Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Nám í flugumferðarstjórn Flugmálastjórn hyggst taka nokkra nemendur til náms í flugumferðarstjórn í vor. Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðarstjórn er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskildum heilbrigðiskröfum. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar menntastofnanir og að hluta sem starfsþjálfun á vinnustöðum hérlendis. Þeir er áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja við flugumferðarstjórn sæki umsóknareyðublöð, útfylli og skili, ásamt staðfestu stúdentsprófsskírteini og saka- vottorði til flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 23. þ.m.. Umsóknareyðublöð liggja frammi á símaafgreiðslu flugmálastjórnar á 2. hæð í flugturninum á Reykjavík- urflugvelli og á skrifstofu flugmálastjórnar á Keflavík- urflugvelli. 6. mars 1985 Flugmálastjóri. Til sölu: 15 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið 1979, 9 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið 1978, 9 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1981 og 7 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1975. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs íslands í síma 28055 og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands fyrir 21. mars nk. Fiskveiðasjóður íslands. T Útboð - innrétting Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í innréttingu III. áfanga öldutúnsskóla. Áfanginn er 3 hús byggð úr steinsteypueiningum, tengd saman með tengigangi, samtals um 1600 fm. Húsinu á að skila fullbúnu í þremur verkþáttum, þeim síðasta í ársbyrjun 1987. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. UOaHWNN Öðruvísi _____fréttir VARA-Cfd JHULJTIRm vERKFÆRI Viftureimar, platínur, kveikjuhamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum á neyðarstundum. yUMFERÐAR RÁÐ Útför móður okkar, ömmu og langömmu Guðrúnar H. Sæmundsdóttur Reykjavíkurvegi 29, Skerjafirði sem andaðist í Hafnarbúðum 1. mars, fer fram frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 8. mars kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Högni Jónsson. Stéttabarátta Verkalýðshreyfing í vamarstöðu Ósigur námumanna í Bretlandi mun hafa víðtœk áhrif Agreiningur um baráttuaðferðir Samtök launafólks í Evrópu í félagslegri kreppu Þegar námuverkamenn í Bret- landi halda aftur til vinnu er lokið sögufrægum kafla í glímu verka- lýðshreyfingarinnar við hörðustu hægri stjórn álfunnar. Thatcher fór með sigur af hólmi. Aform Scargills, forseta samtaka námu- verkamanna, um að knésetja rík- isstjórn Ihaldsflokksins runnu út í sandinn. Þessi niðurstaða mun um langa framtíð verða tilefni mikilla umræðna og átaka innan verkalýðshreyfingarinnar í Bret- landi og reyndar einnig í öðrum Evrópulöndum þar sem launafólk glímir við fjandsamlegt ríkisvald. Það verður hart deilt um ástæður ósigursins og ekki verður skortur á ásökunum í garð ólíkra söku- dólga. Atvinnurekendur og harð- línumenn í hægri flokkunum munu efalaust einnig nota þessa atburðarás til að afla fylgis við þá kenningu að það borgi sig að sýna verkalýðshreyfingunni fulla hörku. Það sé hægt að brjóta hana á bak aftur. Atvinnuleysi og hægri bylgja Þegar atvinnuleysið tók að vaxa í Evrópu á síðasta áratug töldu margir að það yrði til að efla samstöðu og baráttuþrek innan verkalýðshreyfingar. Nið- urstaðan hefur hins vegar í mörg- um Iöndum orðið önnur. Atvinnuleysingjarnir snerust oft gegn verkalýðsfélögunum vegna þess að forystunni hafði mistekist að koma í veg fyrir atvinnuleysið. Það voru í reynd gerðar sams konar kröfur til verkalýðsforyst- unnar og ríkisvaldsins. Báðir að- ilamir áttu að tryggja atvinnu. Þessi krafa kann í fyrstu að virð- ast ósanngjörn en hún á sér þó sögulegar skýringar. Á undanförnum tveim eða þremur áratugum höfðu forystu- Vígbúnaður Framhald af bls. 13 var svarað með ábendingum um að rannsóknaáætlun sem kostaði í heild um 30 billjónir dollara hlyti að knýja Sovétríkin til að svara í sömu mynt. Ráðamenn í Moskvu myndu leggja höfuðá- herslu á að þróa vopn sem gætu eyðilagt varnarvegg geimvopn- anna. Spennan í samskiptum ris- aveldanna myndi stóraukast strax á fyrstu rannsóknaárunum. Þegar rannsóknarrökin höfðu glatað glansinum fóru ýmsir for- ráðamenn í Pentagon að setja fram nýja útgáfu. „Stjörnu- stríðs“-vopnin væm í raun nauðsynleg til að verja langdræg- ar kjarnorkueldflaugar Banda- nkjanna. Það sem átti í upphafi að koma í staðinn fyrir kjarnork- uvopnin var nú orðið nauðsyn- legur hlekkur í þróun kjarnorku- vígbúnaðarins. Þessi rök Pen- tagon fela einnig í sér að nota eigi geimvopnin til að gera Banda- ríkjunum kleift að gera óvænta kjarnorkuárás og nota kjarnork- menn verkalýðshreyfingarinnar í mörgum löndum Evrópu haft mjög nána samvinnu við ríkis- stjórnir. Þessi samvinna var oft byggð á áhrifum jafnaðarmanna- flokkanna í ríkisstjórnum en innan þessara flokka mynduðu ráðherrarnir og verkalýðsforin- gjarnir mikilvægasta áhrifahóp- inn. Einnig hafði fests í sessi sú siðvenja að allar ríkisstjórnir höfðu margvísleg samráð við verkalýðsforystuna og foringjar launafólks höfðu oft bent á ár- angur slíkra kerfisbundinna við- ræðna. Þegar atvinnuleysið varð vaxandi ógnvaldur og miljónir launafólks sátu heima án verk- efna var eðlilegt að kröfur um úr- bætur beindust ekki síður að verkalýðsforystunni sem árum saman hafði stundað margvíslega samvinnu við ríkisvaldið. Þegar svo engar lausnir komu í ljós bitn- uðu vonbrigðin einnig á verka- lýðsfélögunum. Á undanförnum árum hefur því gætt vaxandi sinnuleysis í mörgum löndum Evrópu varðandi þátttöku í starfi verkalýðsfélaganna og víða hefur félögum fækkað. Hin hugmyndafræðilega sókn hægri aflanna hefur einnig veitt ríkisstjórnum íhaldsafla og sam- tökum atvinnurekenda aukinn kraft. Kenningar markaðskredd- unnar boða nauðsyn þess að brjóta verkalýðsfélögin á bak aft- ur. Baráttufélagar Thatchers telja sig vera að sinna sögulegri nauðsyn. Þeir eru haldnir sams konar draumsýn og kreppukom- mamir gömlu sem töldu að ef þeir væru bara nógu harðir þá væri framtíðaríkið handan við næsta hom. Þessi hægri bylgja hefur enn fremur komið verka- lýðshreyfingunni í opna skjöldu. Hana hefur skort fersk rök og þjálfun í þessum nýja orðræðust- fl. Sjónarmið verkalýðsforyst- uhótunina á áhrifaríkari hátt en áður. Þessi röksemdafærsla þótti stinga nokkuð í stúf við friðarvilj- ann í sumum ræðum forsetans í kosningabaráttunni og þá pólit- ísku nauðsyn að sýnast meina eitthvað í alvöru með hinum nýju samningaviðræðum í Genf. Þá var gripið til þess ráðs að gera „stjömustríðs“-áætlunina að skiptimynt í samningum við So- vétríkin. Hún myndi knýja Rússa til samninga þar eð þeir hefðu ekki efni á að svara í sömu mynt. í leiðara New York Times er bent á að ljóst sé að Sovétmenn viti nú þegar að hin nýju geimvopn muni ekki veita Bandaríkjunum það öryggi sem Reagan hampaði í upphafi og afleiðingin verði bara brjálæðislega dýr stigmögnun í vígbúnaðarkapphlaupinu. Þess vegna hafi Rússar hafnað geimvopnahugmyndunum á sama grundvelli og Bandaríkin ættu að hafna þeim. unnar hafa því oft borið keim af gömlum tíma og kerfismennsku. Harka - Ósigrar Þessi þróun hefur víða skapað kröfur um meiri hörku í baráttu verkalýðshreyfingarinnar. f Bretlandi sóttu stuðningsmenn þeirrar stefnu rök í baráttu námu- verkamanna gegn ríkisstjórn He- ath en þeim tókst að fella hana á fyrri hluta síðasta áratugs. Flestir gerðu sér þó grein fyrir því að leið hörkunnar væri ekki fær nema mikil og víðtðæk samstaða væri meðal launafólks. Það skorti mjög á að svo væri nú. Fljótlega kom í ljós mikill klofningur í röðum námuverkamanna sem magnaðist þegar Arthur Scargill neitaði að láta fara fram allsherj- aratkvæðagreiðslu meðal námu- verkamanna. Einnig reyndust önnur verkalýðsfélög ekki vera reiðubúin til að styðja námu- verkamenn. Tillögur um allsherj- arverkfall allra launastétta til að greiða ríkisstjórninni rothöggið fengu ekki hljómgrunn. Osigur námuverkamanna verður sjálfsagt af hinum hógvær- ari talinn vera dauðadómur yfir leið hinnar miklu hörku. Innan verkalýðssamtaka í öðrum löndum Evrópu verður það sjón- armið stutt lærdómi verkalýðs- hreyfingarinnar í Hollandi. Þar var efnt til harðra verkfallsátaka til að koma í veg fyrir launalækk- anir og niðurskurð á velferðar- þjónustu. Þau átök runnu út í sandinn og ríkisstjórnin var sterkari á eftir. Á síðustu mánuð- um hafa verkalýðsforingjarnir í Hollandi orðið að verjast ásöku- num frá félagsmönnum um að verkalýðshreyfingunni hafi mis- tekist að tryggja kjörin. Þess vegna verði launafólk að leita annarra leiða en þeirra sem felast í baráttu verkalýðsfélaganna. ór í lok leiðarans er rifjað upp að Ronald Reagan hafi sagt að það sé ekki til umræðu að hætta við „stjörnustríðs“-áætlunina. Blað- ið spyr: Ef hún er gagnslaus til að verja borgir, ónauðsynleg til að verja eldflaugar, of risavaxin til að vera bara rannsóknaverkefni og haldslaus sem skiptimynt í samningum - hvað er hún þá? Og svar leiðarahöfundar er skýrt: Hún er fáránlegasta og fljótfærn- islegasta aðgerð sem fram hefur komið á kjarnorkuöld. Efasemdirnar sem Paul Nitze setti fram í Ffladelfíu gefa til kynna að hann sé á sömu skoðun. Það er þó fokið í flest skjól þegar virtasti samningamaður forsetans og áhrifaríkasta blað Bandaríkj- anna fórna höndum yfir vitleys- unni. En efasemdum rök- hyggjumanna hefur svo sem áður verið ýtt til hliðar ef nógu margir fást til að hrópa húrra. Hvað þá heldur þegar forsetinn sjálfur sit- ur á fremst bekk. Ólafur Ragnar. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.