Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTHR Handbolti Engin hætta - FH! Eitt Víkingsmark Í22 mínútur. Valur missti niður yfirburðastöðu, úrslit 17-17 FH-ingar þurfa ekki að óttast mikla keppni um íslandsbikarinn ef svo heldur fram sem horfir. Þau tvö lið sem ættu að standa þeim næst að styrkleika, Valur og Víkingur, gera þeim ekki mikla skráveifu héðan af, ef miða má við 17-17 jafntefliskeik liðanna í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Valsmenn eru skæðustu keppi- nautar FH en lið sem er komið í 11-4 þegar komið er framí seinni hálfleik og má síðan þakka fyrir j afntefli í lokin; vinnur hvorki eitt né neitt. Valur hafði leikinn í hendi sér, Einar Þorvarðarson lokaði markinu og fékk aðeins eitt mark á sig fyrstu 22 mínútur leiksins, frá Einari Jóhannessyni á 14. mínútu. Valur kominn í 7-1 og leiddi 9-4 í hálfleik og þegar Hlíðrendapiltarnir gerðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks héldu menn að nú væri aðeins eftir að jarðsetja steindauða Víkingana. Öðru nær. Víkingar, aðeins með 9 menn í leiknum og Viggó Sig- urðsson ekki með vegna meiðsla, tóku sig til og skoruðu fimm Helgar- sportid Handbolti Þór og KR mætast í 1. deild karla í Vestmannaeyjum kl. 20 í kvöld. A sunnudagskvöldið verða síðan tveir leikir í Digranesi, Breiðablik-Víkingur kl. 20 og Stjarnan-Þróttur kl. 21.15. Heil umferð verður leikin í 1. deild kvenna í kvöld. Þór A. og Valur leika á Akureyri kl. 20, ÍBV-Víkingur í Byjum kl. 21.15, FH-ÍA í Hafnarfirði kl. 21.15 og Fram-KR í Laugardalshöll kl. 21.30. í 2. deild karla leika Fram og KA, efstu liðin, í Höllinni kl. 20.15 í kvöld og kl. 20 leika Haukar og Þór A. á Akureyri. Á morgun leika HK og KA í Digra- nesi kl. 14.45 og á sama tíma mæt- ast Fylkir og Þór Ak. í Seljaskóla. Körfubolti Haukar og KR leika í úrvals- deildinni í Hafnarfirði kl. 14 á morgun. Á sama tíma á sunnudag mætast síðan lR og Njarðvík í Seljaskólanum. Keflvíkingar fara til Akureyrar og mæta Þór tvíveg- is í 1. deild karla, kl. 21.30 í kvöld og kl. 14 á morgun. f 1. deild kvenna leika KR og ÍS í Haga- skóla kl. 15.30 á morgun og Haukar-fR í Hafnarfirði kl. 15 á sunnudag. Skíði Bikarmót í göngu og stökki fullorðinna fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina, laugar- dag og sunnudag. Blak Önnur umferð bikarkeppninn- ar verður leikin um helgina og þá leika KA og HSK í 2. deild karla í Glerárskóla á Akureyri á morg- un, laugardag, kl. 16.30. Fimleikar Unglingamót FSÍ fer fram á morgun, laugardag, íLaugardals- höllinni. Keppt verður í tveimur hópuni, sá fyrri hefur keppni kl. 13.30 en sá síðari kl. 16. Keppt verður eftir íslenskum fimleika- stiga í fyrsta sinn á móti á vegum FSI. Badminton Badmintondeild Víkings held- ur unglingamót í badminton í húsi TBR við Gnoðarvog, laugardag ogsunnudag. Keppni hefst kl. 15 á laugardag. Keppt verður í öllum greinum og flokkum. Gestur á mótinu verður enski unglinga- landsliðsmaðurinn Paul Holden, eins og sagt er frá annars staðar á síðunni. mörk á skömmum tíma. Staðan 11-9 og leikurinn allt í einu orð- inn spennandi. Valur virtist þó ætla að hanga á stigunum, leiddi 15- 12 þegar átta mínútur voru eftir, en tveimur mínútum fyrir leikslok höfðu Víkingar jafnað, 16- 16; Þegar 1.45 var á klukkunni skoraði svo Guðmundur Guð- mundsson fyrir Víking, 17-16 en Þorbjörn Guðmundsson jafnaði, 17- 17, á 1.03. Þorbirni Jenssyni var vikið af leikvelli þegar 20 sek. voru eftir en Víkingum tókst ekki að nýta það. Einar varði frá Karli Þráinssyni þegar 7 sek. voru eftir, Jón Pétur Jónsson brunaði upp, brotið á honum - aukakast. Tvær sek. á klukkunni og Jón Pétur náði að skjóta - Kristján Sig- mundsson varði auðveldlega. Furðulegum leik lokið. Markverðirnir, Einar og Krist- ján, voru bestu menn liða sinna í þessum slaka leik. Þeir einu sem virkilega stóðu uppúr meðal- mennskunni. Einar Jóhannesson kom jú á óvart hjá Víkingi og Karl Þráinsson einnig í nýju hlut- verki, hann lék fyrir utan. Að öðru leyti var leikurinn hin mesta ládeyða, hreinasta vitleysa á köflum. Sennilega réttlátt að enginn stæði uppi sem sigurveg- ari í lokin. Mörk Víkings: Einar 6 (2v), Karl 4, Steinar Birgisson 3, Guömundur 2, Þor- bergur Aðalsteinsson 1 og Hilmar Sigurgislasonl Mörk Vals:Geir Sveinsson 6 (2v), Jakob Sigurösson 3, Þorbjörn G. 3, Þorbjörn J. 2, Valdimar Grímsson 2 og Theodór Guö- finnsson 1. Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson dæmdu þokkalega. -VS Staðan í 1. deild karla í handknattleik eftir leik Vals og Vikings í gær: FH 12 11 1 0 332-271 23 Valur 12 7 4 1 276-244 18 KR 10 4 3 3 212-201 11 Víkingur.... 11 4 3 4 262-245 11 Þróttur 11 3 3 5 260-273 9 Stjarnan... 11 3 2 6 238-248 8 Þór Ve 10 3 0 7 202-243 6 Breiöablik 11 1 0 10 224-281 2 Glíma Bikarglíman á sunnudag Bikarglíma Glímusam- bands Islands fer fram í íþróttasal Melaskóla á sunnu- daginn kemur, 24. febrúar, og hefst kl. 14. Þátttakendur verða þrettán talsins. B-keppnin Slæm staða Norð- manna og Frakka Norðmenn og Frakkar urðu fyrir áfalli í B-keppninni í hand- knattleik, sem nú stendur yfir í Noregi, í fyrrakvöld. Norðmenn töpuðu 23-16 fyrir Tékkum og Frakkar fengu geysióvæntan skell gegn Finnum, 33-24. Samt ættu bæði lið að komast í milliriðil, þrjú af fjórum komast þangað úr hverjum riðli, en þau taka stigin með sér þannig að möguleikarnir á 6. sætinu og farseðli í A- kcppnina í Sviss eru hverfandi. Úrslit í fyrradag og staðan í riðlinum: A-rlðlll: Spánn-ltalía.....................18-18 Tékkóslóvakía-Noregur............23-16 Tékkósl.................2 2 0 0 49-31 4 Spánn...................2 1 1 0 35-34 3 Ítalía.................2 0 1 1 33-44 1 Noregur.................2 0 0 2 32-40 0 B-rlðlll: Sovétríkin-Kongó.................34-12 Finnland-Frakkland...............33-24 Sovétríkin............2 2 0 0 64-31 4 Frakkland.............2 1 0 1 58-49 2 Finnland..............2 1 0 1 52-54 2 Kongó.................2 0 0 2 28-68 0 C-riðlll: A.-Þýskaland-Kuwait..i..............28-10 Búlgaría-Holland....................19-19 A.-Þýskaland............2 2 0 0 53-21 4 Búlgaría................2 1 1 0 40-30 3 Holland.................2 0 1 1 30-44 1 Kuwait..................2 0 0 2 21-49 0 D-riðill: Pólland-Bandaríkin..................25-17 Ungverjaland-lsrael.................33-20 Pólland................2 2 0 0 55-33 4 Ungverjaland...........2 2 0 0 52-33 4 Bandaríkin.............2 0 0 2 30-44 0 Israel.................2 0 0 2 36-63 0 Sex lið komast í A-keppnina og í þeim hópi ættu örugglega að vera Tékkar, A.-Þjóðverjar, Pól- verjar og Ungverjar. Spánverjar eru Ifldegastir til að hreppa sjötta sætið. Þó er ekki hægt að afskrifa Frakkana þrátt fyrir skellinn gegn Finnum. Sex efstu liðin í keppninni fara áfram, fjögur verða kyrr í B-keppninni en sex neðstu falla og þurfa að leika í næstu C-keppni. -VS Nýtt blað Knattspymuþjálfarinn Knattspyrnuþjálfarafélag ís- lands hefur gefið út blað er nefn- ist Knattspyrnuþjálfarinn. Fyrir- hugað er að út komi fimm tölu- blöð á þessu ári og markmiðið er að koma á framfæri fræðslu um knattspyrnuþjálfun, svo og að skapa vettvang fyrir þjálfara að koma skoðunum sínum á fram- færi og auka skoðanaskipti um ýmis málefni tengd þjálfun. Rit- nefnd blaðsins skipa þeir Aðal- steinn Örnólfsson, sími 79985, Al- bert Eymundsson, sími 54598, og Sigurður Þorsteinsson, sími 27946. í þessu fyrsta tölublaði er skoðað unglingastarfið hjá Breiðabliki í Kópavogi, Sigurjón Sigurðsson íþróttalæknir skrifar um meiðsli og meðferð þeirra, Einar Sveinn Árnason fjallai um sálrænar hliðar knattspyrnuþjálf- unar, Sigurður Þorsteinsson segir frá dvöl sinni hjá vestur-þyska stórliðinu Köln, Þorgrímur Þrá- insson landsliðsmaður segir frá undirbúningi landsliðsins sl. sum- ar undir stjórn Tonys Knapps og sýnt er æfingaprógramm sem Yo- uri Ilitchev setti upp. Byrjunin lofar góðu og blað sem þetta á erindi til allra sem láta sig þjálfun og aðra uppbygg- ingu knattspyrnuíþróttarinnar einhverju skipta. Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19 Einar Þorvarðarson fékk á sig eitt mark fyrstu 22 mínúturnar gegn Víkingum í gærkvöldi. Körfubolti 100 í 4. sinn Valsmenn rufu 100 stiga múr- inn í fjórða skiptið í jafnmörgum leikjum gegn ÍS í úrvalsdeiidinni í vetur þegar liðinléku í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöldi. Það var það eina sem spurning var um - Valur hafði yfirburði allan tímann, leiddi 57-39 í hléi og lokatölur urðu 105-86. Valur notaði alla sína menn mikið og skipti engu hvaða fimm voru inná hverju sinni. Jóhannes Magnússon og Björn Zoega léku stór hlutverk í þetta skiptið. Helgi Gústafsson var langbestur stúdenta. Stig Vals: Jóhannes 17, Todi Magnússon 17, Björn 16, Kristján Ágústsson 12, Sig- uröur Bjarnason 10, Einar Ólafsson 8, Leifur Gústafsson 8, Tómas Holton 7, Páll Arnar 7 og Svali Biörgvinsson 3. Stíg IS: Helgi 24, Árni Guðmundsson 22, Guömundur Jóhannsson 15, Valdimar Guölaugsson 10, Eiríkur Jóhannesson, Jón Indriðason 3 og Björn Leósson 2. - vs Badminton Enskur gestur Paul Holden, enskur unglinga- landsliðsmaður, verður meðal þátttakenda í Gestamóti Víkings í badminton sem fram fer í húsi TBR um helgina. Holden keppir í sérstökum gestaflokki sem er samansettur úr pilta- og stúlkna- flokki ásamt fjórum sterkustu leikmönnunum úr drengjaflokki. Hann vann sinn fyrsta titil aðeins 10 ára gamall og hefur leikið með unglingalandsliði Englands frá 1983 en hefur einmitt þessa dag- ana verið fluttur uppí landslið Englands 23 ára og yngri og æfir nú með því. Mótið hefst kl. 15 á laugardaginn og verður keppt í öllum greinum og flokkum. Skíði Enginn bikar! Flokkasvigsbikarnum varstolið Þjóðviljinn tekur við ábendingum Verknámsdeild Menntaskólans á Akureyri vann glæsilegan sigur í flokkasvigi Framhaldsskóla- mótsins sem fram fór í Bláfjöllum í fyrradag. Sigurvegararnir flugu þó tómhentir norður- farandbik- arinn fyrir flokkasvigið, sem Há- skólinn hefur unnið tvö síðustu ár, er týndur og tröllum gefinn. Ekki alls fyrir löngu var nefnilega brotist inní íþróttahús Háskólans og öllum verðlaunagripum sem þar voru geymdir var stolið. Ak- ureyringar bíða þess nú með óþreyju að bikarinn komi fram og þeir sem vita hvar hann er niður- kominn geta komið ábendingum um það til íþróttadeildar Þjóð- viljans. Þetta er sögulegur gripur og lítils virði fyrir aðra en þá sem réttilega hafa til hans unnið. Verknámsdeild MA sigraði í flokkasyiginu á 86,2 mín., Menntaskólinn á ísafirði varð í öðru sæti á 90,3 og Mennta- skólinn við Sund í þriðja sæti á 91,0. í boðgöngu, 3x3 km, sigraði Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki, Verknámsdeild MA varð í öðru sæti og Fjölbrautarskóli Ól- afsfjarðar í þriðja sæti. Mótið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir vont veður og nýtilkomið aðstöðuleysi Skíðafélags Reykjavíkur sem sá um mótið að vanda. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.