Þjóðviljinn - 19.02.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Side 8
Kaii rúllaði Hansen upp! ASeins tókst að Ijúka einni skák í 4. umferð alþjóðaskák- mótsins á laugardag. Karl Þor- steins tefldi af miklum krafti og sigraði heimsmeistara unglinga, Curt Hansen, í skemmtilegri sóknarskák. Karl fórnaði peði strax í 8. leik og stuttu síðar ridd- ara. í staðinn varð Hansen að gefa eftir hrókunarréttinn og skilja kónginn eftir á miðborð- inu. Hanseni varð fótaskortur í vörninni og eftir nokkra kröftuga leiki frá hendi Karls varð Daninn að gefast upp eftir aðeins 22 leiki. Allar aðrar skákir fóru í bið og voru tefldar um kvöidið. Spassky beitti lokaða afbrigð- inu gegn Sikileyjarvörn Jóns L. Með því afbrigði hefur Spassky unnið glæsta sóknarsigra á ferli sínum. Jóni tókst hins vegar að halda allri sókn Spasskys niðri og ekki nóg með það heldur vann hann peð af Spassky. En Jón fékk að reyna á það að heimsmeistar- inn fyrrverandi er ekkert lamb að leika sér við. f tímahrakinu vann Spassky peðið til baka með betri stöðu. Skákin fór tvisvar í bið og hefur nú Spassky peð yfir í hróks- endatafli. Skák Jóhanns Hjartarsonar og A. Jusupovs sem tefld var í gærkvöldi var æsispennandi. Jóhann hafði betra tafl lengst af en Jusupov fór með sigur af hólmi að lokum eftir mikið tímahrak hins fyrrnefnda. Larsen, sem hafði hvítt gegn Guðmundi, náði betra hróks- endatafli eftir Sikileyjarvörn. Skákin fór í bið en Larsen komst ekkert áleiðis gegn nákvæmri taflmennsku Guðmundar. Jusupov og Hort tefldu „þungt“ enda ekki við öðru að búast þegar tveir stöðubaráttu- skákmenn mætast. Sovétmaður- inn fékk örlítið betra tafl upp úr byrjuninni (Drottningarindver- skri vörn) og nægði það honum til sigurs. Hort gaf skákina án þess að taka til við hana aftur eftir bið. Hjá Helga og Margeiri varð Drekaafbrigðið uppi á tening- num. Helgi, sem hafði hvítt, lék e4 í fyrsta leik og kom það mjög á óvart. Skákin varð snemma flók- in og er hún fór í bið hafði Mar- geir biskup og peð upp í hrók og mikið spil. Kóngsstaða Helga var veik og þar að auki átti hann lítinn tíma eftir. Það fór svo að lokum að Helgi varð að játa sig sigraðan. Skák Jóhanns og Van der Wiel vakti mikla athygli enda náði Jó- hann betra tafli. Hollendingurinn beitti Sikileyjarvörn og upp kom Richter-Rauzer afbrigðið. Jó- hann náði kóngssókn og þegar skákin fór í bið var staðan þessi: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Van der Wiel Jóhann nýtir sér á skemmti- legan máta varnarleysi svarta kóngsins. 41. Dxg4 Dxd3+ 42. Kal Ke7 43. Dg5+ Kd6 44. Hcl! Df3 45. Dg6+ Ke7 46. Hel+ Kd8 47. De8+ Kc7 48. Hcl+ Kd6 49. Db8+ Kd5 50. Dxa7 Ke6 51. Hel+ Kf6 52. Db6+ Kg7 53. Hgl+ Kf7 54. Dg6+ Ke7 55. Hel+ Kd8 56. Db6+! Og svartur gafst upp. Hann verður mát eftir 56. - Hc7 57 Dd6+ Hd7 58. Db8+ mát. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Curt Hansen Aljekín-vörn 1. e4 Rf6 Þetta er upphafsleikur Aljekín-varnarinnar. Hún er frekar fáséð en þeir sem tefla hana á annað borð virðast taka miklu ástfóstri við vörnina! Dæmi um þetta er Bandaríkja- maðurinn Lev Alburt. 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Karl teflir traustasta afbrigðið. Annar möguleiki er t.d. fjögurra peða árásin 4. c4 Rb6 5. f4 o.s.frv. 4. - Bg4 5. Be2 Rc6 6. 0-0 Með því að hróka núna hefur hvítur þegar ákveðið að fórna peði. Algengt er 6. exd6 cxd6. 6. - dxe5 7. Rxe5 Bxe2 8. Dxe2 Rxd4 9. Dc4! c5! Eini leikurinn. Ef 9. - Re6 þá 10. Db5+ c6 11. Dxb7 o.s.frv. 10. Be3 a6 Að sjálfsögðu ekki 10. - Rxe3?? 11. Dxf7+ mát! 11. Rc3 e6 12. Bxd4 Rb6!? Eftir 12. - cxd4 13. Da4+! Ke7 (ekki 13. - b5? 14. Rxb5!!) 14. Dxd4 og hvítur stendur betur. Nú er hvítur þvingaður til að fórna manni. 13. Db3 cxd4 14. Ra4 Rxa4 15. Dxb7 Dd5 16. Dxf7+ Ekki 16. Rc6 Rb6! 17. Dxb6 Bc5 og svartur nær að hróka. 16. - Kd8 17. Hfel Rc5? Hér misstígur Hansen sig í vörninni. Best var 17. -Rxb2 18. Habl Ba3! 19. Dxg7 He8 20. Dxh7 og staðan er tvísýn. 18. Hadl Hótar 19. Hxd4! 18. - Kc8 19. c3! d3 20. b4 d2 Eða 20. - Rd7 21. Rxd3 og vinnur 21. He2 Rd7 22. RB! Hansen sá ekki ástæðu til að halda þessu áfram enda er hann algerlega bjargarlaus. Svartur gafst upp. Úrslit I 4. umferð: Jusupov-Hort: 1-0 Spassky-Jón L.: Bið Larsen-Guðmundur: V2-V1 Karl-Hansen: 1-0 Helgi-Margeir: 0-1 Jóhann-Van der Wiel: 1-0 5. umferð var tefld á sunnudag. Sökum plássleysis verðum við að láta okkur nægja að birta einung- is úrslitin: Hansen - Helgi: V2-V2 Guðmundur - Karl: 1-0 Jón L. - Larsen: 0-1 Van der Wiel - Jusupov:l-0 Margeir - Jóhann: 1-0 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.