Þjóðviljinn - 02.03.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Qupperneq 13
PÆGURMÁL Sem sagt gott Jón Magnússon Guðjón Guðmundsson Umboðsfyrirtækiö Sóló hefursem kunnugtergengist fyrir söngvakeppni sem á sínum tíma var haldin í Safarí, en einhverra hluta vegna leystist upp í loftin blá. Á fimmtudaginn síðasta var hafin keppni að nýju í veitingahúsinu Hollywood og var það fyrri kynningin á keppendum. Síðara kynningarkvöldið verður 7. mars og til úrslita verður sungiðsunnudaginn 10. mars. Fyrsti keppandinn á fimmtudaginn var Guðjón Guð- mundsson og söng hann sitt hlut- verk ágætlega; tvö lög, annað sungið á íslensku, ástarlag með jóðli innanum a la Egill Ólafsson. Var það eina íslenska lagið sem hljómaði þetta kvöld, og texti þess kannski sá vitrænasti af þeim er síðar voru sungnir. Seinna lag sitt söng Guðjón á ensku og ekki eins sterkt. Annar á dagskrá var góðkunn- ingi bjórlíkhúsanna, Jón Magn- ússon, og söng bæði lög sín á ensku. Hefur Jón tileinkað sér söngstíl í Bruce Springsteen dúr, þó ekki verði þeim hér saman jafnað á nokkurn hátt; en Nonni hefur ágæta hæfileika og söng bara um vitleysuna í þessum Rússum og Ameríkönum sem alla eru að drepa (úr leiðindum). Hitt lagið var að mig minnir eitthvað um ást og svoleiðis til- finningar sem alltaf valda ein- hverjum vandræðum, semsagt gott. Þriðji og síðasti keppandinn var Sigurður Dagbjartsson, og hefur að mér skilst eitthvað verið í tygjum við hljómsveitina Upp- lyftingu. Hann var sá aðili kvöldsins sem vakti mesta athygli hjá mér fyrir tilfinningaríkan söng og hörkugóða raddbeitingu og styrk. Að vísu var innihald ensku textanna í báðum lögunum fremur klént, en það var vand- ræðalegt að heyra sítuggur fram og aftur út laglínur; leiðinlegt, því tjáningin var með besta móti: Aðeins vitrænni ástarsöngva en þarna hljómuðu, og Sigurður mun slá í gegn. Það vakti annars athygli manna þetta kvöld hve mikið var um ástarsöngva og værukæra texta um vinkonumissi, skilnings- leysi og minningu um ástkonuna sem hvarf á braut. Hljómsveitin Rikshaw lék undir með keppendunum og gerði vel. í heild má segja að í Hollywood á fimmtudagskvöldið hafi ríkt meiri samvinna á milli hljóm- sveitar og keppenda en gerði í Safarí forðum daga og einnig þóttu mér lögin sem þarna belj- uðu betri en flest þau sem þar voru sungin. Pað er margt vitlausara en að bregða sér á lifandi söngvakeppni og skoða ný andlit í poppinu, en eftir kvöldstundina í Hollý að dæma er meira líf í þeim tuskun- um en margur hyggur. 9 Sigurður Dagbjatsson Hjá embætti skattrannsóknarstjóra er unnið í þágu þeirra sem hafa framtalið í lagi Þar er unniö fyrir þig Það er sjálfsagður réttur allra heiðarlegra skattgreiðenda að eftirlit sé haft með þeim sem reyna að brjóta lög og svíkja undan skatti. Hjá embætti skattrannsóknarstjóra vinna sérfróðir menn með aðstoð nýjustu tölvutækni við slíkt eftirlit. Hluti starfs þeirra felst í fyrirbyggjandi aðgerðum - heimsóknum í fyrirtæki vegna almenns eftirlits og til ráðgjafar. Með fjölgun starfsmanna og tölvuvæðingu má nú fara yfir margfalt fleiri framtöl og reikninga á mörgum sinnum skemmri tíma en áður. Samanburður allra fyrirtækja í sömu starfsgrein er fljótlegur. Til dæmis tekur aðeins skamma stund að sjá hvernig hlutfallið milli heildarveltu og skattskyldrar veltu lítur út í rekstrarreikningi fyrirtækis. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Skattrannsóknarstjóri skal hafa með höndum skatteftirlit og rannsóknir. Hann skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra, leiðbeina um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Skattrannsóknarstjóri getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta, lagða á samkvæmt lögum. Hvaða óróleiki er þetta þó sölu- skattsskýrslan sé á núlli nokkra mán uði í röð.. ? . ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Auglýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.