Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 14
MYNDUST I leit að liðinni tíð Valtýr Pétursson íGalleríVesturgötu 17 |ii^—; _ I Gallerí Vesturgötu 17 sýnir Valtýr Pétursson 33 verk og nefn- ir hann sýninguna „Frá liðnum árum“. í fyrstu virðist titill sýn- ingarinnar með öllu marklaus, því flestir sem sýna myndverk í sýningasölum Reykjavíkur, sýna verk frá liðnum árum, þ.e. 3-5 ára gömul auk nýrri verka. Þar með gætu 95 prósent sýninga bor- ið þennan titil. En þegar áhorf- andinn hefur litast um og kannað myndir Valtýs, fær nafn sýningar- innar nýjá merkingu. Svo merki- legt sem það kann að virðast, þá er listamaðurinn að sítera í liðin ár, eða réttara sagt liðna tíma. Pessar síteringar, eða tilvitnan- ir svo notað sé það ágæta íslenska orð, eru fremur saknaðarkennd- ar en háðskar. Það kemur manni vissulega á óvart að sjá slíkan söknuð birtast í heilli sýningu, því áhorfendur eru vanari tilvitnun- um sem eru fullar af fyndni og gáska, þar sem verið er að nota gömul stílbrigði á ærslafenginn hátt (S.s. þegar Sigurður Örlygs- son og Ómar Skúlason máluðu Matisse upp á nýtt, á „Gull- strandarsýningunni", eða þegar Guðmundur Björgvinsson mál- aði þekkt meistaraverk upp í list- asögunni, eftir sínu nefi.). En Valtýr er ekkert að gantast, honum er full alvara. Á sýning- unni í Gallerí má sjá málverk í anda módernismans, eins og hann kom íslenskum lista- mönnum fyrir sjónir á millistríðs- árunum. Valtýr málar blóm í bláum tónum, nákvæmlega eins og Matisse hefði getað dottið í hug að mála þau. Reyndar er til slík blómamynd eftir Matisse í einkasafni nokkru í Pittsburgh. Eins eru krabbar Valtýs, eða humrar, málaðir í anda Braques. Slíkan hárauðan humar á dökkum bakgrunni, eftir Georg- es Braque, er að finna í einka- safni Rogers Hauerts í Frakk- landi og er það með seinni tíma myndum málarans. Mest ber þó á tilvitnunum í Jón Stefánsson, sem kalla mætti upp- hafsmann hins íslenska módern- isma. Valtýr málar flest verk sín í anda Jóns og andi Jóns svífur yfir vötnum hvert sem litið er. Pað eru ekki eingöngu aðferðirnar sem minna á hann, heldur virðist Valtýr sjá beinlínis Iandslagið með augum Jóns. Sumar þessara „jónsku“ mynda eru mjög vel unnar og sýnist mér litameðferð Valtýs vera mun ríkari en áður. Einnig eru myndir í kreppu- málverksstíl og svo módel- myndir. Önnur þeirra, sem heitir „Kona“, er einhver besta mynd sýningarinnar ásamt þremur vatnslitamyndum sem gerðar eru á þessu ári. Það er greinilegt að litameðferð og tjáning Valtýs er að lifna, þótt hann horfi um öxl til fyrri tíma. En hvað má ráða af þessari sýn- ingu? Jú, það er kominn meiri ballest í verk Valtýs og þau eru fyllri og ríkari en áður. En um leið eru þau háðari fyrirmyndum úr listasögunni. Þau eru manier- ísk: endurspeglun vissrar list- sýnar sem enn snertir streng í hjörtum þeirra sem telja að með síð-cézannismanum hafi málara- listin náð hæst og numið staðar. Fyrir nokkrum árum hefði Valtýr fengið á baukinn fyrir þessar til- vitnanir sínar. En í dag er ekkert sem bannar mönnum að mála í anda upppáhaldsmeistara sinna. Óöryggið um framvinduna elur á manierismanum. Menn kjósa því fremur öryggi þess sem búið er og gert, en óvissuna framundan. Þeir hætta að sjá nokkuð nýtt kringum sig, því allir hlutir eru numdir með gleraugum fortíðar- innar. Náttúran verður „a la Céz- anne, Matisse eða Braqne“ og Heklu hætta menn að sjá nema eins og Jón heitinn sá hana. En þetta er enginn glæpur, nema við viljum telja Rosso og Vasari glæpamenn fyrir þær sakir einar að þeir sáu veröldina með augum Michelangelos. Við höf- um einnig ágæt dæmi um lista- menn á þessari öld, sem „sneri aftur“. Einna frægastur er André Derain, sem um aldamótin var spáð hvað mestum frama af öllum módernistum. E.t.v. er Valtýr okkar Derain, en það má einnig vera að þeir séu fleiri. Gudmundur Björgvinsson sýnír i Norræno húsinu 9.-24. fefarúar 1985 Of þétt, ofsmátt Guðmundur Björgvinsson sýnir í Norrœna húsinu Um þessar mundir heldur Guðmundur Björgvinsson sína 8. einkasýningu í kjallara Norræna hússins. Þar sýinr hann 117 smá- myndir gerðar með vaxlitum, eða olíupastel. Guðmundur gat sér orð fyrir tveimur árum þegar hann hélt umdeilda sýningu að Kjarvalsstöðum og nefndi hana „Rennt í gegnum listasöguna“. Vakti sú sýning athygli vegna þess að Guðmundur fór þar frjálslega með vel þekkt listaverk úr sögu myndlistarinnar. Þetta var skondin sýning sem kom manni í gott skap, þótt sumum Ljóð úr bronsi Sýning Helga GíslasonaríListmunahúslnu I Listmunahúsinu við Lækjar- götu heldur Helgi Gíslason högg- myndasýningu. Þetta er 3. einka- sýning hans, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum hér heima og erlendis. A sýningunni í Listmunahúsinu er 26 höggmyndir eftir Helga, all- ar frá þessu ári og hinu síðasta, utan ein, „Róða“, sem gerð var í tilefni af Kirkjulistasýningunni 1983. Reyndar er þessi mynd breytt frá upphaflegri gerð. Allar myndir Helga eru úr bronsi, en sumar eru einnig gerð- ar úr kopar og eitt verkið, „Til- laga að minnisvarða um látna sjó- menn“ og reisa á í Höfn, Horna- firði, er úr ryðfríu stáli auk bronsi. Á sýningunni má einnig sjá myndband, „í deiglunni", og fjallar það um bronsvinnuna á öllum stigum. Myndband þetta gerði Helgi í samvinnu við Listmunahúsið og ísmynd. Sýning Helga er e.t.v. fyrst og fremst afrakstur 6 mánaða starfs- launa, sem hann hlaut í fyrra frá ríkinu. Raunar gerðu starfs- launin honum kleift að halda þessa sýningu. Heimturnar eru og góðar, því ef borið er saman við sýninguna 1983, að Kjarvals- stöðum, sést að Helgi er og hefur verið í stöðugri framför. Vald hans á efniviðnum er meir og formhugsun hans skilar sér betur. Það sem e.t.v. er mestur styrk- ur Helga, er tilfinning hans fyrir bronsinu og möguleikum þess sem efnis. Jafnvel í einföldustu myndum hans kemur fram þekk- ing hans á eðli málmsins. Oft jaðra verkin við virtuósi, án þess að vera nokkurn tíma yfirborðs- leg eða ofunnin. í þeim má hvar- vetna finna baráttu listamanns- ins: för eftir tól og tæki. Þannig gefur hvert verk til kynna styrk og mýkt efnisins og þar með alla þá vinnu sem liggur að baki. Ásamt þessu gagnsæi vinnu- bragða Helga, býr hann yfir ríku hugmyndaflugi sem hann hemur með því að þrengja myndmál sitt og einskorða við mannslíkamann í allri sinni síbreytilegu mynd. Hann slítur sundur, beygir og sveigir líkamshlutana og kemst oft að þjáningarfullum niður- stöðum, eins og sjá má í manns- höfðum sem horfa til himins með opinn munn. Þessi höfuð hrópa, en það þarf ekki höfuð til, því allir þeir líkamshlutar sem mynda uppistöðu verkanna, tala með þögn sinni til áhorfandans. Frammi fyrir bronsmyndum Helga verður manni ósjálfrátt hugsað til „fanga" Michelange- los, sem geymdir eru í Akademíu Flórensborgar. Hér er vissulega um ólík verk að ræða, því verk Michelangelos eru höggvin í marmara. En hin hálfkveðnu verk segja margfalt meira en fullkveðnar höggmyndir, eru eins og fjarlægur undanfari þessara verka sem nú prýða sali Listmunahússins. Galdurinn virðist vera fólginn í því að segja meira með því að gefa minna í skyn. Þar með standa áhorfendur frammi fyrir margræðum túlkun- armöguleikum, sem raunar segja miklu meira en látið er uppi. Sýning Helga ber með sér að þar er á ferð listamaður sem lætur sér ekki nægja að gæða verk sín einni vídd. Um leið og þau búa yfir miklum skynrænum víddum svo unun er á að horfa, liggja að baki þeim hugmyndir sem gera þær að íhugunarefni löngu eftir að áhorfandinn segir skilið við þær. HBR fyndist það gróft af óþekktum manni að klæmast á heimslist- inni. En það sem leyfist daglega í hljóðvarpi (En morgunútvarpið hefst og endar á hverjum degi með því að Bach fær rafmagns- stuð í rassinn), ætti að mega einu sinni að Kjarvalsstöðum. Eitt sinn var deilt um það hvort leyfa ætti „óvenjulegar“ útsetn- ingar á verkum þekktra tón- skálda í Ríkisútvarpinu. Einn af gáfuðustu alþýðutónlistar- mönnum landsins var í því sam- bandi spurður hvers vegna hann hefði látið það ógert að geta nafns Wagners sem höfundar að Pflagrímskórnum úr Tannháus- er, en kvittað sjálfur undir verkið á plötuumslaginu. Tónlistarmað- urinn hafði þá nýlega betrumbætt þetta annars ágæta tónverk og gefið út á hljómlötu sem fékkst ekki leikin í útvarpi, á þá leið að Wagner væri ekki lengur höfund- ur að Pflagramskórnum því höf- undarréttur hans væri fyrir löngu útrunninn. Gegn slíkum snilldar- rökum áttu andmælendur ekkert svar og þar með hrundi síðasta vígi íhaldssamra tónlistarunn- enda. Skömmu áður hafði Þjóð- kirkjan ákveðið að leyfa „sálma stuð“ við messugjörð í von um að slíkt mætti bæta úr lélegri sæta nýtingu í húsakynnum hennar. Er það nú almennt viðurkennt að Guðsorðið komist betur til skila í fjórumfjórðu en í hinum brokk gengu grallaratöktum fyrri tíma. En víkjum að sýningunni í Norrænahúsinu. Því miðurerþar ekkert sem inspírerað gæti mann til langra skrifa. Tilað byrja með er tala myndanna of há og verkin of smá. Maður endist ekki til að fylgja eftir þessum röðum af þéttskipuðum smámyndum, 117 að tölu, því þær segja manni svo harla lítið. Reyndar hef ég lista- manninn grunaðan um að hafa hleypt sýningunni af stokkunum til að grynnka á lagernum í vinnu- stofu sinni, því kjallarinn með öllum þessum þéttsetnu pastel- myndum virkar eins og rýmingar- sala. Fjórðungur myndanna hefði sagt meira, því þá hefði Guð- mundur væntanlega valið bestu verkin úr staflanum og látið rest- ina liggja milli hluta. Það eru nefnilega margar þokkalegar myndir á þessari sýningu, en þær kafna í mergðinni. Svo er eitthvert stefnuleysi í heildinni sem kemur í veg fyrir að áhorf- andinn sjái hvert listamaðurinn ætlar sér. Sumar myndirnar virð- ast vera formstúdíur, aðrar eru táknrænar eða expressionískar og enn aðrar eru einhvers staðar mitt á milli, fígúratívar eða ab- strakt. Nú er það enginn glæpur að vera stefnulaus, síst af öllu á þess- um síðustu og verstu tímum þeg- ar stefnuleysi er orðið jafn ríkur partur af mannlegri tilveru og raun ber vitni. En vilji listamað- urinn gera stefnuleysi að inntaki verka sinna, verður hann að vera sér meðvitaður um þá ætlun. Hann verður m.ö.o. að vera markviss í stefnuleysi sínu. En hér skilur milli feigs og ófeigs því stefnuleysi Guðmundar virðist ómeðvitað og stafa af hugmynda- skorti. E.t.v. er vandamálið það að of mikil löngun til að sinna listinni stangast á við of litla tján- ingarþörf. Þegar því er þannig varið haga listamenn sér oft eins og fræflar sem drita sæði í allar áttir, í þeirri von að eitthvert kornið nái að frjógvast. HBR 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.