Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 6
FLÓANIARKAÐURINN LANDID Húsgögn og fl. Ég á íbúð en lítið af peningum, og mig vantar húsgögn: Bókahillur, sófasett, Ijósakrónur og margt fleira. Átt þú ef til vill einhver húsgögn sem þú vilt gjarnan losna við en kæmu mér að gagni? Uþpl. í síma 10432. Kúbuvinir Munið árshátíðina á laugardaginn að Hverfisgötu 105. Borðhald hefst kl. 21. Stjórn V.Í.K. Sjónvarp Óskum eftir svart-hvítu sjónvarps- tæki. Sími 18583. Bókaskápur Vil kaupa á góðu verði bókaskáp, ca. 170 cm. háan og álíka breiðan, eða mjórri. Uppl. í síma 39442. Traust og áreiðanleg 19 ára stúlka óskar eftir vinnu með skólanum. Er ýmsu vön, t.d. af- greiðslu. Uppl. í síma 78244 e. kl. 3. Dúlla Tekið á móti fötum á skiptimarkaðn- um milli 13 og 15 út þessa viku og næstu. Eingöngu hrein og vel með farin föt. Dúlla, Snorrabraut 22, Opið frá 1 -6. Ryksuga óskast mjög ódýrt eða gefins. Má vera léleg. Sími 610316. Til sölu S/h stækkari, Operws Standard sem má breyta í litmyndastækkanir, 6x6 og 24x36 linsur, klukka og ýmislegt fylgir. Verðið 7000 krónur (6500 við staðgreiðslu). Upplýsingar í síma 26482 eftir kl. 18.00. Guðrún. Barnavagn óskast helst Silvercross, vel með farinn. Sími 99-6611. Björgunarhundasveit íslands auglýsir Hin vinsælu „Teoríu" og hlýðninám- skeið fara að hefjast. Allir hunda- eigendur velkomnir. Kennt verður eftir kerfi FNL. Skráning í símum 52134, 40815 og 72313. Fataskápur til sölu á 2 þús. kr. og tekkskenkur á sama verði. Upplýsingar í síma 666653 eftir kl. 16. ísskápur til sölu, notaður Atlas. Upplýsingar í síma 621247 e. kl. 19. Rafmagnsritvél Óska eftir að kaupa notaða raf- magnsritvél, vel með farna á 4-6 þús. kr. greitt í tvennu lagi. Upplýsingar í síma 75270 milli kl. 5 og 7 í dag. Lopapeysurá börn Hef til sölu fallegar þarnalopapeysur í mörgum litum á 2ja-5 ára. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 28293. Saumanámskeið hefst laugard. 23. feb. ef næg þátt- taka fæst. Nánari upplýsingar og innritun í síma 46050 og 83069 e. kl. 17. Vagn Ég er tveggja mánaða strákur og þarf að komast út í góða veðrið. Þess vegna vantar mig góðan, stóran barnavagn. Hringið í síma 29172 ef þið eruð vaxin upp úr ykkar vagni. Gamall myndvarpi óskast til kaups. Allar stærðir koma til greina. Máverabilaður. Upplýsingarí síma 12455 á kvöldin. Ódýr fermingarföt Grá jakkaföt með vesti, skyrtu og bindi á smávaxinn dreng til sölu. Mjög ódýrt. Fötin hafa aðeins verið notuð í nokkra klukkutíma og eru sem ný. Sími 33202. Björgunarhundasveit íslands auglýsir: Hin vinsælu „Teoríu" og hlýðnisnámskeiö fara að hefj- ast. Allir hundaeigendur og verðandi hundaeigendur velkomnir. Kennt verður eftir kerfi FNL. Skráning í símum 52134, 40815 og 72313. MÍR tilkynnir: Opið hús - ferða- kynning 4) Opið hús verður í félagsheimili MÍR að Vatnsstíg 10, laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 14-16. Þar verður skýrt frá Sovéskum dögum í lok apríl, byrjun maí í vor og efnt til ferðakynningar. Kynnt verður sérstaklega hópferð MÍR til Sovétríkjanna næsta sumar, en fyrir- huguð er 26 daga ferða MÍR-félaga þangað í júlí og ágúst. Verður m.a. farið til Austur-Síberíu að Baikal- vatni og allt austur til borgarinnar Khabarovsk, heim- sóttar verða fornar borgir í Mið-Asíu (m.a. Samark- and) og dvalist á sólarströnd við Svartahaf, auk nokk- urra daga dvalar í Moskvu. Aðgangur að opnu húsi og ferðakynningu MÍR er öllum heimill. MÍR Ekki sofið . . . Heildarútflutningur á búvörum og iðnaðarvörum frá landbúnaði nam kr. 1 miljarði sex hundruð þrjátíu og þremur miljónum árið 1984 og jókst um rúm 50% frá fyrra ári. Útfluttar iðnaðarvörur frá landbúnaði eru álíka verð- mætar í útflutningi og kísiljárn og kísilgúr til samans sl. ár. Styrkasta stoðin Þótt ýmislegt blási á móti og okkur þyki stundum landbúnað- urinn verða fyrir óvæginni og öfgafullri gagnrýni, finnst mér ekki ástæða til annars en vera bjartsýnn á framtíð hans vegna þess að alltaf þegar á reynir er hann styrkasta stoð hverrar þjóð- ar. Við höfum að mörgu leyti við sömu vandamál að etja og aðrar þjóðir. Það kom fram í sumar er hér var haldin ráðstefna Evrópu- deildar FAO, þ.e. Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Þarna mættu full- trúar frá 27 þjóðum og 10 land- búnaðarráðherrar. Kjarninn í ræðu sem aðalframkvæmdastjóri samtakanna flutti var sá, hversu viðfangsefnin í veröldinni væru ólík. Annars vegar væri matvæl- askorturinn t.d. í Afríku og hins- vegar of mikil. matvælafram- leiðsla eins og í Evrópu og víðar. Framkvæmdastjórinn taldi mark- miði í landbúnaði Evrópu vera að framleiða fyrirfram ákveðið magn búvara með sem minnstum tilkostnaði og jafnframt að halda við gamalgróinni búsetu til að nýta gögn og gæði landsins, og að efla tilraunastarfsemi sem kæmi einnig vanþróuðum þjóðum til góða. Þetta er sú landbúnaðar- stefna sem við vinnum að hér á landi. Að halda við byggðum býl- um og að laga búvöruframleiðsl- una markaðsaðstæðum og efla allt það, sem verða má til hags- bóta fyrir land og þjóð. Loðdýrarækt er stunduð í auknum mæli og gefur bjartar vonir um arðsama atvinnu. Sama máli gegnir um fiskirækt í ám og vötnum. Kornrækt gefst sums- staðarvel. Jarðhitier víða. Gróð- urhúsarækt fleygir fram, skóg- rækt gefur góðar vonir. Ýmis hlunnindi gefa drjúgar tekjur svo sem dúnn og rekaviðar. Ferða- mannaþjónusta eykst og horfur eru á að hún skapi bæði mikla vinnu og tekjur í framtíðinni. Sagt er að ferðamannaþónusta skili næst mestum þjóðartekjum í heiminum. Það er aðeins olíuiðn- aðurinn, sem skilar meiri tekjum. Við höfum hér á landi ýmislegt sem aðrar þjóðir hafa ekki. Hér er t.d. bæði hreint land og fagurt og mörgu hægt að kynnast, sem aðrar þjóðir hafa ekki áður þekkt. Búvörusýningin Þá vil ég að lokum minnast á eitt, sem sýnir kannski best hvað við höfum fjölþættan landbúnað og margþætt störf í sveitum. Það er fyrsta búvörusýningin, sem haldin var hér á landi í sept.mánuði sl. og tókst afburða vel. Fjölmörg fyrirtæki sýndu þar vörur og kynntu framleiðslu sína. Sýningin bar þess vott, að ís- lenskur landbúnaður hefur vand- aðar vörur á boðstólum - úrvals góðar og hollar matvörur, hlýjan og fallegan fatnað, margþættan iðnað bæði til gagns og gleði ásamt ýmsu fleiru. Sýningin var fjölsótt og þótti takast ágætlega. Hún sýndi að það er ekki sofið á verðinum í íslenskum landbún- aði. -mhg Samvinnuskólinn Sextán fyrirtæki sett á laggimar Störfin að „samþætta" verk- efninu, sem við skýrðum fyrir nokkru frá að nemendur Sam- vinnuskólans hefðu í hyggju að fást við, tókust með mikilli prýði. Nemendur gengu sjálfir frá öllum formsatriðum við stofnun 16 fyrirtækja í ýmsum greinum, sömdu samþykktir fyrir þau, gerðu áætlanir um rekstur og fjármögnun, ákváðu allt skipulag þeirra og útbjuggu tilkynningar til yfirvalda. I lokin var svo sett upp sýning í íþróttasal skólans og komu á hana 130 gestir. Þar voru einnig sýndar á myndbandi sjón- varpsauglýsingar um fyrirtækin, sem nemendur höfðu sjálfir gert. Nemendur voru ákaflega áhugasamir um þessa róttæku nýjung í skólahaldinu. Er í ráði að þetta verði fastur liður í skóla- starfinu eftirleiðis. - mhg Heilsufar Eitt mjólkurglas fyrir svefninn Vísindamenn við heilsu- verndarstöðina í Baltimore hafa komist að því að aukin neysla kalks lækkar blóðþrýst- ing meðal ungs fólks. Þá hefur David McGarren, prófessor við háskólann í Portland fullyrt að kalk hafi jákvæð áhrif til lækk- unar blóðþrýstings. Neysla kalks og amínósýrunn- ar tryptophan sem er að finna í ríkum mæli í mjólkurafurðum hefur virst, samkvæmt þessum rannsóknum, draga úr spennu og háum blóðþrýstingi. í breska læknatímaritinu er birt rannsókn sem segir, að þar að auki vinni slík neysla gegn ótta og þunglyndi. Því sé jafnvel gamla húsráðið: eitt mjólkurglas fyrir svefninn, eitt besta ráð sem völ er á í sambandi við næringu og heilsu. Mjólk er tvímælalaust nauð- synleg heilsunnar vegna, því hún er ein helsta uppspretta kalks og gefur einnig úrvals eggjahvítu. Mjólk er einnig auðug af rifbofla- vin, B-12 vítamíni, forsór, A og D vítamínum auk annarra mikil- vægra næringarefna. - mhg Minning Hafdís Halldórsdóttir Ég sá Hafdísi fyrst sem litla stúlku í sömu götu og við. Eldri systur hennar gættu hennar eins og títt er, en þær voru svo ábúðar- fullar og ástúðlegar í þessu vand- asama trúnaðarstarfi að eftir var tekið. Mikill samgangur og félags- skapur var með krökkunum og jafnöldrunum á Hólabrautinni þá. Þetta voru þeim áhyggjulaus og yndisleg ár undir verndarvæng fjölskyldna sem gerðu allt til að skapa þeim sem þroskavænlegust skilyrði. Þar var fjölskylda Elísa- betar Ólafsdóttur og Halldórs Brynjólfssonar skipstjóra ekki síst. Þegar fjölskyldan flutti í aðra götu var Hafdís enn lítil svo að ég sá hana ekki í nokkur ár. Hins vegar bar svo við á síðastliðnu hausti að við hittumst á ný. Hún var að hefja nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og var í hópi sem ég átti að kenna. Hafdís var fönguleg stúlka, mjög fínleg, róleg í fasi, virkaði jafnvel hlédræg. Hún minnti mig mjög á eldri systur sínar, sem ég þekkti svo vel er þær voru á sama aldri og hún nú. - Ég hlakkaði til að kynnast henni, það var eins og að hitta aftur gamlan vin. Náms- og kennsluáætlun í á- fanganum sem Hafdís var að fást við var þannig að gerðar eru miklar kröfur til heimanáms, samviskusemi og námkvæmni í öllu, annars gekk dæmið ekki upp. Þetta reyndist mörgum erf- itt að uppfylla en Hafdís varð ein- beittari eftir því sem harðnaði fyrir og náði ágætum árangri. Þannig var skapgerð hennar. Hún var viðmótsþýð og alúðleg í framkomu, en kröfuhörð við sjálfa sig og framúrskaranöi samviskusöm. í einu og öllu gaf hún þau fyrirheit að mikils mætti af henni vænta með auknum þroska. Síðastliðinn laugardag barst helfregnin. Lífi þessarar yndis- legu stúlku var lokið hér í heimi, miklar vonir brostnar. Skólasystkini og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurnesja kveðja hana harmi slegin og færa fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúðarkveðjur. Ingólfur Halldórsson 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.