Þjóðviljinn - 02.03.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Síða 7
Áfimmtudagskvöld héldu bókmenntafrœðinemar í Háskóla fund f Félagsstofnun stúdenta um stöðu Ijóðsins. Þrír framsögumenn og fullur salur af ýmislegu fólki. Fyrir fundarhlé sté Ijóðgyðjan sjálf uppúr líkkistu, lýsti þvf yfir að hún vœri á lífi og œtlaði sér að lifa; og œtli það sé ekki bara lífvœnlegtíþeirri sveit? Fjörugur fundur og hæfilega lítt af setningi slegið í uppreisn gegn bókmenntastofnun og út- gáfuveldi, fátt um svör við stór- um spurningum;:sumir reyndu að gera sér hnoða um völundarhús síðustu ljóðára, aðrir þver- neituðu slíkum tilraunum og þrættu fyrir að ljóð gæti nokk- urntíma verið annað en ljóð. Sumsé; ýmsir höfðu lítið að segja í löngu máli, aðrir höfðu mikið að segja en vissu ekki hvernig þeir áttu að segja það né nákvæmlega hvað það var, sumir sáu sér þann vænstan kost að þegja. Og í lokin tilkynnti einn fundarmanna að hann væri með fyrirspurn til framsögumanns, gekk síðan útí sal að píanói og flutti fyrirspurn sína í tónformi. Varð fátt um svör. Framsaga Eysteins Þorvalds- sonar er rekin hér til hliðar en það telst rétt að gæða lesendum á brotum af ræðum og umræðum úr og í samhengi, yfirleitt án nafns: ■ Það er ekkert minnst á sam- tímaljóðlist í háskólanum. Nú- tímaljóðlist er ekki nema fimm prósent af kennsluefni í bók- menntafræði, og sá kúrs er ekki haldinn nema þriðja hvert ár. Kennsla í almennri bókmennta- fræði hefur verið skorin niður um fimmtán prósent síðan í fyrravet- ur og sjálfstæð rannsóknarverk- efni nemenda er eins fjarlægur draumur og tunglferð. (Garðar Baldvinsson) ■ Er ljóðið það sem höfundur Skáldgyðjan er staðin uppúr líkkistunni og farin, Sjón les viðstöddum pistilinn. Myndir: EÓI. kallar ljóð? Er þetta ljóð sem ég er að segja ef ég kalla það ljóð? Eða treystir sér einhver til að segja hvað ljóð er? ■ Það er verið að skamma stofn- anir og kvarta yfir því að sam- tímaljóðlist sé ekki kennd í há- skólanum. Er þetta unga fólk í háskólanum lagst í þá vesöld að halda að við sem erum 20-30 árum eldri getum leiðbeint um það sem er að gerast hjá skáldun- Framhald á bls. 9 Ljóðagerð í foráttuvexti Eysteinn Þorvaldsson: kœfum ekki nýgróður með alvisku eða áköllun gamalla skáldgoða Inngangspistil Ijóðakvöldsins hjá bókmenntafrœðinemum framsagði Eysteinn Þorvaldsson, sá bókaumfjallari sem helst hefur rýnt f nýjan skáldskap. Hann lýsti fyrst helstu fordómum: ljóða- gerð hrakar, andlaus ung skáld skortir manndóm, arfleifðin í hættu, þjóðskáldin vanrækt, brageyrað kelur. En þetta vandlæt- ingarhugarfar er ekki hættulegt, sagði Eysteinn. Verst er tómlætið sem ung skáld og ný ljóð mæta í menningarstofnunum og hjá almenningi. Reyndar er skáldskapur síðustu ára sundurleitur og marglitur, straumar lítt teknir að skýrast; en ljóðagerðin er í foráttu- vexti einsog fljót á vordegi og á það skilið að við fylgjumst með og kæfum ekki nýgróður með alvisku eða áköllun gamalla skáldgoða. Það verða tímamót hér í ljóðagerð einsog annarsstaðar um 1970, sagði Eysteinn, þegar áhrifa umróts kringum 1968 fer að gæta: andóf gegn valdakerfi og hernaði, pólitísk vakning. Þá verða einnig kynslóðaskil á skáldaþingi. 68-mönnum dvín síðan móður og eykst þreyta, og grunntónn í ljóðskap síð- ustu fimmtán ára er bölsýni, vonleysi, for- dæming. Einskonar níhílismi: viðtekin sið- ræn gildi gengisfelld, skáldin yrkja án trúnað- ar við hugsjónir eða kenningar á stjórnmálamarkaði, leitast við að gera ljóðið engu háð nema skáldinu sjálfu. Síðasta vígið Ljóð síðustu ára eru ekki framin án þjóð- félagssamhengis, en þau eru enginn hetju- skáldskapur um ofurmenni og heimsvanda- mál. Skáldin sækja inní persónulegan smá- heim, samskipti í einkalífi, og lýsa ljóð sín löngun til betra og litríkara lífs. Allt er ó- tryggt en bomban bannar ekki stundargleði. Og upp rísa nýir súrrealistar og taka til við sína „hreinu sálrænu ósjálfræðisathöfn“. Atómskáldin byltu forminu á fimmta og sjötta áratugnum, en hefðin átti sér enn vígi í ljóðmálinu sjálfu, segir Eysteinn, - því um- turna skáld áttunda tugarins með ýmisskonar tilraunum við samsetningu orða og setninga, leik að merkingu og tungutaki úr hvunn- dagsmálfari og úr slangri - og eru þó aldrei torskilin í neikvæða veru. Niðurstaðan í bili: ljóðið er ennþá sverð oe skjöldur----- Einnig þegar þú ert orðlaus stundum meira að segja jiminn átt’ekki krónu ekki orð ekki tálguspýtu alveg lens Jafnvel þá standa orð... (Sigurður Pálsson) -----og ljóðið túlkar ennþá von: Jafnvel við vildum einnig geta fundið vonina handan við sérhvern dauða vonina fyrir okkur fyrir börn okkar og þau sem óborin eru: vonina um líf (Berglind Gunnarsdóttir) UMSJÓN: ÞROSTUR HARALDSSON Laugardagur 2. mars 19851 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐ/ Börn, bókmenntafræðingar, ofanjarðarskáld... Ljóðið á að steypa þér í glötun Frá umrœðufundi bókmenntafrœðinema um Ijóðstöðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.