Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 1
IANDIÐ GLÆTAN VIÐHORF UM HELGINA Sjómannasamningarnir Taugastríð hafið LÍÚ œtlar ekki að semja heldur stöðvaflotann til að þrýsta á ríkisstjórnina til aðgerða segja sjómenn. Útgerðarmenn lýsa ábyrgð á hendur sjómannasamtökunum vegnaþess aðflotinn var kallaður inn. Olíuhœkkun boðuð ímiðjum samningum ekki til að liðkafyrir Eftir það setn gerst hefur hér í dag er ljóst að útgerðarmenn ætla ekki að semja við okkur. Þeir vilja að flotinn stöðvist og ætla að nota þá stöðu til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir fyrir út- gerðina. Það er hafíð taugastríð milli LÍÚ og ríkisstjórnarinnar, sagði einn af samninganefndar- mönnum sjómanna í Karphúsinu í gær. Þar stóð þá yfir samninga- fundur en hann var mjög stuttur og annar hefur verið boðaður í dag. Annar samningamaður benti á að það kæmi ríkisstjórninni í raun vel að flotinn stöðvaðist einhvern tíma, vegna þess að þá kæmu síð- ar í ljós hinir rniklu veikleikar fiskveiðistjórnunarinnar. Með því að stoppa nú á hávertíðinni, væri von til þess að kvóti bátanna entist vel fram á haustið. Á samningafundinum í gær gerðist ekkert annað en það að útgerðarmenn afhentu sjó- mönnum bréf, þar sem þeir lýsa ábyrgð á hendur sjómannasam- tökunum fyrir að kalla allan flot- ann inn, nú eftir að verkfall er hafið. Telja útgerðarmenn það brot. á samningum en sjómenn telja það einnig brot á samning- um að útgerðarmenn létu sum skipin breyta úr dagróðrum yfir í útilegu. Óskar Vigfússon sagðist fagna því mjög að flotinn allur er kom- inn inn, það styrkti stöðu sjó- manna í samningunum mjög. Og það sagðist hann fullyrða að eftir að flotinn hefur stöðvast, munu sjómenn ekki samþykkja neina smánarsamninga. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði aðspurður að það væri í raun sama hvenær olíuverðs- hækkunin kæmi, ef hún ætti að koma, en vitaskuld myndi það ekki liðka fyrir að setja hana fram í miðjum samningaviðræðum. S.dór ÁhöfnináJósefGeirÁR, skipstjórinnBaldurBirgissonerfyrirmiðjuenhinireru Ingibjörn Magnússon, Björgvin Steinsson, Halldór Asgeirsson og Vilhelm Henningsson. Spjall við þá félaga er inni í blaðinu. Ljósm. eik. Innheimtubréf Sjá bls. 3 Miljonir í ofreiknaða vexti Landsbankinn ekki enn tekið afstöðu til álits Seðlabankans um ofreiknaða vexti á innheimtubréfum á sl. ári Hvaðvarðum bókmenntaverðlaun Jóns Sigurðssonar? Ekkertfé áfjárlögum í ár Hefur verið úthlutað bókmenntaverðlaunum af lið 02-982-0235 á fjárlögum ársins 1984, sem forseti íslands stofnaði til og kennd eru við Jón Sigurðsson? Þessa fyrirspurn hefur Kristín Halldórsdóttir lagt fyrir menntamálaráðherra á alþingi. Kristín spyr einnig hvort skipuð hafi verið stjórn til að fjalla um verðlaunin, hvað fyrirhugað sé um þau í framtíðinni og hvers vegna ekki hafi verið veitt fé til þeirra á fjárlögum í ár. -ÁI Bankastjórn r" Landsbankans hefur ekki enn tekið afstöðu til áiitsgerðar lögfræðinga Seðla- bankans, um að bankinn hafí á sl. hausti tekið mun hærri vexti af innheimtubréfum en heimilt var. „Þetta er ekki einfalt mál og við erum með þetta ennþá til skoðunar. Ég á von á því að við komumst að niðurstöðu alveg á næstunni," sagði Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans í gær. Ekki er ljóst hversu mörg skuldabréf er hér um að ræða en fleiri bankar en Landsbankinn munu hafa tekið of háa vexti að mati Seðlabankans. Ljóst er þó að ofgreiddir vextir nema miljón- um króna. Jónas sagði að ef fallist yrði á sjónarmið Seðlabankans þá ættu bankarnir endurheimtukröfu á eigendur innheimtubréfanna. „Það er eðlilegt að menn sem hafa uppi kröfur í þessu máli komi með þær á bankana, sem munu þá áfram leita til eigenda bréfanna.“ En er víst að eigendur bréf- anna sætti sig við að endurgreiða vextina? „Ég sé ekki að úr þessu verði skorið öðruvísi en fyrir dómstól- um. Það er hægt að vefengja það sem Seðlabankinn álítur, en við myndum ekki gera það. Það yrðu þá að vera eigendur bréfanna sem leituðu til dómstólanna, og ef við fylgjum Seðlabankanum þá eigum við auðvitað á hættu að fá á okkur kröfu frá eigendum bréf- anna. Þetta er ekki einfalt mál,“ sagði Jónas Haralz. -Jg- Staðan eftir 8 umferðir Eftir 8 umferðir er staðan í Af- mælisskákmóti Skáksambands- ins þannig: 1. Larsen 6 1/2 2. Spassky 5 1/2 3. Margeir 4 1/2 + biðskák 4. Guðmundur 4 + biðskák 5. Jusupov 4 6. Helgi 3 1/2 7. Hort 3 1/2 8. Van der Wiel 3 + biðskák 9. Karl 3 + biðskák 10. Jóhann 3 11. Jón L. 2 1/2 + biðskák 12. Hansen 1 1/2 + biðskák. -HL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.