Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 13
VIÐHORF
Flest annað brýnna?
eftir Þórarin Hjartarson
„Sovét er heimsveldi í uppgangi og sá
herskáari afrisunum tveim í dagog
baráttan gegn honum, á heimsmœlikvarða,
því enn mikilvœgari“
Þar kom að því að í Þjóðviljan-
um hæfist umræða um pólitískar
kjarnaspurningar sem nánast
hafa legið í þagnargildi á þeim
vettvangi: afstöðuna til Sovét-
ríkjanna og heimsmála sem henni
tengjast. Eg hef aðeins séð glefs-
ur úr umræðunni þ.e. ég les blað-
ið sjaldan, en þegar ég las grein
Ragnars Stefánssonar 6. febrúar:
„Þess vegna svo mikið um stuðn-
ing!“ fylltist ég sterkri löngun til
að blanda mér í málið.
Afstaða fólks til Sovétríkjanna
litar alla afstöðu þess til heims-
mála - til friðarmála, til hinna
ýmsu átaka í 3. heiminum o.s.frv.
Það kemur m.a. berlega í ljós í
málflutningi Ragnars.
Hvað sagði
Ragnar?
Ragnar leggur út af grein Árna
Bergmanns frá 3. jan. (sem ég las
því miður ekki) þar sem Árni
m.a. spyr hvers vegna „hernaður
Sovétmanna í Afganistan hafi
ekki valdið jafn miklum öldum
mótmæla og til að mynda hernað-
ur Bandaríkj amanna í Víetnam“.
Góð spurning hjá Árna og Ragn-
ar á svar við henni. Ástæðan er
einfaldlega „málstaðurinn sem
barist er fyrir“ annars vegar í
Víetnam og hins vegar í Afganist-
an. Annars vegar: „í Víetnam
stóð þjóðin næstum öll sameinuð
í baráttunni fyrir þjóðfélagslegu
réttlæti og framförum gegn ára-
tuga kúgun...“ Hins vegar:
„Uppreisnin í Afganistan gegn
Kabúlstjórninni var uppreisn
lénsks klerkveldis gegn framför-
um, gegn því að konur lærðu að
lesa, svo eitt lýsandi dæmi sé
nefnt“.
Ragnar segist vera andvígur
íhlutun Sovétmanna í Afganistan
þ.e. hún skerði sjálfsákvörðun-
arrétt þjóðar og hún geti heldur
engan vanda leyst. Hins vegar sé
ekki hægt að styðja þau aftur-
haldsöfl sem mestu ráði meðal
„uppreisnarmanna“ í Afganist-
an. Þess vegna sé ýmislegt annað
alþjóðlegt stuðningsstarf mik-
ilvægara. Fremst telur hann bar-
áttuna í Mið-Ameríku. Ætti hann
hins vegar krafta aflögu myndi
hann „fremur beina þeim til
stuðnings uppbyggingunni í Víet-
nam heldur en til Afganistarí'.
í sömu grein segir Ragnar
áhugaverða hluti um Sovétríkin,
svo sem eing og: „Sovétríkin hafa
líka drattast til að styðja baráttu
alþýðu á ýmsum stöðum í heimin-
um, alþýðu sem átt hefur í höggi
við andstæðing sem studdur er af
gervöllum auðvaldsheiminum.
Eg nefni nú þetta bara sem dæmi
um sérstöðu Sovét sem verkalýð-
sríkis....“
Ég held að afstaða Ragnars
Stefánssonar í þessum málum sé
ekkert sjaldgæf meðal íslenskra
(og evrópskra) vinstrimanna, í
friðarhreyfingunni og víðar. Það
hefur þó sitt að segja að Ragnar
gerist trotskíisti á fullorðinsár-
um. Út frá hugmyndum trotskí-
ista um „verkalýðsríkið" í austri
er heimshornabrölt Sovétmanna
annars eðlis en útþenslutstefna
heimsvaldaríkja.
Afstaða Ragnars er sem sagt
ekkert fágæt - en engu að síður
forkastanleg. Það er dæmigert
fyrir þá sem hugsa á líkum braut-
um og hann að þeir eru andvígir
ýmsu sovésku brölti út um heim,
en telja aðra hluti brýnni en virka
baráttu gegn því.
Víetnam,
Víetnam!
Hnattpólitísk athafnasemi So-
vétmanna í stórum stíl hófst eftir
tíð Krúsjofs (hann féll 1964). Að
hluta til hafa þeir náð áhrifum
með viðskiptum, lánveitingum
og „hernaðaraðstoð“ við þróun-
arlönd, einkum í Asíu og Áfríku.
Og að nokkru leyti gegnum
stuðning við þjóðfrelsisöfl í bar-
áttu við vestræna nýlendu- og
heimsvaldastefnu. Þeir kalla
þetta sjálfir stuðning við framfar-
aöfl og sósíalíska alþjóðahyggju.
Þeir veittu Víetnömum veru-
lega hernaðaraðstoð á seinni
hluta stríðs þeirra við Bandarík-
in.
Þjóðfrelsisstríð Víetnama var
meira en réttlátt stríð og hefði
heimssögulega þýðingu. Það
færði lýðum heim sanninn um að
„lítil þjóð getur unnið stórþjóð ef
hún þorir að rísa til baráttrí*
(Maó, 20. maí 1970). En sótti al-
þýðan þar fram til réttlætis, valda
og sósíalisma? Ég hélt það á sín-
um tíma en langt er nú síðan það
var. Menn hljóta að muna fréttir
af 160 þúsundum flóttamanna til
Kína og 350 þúsundum sem flúðu
til vesturs (e.t.v. jafn margir hafa
týnst í hafi) undan pólitík vald-
hafanna, unndan kúgun þjóðern-
isminnihluta ellegar frá hreinu
hungri og neyð.
Það er staðreynd að endurreisn
landsins eftir stríðið gekk alls
ekki sem skyldi. Ragnar kennir
um efnahagsþvingunum Banda-
ríkjanna. Það er næsta ófullnægj-
andi skýring, rétt eins og ein-
hverrar aðstoðar hafi verið þaðan
að vænta.
Víetnam þáði ekki aðeins
hernaðaraðstoð frá Sovét Heldur
ánetjaðist Sovét., gekk m.a. í
COMECON. Því fylgdi það sem
á sovésku heitir „sósíalísk verka-
skipting“ en ber í reynd mörg ein-
kenni s.k. ný-nýlendstefnu. Að
liðnum áratug frá þjóðfrelsisst-
ríðinu er landið enn jafn mikið
öðrum háð um iðnvarning og það
borgar sig með grænmeti, ávöxt-
um, gúmmíi, kaffi og öðrum ný-
lenduvarningi. Þyngsti bagginn á
ríkiskassanum og fjárhag al-
mennings - og höfuðástæða þess
að Víetnam er nú gangandi þrot-
abú - er að þeim fjármunum sem
verja mætti t.d. til endurreisnar
landbúnaðarins er nú varið til
stríðsrekstrar gegn nágrönnun-
um.
Að sósíalisminn yrði þarna all-
ur með öfugmælasniði olli ekki
Kremlverjum áhyggjum. Hitt
skipti meira máli og hentaði So-
vét sérlega vel að magnast skyldi
eftir stríðið hin gamla stórvíet-
namska útþenslu- og hernaðar-
stefna - endurvakinn draumur-
inn um „Indó-kínverskt ríkja-
samband (með Laos og Kam-
pútseu sem hjálendur) undir víet-
namskri stjórn og auk heldur
undir handarjaðri Sovét. Sovét
dró því ekki úr hernaðaraðstoð
sinni eftir að víetnamska hervélin
breyttist úr landvarnarher í land-
vinningaher.
Ævintýri í
Afríku
Tökum önnur dæmi. Árin
1960-64 geysaði þjóðfrelsisstríð í
Afríkunýlendum Portúgala, m.a.
Angóla. Á þeim tíma veittu So-
vétmenn einni þarlendri þjóð-
frelsishreyfingu af þremur,
MPLA, hernaðaraðstoð, sem þó
var lítil bæði að vöxtum og gæð-
um. Er sigur var í nánd tókust á í
MPLA öfl sem unni að sættum
við hinar hreyfingarnar (FNLA
og UNITA) og önnur sem vildu
fulla valdabaráttu gegn þeim.
Síðarnefndu öflin voru hallari
undir Sovét - og urðu ofan á.
Árið 1975 breyttist stríð þetta í
hreint og hörmulegt borgara-
stríð. Og nú tóku Kremlverjar
við sér. Á fáeinum mánuðum
árið 1975 sendu Rússar MPLA
vopnaaðstoð sem var 7-8 sinnum
meiri að verðgildi en öll aðstoð
þeirra á þeim 15 árum sem barist
var fyrir þjóðfrelsi.
Annað dæmi: Á valdatíma Ha-
ile Selassie var Eþíópía vígvædd
og studd af Bandaríkjunum, m.a.
í ófrið keisarans við Érítreumenn
og Sómali. Sovét vingaðist við
Erítrea og Sómali og veitti þeim
lítils háttar stuðning. Síðar var
keisaranum steypt og herforingj-
ar, afar vinsamlegir Sovét, kom-
ust til valda (fóru að kalla sig
„marxista"). Þá söðluðu Sovét-
menn um, veðjuðu á Eþíópíu og
veita nú margfaldlega efldan
stuðning við að berja niður þjóð-
frelsisöflin í Erítreu, en hún
liggur á hernaðarlegu háhita-
svæði við innsiglinguna í Rauða
hafið.
Ég get ekki séð að spurningin
um „þjóðfélagslegt réttlæti" hafi
a.m.k. í þessum tilfellum haft
neina úrslitaþýðingu. Það þarf
varla að taka fram að vopnaað-
stoð þessi er ekki neinir styrkir
heldur beinhörð viðskipti.
Málstaður
Afgana
Hvað um Afganistan? Snýst
kannske stríðið þar um frelsun
konunnar? Það mætti álykta sem
svo af orðum Ragnars. Áh'tur
Ragnar að konur í Afganistan
bindi vonir við sovésku
innrásina? Vonir um frelsi?
Árin 1978-79 hugði Hafizullah
Amín á nýsköpun Afganistans
með áhlaupi. Þetta var fremur
ævintýraleg skrifboðsáætlun, illa
sniðin að efnahagslegu og pólit-
ísku ástandi landsins. Áætlun
hans féll í grýttan jarðveg - olli
ólgu og uppþotum. Kabúlstjórn-
in fékk m.a. hið lénska klerkveldi
á móti sér - ntikið rétt. Sovét-
menn óttuðust um bándamenn
sína og ítök sín í landinu og hófu
björgunarleiðangur sinn sem
frægt er orðið.
Ragnar Stefánsson álítur e.t.v.
að baráttan snúist enn um stefnu-
skrá Amíns. Þá vil ég upplýsa að
það er rangt. Frá innrás Sovét-
manna hefur baráttan snúist um
sjálfstæða tilveru Afgana sem
þjóðar. En það er Ragnari ekki
nóg. Hann vill aðeins styðja það
sem hann kallar „framsækin öfl“.
Tökum hliðstæðu. í sjónvarps-
þáttum Basil Davidsons um Afr-
íku fyrr í vetur sáum við og
heyrðum af innrás evrópskra
heimsvaldasinna í Afríku er þeir
skiptu henni milli sín með villi-
mannlegum aðferðum. Þeir
sögðu sjálfum sér og öðrum að
þeir væru að útbreiða siðmenn-
ingu og framfarir, rétt eins og
Rússar segja nú í Afganistan. Við
fengum einnig sýnishorn af þjóð-
um og þjóðflokkum sem börðust
eftir megni gegn innrás heims-
valdanna. Ábyggilega höfðu hin-
ir innfæddu afturhaldssama af-
stöðu hvað varðar stjórnarfar,
trúarbrögð, stöðu konunnar
o.s.frv. á evrópskan
róttæklingamælikvarða. Og þá
var náttúrlega ekki hægt að
styðja baráttu þeirra fyrir lands-
svæðum sínum? Hvað segir
Ragnar um það?
Þessi afstaða Ragnars er gömul
og ný afstaða trotskíista og dæmi-
ferð fyrir fleiri ofurróttæklinga.
ig man að „Neisti“ lenti í tals-
verðu fræðilegu þrætubókarstagli
við sjálfan sig eftir innrásina í Af-
ganistan áður en hann gat tekið
nokkra afstöðu með eða á móti.
Ekki hafa allir sósíalistar litið
þannig á málin. Fram að 1919 átti
Afganistan alltaf við og við í
styrjöldum við Breta - og lutu
forystu emírsins (eins konar
keisari). Um það sagði Stalín, að
barátta hans væri þáttur í
heimsbyltingu öreiganna. Heima
fyrir var þó emírinn lénskur
afturhaldsmaður. En Stalín
byggði á þeim rökum að slíkt
stríð við heimsvaldastefnuna
veikti heimsauðvaldið og væri
þannig stuðningur við baráttu al-
þýðu allra landa. Og sagan sýndi
að stríð sem þessi drógu smám
saman flestar vígtennurnar úr
breska ljóninu - og þær máttu víst
fara. Og afganska þjóðin er enn
að draga vígtennur. Munurinn er
sá að skæðustu ræningjar og slátr-
arar heimsins eru ekki þeir sömu
nú og þá.
Æxli á
heila
Ég er að gefa það í skyn með
þessum draumum að Sovét-
mönnum gangi annað til í brölti
sínu en að „styðja baráttu al-
þýðu“ eins og Ragnar kallar það.
Málstaður þeirra er nákvæmlega
jafn góður og málstaður annarra
heimsvaldasinna fyrr og síðar.
Aðal munurinn á íhlutuninni í E1
Salvador og Afganistan er ekki
misgóðir málstaðir þjóðfrelsisafl-
anna. Munurinn er einkum sá að
íhlutunin í Afganistan er a.m.k.
tífalt grófari. Aðal munurinn á
stríðinu í Víetnam fyrrum og Af-
ganistan nú er að stuðningurinn
við Afgani nú - öfugt við Víet-
nama, einkum á síðari hluta
stríðsins - er svo grálega lítill. Og
fremur en styðja Afgani kýs
Ragnar í dag að miðla ögn í ríkis-
kassann í Víetnam. Við vitum
hvað þar er þyngsti útgjaldaliður.
Þetta sýnir fyrst og fremst það
sem ég sló fram í upphafi, að af-
staða fólks til Sovét markar alla
afstöðu þess til heimsmála.
Margt illt hefur herstöðin á
Miðnesheiði leitt af sér. Eitt er
það að hún hefur orðið að eins
konar æxli á heila margra ís-
lenskra vinstri manna, sem m.a.
hefur blindað þá á öðru auga svo
að þeir sjá ekki þau ljótu mál úti í
heimi sem ekki nýtast þeim í á-
róðrinum gegn hernum og
NATÓ - eða finnst þau lítilvæg.
Baráttan gegn hernum og NATÓ
er nauðsynleg og brýn, nú sem
áður. íslenskir heimsvaldaand-
stæðingar mega vera stoltir af
langri baráttu sinni á þeim víg-
stöðvum. En afhjúpun á og bar-
áttu gegn sovéskri heimsvalda-
stefnu hafa þeir illilega vanrækt,
þeir eftirláta hana hægri-
mönnum. Það er því verra sem
Sovét er heimsveldi í uppgangi og
sá herskáari af risunum tveim í
dag og baráttan gegn honum, á
heimsmælikvarða, því enn mik-
ilvægari. Frá þessari „eineygðu"
afstöðu eru fá skref yfir í afstöðu
Ragnars Stefánssonar sem er í
orði gagnrýni á Sovétmenn en á
borði stuðningur við stefnu
þeirra og gerðir.
Þetta eru orðin mörg orð - en
fleiri vildi ég sagt hafa. Ef um-
ræðan heldur áfram og mér gefst
tóm til langar mig að segja
skoðun mína á þjóðfélagsgerð
Sovétríkja nútímans sem ákvarð-
ar pólitík þeirra innávið sem útá-
við.
Þórarinn Hjartarson,
Tjörn í Svarfaðardal
*LAUSAR STÖÐUR
HEILSUGÆSLULÆKNA
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu-
gæslulækna, sem hér segir:
1. Borgarnes H 2, ein staða læknis af þremur frá 1. júlí
1985.
2. Þingeyri H 1, staða læknis frá 1. maí 1985.
3. ísafjörður H 2, ein staða læknis af fjórum frá 1. júlí
1985.
4. Siglufjörður, önnur staða læknis frá 1. okt. 1985.
5. Akureyri H 2, tvær læknisstöður frá 1. júlí 1985, ein
læknisstaða frá 1. maí 1985.
6. Þórshöfn H 1, staða læknis frá 1. maí 1985.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf skulu berast ráðuneytinu á
þar til gerðum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og
hjá landlæknisembættinu, eigi síðar en 12. apríl n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu og hjá
landlæknisembættinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
6. mars 1985.
Miðvikudagur 13. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13