Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 9
FRETTASKYRING Samningar heim í hérað? Biðstaðan rennurfljótt út. Þrjár leiðir koma tilgreina. Líklegast aðfélögin taka samninga ísínar hendur. Ríkisstjórnin hótar óheint lögum. Samninganefndarmenn sjó- manna og útgerðarmanna reyndu í gær að átta sig á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að sjómenn höfðu kolfellt hina nýgerðu samn- inga. Ríkissáttasemjari ákvað að fresta öllum fundarhöldum þar til í dag svo menn gætu hugleitt mál- in í ró og næði. Ákveðin biðstaða er því komin upp og samningafundurinn í dag verður lítið annað en formlegir endurfundir samninganefnd- anna, sem kvöddust með handa- bandi og nýjum samningum um hádegisbil sl. mánudag. Vonbrigði og reiði Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að sjómenn skyldu fella samningana, því af fyrstu við- brögðum þeirra mátti merkja að mikillar óánægju gætti. Hitt kom á óvart, að samningarnir skyldu felldir með þeim mikla mun sem raun varð á. % á móti og lA meðmæltur. Meginástæðumar fyrir þessum úrslitum eru tvær. Reiði og von- brigði. Reiði út í yfirmenn fyrir að rjúfa samstöðuna og skilja samninganefnd Sjómannasam- bandsins eftir nánast bundna í báða skó. Vonbrigði með að ná ekki fram meiri árangri við lækk- un kostnaðarhlutdeildar. Þau 2% sem náðust fram gefa undir- mönnum aðeins rúmt 0,5% í aukin hlutaskipti. Vonbrigðin voru mikil, vegna þess að veruleg lækkun kostnað- arhlutdeildar var ein megin krafa sjómanna í samningunum og sú krafa sem mjög víðtæk samstaða náðist um. Reiðin var einnig mikil vegna þess að sjómenn höfðu gert sér vonir um árangur í ljósi þess að nú loksins eftir fjöl- mörg ár hafði tekist að sameina alla sjómannastéttina og sigla flotanum í land. „Það er sárgrætilegt að upp- skera skuli ekki hafa verið meiri eftir þá samstöðu sem náðist í upphafi,“ sagði reykvískur sjó- maður við undirritaðan í gær og þannig hugsuðu fleiri starfsbræð- ur hans um land allt. Hvers vegna að fella? En hví þá að fella samninginn þegar samstaðan var fyrir bí? Jú sjómenn ætluðu ekki að kyngja því sem að þeim var rétt án þess að berjast til þrautar. Fyrst að yfirmenn brugðust þá skyldi nú reyna á samstöðu undirmanna og ákvörðun ísfirskra sjómanna um að boða samúðarverkfail um næstu helgi ýtti þar undir. Vissulega náðust fram margir merkir áfangasigrar í samningun- um sbr. lífeyrissjóðsmál og trygg- ingar og kannski einmitt þess vegna áttu menn almennt ekki von á svo mikilli andstöðu og raun varð á. 3 leiðir færar En hvað leiðir eru þá í boði fyrir sjómenn? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Öllum viðmælendum Þjóðvilj- ans sem rætt var við í gær bar saman um að einungis þrjár leiðir kæmu til greina: 1) Sjómenn og útgerðarmenn nái saman um að þrýsta á stjórnvöld um að greiða niður enn frekari lækkun á kostnað- arhlutdeildinni. 2) Sjómannafélögin hvert um sig taki samningamálin í sínar hendur heima í héraði. 3) Ríkisstjórnin setji lög á sjó- menn og reki þá til veiða. Af þessum þremur leiðum er líklegast eins og mál standa nú, að samningar í héraði verði ofan á. Austfirðingar sem hingað til hafa haft sérsamninga heima í héraði eru þegar byrjaðir að undirbúa samningaviðræður við útgerðarmenn eystra og Eyja- menn hafa þreifað fyrir sér. „Það er alveg ljóst að sérsamningar verða mótandi og því má ekki ganga að hverju sem er þó ein- hverjir vilji það,“ sagði Sigfinnur Karlsson formaður Alþýðusam- bands Austurlands í gær. Steingrímur hótar lögum Samstaða sjómanna og útgerð- ar á stjórnvöld kemur einnig til greina en víst er að menn munu fýrst bíða og sjá hvað gerist heima í héraði. Sitji allt fast þegar kemur fram yfir helgi er allt eins víst að ríkisstjórnin taki af skarið og setji lög. Steingrímur Her- mannsson og Halldór Ásgríms- son hafa báðir lýst yfir að ekki komi til greina að stjórnvöld hlaupi frekar undir bagga í þess- um samningum. Steingrímur sagði í útvarpi í gær að drægjust samningar á langinn yrði að endurskoða „samráðsleiðina". Með þeim orðum er forsætisráð- herra að hóta lögum á sjómenn. Stærsti hluti flotans var á sjó í gær en í kvöld verður búið að binda hann við bryggju aftur. Nú næstu sólarhringa mun ráðast hver hinna þriggja leiða verður ofaná. Biðstöðunni er að ljúka. -*g- Tölvusýning anddyri Laugardalshallar 7, —10. mars. í dag 7. mars verður opnuð í anddyri Laugardalshallar ein stærsta tölvu- sýning á íslandi til þessa. Sýningar- svæðið er á yfir 1000 fermetrum á tveimur hæðum. Sýndar verða allar helstu nýjungar I vélbúnaði og hugbún- aði frá fjölda fyrirtækja. Félag tölvunarfræðinema Simi 25411. Hugbúnaður Vélbúnaður * Fjöldi nýrra tölva * Bókhaldsforrit * Viðskiptakerfi * Samskiptaforrit * Hitaprentarar * Teikniforrit CAD * Ferðatölvur * Hönnunarforrit * LASER-prentarar * Reiknilíkön * Nettengingar * Kennsluforrit * Setningartölvur * Ritvinnsla * Modem-tengingar * Sérhannaður tölvubúnaður * 20forritunarmál fyrir hreyfihamlaða * Snertiskjáir Mikið af hugbúnaðinum er íslenskur og sýnir vel gróskuna í hugbúnaðargerð hér á landi. Örtölvuver Á sýningunni verður komið upp örtölvuveri. örtölvuverið er stofa meö um 15 tölvum eingöngu til afnota fyrir áhorfendur. Þetta er nýjung á tölvusýningum, sem gefur áhorfendum tækifæri til að kynnast af eigin raun tölvum og hugbúnaði af ýmsum tegundum. Þjálfaðir leið- beinendur veita aðstoð eftir því sem þörf krefur. Skákmót Haldið verðui skákmót með nokkuð óvenjulegu sniði. Áhorfendur geta skorað á öflugustu skákforritin á markaðinum í dag. Þeir sem vinna skákforritið WHITE KNIGHT 1 eiga möguleika á Electron tölvu í verðlaun. Fyrirlestrar Kunnáttumenn fjalla á almennan hátt um málefni tengd tölvum og notkun þeirra. Hver sýningardagur hefur ákveðna yfirskrift og eru nokkrir fyrirlestrar undir hverri. Á eftir eru almennar umræður og fyrirspurnir. Yfirskriftirnar verða: Fimmtudagur 7. mars kl. 17.00 Netkerfi Föstudagur 8. mars kl. 14.00 Tölvur og löggjöf Laugardagur 9. mars kl. 14.00 íslenskur hugbúnaðariðnaður Einkatölvan Sunnudagur 10. mars kl. 14.00 Staða tölvufræðslu á islandi. Sýningin verður opin: fimmtudag 7. mars kl. 14.30-22.00, föstudag 8. mars kl. 10.00-22.00, laugardag 9. mars kl. 13.00—22.00, sunnudag 10. mars kl. 13.00-22.00. Miðaverð: Fullorðnir 150 kr. Börn, 7 — 12ára, 50 kr. Börri 6 ára og yngri fá fritt inn á sýninguna. Börn fé ekki aðgang nema i fylgd meö fullorönum. '85

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.