Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 3
FRETT1R
Sjóefnavinnslan
Orkurétturinn til 2007
Fiskeldisfyrirtœki sœkjafast eftir lágorkunni. „Getum lítið
um þetta sagt“ segir stjórnarformaður vinnslunnar.
Ríkisstjórnar ogAlþingis að framleigja hitaréttinn
Eg hef rætt þessi mál við ráð-
herra og þetta hefur einnig
verið tekið fyrir í stjórn Sjóefna-
vinnslunnar, en engin ákvörðun
verið tekin ennþá, sagði Guð-
mundur Malmquist stjórnarfor-
maður Sjóefnavinnslunnar og að-
stoðarmaður iðnaðarráðherra
um yfirlýsingar ráðherrans þess
efnis að nýta ætti gufuaflsholu
vinnslunnar til fískeldisstöðva
sem eru að rísa á Reykjanesi.
Sjóefnavinnslan gerði árið
1979 samning við ríkið og
sveitarfélögin á Suðurnesjum um
Loðna
Undirboð í Japan?
SH óskar eftir að vipskiptaráðuneytið kanni samning
íslensku umboðssölunnar um sölu áfrystri loðnu til Japan.
Samningsaðilum ber ekki saman um verðið
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefur óskað eftir því við
viðskiptaráðuneytið að það taki
til athugunar samning sem Is-
lenska umboðssalan hefur gert
við japanskt fyrirtæki um sölu á
1000 lestum af frystri loðnu.
„Það er hugsanlegt að við mun-
um ekki selja neina loðnu héðan
til Japans vegna þessa samnings“,
sagði Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
forstjóri SH í samtali við Þjóð-
viljann í gær. Eyjólfur er nýlega
kominn heim frá Japan vegna
fyrirhugaðrar sölu á frystri loðnu.
Islenska umboðssalan hafði áður
gengið frá sölu á 1000 lestum á
verði sem SH telur ekki viðun-
andi en Japanir segja það verð
sem umboðssalan samdi um vera
viðmiðunarverð. Við athugun á
málinu hefur síðan komið í ljós
að forráðamönnum umboðssöl-
unnar og hinum japönsku
kaupendum ber ekki saman um
söluverð loðnunnar.
„Þetta mál er með ólíkindum
og svona lagað gæti hvergi gerst
nema á íslandi. En þetta er víst
það sem allir vilja að hver sem er
geti selt smáskammta og bundið
verð á stórum mörkuðum“, sagði
Eyjólfur.
Hann sagði að SH hefði gert
sér vonir um að selja um 2500
lestiraf frystri loðnu til Japans nú
á vertíðinni en vegna hins samn-
ingsins stæði allt fast. Ekki náðist
í Bjarna V. Magnússon forstjóra
íslensku umboðssölunnar í gær
en hann dvelst erlendis. -|g.
hitaréttindi á jörðinni Stað á
Reykjanesi þar sem Saltverk-
smiðjan stendur. Þar voru borað-
ar tvær holur og gefur aðalholan
af sér um 25 MW. Þar af eru um
10% orkunnar nú nýtt til salt-
vinnslunnar og fiskimjölsverk-
smiðjunnar á Reykjanesi.
Forráðamenn þeirra fiskeldis-
stöðva sem nú eru að rísa á
Reykjanesi og eru annars vegar í
eigu SÍS og dótturféiaga og SH og
fleiri aðila hafa sóst eftir að fá
keypta lágorku frá borholunum
til að hita upp sjó í eldisbúrum.
„Stjórn Sjóefnavinnslunnar
getur lítið sagt um þessi mál ein-
faldlega vegna þess að þetta er
ekki venjulegt hlutafélag. Ríkið á
87% af hlutafé og ber ábyrgð á
öllum skuldum fyrirtækisins. Iðn-
aðarráðherra getur hins vegar
framleigt hitaréttinn með samn-
ingum og þá í samráði við ríkis-
stjórn og alþingi“, sagði Guð-
mundur Malmquist.
-*g-
Blaðamenn
Hvernig er
málfarið?
Umræðufundur kl.
16.30 ídag
Eiga blaðamenn að ryðja ný-
yrðum braut? Hve mikla áherslu
geta blaðamenn lagt á málfar í
daglegum störfum með hliðsjón
af tímaskorti og afkastakröfum? í
hvaða mæli tíðkast umræður um
málfar á einstökum ritstjórnum
dagblaða og útvarps og hvaða
háttur er hafður á varðandi yfir-
lestur handrita. Hvaða stefnu
ætti að taka í menntamálum
blaðamanna?
Þessum og fleiri spurningum er
ætlunin að svara á umræðufundi
Blaðamannafélags íslands í dag
um málfar í fjölmiðlum, hlutverk
og ábyrgð blaðamanna. Verður
fundurinn haldinn að Litlu-
Brekku Bankastræti 2 á milli kl.
16.30 og 18.30.
Málshefjendur verða þau Árni
Böðvarsson málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins, Guðmundur
Kristmundsson námsstjóri, Jó-
hanna Kristjónsdóttir blaðamað-
ur, Sigurður G. Tómasson um-
sjónarmaður Daglegs máls og
Þórarinn Eldjárn rithöfundur.
-g.ó.
Islandslax
SlSogdætur
á fullri ferð
Framkvœmdum miðar vel við
seiðisstöðina á Reykjanesi.
Stefnt að rekstri í vor.
Samningar standa yfir við Hitaveitu
Suðurnesja um kaup á heitu vatni
Islandslax, fiskeldisfyrirtæki
Sambands íslenskra samvinn-
ufélaga, dótturfyrirtækjanna
Regins, Olíustöðvarinnar í Hafn-
arfirði, Salmon Inc. í Bandaríkj-
unum og norsku eldisstöðvarinn-
ar Noraqua A/S, er komið langt
áleiðis með byggingu fiskeldis-
stöðvar sinnar í Staðarhverfi á
Reykjanesi.
Framkvæmdir hófust uppúr
áramótum og er stefnt að því að
reksturinn hefjist þegar í vor.
Stöðin mun eingöngu vera í
seiðaeldi til að byrja með.
Nú standa yfir samningavið-
ræður fyrirtækisins við Hitaveitu
Suðurnesja um kaup á heitu vatni
til að hita upp ferskvatn. Að sögn
Júlíusar Jónssonar skrifstofu-
stjóra Hitaveitunnar er talað um
mest 10-11 sekl. af heitu vatni og
þarf að leggja um 6V2 km langa
leiðslu frá Svartsengi að fiskeldis-
stöðinni. Yrði hér um miklar
framkvæmdir að ræða og óvíst
hvort tekst að ljúka þeim fyrir
vorið. -Ig.
Vopnafjörður
100mannsá
AB fundi
Metaðsókn á Austfjörðum
Alþýðubandalagið gekkst fyrir
fundi á Vopnafirði í fyrra-
kvöld og að sögn fréttaritara
blaðsins þar eystra komu 90-100
manns á fundinn sem er einn sá
fjölmennasti sem haldinn hefur
verið þar.
Alþingismennirnir Svavar
Gestsson, Steingrímur J. Sigfús-
son og Hjörleifur Guttormsson
reifuðu ástand þjóðmála og
fengu fjölda fyrirspurna frá fund-
argestum.
Aldarafmæli
Jónasar Jónssonar
írá Hriflu
Þann 1. maí n.k. verða liðin 100 ár firá fæðingu
Jónasar Jónssonar frá Hriflu. í félagsheimili samvinnumanna Hamragörðum verður
þessa afmælis meðal annars minnst með erindum sem haldin verða vikulega, á
miðvikudögum, ffá 20. febrúar til 27. mars, og hefjast kl. 20.00
Fyrirlesarar verða tveir hverju sinni:
Skólastjórarnir séra Guðmundur Sveinsson og Jónas Fálsson, Helgi Skúli Kjartans-
son sagnfræðingur og Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður, Erlendur Einarsson for-
stjóri og Halldór E. Sigurðsson fyrrv. ráðherra, Þórarinn Þórarinsson fyrrv. ritstjóri og
Haraldur Matthíasson kennari, Andrés Kristjánsson rithöfundur og Þór Whitehead
sagnfræðingur, Finnur Kristjánsson fyrrv. kaupfélagsstjóri og Auður Jónasdóttir
kennari.
Allir velkomnir.
HAM RAGARÐAR
Félagsheimili samvinnumanna
Hávallagötu 24
Reykjavík
Laugardagur 16. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3