Þjóðviljinn - 13.03.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Qupperneq 14
MINNING Auglysing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík 1985 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985 sem hér segir: 1. ) Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiöir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. ) Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1982 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08:00 til 16:00 hjá bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá 1. mars til 18. október. I.mars til 29. mars ökutæki nr. R-1 -R-15000 1. apríl til 30. apríl 2. maí til 31. maí 3. júní til 28. júní 1. júlf til 12.júlí 26. ágúst til 30. ágúst 2. sept til 30. sept 1. okt. til 18. okt “ R-15001 - R-30000 “ R-30001 - R-43000 “ R-43001 - R-55000 “ R-55001 - R-60000 “ R-60001 - R-62000 “ R-62001 - R-70000 “ R-70001 - R-74000 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygg- ing ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera læsileg.Á leigubifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984. Ath: í 2. tölulið er ártalið 1982 í stað 1981 í fyrri auglýsingu sem er rangt ártal. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. febrúar 1985. Sigurjón Sigurðsson. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnað- armannaráðs. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu fé- lagsins að Skipholti 70, fyrir kl. 18.30 þann 20. mars 1985. Stjórnin Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. mars. Ber að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 8. mars 1985. FRANCISKUSSPÍTALI STYKKISHDIMI Meinatæknir óskast til afleysinga í 3 mánuði, júní-ágúst. Upplýsingar á rannsóknarstofu St. Franciskusspítala Stykkishólmi sími 93-8128 milli kl. 13.00-17.00. Tónskólinn í Vík auglýsir eftir skólastjóra næsta skólaár 1985-1986. Æskilegar kennslugreinar píanó og/eða blásturshljóðfæri. Upplýsingar í símum 99- 7214, 99-7130 og 99-7309. Skólanefndin Guðmundur Jónasson Fœddur 11. júní1909, dáinn 5. mars 1985 Austan af Brúarjökli blasir við slakki í Kverkfjallarana. Á máli jöklafara nefnist skarðið Gusa- skarð. Hinn 3. maí 1951 beindi Guðmundur Jónasson fjallabíl- stjóri, eða réttara sagt Guð- mundur frá Múla (í Línakradal), eins og hann var þá venjulegast nefndur, snjóbfl sínum Gusa í gegnum þennan slakka á leið að Bárðarbungu og miðaði greitt. Guðmundur var að koma austan af Héraði, en þar hafði hann ver- ið að flytja fóðurbæti í miklum snjóþyngslum og harðindum á innstu dalajarðir. Hann var á heimleið til Reykjavíkur með viðkomu hjá Loftleiðamönnum á Bárðarbungu og til að veita þeim aðstoð. Þeir voru að bjarga skíðaflugvél, sem gist hafði há- jökulinn vetrarlangt. Ásamt með Loftleiðamönnum hafði Guð- mundur lagt á ráðin um útbúnað og ferðatilhögun á jöklinum. Björgunin tókst með ágætum eins og alþjóð veit. Og þetta var ekki eina jöklaferð Guðmundar. Jöklarannsóknafélag íslands var nýstofnað (nóv. 1950). Guð- mundur var stofnfélagi, hann hafði brennandi áhuga á land- fræðilegri rannsókn jökla. Síð- asta ferð hans á jökul var 1983, svo að jöklatími eða jökulskeið Guðmundar heitins var þriðjung- ur aldar. Fyrstu árin var Gusi raunar eini snjóbfll landsins. Farnar voru hinar alkunnu vor- og haustferðir til Grímsvatna. Guðmundur fór vítt og breitt um jökulinn. Samferðafólkið í snjó- bfl Guðmundar fann til öryggis- kenndar. Og þótt farið væri eftir fyrirfram gerðri áætlun lumaði Guðmundur alltaf á einhverju óvæntu, jökullinn sjálfur og veður hjálpuðu gjarnan líka vel til. Hver ferð jók við þekkingu manna á jöklum. Guðmundur var slíkur vinnuhestur að furðu sætti. Hann var afar nýtinn og skopaðist að bruðli. Ratvísi og gjörhygli einkenndu ferðalög hans á jöklum. Eitt lítið dæmi notadrjúgt skal nefnt. Þeg- ar hvítgrá þoka eða hríðarkóf byrgði alla útsýn var reynt að aka eftir strikum áttavitans, en til ör- yggis lét Guðmundur gjarnan tvo skíðamenn ganga annað veifið framan við bflinn á hægri og vinstri hlið. Hann notaði menn- ina til að sýna sér hallann á jökul- hvelinu, en hann vissi sjálfur hvernig jöklinum hallar á hverj- um stað. Þetta minnti helst á hvernig skipstjórnarmaður bregður fyrir sig dýptarmæli. Þrátt fyrir allan áhuga á jöklum og jöklarannsóknum þá knýtti enn rammari taug Guðmund og jöklafara saman, það var áin Tungnaá. Sumarið 1950 hafði Guðmundur og Egill Krist- björnsson fundið bílfært vað á Tungnaá (Hófsvað). í beinu framhaldi af því, og skömmu eftir að Jöklarannsóknafélag íslands var tekið til starfa, þótti auðsætt að héðan suðvestanlands væri greiðasta leið vélknúinna farar- tækja inn á Vatnajökul úr Tungnaárbotnum. Ár voru þá óbrúaðar á Skeiðarársandi, svo að Esjufjallaleið kom vart til greina og leiðir af Síðu voru einn- ig dæmdar úr leik. Sá meinbugur var á, að leiðin úr byggð til Tung- naárbotna lá yfir Tungnaá, sem var viðsjáll farartálmi bfla, jafnvel þótt kröftugir væru. Hér naut Jöklarannsóknafélagið at- orku og þrautseigju Guðmundar, sem með þrautþjálfuðu liði sínu kom Vatnajökulsleiðangrunum og öllu hafurtaski heilu og höldnu yfir Tungnaá ár eftir ár eða þar til áin var brúuð við Sigöldu 1968. Yfir Tungnaárferðum hvfldi í senn gifta og ævintýraljómi. Flestir ef ekki allir fundu til unað- skenndar að vera komnir inn fyrir Tungnaá. Þar var heimur út af fyrir sig, hin raunverulegu reg- inöræfi landsins. Guðmundur vissi glögg skil á örnefnum og skar úr um vafa og efasemdir varðandi nöfn og hæð fjalla í órafjarlægð. Fátt lýsir betur gáska og jafnframt virðingu og vinarþeli okkar félganna í Jökla- rannsóknafélaginu í garð Guð- mundar en gælunafn hans sem skjótt varð til. Það var ekkert annað en hreppstjórinn í Tungnaár- og Grímsvatnahreppi. Nú kveðjum við okkar dáða hreppstjóra, við kveðjum vin okkar Guðmund Jónasson með þökk og virðingu, ljúfar minning- ar lifa. Hugheilar samúðarkveðj- ur til vandamanna. Sigurjón Rist, formaður Jöklarannsóknafélags íslands. FRÁ LESENDUM Hallarbyggmgar I Reykjavík Veiímgamerm í Reykjavík virðast vaða íseðlum. Hvernig eru þessar nýju hallirþeirra jjármagnaðar? Greinilega nóg til afpeningum í landinufyrir aðra en verkafólk Vestfirðingur hringdi: Það var haft viðtal í sjónvarpi fyrir skömmu við karl með loðdýr um hálsinn sem var að opna keiluspilahöll í Öskjuhlíðinni. Þessi höll hefur risið upp á nokkr- um mánuðum og virðist ábyggi- lega hafa kostað sína peninga. Okkur gengur hins vegar erfiðar að koma upp okkar nauðsynlegu húsum hér á Vestfjörðum. Það er búið að taka 10-15 ára að byggja frystihús á Patreksfirði og annað eins að byggja sjúkrahús á fsa- firði. Viðkvæðið er að það séu engir peningar til í landinu. Okkur langar að vita sem búum úti á landsbyggðinni: Fyrir hvaða pen- inga var þessi höll í Öskjuhlíðinni byggð. Eiga þessir menn þessa peninga? Hafa þeir þá borgað op- inber gjöld í samræmi við þessar eigur sínar? Hafa þeir kannski fengið þetta að láni? Hvar fengu þeir peningana að láni? Það virð- ist ekki vera til króna fyrir undir- stöðuatvinnuvegi. Það væri gam- an að fá svör við þessui. Það má líka geta þess í leiðinni að annar stórveitingamaður Ólafur Laufdal hefur lýst yfir áhuga sínum á að byggja aðra stórhöll í Reykjavík. Hann var spurður hvernig ætti að fjár- magna en það var slíkt aukaatriði að hann varð hissa á spurning- unni. Á sama tíma er ekki hægt að borga kennurum né sjómönnum mannsæmandi laun en einstakir aðilar virðast vaða í peningum. Það er í það minnsta augljóst að það er nóg til af peningum í landinu. Dollaralán og Seolabankinn I Þjóðviljanum, föstudaginn 8. mars, er því haldið fram í fyrir- sögn á forsíðu, „að Seðlabankinn hafi ætið ráðlagt lántökur í doll- urum“. Þessi fullyrðing er á mis- skilningi byggð. Þvert á móti hef- ur bankinn bent lántakendum á að ófyrirsjáanlegar sveiflur geti orðið á gengi erlendra gjaldmiðla og því sé skynsamlegt fyrír þá sem taka þurfa veruleg erlend lán að dreifa áhættunni af gengis- sveiflum með því að taka lánin í tveimur eða fleiri gjaldmiðlum. Sömuleiðis ef lántakandi hefur verulegar tekjur í einhverjum gjaldmiðli, að haga samsetningu erlendra skulda sinna í samræmi við það til að draga sem mest úr gengisáhættu. Til marks um hinar miklu sviptingar á erlendum gjald- eyrismarkaði má minna á að ekki eru nema 5 ár síðan dollar var lágt skráður gjaldmiðill en þýsk mörk og svissneskir frankar hátt skráðir. Áratug áður var þessu svo aftur öfugt farið og dollarinn þá hátt skráður eins og nú. Er- lend Ián eru flest tekin til 10 ára eða lengri tíma svo að á ýmsu getur gengið á lánstímanum. í samræmi við þetta hefur veru- legur hluti af erlendum lántökum undanfarinna ára verið í öðrum gjaldmiðlum en dollurum og enn- fremur eru flest hinna svokölluðu dollaralána með þeim ákvæðum, að breyta má skuldinni í aðra gjaldmiðla, þegar lántakandi óskar þess. Hinu má þó ekki gleyma að stærstur hluti útflutn- ingstekna þjóðarinnar eru í doll- urum. Útflutningstekjur standa undir vöxtum og afborgunum af erlendum lánum og það væri því í hæsta máta ógætilegt, ef ekki væri tekið tillit til þessa við er- lendar lántökur. Loks er rétt að það komi fram að gefnu tilefni, að Seðlabankinn hefur beinlínis átt þátt í því að dreifa gengisáhættu vegna er- lendra skulda Hitaveitu Akur- eyrar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar með því að útvega þeirri síðarnefndu lán til langs tíma í japönskum yenum og Hita- veitu Akureyrar langtímalán' bæði í þýskum mörkum og yen- um til að grynna á bráðabirgða- lánum í dollurum sem hita- veiturnar höfðu tekið með milli- göngu viðskiptabanka, meðan á framkvæmdum stóð. Sigurgeir Jónsson aðstoða rbankastj óri 14 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Miðvikudagur 13. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.