aftur á móti að þau væru í eigu einstak- linga. Er þetta virkilega svo enn, eru þetta þær kennisetningar sem menn eru enn að dæma eftir? Hvers konar einföldun er þetta, trúa menn því virkilega að hlut- irnir gætu gengið svona eftir? Ég veit að allmargir félagar mínir hafa svona með semingi verið að gefa eftir í kennisetningunum og samþykkja samvinnufélög, en kannski er það vegna þess að hægri menn eru á móti þeim í orði en ekki á borði. Ég segi, að þjóðfélagið hafi sínar skyldur gagnvart öllum þegnum sínum, sama hvar þeir búa, sama hvort þeir eru ungir eða gamlir og sama við hvaða störf þeir starfa. Það er að þeir geti búið við sem jöfnust kjör, til fæðis og klæðis, til húsnæðis, til mennta, til heilsufars, til menn- ingar og þá þurfi ríkið fyrst að grípa inn í til að jafna þessar að- stæður, annars ekki. Sama má segja um sveitarfélög. En takið eftir, ekki stundinni lengur en þörf er fyrir slík inngrip. Fólk verður að vera sjálfbjarga og sjálfstætt eftir því sem hægt er. Fyrirtækin í eigu fólksins Ég sé ekkert athugavert við það að ríkið eða sveitarfélög taki þátt í atvinnulífi, en þá mega þeir peningar, sem þessir aðilar eiga, ekki festast í einstökum atvinnu- fyrirtækjum. Það verður þá um leið að kappkosta, að fyrirtækin komist í „beina“ eigu fólksins. Það hefur oft verið sagt nú síð- ustu ár, að besta fjárfestingin sé í bættu vegakerfi. Ég tel vissulega að þetta sé góð fjárfesting, en aðrar fjárfestingar eru betri þar á meðal í atvinnulífinu. Fyrir mér er atvinnulíf og/eða atvinnuvegur ekkert nauðsynlegir þættir, til þess að þjóðfélag geti þrifist. En til þess að nútíma þjóðfélag geti það með menningu og þeim heilbrigðiskröfum er við þekkj- um er það nauðsynlegt. Við verð- um þá að gæta þess að verða ekki þrælar atvinnulífsins, en það er einmitt aðal einkenni okkar þjóðlífs að allt er miðað við þarfir atvinnuveganna. Atvinnuvegirn- ir eru drottnarar nútímans. Ver- um minnugir heimspekikenninga Rousseaus um skyldur konunga gagnvart alþýðunni og færið þær yfir á atvinnuvegina. Gerum okkur grein fyrir því að sérhyggjumenn eru fyrir löngu búnir að átta sig á, að það er mun arðbærara að gerast forstjóri eða háttsettur hjá opinberum eða hálfopinberum fyrirtækjum held- ur en að reka eigið fyrirtæki í mörgum tilfellum og ég tala nú ekki um áhættuiðnað. Það tryggir á engan hátt hag verkafólks þótt fyrirtæki séu í eigu opinberra að- ila nema síður sé. Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir kjörna full- trúa í sveitastjórnum að færa skattpeninga í áhættufyrirtæki. Betra er fyrir ríki, sveitafélög og eða svæðasambönd þeirra að gera ráð fyrir ákveðnum hundr- aðshluta af tekjum sínum til at- vinnulífsins. Það fé sé fyrir alla muni hreyfanlegt. Ekki getur verið réttlætanlegt ef rétt er að Reykvíkingar greiði með einu fyrirtæki (BÚR) 60 millj. króna árið 1984 og á víst að verða meira í ár. Að verja slíkar aðgerðir hlýtur að teljast til kreddna. Ef starfsmenn fyrirtækisins eru um 600 þýddi það kr. 100.000 á starfsmann, okkur þætti gott að fá svona peninga í aðrar starfs- greinar í Reykjavík. Ekki veit ég hvort aðeins starfi Reykvíkingar hjá BÚR. Ég tel, að ef ríkið eða sveitarfé- lag verði að kaupa hlut í fyrir- tæki, verði slíkir hlutir að vera til sölu til almennings um leið frá ríki eða sveitarfélagi aftur. Þetta er eðlilegt. Það er oft nauðsyn- legt að lyfta Grettistaki í atvinnu- málum t.d. í nýjum atvinnugrein- um og nýrri uppbyggingu á viss- um landsvæðum. Verður þá að gæta hagsmuna þjóðfélagsins og byrja að losa um peninga þess og bjóða almenningi að taka við þegar uppbyggingunni lýkur. Launþegasjóðir kaupi fyrirtækin Ekki veit ég aðdragandann að rekstrarbreytingu BÚH og hvernig er að henni staðið, en al- veg tel ég eðlilegt að þetta fyrir- tæki verði gert að hlutafélagi. Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði geta hæglega beitt sér fyrir því, að verkalýðurinn þar kaupi verulega mikið af hlutabréfum. Þá geta þessi sömu félög, ef þau hafa ekki vanrækt aðild sína að kaupfé- laginu, látið það kaupa stóran hlut. Verkalýðsfélögin geta stofnað hluthafafélag og boðið kaupfélaginu aðild að því. Stofn- ið launþegasjóð um hlutabréfa- eignir í framleiðslufyrirtækjum í Hafnarfirði. Leitið eftir stuðningi annarra stéttasambanda utan Hafnarfjarðar og ykkur er engin vorkunn í þessum efnum. Þetta er það sem ég kalla að verkalýðs- hreyfingin taki á málunum á fé- lagslegan hátt, látum á þennan hátt hið frjálsa einstaklingsfram- tak njóta sín með þeim félags- þroska sem verkalýðurinn einn kann í landinu. Látum ekki sér- hyggjumennina, hægri mennina, ráða ferðinni að þessu sinni. Þessa aðferð má auðvitað einnig nota á Suðurnesjum þar sem það hefur verið árviss viðburður að útgerðarmenn og frystihúsa- eigendur hafa rekið upp rama- kvein. Bjóði þeim bara að kaupa fyrirtækin á matsvirði. Allur atvinnurekstur hefur sína kosti og sína galla, stóriðjan líka. Ég tel að skoða eigi alla valkosti í atvinnumálum á for- dómalausan hátt. Stóru fyrir- tækin og hinu opinberu eru í raun þau einu sem geta staðið við alla kaupgjaldssamninga. Litlu fyrir- tækin geta sjaldnast staðið við þá, nóg er að benda á ákvæði uin veikindafrí. Halda menn í alvöru til dæmis að fimm manna iðnfyr- irtæki gæti staðið undir þeim ef til kæmi? Nei, því miður. Aðbúnað- ur og hollustuhættir heita samn- ingagreinar sem þessi fyrirtæki Framhald á bls. 16 Kennisetningar Það er svo með íslenska þjóðfélagið, að það er í mjög örri þróun á flestum sviðum, sem bet- ur fer er það ekki staðnað. Atvinnulífið er þar ekki eftirbát- ur annarra þátta þjóðfélagsgerð- arinnar. Þess vegna er það, að hlutir sem framkvæmdir voru snemma á öldinni oggáfu ákaf- lega góða raun og voru jafnvel gerðir fyrir átök verkalýðshreyf- ingarinnar geta nú verið löngu úr- eltir. Og þó að góðir menn hafi oft á tíðum búið sér til góðar kennisetningar af tilefninu sem þá voru og urðu um langa framtíð í fullu gildi, þá breytir það engu um, að ef menn ætla sér svo um ókomna tíð að halda sér við þess- ar gömlu kenningar og taka ekki tillit til breytinga í þjóðfélaginu þá fara nú kennisetningarnar að verða kreddur. Ákaflega auðvelt er fyrir ungt fólk að tileinka sér svona ýmsar kennisetningar, hafa þær á hrað- bergi í löngum runum, vitna í þær í tíma og ótíma með félögum sín- um á kaffi- og saumafundum. dæma allan heiminn eftir þeim, mála hann svo þeim litum sem dómar þessir segja til um, en á meðan hefur heimurinn gjör- breyst. Hvernig stendur á því að alltaf skulu þessir menn gera ver- öldina svarthvíta? Hvers vegna á vinstri maður að hafa ákveðnar VIÐ RÝMUM VEGNA FLUTNINGA TEPPABUÐIN SiÐUMÚlA 31 Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.