Þjóðviljinn - 13.03.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Page 8
Undir Kalsljömu fœr góða dóma í Þýskalandi Fyrsta bindi af uppvaxtarsögu Siguröar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu, kom út í Þýskalandi á liðnu ári í þýð- ingu Jóns Laxdals undir heitinu Unter frostigem Stern. Dómar hafa birst um hana í nokkrum blöðum og tímaritum í Sviss og Þýska- landi, og fara hér á eftir glefs- urúrþeim. f löngum ritdómi í Ziirichser Zeitung í Sviss segir Jurg Clauser m.a.: „Einn höfuðkostur þessar- ar heillandi, aðlaðandi og áhrifa- sterku bókar er, að höfundur lætur hvergi lýsingar á afbrýði og framhjáhaldi, öryggi og ham- ingju leiða sig út í væmið listlíki (Kitsch). Er það einkum að þakka kunnáttusamlegri með- ferð myndmáls í hinum kjarn- mikla markvissa texta. Enn mik- ilvægari er sú staðfesta viðleitni að setja einkamál í félagslegt samhengi og draga miskunnar- laust fram annmarka samfélags sem er í umbrotum verðandi iðn- aðarþjóðfélags, rekja orsakir þeirra og áhrif á tilfinningar þeirra sem fyrir verða. Upprifjun sögumans á þessum annmörkum fegrar þá ekki á nokkurn hátt, og fyrir bragðið verður „Undir kalstjörnu“ framúrskarandi fé- lagssöguleg heimild. En þar með er ekki öll sagan sögð. f upprifj- uninni er „skáldað í skörðin"; hér er ekki einungis um að ræða eftir- mynd veruleikans, heldur lánast sögumanni fyrst og fremst að laða með sannfærandi hætti fram úr sýn hins unga drengs nýja, sam- hangandi veröld og beitir til þess vandlega yfirvegaðri formgerð og gerhugulu táknmáli. Bók- menntaverðleikarnir gera berns- kuminningar Sigurðar A. Magnússonar að veigamiklu skáldverki.“ í Ausblick, tímariti um þýsk- norræn samskipti, segir m.a.: „Nonna-bækurnar og bernsku- minning.Laxness hafa allt annan bakgrunn en þessi bók. Mér virð- ist liggja nær að bera hana saman við verk Martins Andersen- Nexö. Ekki einasta fyrsti hluti „Pelle“, heldur einnig endur- minningar hans frá Borgundar- hólmi koma upp í hugann. Það liggur að nokícru leyti í því að hinn félagslegi bakgrunnur er áþekkur, að hinu leytinu í því hvernig erfið bernskureynsla er með skáldlegum hætti hafin upp í æðra veldi. Enn einu sinni verð- um við þess vísari hve auðugsr nútímabókmenntir íslendinga eru.“ í Der evangelische Buchberat- er, tímariti fyrir kristilegar bók- sölur, segir Birgit Osterwald m.a.: „Hæfileiki til innlifunar í örlagarík samskipti manns og náttúru, sem auðkenna ísland, og grípandi en yfirvegaður frá- sagnarstíll sannfæra lesendur þessarar bókar. Bernska Jakobs Jóhannessonar opnast eins og myndabók. En það eru engar sveitasælumyndir: örbirgð og húsnæðisskortur einkenna þessa bernsku á árum kreppunnar BS Vestur-íslenska skáldið Gutt- ormur J. Guttormsson var líka snjall hagyrðingur, en eins og menn vita fer það ekki alltaf sam- an. Skáld eru ekki alltaf vel hag- mælt og hagyrðingar ekki alltaf skáld. En Guttormur var hvoru tveggja. Guttormur fæddist 20. nóvember 1878 að Víðivöllum við íslendingafljót í Nýja íslandi í Kanada. Hann var alla tíð bóndi á föðurleifð sinni þar vestra. Þótt Guttormur ætti aldrei heima á ís- landi og kæmi ekki til föðurlands- ins fyrr en hann var orðinn harð- fullorðinn maður, talaði hann betri íslensku en flestir aðrir. Málið var tandurhreint og orða- forðinn meiri en hjá öllum Þorra íslendinga og ekki hinn minnsti hreimur í framburðinum. Hann andaðist í Kanada árið 1966. Eftir hann liggja ljóðabækur þar á meðal „Gaman og alvara“ og „Bóndadóttir“. Þetta er fyrsta vísan í „Gaman og alvara“: - Miklum vanda er eg í - Orðinn fjandi mœðinn -. Get ei andað útaf því í mér startda kvœðin. Þannig lýsir Guttormur dimmviðri í Kanada: Veðrafólið heljar heims hríðarnjólu eflir. Fþnn að póli freðins geims fast að sólu skeflir. Ef til vill má segja að í næstu vísu beri formið efnið ofurliði sem er nú ekki sjaldgæft þegar dýrt er kveðið: Stormar aka um ár og völl cekjum jaka og mjalla, hátt sem staka hlymji snjöll hringir klakabjalla. Það er falleg vetrarstemmning í þessari hringhendu: Vetrar blána blómin glöð, björt á snjánum tindra. Uppí trjánum ísablöð eins og mánar sindra. Guttormur kallar þessa vísu „Vanþökkuð þjónusta“: Valda tjóni verkin góð, og vandi að þjóna landinu, ef að prjónað er við þjóð úr öðru en hjónabandinu. Það er broddur í þessari vísu: Betra er að vera af Guði ger, greindur bónda stauli, heldur en vera hvar sem er ,Jiámenntaður“ auli. Þannig orti Guttormur um vin sinn KN þann snjalla hagyrðing: K.Neys af brunni birgða, brautir þeysir allra jarða, þessi Geysir gamanyrða Guði reisir minnisvarða. Og þannig orti Guttormur um Þórberg Þórðarson og skáldskap hans: Hvass sem stálið straumur frjáls, stóð sem nál í œxlum, þess sem á þíns undramáls, óð á sálarbægslum. Þegar ljóðabók Guttorms „Bóndadóttir“ kom út sendi hann Stephani G. skáldbróður sínum bókina með þessari áletr- un: Þegar nótt á landi og lá leggst og hljótt er inni, blundaðu rótt á beði hjá „Bóndadótturinni". Næsta vísa er úr bréfi sem hann skrifaði Stephani: Fram um allar aldir má, oss sem fallnir hlustum, heyrast kallað kvæði frá. Klettafjalla burstum. „Dagrenning" kallar Guttorm- ur þessa vísu: Himingjólu hærra knúð, heims úr skjóli lágu. Klýfur sólar sigling prúð, sundin fjólubláu. Við ljúkum þessum vísnaþætti með vísu Guttorms sem hann nefnir „Rennidrif": Snúningsöflum fanna far flutt í köflum þéttum, er sem djöflum dilli þar dans á sköflum sléttum. -S.dór Sigurður A. Magnússpn rithöfundur miklu - en samt finnur drengur- inn fyrir „birtu, yl og gleði... lát- lausu sólskini og endalausri grænku“ þegar honum er sýnd hlýja og hluttekning. Þó hann sé ofurseldur látlausum freistingum í umhverfinu til að bæta hlut- skipti sitt eftir ólöglegum leiðum, þá er hann verndaður frá vegi af- brotamanna af heitri ást til móð- ur sinnar, sem er stoð hans og lífsþungamiðja. Þannig stendur Jakob um síðir af sér allar truflan- ir og varðveitir að verulegu leyti tilfinningu fyrir fegurð og ljóð- rænu. Þetta er félagslega gagnrýnin, sálfræðilega og fag- urfræðilega grípandi bók, sem fyllir skarð í þekkingu okkar á bókmenntum evrópskrar ná- grannaþjóðar - og þess vegna mæli ég með henni. (í bókinni eru nokkur djörf atriði.)“ í Besprechungen-Annotation- en, tímariti fyrir opinber bóka- söfn, segir Elisabeth Blecher m.a.: „Með væmnislausum og raunsæjum hætti greinir höfund- ur í stuttum köflum frá hug- hrifum og áhrifaríkum atvikum þessara ára frá sjónarhorni barnsins. ...Hér er ekki einungis lifandi mynd af íslenskum að- stæðum á þessum árum, heldur einnig gagnrýnin lýsing á félags- legum annmörkum." Bœkur Umhverfisvernd í brennidepli Nýlega er komin út á vegum Landverndar bók, sem nefnist Jörðin er gjöful - umhverfis- vernd í brennidepli - unnin í Finnlandi prýdd fjölda mynda og kjörið lesefni í skólum. Bók- in er þýðing á ritinu Heimsá- ætlun um umhverfisvernd, sem kom fyrst út árið 1980. MAGNÚS H. GÍSLASON Tiigangur bókarinnar er að lýsa þeim leiðum, sem fara þarf til þess að skapa viðunandi og byggilegan heim, þar sem gróður, dýralíf og mannlíf fær að þróast í sátt og samlyndi, eins og segir í inngangsorðum bókarinn- ar. Þetta rit er samið fyrir Al- þj óðanáttúruverndarsambandið, (IUCN), í samvinnu við Um- hverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna, (UNEP), og Alþjóða- náttúruverndarsjóðinn, (WWF). Það er m.a. unnið af ýmsum helstu sérfræðingum heims í um- hverfismálum, svo og fjölda fé- laga og samtaka í 100 löndum. Þessu alþjóðaátaki er ætlað að leiða til þess að tekið verði jafnt tillit til þarfa mannkynsins fyrir umhverfisvernd og þarfa dýra og plantna fyrir lífsrými. Hugmynd- in er að þessi áætlun geti orðið almenningi og stjórnvöldum að gagni, bæði til skilningsauka og við mótun skynsamlegrar um- hverfismálastefnu. Ritið kemur samtímis út á öllum Norðurlöndunum. Útgef- endur vona að bókin verði til gagns og fróðleiks um helstu markmið í umhverfismálum heimsbyggðarinnar. Skynsamleg nýting hinna náttúrlegu auðlinda er hagur allra jarðarbúa. - mhg 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 13. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.