Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Svikin í húsnæðismálum Enn bólar ekkert á aðgerðum af hálfu ríkis- stjórnarinnar til að létta skuldaklafann sem hún hefur keyrt um háls húsnæðiskaupenda. Alls- staðar á landinu eru þúsundir fjölskyldna að komast í þrot, aðgerðir ríkisstjórnarinnar síð- ustu tvö árin valda því að þær geta hreinlega ekki staðið í skilum. Fjöldagjaldþrot eru að verða aðalsmerki stjórnarinnar. Einsog Þjóðviljinn hefur bent á, þá er vandi húsbyggjenda fyrst og fremst smíðaður af ríkis- stjórninni. Þrjú atriði valda þar langmestu: • í fyrsta lagi lét ríkisstjórnin það verða sitt fyrsta verk að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sam- bandi. Lánskjaravísitalan var hins vegar í fullu gildi áfram. Þetta leiddi til þess að meöan lánin voru áfram verðtryggð voru launin óverð- tryggð. í raun þýddi þetta að meðan kaupið var lækkað - hækkuðu lánin. Þetta olli því að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur greiðslubyrði húsnæðiskaupenda sem hlutfall af launum aukist um 30 til 50 prósent Afborgun sem áður nam sex mánaðarlaunum kostar því eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarin ár allt upp í níu mánaðarlaun! • í öðru lagi hefur lánskjaravísitalan - sem Þjóðviljinn hefur með réttu nefnt ránskjaravísi- tölu - hækkað verulega umfram byggingarvís- itöluna. Húsnæðislánin eru verðtryggð út frá lánskjaravísitölunni, og í raun þýðir þetta að lántakandi greiðir verðtryggingu sem ér langt umfram hækkun á verðlagi nýbygginga og ann- arra fasteigna. Mismunurinn er ekkert annað en ránsvextir, siðlaust okur. • í þriðja lagi hefur sleifarlag félagsmálaráð- herra valdið því að húsnæðislán úr sjóðum ríkis- ins eru greidd út löngu eftir að útborgun þeirra á að fara fram lögum samkvæmt. Þannig hefur Alexander Stefánssyni tekist að gera fjölda fólks að vanskilamönnum ífyrsta sinn á ævinni. Málið er orðið það alvarlegt að aðgerðarleysi ríkisstjómarinnar verður hreinlega ekki þolað lengur. Þúsundir manna eiga allt sitt undir því að ráðherrar grípi skjótt til haldbærra úrlausna. Þjóðviljinn bendir á að brýnustu kröfumar eru tvær: • Ránskjaravísitöluna burt! • Hinir lögleyfðu ránsvextir af húsnæðislánun- um verði endurgreiddir hið fyrsta. Málið þolir ekki bið. Svikin í húsnæðismálum ofan á áralangar kaupskerðingar ríkisstjómar- innar hafa valdið því að nú segjum við: Hingað og ekki lengra! Góður gesíur Hér á landi er nú staddur góður gestur, Gla- dys Baez, sem komin er alla leið frá Nicaragua. Gladyz er meðal þekktustu leiðtoga Sandínist- anna sem steyptu ógnarstjórn Somózafjöl- skyldunnar í heimalandi hennar, hún er í forystu kvennasamtaka Nicaragúa og á sæti á þjóð- þinginu. Gladys Baez var fyrsta konan sem gekk til liðs við hina fræknu byltingarhreyfingu sandín- istanna, árið 1967. Hún var handtekin 25 sinn- um af hinni illskeyttu lögreglu Somózastjórnar- innar, í eitt sinnið meðan hún var þunguð, en það aftraði lögreglunni þó ekki frá því að pynta hana grimmilega. Hingað er Gladys komin meðal annars ítilefni 8. mars, alþjóðlegs baráttudags kvenna. Það fer vel á, að baráttukona frá Suður Ameríku, sem sjálf hefur staðið í víglínunni, komi hingað á þessummerkadegi, þvíviðskulumekkigleyma að það voru konur úr röðum sósíalista sem fyrr á öldinni gerðu 8. mars að baráttudegi kvenna um alla veröld. Þjóðviljinn býður Gladys Baez velkomna hingað til lands og hvetur lesendur sína til að notfæra sér það tækifæri sem gefst til að hlýða á hana að kveldi hins 8. mars á baráttufundi sem haldinn verður í Félagsstofnun stúdenta, að frumkvæði nokkurra kvennasamtaka. ÖS KUPPT OG SKORHD Velferðin vonda í nýjasta hefti Stefnis, tímarits ungra Sjálfstæðismanna, er sagt frá blaðamannafundi með Fried- man-hjónunum sem voru á ferð hér í haust. Hannes Hólmsteinn þýddi af bandi þennan fund, þar sem velferðarþjóðfélagið fékk fyrir ferðina. Við grípum þar nið- ur sem umræðan er um óskilgetin börn: „Rose Friedman: Ein af- leiðingin af velferðarríkinu hefur verið óskapleg fjölgun óskilget- inna barna. Þriðjungur þeirra barna, sem fæðast í New York, er óskilgetinn. Skýringin á þessu liggur beint við. Einstæðar konur fá rétt á opinberum styrkjum í Bandaríkjunum, ef þær eignast börn". Umburðarlyndi „Milton Friedman: Á sínum tíma fengu unglingar, sem eignuðust börn ekki neina opin- bera styrki. Þetta hefur síðan breyst og afleiðingin orðið sú, sem Rose minnist á". „...Þið megið ekki misskilja mig. Ég er ekki að áfellast þá sem þiggja þessa styrki. Það væri heimsku- legt afþeim að neita að taka við þeim". „Ég er ekki að áfellast unglings- stúlkur sem eignast börn til að fá opinbera styrki, efþað er eina ráð þeirra tilþess að öðlast sjálfstæði. Sókin er ekki styrkþeganna, held- ur okkar hinna, þvíað við höfum komið upp ýmsum stofnunum, sem hafa auðveldað þeim þetta, þótt óhagkvœmt séfyrir okkur og að lokum líka fyrir þá sjálfa". „Bogi Ágústsson: Prófessor Milton Friedman, óskilgetin börn eru mjög algeng á íslandi, en eng- um dettur í hug að þau hafi komið íheiminn afþvímæðurþeirra hafi œtlað að verða sér úti um opin- bera styrki..." „Milton Friedman: Ég skal ekkert um það segja, hvernig þessu er háttað hér á landi, en..." Frjálshyggju- sjónarmiðin Frjálshyggjusjónarmiðín sem hér hefur verið vitnað til, eru áberandi á síðum þessa tímaríts, Stefnis. Þar er m.a. birt grein eftir Þorvarð Elíasson, skóla- stjóra Verslunarskóla íslands, sem er reyndar erindi sem hann flutti á ráðstefnu SUS á Akureyri fyrr í vetur um menntamál. Hann býður mönnum uppá að „líta á skólana sem fyrirtæki sem selja stúdentspróf'. Skera, skera, skera Nú þykist undirritaður lesa útúr þessu erindi dæmigerðustu viðhorf frjálshyggjuforkólfanna: kvenhatur, fyrirlitningu á lands- byggðinni, dýrkun á lögmálum kapitalsins og andúð á velferðar- þjóðfélaginu. Þorvarður telur að með því að leggja niður þjónustu við skóla sé hægt að fækka starfsliði menntamálaráðuneytisins „um meir en helming". Ráðuneytið eigi að halda uppi „gæðaeftirliti", en stjórnunarafskipti af skólun- um eigi engin að vera. Náms- gagnastofnun og skóla- rannsóknadeild eigi að leggja niður. ,Æskilegt væri að einhver hluti þessa kostnaðar (við framhalds- skóla) sé borinn uppi afnemend- um sjálfum þó ekki væri til annars en gera nemendum Ijósa stöðu sína.. Það er enginn að biðja þá um að sitja ískóla". Og höfundur fer ekki í grafgötur með afl- eiðingarnar: .JVemendum myndi fækka" og ,greiðslur ríkissjóðs myndu lækka". Þegar kemur að stúdentum í háskóla verður fyrst bragð að kenningunni: „Ég neita algjörlega að ausa svona fé í stúdenta, algjörlega án tillits tilþess hvortþeir eiga nokk- urt erindi íháskólanám, eða ekki. Og hvað í óskópunum eru 2000 manns að lœra erlendis og til nvers? Ekki svo að skilja að þeir megi það ekki, ég vil bara ekki borga kostnaðinn sjálfur". ' Hann vill að Lánasjóður náms- manna verði lagður niður, „þá fækki stúdentum í háskólanámi og erlendis úr 6500 í5000 a.m.k. enda ber enga þjóðfélagslega nauðsyn til þess að hafa þá tölu ¦ hærri". ísfilm taki yfir? Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi maður er þeirrar skoðunar að dagvistarheimilin séu þjóðfélaginu alltof dýr. „Er ekki orðið tímabært að hugleiða laun til heimavinnandi hús- mæðra, sem gæta barna sinna? Það er augljóslega miklu hag- kvæmara en ríkispössunin." Lítil sveitarfélög eiga ekki að vasast í skólahaldi, „en hver biður þessi sveitarfélög að vera til?" Telji ,jamtök atvinnugreina eða stétta ástæðu til að auka fjár- framlög til einstaka skóla umfram það sem nemur tekjum þeirra af framlagi ríkissjóðsþá geriþau svo með eigin fjárframlögum". Reksturinn verði náttúrlega „frjáls" og vandamál við rekstur skóla og stjórnun eru best komin í einkarekstrinum. Stjórnin getur orðið vandamál. „Það er nú ein- mitt ástæða þess hvað einkarekst- ur gengur vel að þar hefur þetta meginvandamál verið leyst með þvi að láta fjármagnseigendur ráða". Menntamála- ráðuneytið Nú er það deginum ljósara að sú hugmyndafræði sem hér hefur verið stiklað á frá ráðstefnu ungra Sjálfstæðismanna, þar sem m.a. menntamálaráðherra var áheyrandi, hefur skilað mörgu af því sem er að gerast við stjórnvöl- inn á ráðuneytinu. Helgi Seljan sagði á alþingi á dögunum þegar verið var að ræða kjör kennara og starfsaðstöðu og framkomu rfkis- stjórnarinnar. „En alvarlegast í öllu þessu máli er þó ef okkar ágæta menntakerfi verður brotið á bak aftur...Ætli bónuskennslan og tilboðskennslan á markaðs- torgi auðhyggjunnar sé ekki það sem koma skal, að jöfnuður í menntun og jafnrétti til náms og uppfræðslu verði máske eitthvað sem fólk muni í framtíðinni nota til þess að gera að gamni sínu í fttabeinsturni frelsisins? Þetta ótt- ast ég og mér sýnast mörg teikn á lofti sýna að þessi stefna eigi að ráða í framtíðinni". -óg DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarpheðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttast)órl: Valþðr Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gisla- son, Mörour Ámason, Ölafur Gfslason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þrðstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbroiðslustjóri: Sigriður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladðttir. Auglýslngar: Anna Guðjðnsdóttir, Ásdís Kristinsdðttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgroiðslustjbri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardðttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: Margrét Guðmundsdðttir, Sigríður Krístjánsdðttir. Húsmæ&ur: Bergljót Guðjðnsdðttir, Ólðf Húnfjðrð. Innhoimtumenn: Brynjðlfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardðttir. Utkeyrsla, ofgroiðsla, ouglýslngar, ritstjórn: SiSumúla 6, Hoykjnvik, sfml 81333. Umbrot og setning: Prontsmlðjo Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðopront hf. Vorð i lausasölu: 30 kr. Sunnudagsvorð: 35 kr. - Áskrlftarvorð A mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn simi: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 7. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.