Þjóðviljinn - 02.03.1985, Síða 8
/
hvoðo
stíl er
souð-
kindin?
Viðtal við Magnús
Kjartansson, sem
opnarsýninguí
Listmunahúsinu
Nafnið er Magnús Kjart-
ansson... Fæddur 1949 í
Reykjavík... Stúdentfrá
MR 1969... Nám við
Myndlista- og handíða-
skólann í þrjú ár... Nám
við Listakemíuna í Kaup-
mannahöfn (Undirhand-
leiðslu Richard Morten-
sin)íönnurþrjúár...6
einkasýningar... Fjöl-
margarsamsýningar...
Opnar um helgina einka-
sýningu í
Listmunahúsinu...
MENNING
„Myndlistin sprakk í loft upp.
Evrópumenn sigldu um öll
heimsins höf og voru búnir að
viða að sér svo mikilli þekkingu á
hinum ólíku þjóðflokkum og
löndum, að eitthvað hlaut að láta
undan. Pað sem rétt var á einum
stað var rangt á öðrum. Það sem
leyft var hér var bannað þar o.s.
frv.... Þeir voru eins og spila-
menn með of mörg tromp á hendi
og misstu því spilin út í veður og
vind. Þeir gátu ekki annað, því
vitneskjan var orðin of mikil til
að allt sæti við það sama. Kanarn-
ir sprengdu Hirosíma í lok stríðs-
ins og þar með ruku vísindin út í
veður og vind, en myndlistin
sprakk rétt eftir aldamótin. Það
voru þeir Picasso og Duchamp
sem tættu hana sundur. Þeir gátu
ekki annað.
Undarlegir
tímar
„Síðan þá hafa menn verið að
fara allra handanna leiðir og það
er núna fyrst sem brotin eru fallin
að mestu til jarðar. Mér finnst
þetta hafa verið skrýtið tímabil.
Þó er ég ósammála því að
straumarnir hafi verið svo ólíkir.
Ég sé margt skylt með þeim
manni sem eltir uppi frjáls tján-
ingarform og vill ekki sjá beinar
línur og hinum sem notar ein-
göngu línur. Þeir eru báðir að
þræða einhvern veg, finna upp
'einhverja smíði. Að sumu leyti
finnst mér þeir hvimleiðir, en
þeir eru þó að reyna að búa til
eitthvað sem kalla má stíl og
segja: Svona er ég. Ef þeir hefðu
verið uppi á endurreisnartíman-
um gæti maður hugsað sér að
annar hefði sérhæft sig í vængjum
á englum, en hinn hefði málað
kústsköft... Og allt er þetta til að
vera öðruvísi, frábrugðinn, og til-
gangurinn er auðvitað sá að öðl-
ast frægð úr á sérviskuna.“
- En er þetta ekki einmitt dœmi
um það að þegar frá líður sjáum
við tengsl milli hluta sem við
eygðum ekki meðan þeir voru
nýir og ferskir? Og það sem þú
sagðir um endurreisnina, sannast
það ekki á Bruegel-feðgunum,
sem kallaðir voru Bœnda-, Vítis-
og Pell-Bruegel, allt eftir því hvað
þeir máluðu?
Beðið eftir
nýrri
sprengingu
„Vissulega, það er ekkert
rangt við þetta. Svona hefur það
alltaf verið. En nú er svo komið
að menn sjá í gegnum þetta. Það
er orðið sama hvað menn fara
langt frá grunninum, eða koma til
baka; sjónræn vitneskja virðist
ekki geta leitt neitt nýtt í ljós. Ég
sé t.d. engan mun á abstrakti og
fígúrasjón. Ef ég horfi svona á
hlutinn er hann abstrakt; ef ég
horfi öðru vísi þá verður hann fíg-
úratívur. Það kemur mér ekkert á
óvart lengur. Við erum stopp...“
- Viltu meina að sprengingin í
byrjun aldarinnar sé endanlega
um garð gengin og allt hafi verið
til lykta leitt?
„Já, það hefur skapast visst
tómarúm. Picasso og Duchamp
hafa endanlega náð saman. Nú
klípa menn sig í fingurinn til að
sannfæra sjálfa sig um að þeir séu
ennþá til og sprelllifandi og svo
reyna þeir að mála eins og frum-
menn. En það er gjörsamlega út í
hött, því allir vita að við erum
frummenn. Sjáðu þennan sófa
hérna... Það tók mannkynið milj-
ón ár að ákveða sig að svona
skyldi hann líta út. M.ö.o. þá hef-
ur þessi sófi kostað mannsandann
miljón ára strit. Það er í raun fár-
ánlegt; beinlínis hlægilegt... Og
sjáðu stjórnmálamennina. Allir
telja sér trú um að þeir sjái gegn-
um svínaríið, spillinguna og fals-
ið. En það gildir einu, því menn
elta pólitíkusana út á endalaust
feigðarflan, jafnvel þótt þeir þyk-
ist skilja hvað það sé gagnslaust.
E.t.v. þurfum við að bíða eftir
nýrri sprengingu".
Að túlka
klofninginn
- Pú vilt þá meina að t þessu
tómarúmi séu gjörðir mannanna
og þá vœntanlega listin einnig,
orðnar ósjálfráðar og vélrœnar?
„Það má orða það svo, að
menn breyti móti sannfæringu
sinni. En ég hef sætt mig við þessa
kleyfhugasýki þjóðfélagsins að
svo miklu leyti sem ég get túlkað
hana í verkum mínum. Áður fyrr
leið mér illa vegna þess arna, því
mér fannst ég verða að kanna
hvern hlut ofan í kjölinn og skilja
eðli hans. Mér fannst einnig óþol-
andi það fals og þau látalæti sem
mætti mér, þegar ég reyndi að
kynnast ákveðnu fólki. Seinna
hefur mér skilist að manninum
reynist oftast ómögulegt að
viðurkenna sjálfan sig gagnvart
öðrum og að það er alltaf verið að
reyna að troða inn hjá okkur að
til hafi verið í sögunni „sterkir
kallar“ sem alltaf höfðu það gott
og efuðust aldrei. Kannski er það
þess vegna sem fólk bíður eftir
himnasendingu af þessum sterku
köllum þegar óvissa ríkir í
þjóðfélaginu".
- En til þess að túlka þennan
klofning íþjóðfélaginu, þarf visst
stílleysi. Getur listamanni ekki
orðið hált á slíku?
„Ég hef alltaf hrifist af lista-
mönnum sem túlkuðu hreyfingu
þjóðfélagsins og þenslu þess. Pic-
asso gat brugðið sér í alls konar
líki. Hann hafði þetta næmi fyrir
listasögunni og gat ruslað upp
minnum frá hellnalistinni og upp-
úr, án þess að tapa sér nokkurn
tíma eða verða ópersónulegur.
Hann var eins og tímavél sem
gengur fram og aftur eins og ekk-
ert sé sjálfsagðara. Þetta var ekki
gratís og kostaði hann ómælda
vinnu, en hann hafði einnig húm-
or fyrir manninum og skringi-
legheitum hans. Stundum er
þessi húmor dálítið kaldrifjaður
en alltaf sérstæður. Auðvitað ber
ég einnig virðingu fyrir mönnum
sem hafa haldið sig við einn á-
kveðinn stíl og þróað hann, eins
og Karl Kvaran hefur gert með
frábærum árangri.“
Gamla
góða
lénsveldið
- Pú talar um stíl. Ertu sam-
mála þeim sem segja að listamenn
komist ekki hjá því að móta sér
stíl?
„Stfll er bara ákveðin persónu-
leg aðferð sem eins má finna í
náttúrunni. Ég get t.d. spurt þig í
hvaða stfl sauðkindin sé, því hún
er ekkert annað en visst stflbrigði
í þróunarsögu náttúrunnar. Það
er ekkert til sem ekki er í ákveðn-
um stfl. En reyndar eruð þið list-
fræðingar afar hársárir gagnvart
því þegar listamenn bregða
skyndilega af leið og gera
eitthvað í allt öðrum stfl. Mig hef-
ur lengi langað til að lýsa frati á þá
afstöðu ykkar.“
- Ég hef aldrei haft þá afstöðu.
Hins vegar hef ég krafist þess að
listamenn gerðu slíkt á meðvitað-
an hátt, en ekki vegna klaufa-
skapar né stefnuleysis. En svo við
víkjum aftur að sprengingunni
miklu sem þú telur að gœti verið í
vœndum. Hvernig mun ísland
koma út úr slíkri sprenginu?
„Æ já, gamla góða lénsveldið.
Ætli það þyrfti ekki nokkuð
margar sprengingar til að breyta
ástandinu hér. Meðan ráðamenn
hafa ekki hundsvit á mynd-
menntum, né til hvaða brúks þær
eru, þá er einskis að vænta nema
sama ósjálfstæðisins í listum sem
og á öðrum sviðum. Menn munu
halda áfram að hlaupa til útlanda
til að sjá hvað er að gerast þar og
flytja inn nýjustu stefnur og
strauma eins og kökubotna, í
þeirri von að ráðamenn vakni af
þyrnirósarblundinum og fari að
veita listinni athygli. En það er til
lítils því ráðamenn hafa ekki hug-
mynd um það sem er að gerast í
listum erlendis.“
Listamenn eru
utangarðs-
fyrirbœri
„Þeir láta sér nægja að góna á
íslenska list frá því löngu fyrir
stríð. Þó svo að sú list sé góð, er
ekki hægt að nærast á henni ein-
göngu. Síst er hún til þess fallin
að örva menn til dáða í
samkeppninni við aðrar þjóðir.
Hugvit, iðnaður, hönnun og nýj-
ar atvinnugreinar þróast ekki þar
sem listin þarf að rykfalla í 50-100
ár áður en hún er metin að verð-
leikum.“
- Viltu þá meina að það séu
náin tengsl milli lista og þjóðfé-
lags og listin hafi miklu hlutverki
að gegna í nýsköpun hugmynda í
iðnaði?
„Það sér hver heilvita maður
sem eitthvað gluggar í listasög-
una...ítalir á 15. og 16. öld; Hol-
lendingar á 17. öld; Frakkar og
Englendingar á 18. og 19. öldinni
og svo má lengi telja. Heldurðu
að Japanir, Þjóðverjar eða ítalir
standi svona framarlega í iðn-
hönnun vegna þess að þeir fyrir-
líti sína listamenn eins og íslend-
ingar gera. Sá sem þorir ekki að
horfast í augu við nýsköpun í list-
inni, mun síst þora að horfast í
augu við þörfina á nýsköpun í at-
vinnulífinu. Þetta er sögulegt
vandamál, því 1262 kusum við
frekar að glata sjálfstæðinu en
breyta okkar mölétna lénsveldi.
Þess vegna er ég hræddur um að
við munum halda áfram að vera
taglhnýtingar okkur hugrakkari
þjóða.“
- Heldurðu að listamenn muni
þola það til lengdar að vera fyrir-
litnir á þennan hátt?
„Blessaður vertu, margir
þeirra eru hæstánægðir með það
að leika hirðfífl fyrir höfðingj-
ana. Þeir þrá það að vera teknir
sem utangarðsfyrirbæri því þá er
séns að auglýsingamaskínan taki
þá upp á sína arma og búi til úr
þeim séní eftir gömlu, róman-
tísku formúlunni um bóhemið
„sem kom inn úr kuldanum".
Vandinn er að margir þeirra
drepa sig á þessu, því þegar þeir
eru loksins hirtir upp af götunni
eru þeir fyrir löngu útbrunnir.
Eina skynsamlega afstaðan er sú
að listamenn heimti það sem
þeim ber; að fá að vera partur af
þjóðfélaginu. íslenskir listamenn
standa vel fyrir sínu og þurfa ekki
að sanna eitt né neitt, til að þeim
sé hleypt inn í hlýjuna. Það hefur
hingað til ekki verið hægðar-
leikur að vera skapandi listamað-
ur á íslandi og því má telja árang-
urinn undraverðan. Við höfum
átt fleiri en einn listamann á
heimsmælikvarða, eins og sagt
er, þó svo að þjóðin kunni ekki
skil nema á fáeinum þessara ósk-
abarna sinna.“
Laugardaqur 2. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA
Ljóðið ...
Framhald af bls. 7
um jafnöldrum þess? Það verður
að fylgjast með því sjálft! (Vé-
steinn Olason)
■ Ofanjarðarskáldin eru haldin
þjónustulund við útgefendur,
stjórnmálaflokka, siðferðispré-
dikara og bókmenntafólk. Þau
eru ekki á ferð í húsagörðum um
nætur. Svona hefur þetta alltaf
verið. Svarið er neðanjarð-
arljóðagerðin. (Sjón)
■ Akademían kemur sér aldrei
saman um önnur skáld en þau
gömlu, núna atómskáldin, - það
vill enginn taka áhættu. Menn
geta gerst bókmenntafræðingar á
Islandi án þess að hafa nokk-
urntíma lesið samtímaljóð.
■ Það er andstyggilegt að rit-
dæma og ennþá andstyggilegra
að úthluta fé til rithöfunda. Núna
eru 6 milljónir til úthlutunar hjá
Launasjóði rithöfunda. Umsækj-
endur eru 160 og fara frammá 900
mánaða laun samtals. Hvernig er
þetta hægt?
■ (Spurning:) Þið segið að ljóðið
sé athöfn, það eigi að fórna sér
fyrir það, kasta sér útí. En gefið
okkur ljóðráð: hvernig er þetta
hægt í hversdagsbasli og efna-
hagsbágindum?
Sjón: Elskist á hverjum degi og
varpið öllu frá yður að kvöldi,
dansið gegnum nóttina og sofnið
ekki að morgni, heldur byrjið aft-
ur að elskast.
■ Ljóðið er ekki lengur tjáning
heldur athöfn sem vill áframhald.
Við tökum ljóðið sem lífsmáta.
Við vörpum okkur utangarðs,
höfum engan áhuga á útgefend-
um og engan áhuga á lesendum.
Skáldið á að vera óháð kenning-
um. Það á ekki að hafa guð og
ekki meistara. Þeir sem hafa guð
og meistara pína ljóðið. En ljóð-
inu líður best hjá þeim sem pínir
það minnst. (Sjón)
■ í ritdómum dagblaðanna sést
vel afleiðing þess að akademían
bannar samtímaskáldskap:
gagnrýnendur fela fávisku sína
bakvið ruglingslegan flaum af út-
þvældum klisjum. Ósk útgefenda
um blessun akademíunnar hefur
ýtt skáldunum útí fjölritaútgáfu á
eigin vegum.
■ (Spurning:) Þú snýrð baki við
lesendum og umræðu. Er þögnin
þá það sem ljóðinu er æskilegast?
Sjón: Sumir fara með ljóðin sín á
mannamót, aðrir fara með þau
uppá Þjóðminjasafn - menn ráða
því. En um leið og ljóðið snýr
baki við lesendum þá fara allir að
káfa á því, - þetta er einsog í ásta-
málunum.
■ Ljóðið er fyrir skáldið. Um
leið og skáldið er búið að skrifa
ljóðið skiptir ljóðið skáldið ekki
máli lengur. Augnablik skáldsins
verður aldrei skýrt. (Þorri Jó-
hannsson)
■ Menn segja hér að lesandinn sé
ekki til. Það er misskilningur.
Skáldið sjálft - ofanjarðar eða
neðanjarðar - býr til lesandann
um leið ogþað býrtil ljóðið. (Vé-
steinn Ólason)
■ Hér hafa verið flutt erindi og
ljóð og sumt er skáldlegt en það
er eitthvað í þessu sem ekki er
satt. Hvað er ljóðlist? Hvað erum
við? Hvað er lífið?
■ Svo koma kommar sem eru að
sleikja sig upp við grasrót sem
ekkert er eftir af. Svo koma bók-
menntafræðingar og segja „hef-
ur“ og „gerst“ og „er“. Hverjir
ákveða þetta? Svo kemur fræð-
ingur og minnir á ársskýrslu og
segir: svona er ljóðið í dag bla bla
bla. Ljóðið í dag er fínt!
■ Málinskýrðust þegar Sjón
talaði um ofanjarðarskáld og
neðanjarðarskáld. Ég er nú of-
anjarðarljóðagerðarmaður sjálf-
ur: Það er ekki hægt að setja neitt
niðrá blað fyrren menn eru búnir
að rífa þetta frá mér og gefa það
út. Ef ég væri neðanjarðarskáld
fengi ég að minnsta kosti að
hreinrita. En svona er þetta nú
barasta - sennilega í fyrsta lagi
vegna peningagræðgi útgefenda
og í öðru lagi vegna minnar eigin
peningagræðgi.
Annars er það þannig og hefur
alltaf verið að til eru góð skáld og
semja góð ljóð. Ljóðið verður
ekkert drepið, hvorki með tóm-
læti né öðru. (Flosi Ólafsson)
■ (Spurning:) Þú segir að skáldið
eigi að rugla skilningarvitin,
steypa sér í geggjun og glötun. En
þarf lesandinn ekki að steypa sér í
sömu geggjun og glötun og
skáldið? Sjón: Ljóðið á að steypa
lesandanum í glötun!
■ Hér átti að ræða um stöðu
ljóðsins. Það hefur ekkert verið
talað um ljóðið og það er kannski
ekki hægt. Ljóðið er bara til í
þögninni milli skáldsins og les-
andans.
Ef svo er átt þú erindi til okkar.
Við teljum okkur vera svolítið sér á báti í hönnun og fam-
leiðslu á vönduðum innréttingum.
Við framleiðum eldhússkápa, baðskápa, fataskápa, stiga,
hurðir, handrið og ýmsa sérhluti. Við smíðum einnig utan
um hugmyndir þínar. Smiðir okkar sérsmíða að óskum þínum
og útkoman er góð þegar lögð eru saman fagleg vinnubrögð,
gott hráefni, falleg hönnun og smekkur kaupandans.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1985
Auglýsingastofan örkinO