Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 13
FRÁ LESENDUM Fyrirspurn til borgarstjóra Hvenær kemur alda á Álfabakka? Þar hafa orðið 4 slys á 5 árum. Er verið að bíða eftir banaslysi? í júlí sl. sendi nefnd umferðar- um í íbúðarhverfum borgarinnar fróðra manna tillögur sínar um þar sem börn eiga einkum Ieið fyrstu úrbætur á umferðarað- um. Þar á meðal var lagt til að stæðum við skóla í Reykjavík til tvær öldur kæmu á Álfabakka. Umferðarnefndar Reykjavíkur. Þann 30. ágúst sl. samþykkti Þessi nefnd var sett á fót af Gutt-' Umferðarnefnd Reykjavíkur ormi Þormar framkvæmdastjóra öldu á Álfabakka og var nú sam- Umferðarnefndar Reykjavíkur. þykkt lögð fyrir borgarráð daginn Hluti af tillögum þessarar nefnd- eftir. Þar var henni hins vegar ar gekk út á það að koma fyrir frestað! hraðahindrandi upphækkunum, Nú skal það upplýst að á korti öðru nafni öldum, á ýmsum göt- sem fylgir lokaskýrslu nefndar- Áhyggjufullur faðir í Breiðholti spyr Davíð Oddsson Álfabakka í Breiðholti. Ljósm. Gel. borgarstjóra hvort hann sé að bíða eftir því að 5ta barnið slasist á innar, sem dagsett er í desember 1984, kemur í ljós að á ca 300 metra kafla á Álfabakka hafa slasast 4 börn á 5 árum og reynist þetta því vera hættulegasti götu- kafli í allri Reykjavík! Nú langar mig að spyrja Davíð Oddsson borgarstjóra: Hvað ætl- ar þú og meirihluti þinn í borgar- ráði að „fresta" lengi að afgreiða þessa sjálfsögðu öldu á Álfa- bakka? Er verið að bíða eftir því að fleiri börn slasist á þessum hættulega stað? Svar óskast á þessum vett- vangi. Áhyggjufullur faðir í Breiðholti. íslenskt launafólk Á það að fá að lifa Að undanförnu hefur verið mikið rætt um vanda íslensks launafólks og þá sérstaklega þess sem er að byggja eða kaupa sér húsnæði. Það eru til fjölmargar hryggðarsögur af fólki sem orðið hefur að gefast upp í miðju kafi. Á sama tíma neita ráðamenn að horfast í augu við afleiðingar efnahagsaðgerðanna frá því í maí ’83. Þeir neita að horfast í augu við að allt er fyrir löngu komið í óefni. Húsbyggjendur og húskaup- endur hafa reynt til þrautar ár- angurslaus ráð, tillögur og lausnir. Það er sama hvað gert er. Á meðan kaupgjaldsvísitalan er óvirk en lánskjaravísitalan er of- virk, koma engar úrbætur að gagni. Framlenging skuldaklaf- ans, sem hefur verið reynd aftur og aftur síðastliðin ár, er það sem boðið er upp á enn einu sinni. Eða: „Seljið" ráðleggur Stein- grímur Hermannsson þeim sem „reist hafa sér hurðarás um öxl“. Vandamálið hjá langflestum er ekki það að hafa ætlað sér of mikið heldur að aðgerðir ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar hafa gert allar áætlanir að engu. Það má kannski líka benda forsætisráðherra á það að fjöldi fólks hefur þegar reynt að selja til þess að losna, en ekki fengið kaupanda. Hollráð hans verða víst að verða raunsærri. Það sem mér hefur þó sviðið sárast er sú vanvirða sem þeim er sýnd sem lent hafa í mestum kröggum vegna kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar. Hvað er þeim boðið upp á? í nýlega kynntum efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar er get- ið um neyðaraðstoð fyrir hús- byggjendur. í starfsreglum ráð- gjafa, sem eiga að sinna neyðinni, kemur fram, að þeir sem til greina koma við úthlutun þessara nýju sérlána verða að vera með a.m.k. 150.000.00 kr. í með reisn? vanskilum. Forsætisráðherra nefndi 200-400.000.00 kr. vanskil í sjónvarpinu á þriðjudaginn var. í síðustu kjarasamningum A.S.Í. og B.S.R.B. var ein aðal- tillaga ríkisstjórnarinnar að lækka skatta. En hvað með þá sem hafa litla sem enga skatta? Hverjar áttu þeirra kjarabætur að vera? Svarið var, að þeir skyldu fá sínar bætur í gegnum tryggingarkerfið. Þessar og ámóta tillögur eru lýsandi dæmi um stefnu ríkis- stjórnarinnar. Lífsþróttur fólks er brotinn á bak aftur, sjálfsvirð- ing þess fótum troðin. Aðstoð (mjög takmörkuð) stendur til boða þegar mikil vanskil er orðin staðreynd. Lágtekjufólk fékk sína send- ingu. Því er ekki gert kleift að vera „matvinnungar" þó í fullu starfi sé, heldur skulu laun þess vera það lág,' að það þurfi fram- færi frá hinu opinbera að hluta til svo að endar nái saman. Ég get ekki annað en mótmælt þessu. Það lítur svo út að (óopin- ber) stefna ríkisstjórnarinnar sé að launafólk eigi að vera þurfa- lingar. Getur það verið að núver- andi ríkisstjórn óttist reisn og sjálfsvirðingu íslensk launafólks? Hugo Þórisson VIÐSKIPTI Ekki þarf lengur að taka rúðuna úr þegar gert er við..Bílaborg hf. hefur tekið að sér einkaumboð fyrir efni sem þrýst er í sprungurnar og er þá rúðan sem ný. Bílar Ný tækni í bílrúðuviðgerðum Þúsundir bíleigenda verða fyrir því að framrúða bflsins brotnar eða skemmist af völdum steinkasts. Hingað til hefur ekki verið hægt að gera við þessar skemmdir, eina lausnin hefur verið sú að skipta um rúðu. Nýlega var staddur hérlendis fulltrúi frá hollenska fyrirtækinu Novo Bond, og kynnti hann nýja, fljótlega og ódýra lausn á þessum vanda. Með Novo Bond þarf ekki að taka rúðuna úr bflnum, heldur er glæru kemisku efni þrýst inn í sprungurnar með sérstökum tækjum. Þegar efnið harðnar verður það hart sem gler og rúðan verður sem ný. Sama efni er líka notað til að fylla upp í skemmdir þar sem kvarnast hefur upp úr rúðunni. Einkaumboð fyrir Novo Bond á íslandi hefur Bílaborg h/f. Laglegur bíll Toyota Corolla og loftmótstaðan lítil enda bensíneyðslan í sam- ræmi við það. Bílar Ný Toyota Corolla Greiðslukort Diners Club , til íslands Ferðaskrifstofan Atlantic hef- ur gerst umboðsaðili fyrir Diners Club á íslandi en það greiðslu- kort er þekkt víða um heim. Iðn- aðarbankinn hf. býður Diners Club korthöfum að senda greiðslu á reikninga þeirra á auðveldan hátt til Diners Club í Danmörku. Það þýðir að þeir sem nota kortið erlendis, en fyrst um sinn nýtist það ekki hér inn- anlands, geta greitt útttektir sínar í íslenskum peningum á hvaða af- greiðslustað bankans sem er. í frétt frá Atlantic segir að Din- ers Club njóti viðurkenningar hvarvetna erlendis. Yfir 750.000 hótel, vínveitingahús, diskótek, bflaleigur, verslanir og vöruhús í yfir 160 löndum bjóði viðskipti gegn kortinu, sem kallað hefur verið vinsælasta alþjóðakort kaupsýslumanna. Nú eru kort- hafar yfir 6 miljónir, þar á yfir 100.000 á Norðurlöndunum, en þar er kortið gilt hjá yfir 15.000 aðilum. Toyota Corolla 1300 fer nú sigurför um heiminn, segir í frétt frá Toyota umboðinu á íslandi. Mikill áhugi hefur verið á þessum bflum hér á landi einnig og til marks um það má nefna bflasýn- ingu um síðustu helgi þar sem yfir 1500 manns komu til að skoða gripinn. Margir bflar seldust en verð þeirra er frá 307.000 krón- um. í fréttatilkynningu frá Toyota Corolla 1300 er knúin 12 ventla 1300 rúmsentimetra vél sem skilar meiri krafti og notar minna bensín en nokkur af samkeppnis- bflunum. Einnig er vindstuðull Toyota Corolla 1300 einn sá lægsti í bflum af þessum stærðar- flokki (Cd 0,34). Toyota Corolla 1300 er hönnuð sem rúmgóður, þægilegur, sparneytinn og kraft- mikill bfll. Hann er búinn ýmsum þægindum sem ekki eru algeng í bflum af þessari stærð. Toyota Corolla hefur einnig upp á að bjóða 1600 rúmsenti- metra 16 ventla GT vél í bíl sem byggður er frá grunni til að vera sportbfll og á sér enga keppinauta í verði. Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.