Þjóðviljinn - 19.02.1985, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Qupperneq 15
FRETTIR Heilsufar Beinþynning orðin faraldur Hrjáir 9 afhverjum 10 konum á Vesturlöndum Mjólkurdagsnefnd hefur gefíð út fræðslurit er nefnist „Kalk og beinþynning“ og er það tekið saman af dr. Jóni Óttari Ragn- arssyni. Er hugmyndin sú, að rit- ið verði notað við heilsufræði- kennslu í 8. og 9. bekk grunn- skóla. Jafnframt hefur Laufey Steingrímsdóttir, manneldis- fræðingur tekið að sér, fyrir Manneldisráð, að rannsaka út- breiðslu beinþynningar meðal aldraðs fólks á íslandi og mun Mjólkurdagsnefnd styrkja þær rannsóknir. Svokölluð beinþynning er orð- in að faraldri á Vesturlöndum. Orsök þessa hrörnunarsjúkdóms er sú, að kalk skolast með tíman- um úr beinum með þeim afleið- ingum, að þau verða mjög brot- hætt og geta jafnvel, - sé sjúk- dómurinn á háu stigi, - brotnað við minnsta hnjask. Helstu or- sakir eru taldar vera: langvarandi kalkskortur í fæðu, kyrrsetur og minnkandi framleiðsla kynhorm- óna með aldrinum, einkum eftir breytingaskeið hjá konum. Er nú talið að 9 af hverjum 10 konum fái einhver einkenni sjúkdóms- ins, sem þýðir, að beinþynnig er orðin einn af algengustu hrörn- unarsjúkdómum nútímans. Þetta á ekki sérstaklega við hér, sjúk- dómurinn er orðinn faraldur í öllum iðnríkjum. Hálkan, sem hérmyndast oftað vetrinum, ger- ir sjúkdóminn hins vegar mun al- varlegri hjá okkur en víða annars staðar. Kalk í fæði er nú í brennidepli í næringarvísindum vegna vernd- andi áhrifa þess gegn þessum hrörnunarsjúkdómi. Þar sem mjólkurmatur er besti kalkgjaf- inn, beinist athyglin nú sérstak- lega að mjólkurmatarneyslu Vesturlandabúa. Hafa rannsókn- ir sýnt, að þeir, sem eru í mestri þörf fyrir kalkið, sérstaklega full- orðnar konur, sneiða oft hjá mjólkurmat að meira eða minna leyti. -mhg. Kennaradeilan Lítilsvirðing við kennara Alyktun trúnaðarmannaráðs KFR Fundur trúnaðarmannaráðs Kennarafélags Reykjavíkur lýsir yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu kennara í Hinu ís- lenska kennarafélagi. Fundurinn telur það sýna lítilsvirðingu við kennarastéttina að menntamála- ráðuneytið skuli fara fram á framlengingu uppsagnarfrests aðeins hálfum mánuði áður en uppsagnir kennara HÍK koma til framkvæmda. Þá vill trúnaðar- ráðið benda á þá staðreynd að á síðustu vikum og mánuðum hafi kennarar séð sig tilneydda að hætta kennslustörfum vegna lé- legra launa sem eru í engu sam- ræmi við menntun, ábyrgð og vinnutíma. Er því svo komið að erfitt reynist að fá til starfa kenn- ara með kennsluréttindi í Reykjavík og fyrirsjáanlega muni margir kennarar með mikla starfsreynslu hætta störfum í haust. Lýsir fundurinn ábyrgð á hendur stjórnvalda ef kennarar neyðist til þess að yfirgefa skólana þann 1. mars næstkomandi. (F réttatilky nning) Verksmiðjan Vífilfell h/f er þessa dagana að setja á markað Koffeinlaust Coca Cola. Að mati Verksmiðjunnar Víf- ilfells h/f er Koffeinlaust Coca Cola eðlileg útvíkkun á hinum geysivinsæla drykk þar sem sá hópur neytenda fer vaxandi sem vill takmarka neyslu sína á koff- eini. Niðurstöður markaðsrann- sóknar, sem Verksmiðjan Vífil- fell h/f lét framkvæma benda til mikils áhuga neytenda á koffein- lausum kóladrykk, og er mark- aðssetningu drykkjarins því fyrst og fremst ætlað að fullnægja þörf- Koffeinlausa kókið er viðleitni Vífilfells hf. til að koma til móts við nýjar kröfur neytenda, segij; í frétt frá því. Koffeinlaust kók um þessara neytenda. Tilkoma Koffeinlauss Coca Cola breytir hins vegar engu um þá sannfæringu fyrirtækisins, að neysla koffeins í þeim mæli sem er í gosdrykkjum sé með öllu skaðlaus fyrir heilsu fólks, enda hafa ýtarlegar rannsóknir er- lendis staðfest þessa skoðun. Koffeinlaust Coca Cola verður í samskonar flöskum og Tab og Sprite. Vörumerkinu svipar til gamla góða Coca Cola merkisins, en er auðþekkjanlegast á gylltum þverröndum í bakgrunni, áletr- uninni „Koffeinlaust" eða „Caff- eine free“. (Fréttatilkynning) + Merkjasala á öskudag Reykjavíkurdeild R.K.I. afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum í dag. Börnin fá 10 kr. í sölulaun fyrir hvert selt merki, og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. VESTURBÆR: Skrifstofa Reykjavíkurdeildar R.K.Í. Öldugötu 4 Melaskóli AUSTURBÆR: Skrifst. R.K.Í Nóatúni 21 Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Austurbæjarskóli SMÁÍBÚÐA- OG FOSSVOGS- HVERFI: Fossvogsskóli Breiðagerðisskóli LAUGARNESHVERFI: Laugarnesskóli KLEPPSHOLT: Langholtsskóli Vogaskóli ÁRBÆR: Árbæjarskóli BREIÐHOLT: Breiðholtsskóli Arnarbakka 1 Fellaskóli - Breiðholti III Hólabrekkuskóli ölduselsskóli Merkjum og peningum skilað í skólana á fimmtudag. KVENNASTEFNA 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastef nu 9 og 10. mars í Olfusborgum. Dagskra: Laugardagur 9. mars Kl. 10.45 1. Atvinnu- og kjaramal Atvinnuþróun Framsaga: Vilborg Harðardóttir og Sigríður Stefánsdóttir Kynskiptur vinnumarkaður Framsaga: Guðrún Ágústsdóttir Er verkalýðshreyfingin orðin áhrifalaus um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu? Framsaga: Margrét Pála Ólafsdóttir. Almennar umræður Kl. 12.30 Matarhlé Kl. 14.00 2. Staða heimavinnandi fólks Lífeyrismál - Fæðingarorlof - Skatta- mál Framsaga: Adda Bára Sigfúsdóttir Almennar umræður Kl. 15.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál. Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.30 Hópar starfa áfram Kl. 17.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 19.00 Kvöldmatur Sunnudagur 10. mars Kl. 9.00 Morgunverður Kl. 9.30 1. Baráttuleiðir kvenna Hugmyndafræði kvennahreyfinga Framsaga: Rannveig Traustadóttir Kvennaflokkar eða baráta kvenna í sósíalískum flokkum Framsaga: Álfheiður Ingadóttir Þverpólísk samvinna Framsaga: Guðrún Helgadóttir Kl. 10.00 Almennar umræður Kl. 11.00 2. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin - Fundaröð í vor Framsaga: Þuríður Pétursdóttir og Kristín A. Ólafsdóttir Almennar umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál Kl. 14.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 15.30 Ráðstefnuslit - Kaffi KOSTNAÐUR: Flokkurinn greiðir helming fargjalds fyrir þær sem greiða verulegan ferðakostnað. Vegna mismunandi ferðakostnaðar á að jafna kostnaði af húsnæði og fæði niður. Þær sem styst eiga að fara borga því mest fyrir þær þarfir. Selt er fullt fæði, en einnig er hægt að taka með sér mat og elda í húsunum. Greiðslur verða þannig: Þær sem greiða veruiegan ferðakostnað: Þær sem greiða verulegan ferðakostnað: Þær sem EKKI greiða verulegan ferðakostnað: Þær sem EKKI greiða verulegan ferðakostnað: 500 kr. Okr. 2.000. kr. 1.000. kr. fullt fæði án fæðis fullt fæði án fæðis Kvennastefna er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðrum stuðningskonum flokks- ins. Þær sem hafa í huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökutilkynningu. Undirbúningsgögn verða send í öll Alþýðubandalagsfélög fyrir 1. mars. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstof unni Hverf isgötu 105 fyrir 1. mars (sími 17500) Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.