Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 7
Klassapiur gera það gott VorkonurAíþýðuleikhússins sýna enskt leikrit um kostnaðinn við velgengnina, illvirkin sem framin eru í nafni ástarinnar Allir eru að gera það gott, söng Ríó tríó um árið, og næstu vikur fá þeir sem bregða sér í Nýlistasafnið að líta nokkrar konur úr fortíð og nútíð sem hafa „gert það gott“. Þærhafa komisttilvegs og virðingar og á spjöld sög- unnar. Er það ekki hámark mannlegrar sælu? Eðatýnd- ist eitthvað á leiðinni upp á toppinn? Það eru Vorkonur Alþýðuleik- hússins sem á mánudaginn frum- sýna enska leikritið Top Girls sem í þýðingu Hákons Leifssonar hefur hlotið nafnið Klassapíur. Leikritið er frá 1982 og vakti mikla athygli í London þegar það var frumsýnt. Síðan hefur það & verið sýnt víða við góðar undir- tektir, þessa stundina er það á fjölunum í Kaupmannahöfn. Höfundurinn er Caryl Churchill (jú, hún er fjarskyld honurn) og hafði skrifað leikrit í amk.tutt- ugu ár áður en hún sló í gegn með Top Girls. Vorkonurnar hafa á að skipa sama liði og sýndi Undir teppinu hennar ömmu eftir Nínu Björk í fyrra. Leikstjóri er Inga Bjarna- son og í einu hlutverkinu er Mar- grét Akadóttir. Þær hitti blaða- maður að máli eftir eina æfingu í vikunni. Ekki dœmigert kvennaleikrit Leikritið gerist á tveimur plönum. Fyrsti hlutinn er matar- boð hjá nútímakonunni Margréti (Margrét Ákadóttir) þar sem Jóhanna páfi (Sigrún Edda Björns- dóttir) ræðir trúarbrögð við gestgjafa sinn, Margréti (Margrét Ákadóttir). Myndir: E.OI. saman eru komnar ensk ferða- kona frá Viktoríutímanum, Lafði Níjó, hjákona Japanskeisara og búddanunna, Jóhanna páfi frá 9. öld, Gréta úr málverki Bænda- Brueghels og Gríshildur ævin- týrapersóna. Síðari hlutinn gerist á skrifstofu Margrétar fram- kvæmdastjóra í London og heim- ili systur hennar, Betu, í ónafn- greindri smáborg í Englandi. Átta konur í einu leikriti og spurningin orðar sig sjálf: Er þetta kvennaleikrit? - Að því leyti að þessar konur eru allar fórnarlömb þess að vera konur. Þær hafa átt börn og lent í margskonar veseni út af þeim. En að öðru leyti er þetta ekki dæmi- gert kvennaleikrit. Það gæti eins fjallað um 8 karlmenn. Að vísu yrðu vandamálin þá önnur og öðruvísi. En karlmenn sem kom- ast á toppinn þurfa engu síður en konur að fórna manneskjunni í sér. Ef þú vilt láta til þín taka á einhverju sviði þarftu að fórna. Inga: Ég þarf að segja við sjálfa mig: „Ég ætla að verða leikstjóri hvað sem það kostar“, og herða mig upp. Þetta þurfa karlar líka að gera. Ég tel víst að þeir sem fara með völdin hafi líka þurft að fórna ýmsu, þeir eru kannski getulausir eða konan komin með elskhuga. Þetta er því ekkert endilega kvennaleikrit. Þetta er ekki leikrit um aumingja konuna sem karlinn er svo vondur við. Þetta er pólitískt verk um þjóðfé- lag sem er mannfjandsamlegt fyrir bæði kynin. Margrét: Og þó einkum börn- lllvirki í nafni ástarinnar - í leikritinu segir Margrét á einum stað: „Pað getur verið svo Framhald á bls. 8 UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Laugardagur 16. febrúar 1984 I ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7 Sviðsmynd úr Klassapíum. Gróta og Gríshildur (Sigurjóna Sverrisdóttir), tvö menningarafsprengi. Gréta (Ása Svavarsdóttir) sem fór til Heljar, og viktoríanska ferðakonan Isabella Bird (Anna Einarsdóttir).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.