Þjóðviljinn - 02.03.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Síða 3
FRETTIR Kjararán Kaupmátturinn hrapar enn Upplýst áfundi Alþýðubandalagsins íHafnarfirði. Ný spá hagdeildar ASÍgerir ráðfyrir5stiga kaupmáttarrýrnun á nœstu mánuðum. Kaupmáttur kominn í69 stig íhaust. Kaupþyrfti að hækka um 45% til að ná kaupmætti ársins 1980. GuðmundurJ. Guðmundsson: 20% kauphækkun strax lágmark! Samkvæmt nýrri spá hag- deildar Alþýðusambandsins mun kaupmáttur launa hrapa um 5 stig frá ársbyrjun þar til samn- ingar verða lausir á ný i haust. Þá verður kaupmátturinn kominn niður í 69 stig miðað við 100 stig í árslok 1980. Til þess að ná honum upp í 100 stig aftur þurfa kauptaxtar að hækka um 44.9%. Guðmundur J. Guðmundsson alþm. ogformaður Verkamanna- sambandsins skýrði frá þessum skuggalegu tölum á opnum fundi þingflokks Alþýðubandalagsins í Hafnarfjarðarbíói í fyrrakvöld. „Það þarf að fara aftur til ársins 1952, ef það dugar, til að finna eitthvað viðlíkt. Það sem er fram- undan næstu mánuði er ekki að við munum búa við léleg laun, heldur munu launin rýrna enn frekar, viku eftir viku“, sagði Guðmundur. Kaupmáttur á síðasta ársfjórð- ungi nýliðins árs var 74 stig. Spá ASÍ gerir ráð fyrir að kaupmáttur hrapi niður í 73,4 stig á 1. árs- fjórðungi þessa árs, verði kominn í 71,5 stig á 2. ársfjórðungi og niður í 69 stig á 3. ársfjórðungi í haust. Guðmundur J. tók sem dæmi um kaupránið að tímakaup fisk- verkunarfólks eftir 7 ára starf sem er í dag 84,80 á tímann ætti að vera 114,55 kr. miðað við sama kaupmátt og í árslok 1980. Aðspurður af fundargesti hversu hátt kaup Alþýðubanda- lagið myndi tryggja væri það við völd, sagði Guðmundur: „Við skulum stefna að því að ná kaupmættinum upp í það sem hann var í tíð ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen. Fyrsta skrefið væri að hækka laun um 20% sem yrði ekki tekið aftur, hvorki með gengislækkun né verðhækkun- um“. - Ig Yfirmenn Misjafnar undirtektir Flotinn enn bundinn við bryggju. Samningaviðrœður sjómanna ráða úrslitum. rátt fyrir samninga yfir- manna við útgerðarmenn verður nær allur fiskiskipaflotinn bundinn við bryggjur þar til samningar hafa tekist við sjó- menn. Atkvæðagreiðsla yfir- manna um hinn nýja samning er þegar hafin og verður ekki Ijóst fyrr en á sunnudag hvort verkfalli þeirra verður aflétt. Samningur- inn mun hafa hlotið nokkuð mis- jafnar undirtektir yfirmanna. Á Vestfjörðum var hann samþykkt- ur naumlega með 26 atkvæðum gegn 21. Þrír seðlar voru auðir og ógildir. I hinum nýja kjarasamningi er gert ráð fyrir að kauptrygging hækki úr 19.400 kr. á mánuði í 27.000 kr. miðað við sl. áramót. Þar til viðbótar koma 2,4% frá og með gærdeginum og aftur I. maí nk. Krafa Sjómannasambandsins er hins vegar m.a. að kauptrygg- ingin verði hækkuð í rúmlega 30.000 krónur frá nóvember sl. Þá munu fæðispeningar hækka um 10% en Sjómannasambandið vill fá 13% hækkun frá áramótum og 10% frá 1. mars. Til að greiða fyrir samningum ákvað ríkisstjórnin að leggja 80 miljón krónur til lífeyrissjóðs sjó- manna sem kemur af uppsöfnuð- um söluskatti aflatryggingar- sjóðs, hækka skattaafslátt sjó- manna úr 10% í 12% og auka kostnaðarhlutdeild um 2% með niðurgreiðslu á olíuverði. Um 30% aflahlutar er nú tekinn fram- hjá skiptum og krafa sjómanna- félaganna var upphaflega að ekk- ert yrði tekið framhjá skiptum. -lg- Kvennadagurinn Tveir fundir Ágreiningur meðal kvenna um 8. mars Ljóst er að tveir fundir verða haldnir samtímis á kvennadag- inn, 8. mars. 185-nefndinni, sam- starfsnefnd um lok kvennaára- tugarins, komust fulltrúar aðild- arfélaga ekki að samkomulagi um þá tillögu Samtaka kvenna á vinnumarkaði að Gladys Baies frá Níkaragúa ávarpaði 8. mars- fund nefndarinnar, og hafa Sam- tökin ákveðið að halda eigin fund í Félagsstofnun stúdenta á sama tíma og samstarfsnefndin hefur fund í Háskólabíó. Þetta er alþjóðlegur baráttu- dagur, sagði Anní Haugen frá Samtökum kvenna á vinnumark- aði, - og okkur þótti viðeigandi að kona utanúr heimi ávarpaði fundinn, ekki síst þarsem Gladys Baies hefði flutt okkur kveðju frá konum í Níkaragúa sem hafa átt í mikilli baráttu. Samtökin gerðu þetta ávarp að úrslitaatriði. Sjálfstæðiskonur munu fyrir sitt leyti hafa hótað að hætta sam- starfi ef af ávarpinu yrði. Á fundi 85-nefndarinnar var tillagan um ávarp Baies ekki bor- in upp en greidd atkvæði um til- lögu að dagskrá á Háskólabíós- fundinum. Fulltrúi Samtaka á vinnumarkaði og fulltrúi Kvennalista greiddu atkvæði á móti, sá síðarnefndi vegna máls- meðferðar. Hjá sátu fulltrúar Kvennaframboðs, Naíróbíferð-! arhóps, Samtaka um kvennaat- hvarf og Kvennafylkingar Al- þýðubandalags. „Við studdum tillöguna um á- varp Gladys" sagði Álfheiður Ingadóttir fulltrúi Kvennafylk- ingarinnar, „en sú tillaga var aldrei borin upp. Ég greiddi hins- vegar ekki atkvæði gegn dagsk- ránni enda hafði hún batnað mjög frá upphaflegum tillögum." Kvennafylkingin heldur fund í dag kl. 11 í húsnæði AB til að ákveða hvort hún verður með á öðrum fundinum eða báðum. Kvennalisti hefur ákveðið að standa að báðum fundunum; Kvennaframboð fundar um helg- ina. Þessi ágreiningur um 8. mars- fundi skapar óvissu um framtíð 85-nefndarinnar sem ætlaði að skipuleggja ýmislegt kvennastarf á árinu. Samtök kvenna á vinn- umarkaði hafa þannig að sögn Anníar Haugen ekki gert upp við sig hvort þær halda áfram sam- starfinu í nefndinni. -m Laugardagur 2. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍOA Spá íslensk hönnun. í samráði við aðila í sjávarútvegi höfum við hannað nýtt og sérlega fjölhæft fiskiker ásamt nýrri gerð „togarabrettis". Fiskiker, 660 lítra, á aðeins kr. 8300.-, einangrað Af nýjungum, ásamt öðrum kostum, má nefna: • Gólflyftari getur gengið inn undir kerið frá öllum hliðum þess. • Gaffallyftari getur snúið kerinu um 180° • Hífibúnaður er efst á kerinu, sem jafnframt er handfang. • 30 ker komast fyrir í 20 feta flutningagám, bæði einangruð og óeinangruð. • Kerin eru einangruð með Polyurethane • Efnið í kerunum er viðurkennt undir matvæli (US FDA) • Viðgerðarþjónusta. Við minnum einnig á önnur ker sem við framleiðum: 580 lítra ker „óeinangruð“ á aðeins kr. 6000.- 760 lítra ker bæði „óeinangruð" og einangruð. „Togarabretti" 89X108,5 cm á aðeins kr. 1800.- Ný athyglisverð hönnun á vörubretti, sérstaklega ætluðu undir 70 og 90 lítra fiskikassa. Af helstu nýjungum og kostum má nefna: • Ekkert Polyurethane er í brettunum og þess vegna eru þau viðgerðarhæf. • Burðarmikil og gerð úr grimmsterku Polyethylene, viðurkennt undir matvæli. • Upphleypt yfirborð neðan á þekju og fótum brettisins sem stóreykur allt öryggi við notkun með gaffallyftara. • Fyrirstaða er á brúnum brettisins þannig að kassarnir renna ekki út af. Við minnum á aðra framleiðslu okkar á vörubrettum í stærðunum 80x120 og 100x120 cm. íslensk gæðavara á góðu verði. ÆM ##* BORG ARPLASTIHF MEMBER VESTURVÖR 27 — KÓPAVOGI SÍMI: (91) 46966.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.