Þjóðviljinn - 19.02.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Launastefnan spmngin
Um helgina var birtur úrskuröur Kjaradóms í
kjaradeilu ríkisins og Bandalags háskóla-
manna. Niðurstööur dómsins eru um margt ó-
Ijósar og eiga væntanlega eftir að veröa miö-
púnktur mikillar umræðu á næstu dögum. Því er
ekki úr vegi að rifja upp helstu málsatvik til aö
skýra stöðuna.
Launadeilan nærtil tæplega þriggja þúsunda
háskólamenntaðra manna sem starfa hjá hinu
opinbera, eða um helmings félaga í BHM. Að-
staða BHM-manna er að því leytinu frábrugðin
aðstöðu þeirra sem eru félagar í BSRB, að þeir
hafa ekki verkfallsrétt. Eina leiðin sem þeir geta
farið til að beita stjórnvöld umtalsverðum þrýst-
ingi er því að fara uppsagnarleiðina. Þetta hafa
kennarar innan BHM gert og þann 1. mars taka
gildi uppsagnir 445 kennara í mennta- og fjöl-
brautaskólum, eða um 70 prósenta allra sem
þar starfa. Grípi stjórnvöld ekki inn í með ríf-
legum kauphækkunartilboðum er því allt útlit
fyrir að skólaár þúsunda skólanemenda eyðil-
eggist að verulegum hluta.
Deilu BHM og hins opinbera var skotið til
Kjaradóms. í lögum frá 1973 um kjarasamninga
opinberra starfsmanna er kveðið á um hverjar
skuli vera meginreglur Kjaradóms við úrskurð
launa til handa ríkisstarfsmönnum. Þar segir
beinum orðum, að við úrlausnir sínar skuli dóm-
urinn gæta þess „að ríkisstarfsmenn njóti
sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða
menntun, sérhæfni og ábyrgð sem vinna hlið-
stæð störf hjá öðrum en ríkinu.
Nú er það ótvírætt komið í Ijós, að laun há-
skólamanna sem vinna á almennum vinnu-
markaði eru miklu hærri en þeirra sem starfa hjá
ríkinu. Samkvæmt nýlegri könnun Hagstofu ís-
lands munar hvorki meira né minna 61 pró-
senti! Þetta setur Kjaradóm augljóslega í mik-
inn vanda. ( annan stað er rétt að minna á, að
fyrir skömmu felldi dómurinn úrskurð um laun
þingmanna og annarra háttsettra starfsmanna
ríkisins og flestum er í fersku minni að fulltrúar
þjóðarinnar á þingi fengu að meðaltali 37 prós-
ent launahækkun. Það er að sjálfsögðu út í hött
að ætla að bjóða ríkisstarfsmönnum - langt fyrir
neðan launastig þeirra sem vinna ekki hjá ríkinu
- minni prósentuhækkun en þingmönnum.
Nú hefur hins vegar kjaradómur komið sér úr
klípunni í bili með því að fella úrskurð sem segir í
rauninni ósköp lítið. Allur launaramminn er
stokkaður upp og hin raunverulega launaá-
kvörðun er færð frá aðalkjarasamningnum til
sérkjarasamninga. Áður en þeir eru um garð
gengnir er ómögulegt að spá um lyktir kjara-
deilunnar. Hún er jafn galopin og fyrr.
Þó niðurstöður dómsins séu harla óljósar má
eigi að síður draga af þeim mikilvæga ályktun.
Það er alveg Ijóst að kjaradómurinn hefur
sprengt launastefnu ríkisstjórnarinnar. Nið-
urstöður hans opna fyrir talsverðar launahækk-
anir og það er ekkert launungarmál að í kjölfar
BHM munu önnur samtök á vinnumarkaði sigla
við fyrsta tækifæri. Skattalækkunarleið ríkis-
stjórnarinnar, sem einnig nýtur vildar hjá aðilum
innan verkalýðshreyfingarinnar, er því úr sög-
unni. Það einfaldlega gengur ekki að opna fyrir
launahækkanir með annarri hendi og ætla sér
að beita skattalækkunarleiðinni með hinni.
Áþreifanlegasta niðurstaða Kjaradóms í
þessari lotu er því sú, að með honum er dánar-
vottorð skattalækkunarleiðarinnar undirritað.
-ös
KLIPPT OG SKORIÐ
Afnám
mannréttinda
Björn Bjarnason skrifar
stjórnmálagrein í Morgunblaði
um helgina þar sem hann m.a.
lítur yfir ófarir ríkisstjórnarinnar
út frá sjónarhóli Sjálfstæðis-
mannsins. Upphaf ríkisstjórnar-
innar er í þessum búningi:
„Þegar ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar tók við í maí
1983, varsagtskilið viðsamráðið.
Það var gert með skýrum og af-
gerandi hœtti. Vísitölutenging
launa var afnumin með bráða-
birgðalögum og kemur ekki til
framkvœmda að nýju fyrr en 1.
júní í ár, að óbreyttum lögum. Og
ekki nóg með það, vinnustöðvan-
ir og gerð nýrra kjarasamninga
var bönnuð með lögum. “
Vinsældir
„Þessar harkalegu ráðstafanir
nutu stuðnings mikils meirihluta
þjóðarinnar allt árið 1983 og
hlutu í raun viðurkenningu verka-
lýðsforystunnar í verki með kjara-
samningum sem gerðir voru í
febrúar 1984. Á þessum tima var
staða ríkisstjórnarinnarsterk. Allt
gekk henni í haginn nema vöxtur
þjóðarframleiðslunnar, sem hún
hafði ekki á valdi sínu. “
Marklaus
„OBGUNBLAnlli
AF INNLENDUM
VETTVANGI
cfúr BJORN BJARNASON
Sagan endurtekursig
fjárlög
„Skömrnu eftir að kjarasamn-
ingarnir voru gerðir snemma árs
1984 fór að halla undan fœti hjá
ríkisstjórninni. Þá kom allt íeinu í
Ijós, að fjárlögin sem samþykkt
voru á þingi í desember 1983
reyndust marklaus. ínokkrar vik-
ur var stjórnarliðið að berjast við
það á vormánuðum 1984 að fylla
_ samráðið aftur
komið á dagskrá
Ö i
upp í fjárlagagatið. Að því máli
var staðið með þeim hætti, að
traustið á ríkisstjórninni
minnkaði mikið. Þá strax hófust
umrœður um að það þyrfti að
styrkja stjórnina með því að
skipta um mann eða menn í
henni. “
Skipta um
ráðherra
Björn rekur það hvernig for-
svarsmenn ríkisstjórnarinnar
héldu því fram í síbylju að skipta
þyrfti um menn í henni. Sumarið
átti að nota til að setja fram efna-
hagstillögur og semja verkefna-
skrá. Ekki var skipt um ráðherra
frekar en fyrri daginn en tillögur
lágu frammi 6. september, fáum
dögum síðar hófst verkfall bóka-
gerðarmanna og í byrjun október
fóru opinberir starfsmenn í verk-
fall.
„Þegarupp varstaðið að lokum
með samningi Vinnuveitenda-
sambandsins og Alþýðusam-
bandsins 6. nóvember 1984 voru
markmið ríkisstjórnarinnar fokin
út í veður og vind. Þá var enn rætt
um að skipta um menn í ríkis-
stjórninni", segir Björn. Og um
áramótin var aftur tönnlast á því
að styrkja þyrfti ríkisstjórnina
með því að skipta um menn í
henni.
Kúvending
ríkis-
stjórnarinnar
„Nú á að leita samninga um
kaup og kjör áður en efna-
hagsmarkmiðin eru kynnt‘\ segir
Björn og vísar þar til að engar
markvissar tillögur hafi komið
fram 8. febrúar þótt boðaðar hafi
verið.
„Stjórnin hefur kúvent í af-
stöðunni til vinnumarkaðarins frá
því að stjórnarsáttmálinn var
gerður, já, raunar frá því að
markmið hennar voru settfram 6.
september síðastliðinn. Nú er að
sjá hvernig aðilar vinnumarkað-
arins bregðast við þessari nýju
stöðu. Kennarar halda sér að vísu
enn fast við harðlínustefnuna sem
einkenndi BSRB í haust. Aðilar
almenna vinnumarkaðarins eru
hins vegar farnir að rœða saman,
að því er virðist í alvöru. “
Getulaus
ríkisstjórn
Björn er þeirrar skoðunar að
samráð leiki ekki ríkisstjórnir
betur en verkfallsátök og að nú-
verandi stjórn sé nánast búin að
vera:
„Draga má í efa að ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar sé
nægilega sterk til að standast þá
áraun sem samráð við aðila vinn-
umarkaðarins er. Því fer víðs
fjarri að það sé auðveldari leið en
að draga skýrar og skarpar víglín-
ur. Samráðs-stjórnarhœttir gáfust
vel á tímum viðreisnarstjórnar-
innar. En það tók langan tíma að
skapa þann trúnað milli manna
sem var forsendan fyrir því að
samráðið þá bar árangur.
Auglýsingamennska í stjórn-
málum og verkalýðsmálum hefur
aukist hin síðari ár. Minnisvarða-
áráttan veldur því að stjórnmála-
menn teysta ekki lengur hver
öðrum jafn vel og áður og sókn
verkalýðsforingja eftir pólitískum
ítökum rœður oft meira en „fag-
legt“ mat. “
Verkföllin
sterkasta vopnið
„Hugmyndum um að styrkja
ríkisstjórnina sem verið hafa á
döfinni í tœpt ár hefur ekki verið
hrundið íframkvœmd. Verkföllin
í haust veiktu ríkisstjórnina meira
enfjárlagagatið. Nú liggur sem sé
fyrir stefnubreyting hjá stjórn-
inni“.
Alþýðubanda-
lagið
mótvægið
Björn gerir sér grein fyrir mót-
væginu við ríkisstjórnina og fa-
bulerar meistaralega um þau
mál. Sýnishorn:
„Valdabaráttan innan Alþýðu-
bandalagsins um yfirráð í verka-
lýðshreyfingunni á eftir að setja
svip á stjórnmálaþróunina nœstu
vikur og mánuði. Verkalýðsfor-
ingjar eiga undir högg að sœkja í
hinum „pólitíska armi“ hreyfing-
arinnar eins og Svavar Gestsson
nefndi hinn margklofna flokk
sinn, þegar hann þóttist hafa öll
ráð í hendi sér“.
,,....Og loks er Ijóst, að náið
samráð verkalýðsforystunnar við
stjórnvöld og viðrœður hennar
við vinnuveitendur eru eitur í
beinum þeirra, sem telja sig hafa
náð undirtökunum í verkalýðs-
málum í Alþýðubandalaginu".
-óg
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Utlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Á8kriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985