Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 12
Ræstingarstörf Óskum að ráðafólktil ræstingarstarfa. Um erað ræða föst störf og störf við afleysingar. Nánari upplýsingar gefur ræstingarstjóri í síma 28200 (innanhússími 83) frá kl. 13.00 til 14.00 næstu daga. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAG A STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Leiklistarskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haust- ið 1985. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um inntökuna og námið í skólanum liggja frammi á skrif- stofu skólans að Lækjargötu 14a, sími 25020. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00-15.00 virka daga. Hægt er að fá öll gögn send í pósti ef óskað er. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu skólans í ábyrgðarpósti eða skilist þangað fyrir 27. mars n.k. Skólastjóri Atvinnurekendur 28 ára kona óskar eftir góðri framtíðarvinnu á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Margt kemur til greina, nema verslunar- og/eða framreiðslustörf. Upplýsingar í síma 28595 e. kl. 19 á kvöldin. 81333 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? VÚÐVIUINN ■iMiftmaii n -ir»Trm-------------- MIN MMI\H>JÓ,IIIK ÍSt.EN/k IIAH lll-'ÍIH SIGKLiS SIGURHJARTAKSON Minningarkortin eru lil sölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúd Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Pjóðviljans Munið söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar A Iþýðubandalagsins Bílar Viðbót við Volvo-ættina Sænsku Volvo-verksmiðjurnar hafa sett á markaðinn nýja gerð Volvo-skutbfls og ber hann ein- kennisstafina 760 GLE enda í hóp með nýju 760 og 740 bflun- um. Mun sala á þesum 5 dyra bfl hefjast í Bandaríkjunum og Kan- ada um miðjan apríl nk. Verður hann ekki seldur í öðrum löndum að sinni. í frétt frá Volvo-umboðinu segir að miklar kröfur séu gerðar til þessa nýja bfls enda ekki ann- að sæmandi þegar 740/760 Volvo VIÐHORF á í hlut. Minnt er á að á síðasta ári hafi verið framleiddar yfir 74.000 bifreiðir af 740/760 gerðunum og að með þessum nýja bíl styrki Volvo enn stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á skutbfl- um í heimmum í dag. Góðgerða- starfsemi. . . Framhald af bls. 11 lagi og næturvöktum kannski tvö- faldað dagvinnulaunin. Spurn- ingin er, hvort það séu forréttindi að fá að puða á vinnustaðnum allan sólarhringinn. Þessar tölur eru ti! að minna á, að þegar deilt er á kjör annarra launamanna ber mönnum að vita en ekki halda. Menn þurfa til dæmis að vita: 1. Hver eru launin (sjá launatöflur)? 2. Hversu langur vinnudagur er að baki launanna? 3. Hverjar eru ráð- stöfunartekjur, þegar skattar hafa verið frádregnir? 4. Hver er framfærslukostnaður í landinu? 4. En hversvegna þessar alhæf- ingar um launakjör háskóla- manna? Hversvegna þær ímynd- anir, að hjá háskólamenntuðum launamönnum leynist þeir digru sjóðir, sem góðgerðarklúbbar á vinstri vængnum vilja deila út til láglaunamanna? Alhæfingarnar og ímyndanirnar byggjast á rang- hugmyndum um veruleikann. Raunsannar skilgreiningar og skýringar á þjóðfélaginu hafa vikið fyrir þjóðsögum. Pað er þjóðsaga að í þessu landi búi ein þjóð er skiptist í tvo hópa, há- launamenn og láglaunamenn. Sannleikurinn er sá, að þetta land hafa alltaf byggt tvær þjóðir, sú sem vinnur og hin sem hirðir af- raksturinn af vinnunni. Dæmisaga: Maður er nefndur Geir. Hann er háskólamenntað- ur lögfræðingur. Hann er ekki launamaður. Hann er braskari og vinnukaupandi. Geir kaupir vinnu launamannsins, af vinn- unni skapast varan, af vörunni gróðann. Gróðanum stingur Geir í vasinn og segist eiga hann. Geir neyðist þó til að borga til baka hluta af vinnutímanum. Það kall- ar hann laun. Á útborgunardegi deilirhannílaunaumslögin. Van- dlega gætir hann þess að fjöl- mennustu hóparnir, þeir sem vinna arðbærustu störfin, fisk- kvinnslufólkið, bændurnir, iðn- verkafólkið, fái sem minnst, því þá verður gróði hans mestur. En jafnvendilega gætir hann þess, að sumir fái meira en aðrir. Panntg tekst honum að ala á sundrungu meðal launamanna. Hann sáir tortryggni og öfund. Hann breiðir út þjóðsögur. Ein þjóð- sagan er sú, að menn sem vinna í álverksmiðjum séu afskaplega vel launaðir. Álverkamenn leggja niður vinnu. Blaðakostur- inn hans Geirs hamast á þjóðs- ögunni. Verkalýðshreyfing þeg- ir. Vinstri hreyfing þegir. „Þeir hafa það víst nógu helvíti gott“. Álverkamenn standa einir. Geir hrósar sigri. Herra Geir deilir til að drottna. Best smíðaða þjóðsagan hans Geirs er sagan um þjóðarkökuna og sneiðina sem er til skiptanna fyrir launamenn. Því í þeirri sögu hefur honum tekist að töfra burt gróðann og töfra burt vinnukaup- andann. Geir er týndur! í stað hans eru komnir há-launamenn sem berjast við lág-launamenn um ímyndaða þjóðarköku. Á meðan byggir Geir óáreittur ný fyrirtæki og bankahallir fyrir gróðann, sem hann stal. 5. Dæmisagan sem ekki er þjóð- saga sýnir, að sá, sem telur aðal- andstæðurnar í þjóðfélaginu vera á milli há-launamanna og lág- launamanna, gengur erinda Geirs. Hún sýnir líka, að sá sem ætlar að breyta veruleikanum, en er bundinn í viðjar hugmynda og hugtaka gróðaaflanna, breytir aldrei neinu. Lágu launin á íslandi verða ekki hækkuð á kostnað háskól- amenntaðra launamanna. BHM má leggja í rúst. Ef til vill fengju þá einhverjir forréttindamenn innan samtakanna uppljómun og skildu að staða þeirra er söm og annarra launamanna. En kaup hinna lægst launuðu hækkaði ekki. Því peningarnir, eignirnar og völdin eru annars staðar. Lágu launin á íslandi verða heldur ekki hækkuð með góð- verkum eða lagasetningum á því Alþingi, sem við nú höfum. Lagasetning sem felur í sér, að launamenn eigi að hafa laun, sem þeir geti „skrimt á“, er tilræði við verkalýðshreyfinguna. Lögfest- ing þess að einn eigi að bera meir úr býtum en annar er þegar fyrir hendi. Þeir einu sem hafa raunveru- legt afl til að hækka lágu launin á íslandi eru launamenn sjálfir. Meirihluti þeirra hefur lág laun. Sumir minna en lág laun. En þeir eru engir vesalingar. Á þeim þarf ekki að gera nein góðverk. Með samstöðu og samstilltri baráttu geta þeir knúið það fram, að allir hafi mannsæmandi laun. Þegar launamenn leggja niður vinnu, þá kemur í ljós, hvar aflið er sem dugar. Máttur og meðvitund launamanna opinberaðist í BSRB verkfallinu. En þar op- inberaðist líka vantraust ýmissa foringja á fólkinu og skortur á samstöðu innan verkalýðsh- reygingarinnar. Vandi launafólks er þessa stundina mikill. Andspænis þeim standa gróðaöflin ósvífnari en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma eru pólitísk verkfæri launa- manna, vinstri flokkarnir og for- ysta verkalýðshreyfingar, að stórum hluta, bitlaus. Foringjana hendir alltaf það sama, þeir fara að halda, að það séu þeir en ekki alþýða manna, sem stjórna rás mannkynsögunnar. Þessvegna leita þeir lausna á pólitískum vandamálum í eigin ágæti, eða innan veggja alþingis, ekki meðal fólksins. Þeir líta á launamenn sem kjósendur, ekki sem stétt. Þessvegna orða þeir ekki nokk- urn skapaðan hlut rétt. Verst erum við þó sett með þá foringja, sem svamlað hafa of lengi í heita pottinum með Magnúsi Gunn. Því þeir eru farnir að tala máli herranna. Þeir tala um þjóðarsátt og þjóðarhag. Þeir vilja sam- stöðu með gróðaöflunum. Þeir reka ranga og hættulega pólitík. Það þekkjum við af reynslunni. Lélegum verkfærum er oft hent. Sómakært fólk reynir þó fyrst að bæta, lagfæra, skipta um aukahluti. Þeir sem álíta stétta- baráttu óumflýjanlega og sam- sttöðu og einningu verkalýðs- hreyfingar, og annarra vinnandi manna, undirstöðu þess að raun- verulegur jöfnuður geti komist á í þessu landi, - þeir hafa verk að vinna. Upphaflega lokið 7. febr. Stytt og lítillega breytt 16. febr. í þeirri von að það birtist í Þjóðv. María Kristjánsdóttir Nátturuvernd . . . Framhald af bls. 11 Trausti Guðmundsson bendir á í kjallaragrein í DV. þriðjud. 12. febrúar s.l., að samkvæmt tillögu þessarri á að banna allan akstur utan vega og áberandi óupp- byggðra ökuslóða á öllum árstím- um. Ennfremur verður allur akst- ur vélknúinna ökutækja bannað- ur í óbyggðum utan stofnbrauta, þjóðbrauta og sýsluvega á tíma- bilinu frá 15. apríl til 1. júlí ár hvert. Undir þetta síðast talda ákvæði falla vélsleðar, en eins og kunnugt er er þeim eingöngu ekið á snjó. Óneitanlega skilja þeir eftir sig slóðir ef ekki er harðfenni eða beinlínis svellalög á jörðu. En að öllu gamni slepptu, - ég hafði yfirskrift þessa greinar- korns það sama og Ari Trausti á DV greininni því ég get tekið undir flest sem þar er sagt, og þá ekki síst lokaorð hans, en í þeim hvetur hann sem flesta, er koma nálægt náttúruvernd, náttúru- fræðslu og útivist að láta í sér heyra og bjóða Náttúruverndar- ráði samvinnu og aðstoð. Það sem ég vitnaði til hér að framan úr tillögu Náttúruverndarráðs er úr 2. og 3. grein, en þær eru alls 15 og því fer fjarri að þær séu allar jafn fráleitar og þessar tvær. Mörgum atriðum þar er fyllilega tímabært að koma í reglugerð. En með vanhugsuðum og gerr- æðislegum tilskipunum opin- berra aðila má ekki höggva á tengsl fólksins við náttúruna og allra síst þeirra sem vilja ferðast um hana, hvort heldur er að sumri eða vetri, á tveimur jafnfljótum eða á vélknúnum ökutækjum. Ég hef vanist ferða- lögum um óbyggðir allt frá bersn- ku til þessa dags, og mín reynsla af því fólki sem leitar sér afþrey- ingar á þessum svæðum eru sú, að þar fari í miklum meirihluta raun- verulegt náttúruverndarfólk sem vill samvinnu við Náttúruvernd- arráð. Náttúruvernd og nýting geta farið saman og verða að gera það, og ekkert síður í Mývatnssveit en annars staðar á íslandi. Hörður Sigurbjarnarson er vélstjóri í Kröfluvirkiun 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.