Þjóðviljinn - 19.02.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Page 5
Að sundra eða sameina / / eftir Asmund Stefánsson, forseta ASI Það er mikið talað um samstarf vinstri manna þessa dagana. Þeg- ar samstarf flokka ber á góma ber töluvert af málskrúði og tilburð- um meiri keim af sýndarleik en einlægum samstarfsvilja. í "pá umræðu ætla ég þó ekki að blanda mér, heldur fara nokkrum orðum um samskiptin innan Al- þýðubandalagsins, þar sem að undanförnu hefur í ýmsu verið meira gert til að sundra þeim sem styðja flokkinn en sameina þá. Aukið á ágreining Þegar unnið var að kjarasamn- ingum á síðasta vetri gerðu tals- menn Alþýðubandalagsins ýmis- legt til þess að auka á þann ágreining sem uppi var í verka- lýðshreyfingunni um vinnubrögð og leiðir og sundra þeim Alþýðu- bandalagsmönnum sem þar eru í forustu. Enginn vafi er á því að þetta stuðlaði að sundurleitri kröfugerð og því að illa gekk að samhæfa áhersluatriði við samn- ingagerð á liðnu hausti. Að tyrkneskri fyrirmynd Daginn, sem verkalýðsmálar- áð flokksins hélt fund, valdi blað- ið að taka leiðaraopnu sína í yfir- lýsingar flokksformannsins um nauðsyn þess að enginn sé kosinn „Það er hugsanlegt að ýmsum innan Alþýðubandalagsins þyki óþœgilegtað hafa á vegferð sinni samfylgd afokkur sem störfumfyrir íslenska verkalýðshreyfingu. “ oftar en þrisvar sem formaður verkalýðsfélags. Þar var fundin leiðin til að hreinsa út í forustu- liðinu og jafnframt tryggja að þar sitji helst engir með málefnalega reynslu og yfirsýn og engir sem nái að kynna sig þannig meðal félagsmanna og almennings að þeir geti komið fram með sjálf- stæða stefnumótun. Mér skilst að fyrirmyndin sé sótt til herfor- ingjastjórnarinnar í Tyrklandi, sem kvað hafa notað þessa aðferð til að halda verkalýðshreyfing- unni þar í landi niðri. Auðvitað er hugsanlegt, þó mér finnist það ólíklegra, að formaður flokksins setji hér fram almenna reglu og stefni að því að víkja ásamt fleirum við næstu kosningar með tilvísun til þess að nú sé búið að kjósa hann þrisvar á þing. Að taka öllu af tillitssemi í þann tíma, sem ég hef verið í Alþýðubandalaginu, hefur oft mikið borið á milli í skoðunum mínum og þeirra sem tala fyrir flokksins hönd. Ég hef þó hingað til talið það eðlilega tillitssemi og flokkshollustu að standa ekki í stórdeilum við þá á opinberum vettvangi, en bæði er að ástæðu- laust er að sitja endalast undir hverju sem er og eins að óhjá- kvæmilegt er að spyrna við fæti þegar kerfisbundið virðist unnið að sundrungu flokksins. Innsýn Þjóðviljans um helgina í Innsýn Þjóðviljans um síð- ustu helgi er skrifað eftirfarandi: „Þegar sauð upp úr á dögunum á aðalfundi verkalýðsmálaráðs mátti stundum skilja á fólki að rekinn hefði verið fleygur á milli flokksforystunnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, þó staðreynd máls hafi verið sú, að verkalýðs- forystan (þeir sem hafa lifibrauð sitt af því að selja verkalýðshreyf- ingunni vinnuafl sitt) hafi lent upp á kant við ýmislegt annað fólk í verkalýðshreyfingunni. Það var því ekki verkalýðshreyfingin sem varð ósátt við einhverja hluta Alþýðubandalagsins, held- ur innbyrðis átök á einum hinna mörgu pólitísku vettvanga verka- lýðshreyfingarinnar. “ Það er efalaust með öllu ástæðulaust að skammast út í höfund greinarinnar, því lík- legast er að hann hafi sótt efnivið- inn til þeirra sem hann hefur lifi- brauð af að þjóna. Ég ætlast ekki til þess að hann skilji að fólk gangi til starfa af hugsjón og ein- dregnum vilja til þess að gera Framhald á bls. 6 Upphlaup fjárplógsmanna Sá grunur fellur stundum á lög- gjafarstofnanir að þær hafi það eitt fyrir augum að styðja þá öflugu, gera þá ríku ríkari. Að mínum dómi ættu þær hins vegar að vera fjöldanum trygging gegn yfirgangi fjárplógsmanna. Hið opinbera á að flytja málstað rétt- lætis og skynsemi. Það á að hindra að auðmenn gangi á hlut almennings. Það getur aldrei aukið traust á löggjafarsamkomu ef meðlimir hennar fara ekki sjálfir að landslögum. Geymt en ekki gleymt Hægrisinnaðar ríkisstjórnir eru jafnan bornar uppi af stjórnend- um fyrirtækja og auðmönnum af ýmsu tagi. Þess vegna má við því búast að slíkar stjórnir gegni illa því hlutverki ríkisstjórnar að vernda tolk gegn fjárplógs- mönnum. í hittifyrra stóðu ríkisstjórnar- flokkar fyrir ósvífnustu efnahags- aðgerðum sem hér hafa verið framkvæmdar í marga áratugi. Þeir hækkuðu kostnað sjúklinga, aldraðs fólks og barnafjölskyldna með ýmsu móti. Þeir rýrðu fram- lögin til bókasafna og veittust að' námsmönnum, leigjendasam- tökum og húsbyggjendum. Þeir fóru meira að segja að rukka börnin sem komu á leikvellina. Um sama leyti lækkuðu þeir stimpilgjöld, juku bankagróðann og hermangið og þeir hagræddu skattareglum til hagsbóta fyrir efnafólk á borð við sjálfa sig. Gróði verslunarinnar var stór- aukinn. Árni Sigurjónsson skrifar: „Efeinhver hefursið- ferðislegan rétt til að beita neyðarrétti, þá eru það alþýðu- samtök landsins þeg- ar þau neyðast til að verja kjörsín ogsjálf- sögð réttindi affyllstu einurð. Þaðerþar sem neyðarréttur get- urgilt. Ogef ekkiþar, þá hvergi“ Á sama tíma var kaupgjald skorið niður um þriðjung að raungildi og fólki bannað að fara í verkföll þótt samningar væru brotnir á því. Forsætisráðherra hótaði að lögregluvaldi yrði beitt gegn þeim sem færu í verkfall. Sín á milli nefndu stjórnarsinnar þetta tímabundna afnám ver- kfallsréttarins „efnahagsaðgerð- ir“. í haust bættu þeir um betur. Þeir héldu opinberum starfs- mönnum í löngu og erfiðu verk- falli, en féllust loks á nokkra kauphækkun. Að svo búnu tóku þeir hækkunina jafnharðan aftur með því að fella gengið. Skömmu síðar hækkuðu þeir egin laun um verulega upphæð umfram gengis- fellinguna. Allt er þetta geymt en ekki gleymt. Verkalýðs- hreyfingin Nú er þess vart að vænta af svo hægrisinnaðri ríkisstjórn að hún skeyti nokkru þótt hún brjóti eina af grundvallarreglum lýð- ræðis og mannréttinda með því að afnema verkfallsrétt. En þess var að vænta af verkalýðshreyf- ingunni, sem hefur síst minni skyldu að standa vörð um mannréttindi en löggjafinn, að hún hrekti slíka ríkisstjórn frá völdum. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert þegar verkfallsrétt- urinn var tekinn af henni einn góðan veðurdag. Það var eins og forysta hennar væri búin að gleyma til hvers var barist fyrir þessum rétti áratugum saman. Við hverju mætti búast af verka- lýðshreyfingunni ef kosningarétt- ur yrði afnuminn í landinu? Ætl- ast hún kannski til að kirkjan taki forystu í slíkum átökum um mannréttindi? Ég er ekki viss um að umboð þeirra manna sem gegna forystu í verkalýðshreyfingunni sé svo víð- tækt, að þeim sé heimilt að sam- þykkja afnám verkfallsréttarins með aðgerðarleysi sínu. Engum leyfist að gera hrossakaup með mannréttindi. Neyðarréttur Lög eru ófullkomin vegn þess að höfundar þeirra geta ekki séð fyrir allar þær aðstæður sem geta komið upp. Þar sem ákvæði laga þrýtur getur það tekið við sem menn nefna neyðarrétt. Það þyk- ir siðferðislega réttmætt að hunsa lagabókstaf við sérstakar neyðar- aðstæður. Síðastliðið haust var margt talað um „neyðarrétt“. Til- efnið var að nokkrir menn settu upp ólöglegar útvarpsstöðvar til að mala sér gull á auglýsingum. Þeir sem ráku þessar stöðvar kváðust gera það í skjóli neyðar- réttar. Á alþingi í haust kallaði Eiður Guðnason ólöglegu útvarps- stöðvarnar sjóræningjastöðvar. Albert Guðmundsson greip þá fram í fyrir Eiði og fullyrti að sjó- ræningjastöðvar væru þær stöðv- ar einar kallaðar sem sendu úr skipum. Er því eðlilegra að kalla DV-stöðina og aðrar sem sendu í verkfallinu aðeins ræningja- stöðvar. En fleira mælir raunar með því en rök Alberts ein. Ef til vill hefði verið hægt að sýkna þann - með skírskotun til neyðarréttar - sem hefði tekið að , Framhald á bls. 6 Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ráðleysi Ragnhildar Allt frá upphafi lýðveldisins hefur að líkindum enginn ráð- herra setið að völdum jafn afkast- alftill og núverandi menntamála- ráðherra frú Ragnhildur Helga- dóttir. Þegar blómaskeið frjáls- hyggjunnar í Sjálfstæðisflokkn- um fleytti henni til æðstu metorða menntamála fagnaði Morgun- blaðið henni með lúðrablæstri og söng og upphrópanirnar um „nýja menntastefnu“ voru legíó. Efndirnar hafa hins vegar orð- ið fyrirferðarminni. Meira að segja gallharðir Sjálfstæðismenn gerast því nú sammála, að þó leitað sé með logandi ljósi um sali menntamálaráðuneytisins við Hverfisgötu sjáist lítill vottur hinnar „nýju menntastefnu" sem Morgunblaðinu varð svo tíðrætt um í upphafi valdaferils ráð- herra. Aftur á móti eru merkin um eyðingarmátt þeirrar harð- vítugu frjálshyggjustefnu sem frú Ragnhildur fylgir, ærin. Þannig gnísta virtir skólamenn tönnum af bræði í hvert sinn er þeir ræða um tillögur frú Ragn- hildar varðandi framtíð Náms- gagnastofnunar, ómissandi hjálpartækis skóla um allt land. í stfl við þá frjálshyggjuþoku sem blindar mönnum sýn í sölum menntamálaráðuneytisins eru þær hugmyndir nú á kreiki í kolli ráðherrans að taka námsbókaút- gáfuna frá stofnuninni og bjóða gerð þeirra út á almennum mark- aði. Allir sjá í hendi sér hverslags undirbúningsvinnu reyfaraútgáf- ur útí bæ munu leggja í vinnslu slíkra bóka, sem að öðru jöfnu þurfa margra ára undirbúning. Svo gælir hún líka við þá hug- mynd að selja Skólavörubúðina, því forráðamenn hennar hafa um sinn framið þann ófyrirgefanlega glæp að iáta búðina skila hagn- aði! Huggulegheit hennar við náms- stjórana í fyrra voru líka einkar gott dæmi um hina nýju vinda sem blása kringum frú Ragnhildi. En eins og flestir muna, þá rak hún þá alla á einu bretti í fyrra. Staðreyndin er einfaldlega sú að Ragnhildur hefur engu komið í verk nema framfylgja flokksskip- uninni sem hún fékk i vegarnesti: að fylla menntamálaráðuneytið af sauðtryggum Sjálfstæðis- mönnum. En það hefur hún líka gert vel og rækilega. Nýjasta af félaga ráðherra er svo það, að hún er um það bil að valda landauðn í kennarastétt- inni. Nær 500 kennarar hafa sagt upp störfum og hvað hefur Ragn- hildur gert til að bjarga málun- um? Hún hafði ekki einu sinni tíma til að ræða málið á Alþingi í síð- ustu viku því hún þurfti að fara útá Loftleiðir til að setja skákmót og koma sér þannig í sjónvarpið. En það skiptir auðvitað miklu meira máli en halda íslenskum skólum opnum. Eða hvað? RAUÐHETTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.