Þjóðviljinn - 16.02.1985, Blaðsíða 13
MENNING
Eðli glœpsins
The Element of crime
Danmörk 1984
Handrit og stjórn Lars von Trier
Kvikmyndun Tom Elling
Tónlist Bo Holten
Leikendur Michael Elphick, Esmond
Knight, Meme Lai.
Sýnd í Regnboganum.
Pessi mynd var framlag Dana
til keppni á kvikmyndahátíöinni í
Cannes í fyrra. Hún er greinilega
gerð með alþjóðlegan markað í
huga - tungumálið er enska og
staðurinn er Evrópa, án nánari
útskýringa. Tíminn er líka ó-
ákveðinn, en væntanlega á mynd-
in að gerast í nokkuð nálægri
framtíð. Og svo er líka til í dæm-
inu að þetta gerist hvergi nema í
hugarheimi Fishers lögreglu-
manns, sem er hjá sálfræðingi í
Kaíró þegar myndin hefst, og rifj-
ar upp Evrópuferðina sem við
sjáum svo í „flashback". Hér er
semsé kominn sálfræðilegur þrill-
er sem á að fjalla um Manninn og
Glæpinn og vera hafinn yfir stað
og stund.
Fisher (Michael Elphick) er
kallaður heim til Evrópu til að
leysa morðmál. Málið er ógeðs-
legt: brjálæðingur gengur laus og
myrðir litlar stúlkur sem selja
happdrættismiða. Fisher fer á
fund fyrrverandi kennara síns,
Osborne (Esmond Knight), sem
hann virðir meira en aðra-menn,
enda er Osborne höfundur bók-
arinnar Eðli glæpsins sem Fisher
byggir aðferðir sínar á. En Os-
borne er eitthvað miður sín og
lítil hjálp í honum. Fisher kynnist
ungri vændiskonu, Kim (Meme
Lai), sem slæst í för með honum
Og saman leita þau morðingjans.
Maður að nafni Harry Grey er
grunaður um morðin, en gallinn
er bara sá að enginn veit hvar
hann er og sumir segja m.a.s. að
hann sé dauður.
Málið verður æ flóknara og
ekki bætir úr skák að í Evrópu er
alltaf myrkur og rigning. Myndin
er eiginlega hvorki í litum né
svart-hvít, hún er svart-gul með
örfáum rauðum og bláum blett-
um af og til. Umhverfið sem
myndin sýnir er ekki bara blautt,
það er nöturlegt í einu og öllu.
Myndatakan er óvenjuleg og ger-
ir sitt til að ljá myndinni dularfull-
an og óraunverulegan blæ. Þetta
form er í sjálfu sér áhugavert og
býður upp á ýmsar vangaveltur,
en því miður er mér næst að halda
að ekki megi ígrunda myndina
um of. Þá gæti nefnilega komið í
ljós að táknmál hennar væri að
miklu leyti tekið ófrjálsri hendi
frá öðrum og meiri meisturum,
og að formið bæri innihaldið of-.
urliði. Pað er ekki nóg að sulla í
vatni til að verða annar Tarkof-
skí.
Að sjálfsögðu má hafa gaman
af sniðugu formi þótt innihaldið
sé klént - annað eins hefur nú
skeð. Það getur líka verið til-
breyting að sjá óvenjulega mynd,
jafnvel þótt óvenjuleikinn sé
bara á yfirborðinu. Hitt er öllu
verra, að yfir vötnunum í Eðli
glæpsins svífur andi sem ég á afar
bágt með að sætta mig við, eins-
konar mannfjandsamlegar svarta
galls andi, ef þið skiljið hvað ég á
við. Kaldhæðni sem á rætur sínar
í einhverjum ömurleika og upp-
gjöf, en á ekkert skylt við húmor.
Það er hvergi glæta, engin von
um líf eða baráttu, allt er jafn-
ömurlegt. Myndir af þessu tagi
eru afturhaldssamar í eðlí sínu,
hvað sem þær þykjast vera fram-
sæknar í forminu.
Eðli glæpsins mun vera fyrsta
myndin sem Lars von Trier
stjórnar. Byrjendum fyrirgefst
auðvitað margt, einkum þeim
sem auðsjáanlega hafa færst of
mikið í fang. Vonandi vex þessi
leikstjóri upp úr verstu dellunum
sem hrjá hann og slítur sig lausan
frá stórmeisturunum sem hann
augsýnilega dáir. Þrátt fyrir allt
er ýmislegt í þessari mynd sem
gefur til kynna nýstárlega mynd-
ræna hæfileika sem eflaust eiga
eftir að nýtast betur í framtíðinni.
íslenska hljómsveitin
„Svelflur" í Laugardalshöll
ó Öskudagskvöld
Tíundu tónleikar íslensku
hljómsveitarinnar á þessu
starfsári, og sem jafnframt eru
sjöttu áskriftartónleikarnir,
veröa í Laugardalshöll miö-
vikudaginn 20. febr. n.k. Að-
göngumiðar verða seldir við
innganginn.
Á þessum tónleikum, sem bera
yfirskriftina Sveiflur, á íslenska
hljómsveitin tímabæra samleið
með félögum í dægurlaga-
deildinni. Fimm alkunnir sveiflu-
jöfrar, Þórir Baldursson, Stefán
S. Stefánsson, Vilhjálmur Guð-
jónsson, Ólafur Gaukur og Rík-
arður Örn Pálsson, sameina hug-
myndir sveiflunnar og blæbrigði
kammerhljómsveitar í 5 nýjum
tónverkum, sem samin voru í vet-
ur að tilhlutan hljómsveitarinnar.
Auk þess fær hljómsveitin til liðs
við sig tvo þekkta flytjendur
dægur- og jazztónlistr, þá Sverri
Guðjónsson söngvara og Björn
Thoroddsen, gítarleikara. Guð-
mundur Emilsson, aðalstjórn-
andi íslensku hljómsveitarinnar,
stjórnar tónleikunum. Einar
Grétar Sveinbjörnsson, kons-
ertmeistari 1 Málmey, verður sér-
stakur gestur hljómsveitarinnar
að þessu sinni. Jón Múli Arnason
verður siðameistari og kynnir.
Efnisskráin er í tveimur liðum.
Á fyrri hlutanum verður flutt
dagskrá í lauslegri samantekt ís-
lensku hljómsveitarinnar og ber
heitið Skemmtitónlist fyrr og síð-
ar. Þar verður alvörunni varpað
fyrir róða um stund. Ríkarður
Órn Pálsson leggur af mörkum
útsetningar á lögum Lennons og
McCartneys í barokkstíl 18. aldar
og kallar Partitettu. Þá er bjór-
stofumússik frá Vínarborg 19.
aldar og „Rag“ frá síðustu alda-
mótum eftir Scott Joplin. Einar
Grétar Sveinbjörnsson og Guðný
Guðmundsdóttir leika tvö vinsæl
lög frá fyrri hluta þessarar aldar,
eftir Fritz Kreisler og George
Gerskvin. Fyrri hlutanum lýkur
svo með lagasyrpu úr Broadway-
söngleikjum, sem Ólafur Gaukur
hefur valið og útsett fyrir hljóm-
sveitina. Bregður þar fyrir mörg-
um vinsælustu lögum seinni tíma,
þ.á m. þekktum lögum eftir Cole
Porter og Richard Rogers. Ólafur
Gaukur nefnir syrpuna Sextíu ár
á Broadway.
í síðari hlutanum er það svo
jazz- og dægurlagadeildin. Frum-
fluttur verður forleikur eftir Stef-
án S. Stefánsson í latneskum
karnivalstíl, en öskudagur, for-
boði föstunnar, er einmitt hald-
inn hátíðlegur í S-Ameríku í takt
við sömbur, rúmbur og aðrar
sveiflur. Ásgeir H. Steingríms-
son, trompetleikari íslensku
hljómsveitarinnar, er í sviðsljós-
inu í forleik Stefáns. Þórir Bald-
ursson á næsta tónverk, Ljóð án
orða, sungin af Sverri Guðjóns-
syni, við undirleik hljómsveitar-
innar. Tónleikunum lýkur svo
með tónverki eftir Vilhjálm Guð-
jónsson, sem hann flytur ásamt
Birni Thoroddsen og hljóm-
sveitinni. Frumfluttur verður
konsert fyrir tvo rafmagnsgítara
og kammerhljómsveit.
Og svo, þegar sveiflan nær há-
marki, verður kötturinn sleginn
úr tunnunni. Skrúðklæddir
krakkar úr austur- og vesturbæ
botna tónleikana.
-mhg
Sölvi Helgason og Vitlausa-Júlla (Theódór Júlíusson og Guðlaug María Bjarn-
adóttir).
Leikfélag Akureyr-
ar til Fœreyja
Stefán S. Stefánsson Þórir Baldursson Sverrir Guðjónsson Vilhjálmur Guðjóns- Ríkharður Örn Páls-
son son
Björn Thoroddsen Ólafur Gaukur
GuðmundurEmilsson Ásgeir H. Steingrims- Einar Grétar Svein
son björnsson
Boð hefur borist frá Norður-
landahúsinu í Færeyjum til
Leikfélags Akureyrar um að
sýna þar nýjasta leikrit Sveins
Einarssonar, „Ég er gull og
gersemi". Sýningar eru áætl-
aðar í Þórshöfn 20. og 21.
mars.
Leikritið ber nafn einnar
fleygustu vísu listamannsins og
flakkarans Sölva Helgasonar:
Ég er gull og gersemi
fimsteinn elskuríkur.
:g er djásn og dýrmæti
drottni sjálfum líkur.
Leikurinn byggir að hluta á
skáldsögu Davíðs Stefánssonar,
„Sólon Islandus", sem fjallar um
ævi Sölva. í leiknum eru jafn-
framt kvæði eftir Davíð, sem Atli
Heimir Sveinsson hefur samið
sönglög að.
Leikurínn þykir verðugur full-
trúi jafnt íslenskrar nútíma-
leiklistar og hefðar. í leiknum er
hlaupið milli alda, hann gerist á
víxl í jólaboði á Akureyri í dag og
á tímum Sölva, sem fæddist 1820
og lést 1896. Akureyrski mynd-
listarmaðurinn Örn Ingi gerði
leikmyndina en David Walters
frá Ástralíu hannaði bæði lýsingu
og myndvörpun. í leiknum er lista
verkum eftir Sölva og landslags-
myndum Arnar Inga brugðið á
ýmsa fleti leikmyndar; því er sýn-
ingin mjög flókin tæknilega.
Freygerður Magnúsdóttir hann-
aði búninga.
Fjöldi leikara tekur þátt í sýn-
ingunni auk hljóðfæraleikara, en
aðalhlutverkið, Sölva, leikur
Theodór Júlíusson.
Nú um helgina eru síðustu tæki
færi fyrir íslendinga að berja
Sölva augum á Akureyri, þvf að í
kvöld er allra síðasta sýning á
leiknum.
Aldrei erfriður
ÍEyjafirði
í gærkvöldi frumsýndi Leikfé-
lag Öngulsstaðahrepps og
Ungmennafélagið Árroðinn,
leikrit Andrésar Indriðasonar
„Aldrei erfriður", íFreyvangi
Öngulsstaðahreppi.
Þetta er sýning fyrir alla fjöl-
skylduna og fjallar á gaman-
saman hátt um fjölskyldu á Akur-
eyri og ýmis sambúðar- og um-
gengnisvandamál sem upp koma
í daglegu lífi.
Leikendur eru: Ólöf Birna
Garðarsdóttir, Jóhann Jóhanns-
son, Þórarinn Thorlacius, Jó-
hanna Valgeirsdóttir, Jónsteinn
Aðalsteinsson, Sveina Björk Jó-
hannesdóttir, Stefán Guðlaugs-
son, Katrín Ragnarsdóttir, Jó-
hann Arnarson, Leifur Guð-
mundsson, Anna Ringsted,
Kristján Jónasson og Gunnar
Kristjánsson.
Lýsing og hljóð: Pétur Har-
aldsson, Halldór Sigurgeirsson
og Finnur Aðalbjörnsson.
Leikmynd: Kristján Jónasson,
Bolli Ragnarsson, Árni Sigurðs-
son, Ævar Ragnarsson og fleiri.
Leikstjóri er Theodór Júlíus-
son.
Laugardagur 16. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13