Þjóðviljinn - 13.03.1985, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
UÓÐVIUINN
Miðvikudagur 13. febrúar 1985 60. tölublað 50. árgangur
Húsnœðisvandinn
Hér þarf pennastrik
Svavar Gestsson: Verður að gefafólki eftir og lengja
lán til áratuga einsoggert erstundum við útgerðina
Endurreikna höfuðstól húsnœðislánafrá því
vísitölubannið á launin tókgildi
að er brýnast að afla peninga
strax til þess að skera niður
vaxtakostnað og helst þyrfti að
endurreikna höfuðstól allra hús-
næðislána til bygginga frá því að
bannað var að borga vísitölu á
kaup. Hér þarf pennastrik, - það
verður að gefa fólki eftir og lengja
lán til áratuga einsog gert er
stundum við útgerðina, sagði
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins þegar Þjóðvilj-
inn spurði hvað hann teldi brýn-
ast til lausnar húsnæðisvandan-
um.
- Það er einkum tvennt sem
hefur gerst: Kaupið hefur verið
lækkað og bannað er að borga
vísitölu á kaup. Á sama tíma
hækka skuldirnar þegar verð-
lagið hækkar hvort sem það er
brennivín eða nauðsynjavara
eins og kaffi. í annan stað hefur
vaxtataka verið gefin „frjáls" að
mestu. Það sem áður hét okur
heitir nú frelsi. Þetta er allt að
drepa: Sjávarútveg, einkum út-
gerð, landbúnað - og síðast en
ekki síst húsbyggjendur og skuld-
ara sem hafa keypt húsnæði.
Jafnframt flykkist fólk hingað inn
á yfirfullan leigumarkaðinn,
leiguokrið spennist upp og fólkið
á landsbyggðinni horfir á sama
tíma á íbúðir sínar hrynja í verði.
Allt er þetta afleiðing af efna-
hagsvandanum. Efnahagsvand-
inn heitir ríkisstjórnin. Engin
vandamál verða leyst nema koma
þessari ríkisstjórn frá sem nú sit-
ur.
En okkar aðaláhersla nú
vegna húsbyggjenda er sú að gera
allt sem hægt er tafarlaust til þess
að lengja lánin, skylda Seðla-
bankann til skuldbindinga vegna
lengingu lánanna og það verður
að stöðva nauðungaruppboðin
strax í dag“, sagði Svavar Gests-
son.
-óg.
Húsnœðismálin
Tapar húsinu
á 5 árum
Fimmtíu og átta ára gömul kona úti á landi, sem lét skrá sig í samtök
um úrbætur í húsnæðismálum, rakti eftirfarandi dæmi:
Hún átti fyrir tveimur til þremur árum skuldlaust lítið hús í heima-
byggð sinni. Hún ákvað að gera endurbætur á húsinu og tók lífeyris-
sjóðslán í því skyni. Lánið hrökk fyrir endurbótakostnaðinum.
Núna telur konan húsverðið vera um eina milljón króna en lánið
sem hún tók er komið í rösklega 500 þúsund krónur. Fari svo fram sem
horfir mun hún að þremur til fjórum árum liðnum skulda meira en allt
andvirði hússins.
M.ö.o. kostnaðurinn við lagfæringar á húsinu mun gera konuna
eignalausa á örfáum árum.
Verðtryggingalánsins er ekki í neinu samræmi við verðmætis-
aukningu þeirrar eignar sem það var notað til að endurbæta. Lánskjör
af þessu tagi sem nú gilda um þjóðfélagið allt eru því ránskjör, þar sem
þau ein ræna fólkið eigum sínum. _ hágé.
Á bókasafninu í Ármúlaskólanum. Fáir nemendur hafa eirð í sér til að einbeita
sér að sjálfsnámi við það óvissuástand sem nú ríkir. Mynd: E.ÓI.
Deyfð í skólunum
Það var heldur dauflegt um að litast í Ármúlaskólanum í gær. Á
þrem stöðum í setustofu og afdrepum á göngum skólans voru
sjónvarpstæki í gangi sem sýndu bíómyndir af myndböndum fyrir
nemendur. Nokkrir nemendur grúfðu sig yfir námsbækur í bókasafni
skólans og í þeim skólastofum sem kennt var var ekki nema helmingur
nemenda til staðar. Hafsteinn Stefánsson skólastjóri sagði að 55%
kennslunnar hefði fallið niður og mæting í tíma hefði verið um 50% að
jafnaði. Hann sagðist vita til þess að allmargir nemendur hefðu hætt
námi og óvíst væri hversu margir af 660 nemendum skólans skiluðu sér
eftir þetta áfall. Hafsteinn sagði að um þriðjungur nemenda skólans
væri utan af landi og allmargir nemendur væru komnir yfir tvítugt, og
það væri of dýrt fyrir þetta fólk að hanga yfir hálflömuðum skóla.
Ef kennararnir koma ekki inn fyrir næsta mánudag sé ég ekki
hvernig við eigum að ljúka þessu misseri í vor, sagði Hafsteinn að
lokum. ólg.
Kennaradeilan
Allt komið í hnút
Ríkisvaldið hundsar rök kennara. Neyðarástand í
skólunum. Kennarar leita íönnurstörf
Það er nú orðið ljóst að mögu-
leiki á bráðabirgðasamkomu-
lagi við fjármálaráðuncytið er úr
sögunni nema til komi nýtt pólit-
ískt frumkvæði frá ríkisstjórn-
inni. Það er jafnframt Ijóst að
gerist ekkert á næstunni mun stór
hluti kennarastéttarinnar endan-
iega gefast upp á samskiptum við
þetta ríkisvald og leita í önnur
störf. Þetta sagði Gunnlaugur
Ástgeirsson í samtali við blaðið í
gærkvöldi eftir að samninga-
nefnd HÍK hafði átt árangurs-
lausan fund með samninganefnd
fjármálaráðuneytisins. Þar kom
fram að fjármálaráðuneytið hef-
ur ekki annað að bjóða kennur-
um en loforð upp á 1-3 launa-
flokka hækkun.
Fjármálaráðuneytið virðist
kæra sig kollótt um það þótt
skólahald verði áfram í lamasessi
og það virðist ekki heldur taka
þeim röksemdum sem settar eru
fram í endurmatsnefnd mennta-
málaráðuneytisins á starfi kenn-
ara, sagði Gunnlaugur.
Aðspurður um líkur til þess að
kennarar sneru aftur til starfa
eftir að málið væri farið fyrir
kjaradóm um næstu helgi sagði
Gunnlaugur að hann teldi þær
afar litlar.
í skólunum ríkir nú neyðar-
ástand sem versnar með hverjum
deginum, sagði Gunnlaugur, en
það er eins og stjórnvöld láti það
sér í léttu rúmi liggja. ^lg.
Menntas/cólinn í Reykjavík
Auglýst eftir kennumm
Guðni Guðmundsson: grípa verður til
neyðarrástafana strax á morgun
Við verðum að fara að gera
ráðstafanir strax eftir miðvik-
udaginn og auglýsa eftir forfalla-
kennurum, sagði Guðni Guð-
mundsson rektor Menntaskólans
Borgarráði Reykjavíkur hefur
verið fært að gjöf handunnið
líkan af Islandi sem er alls 18
fermetrar að stærð. Hefur borg-
arráð falið Skólaskrifstofu borg-
arinnar að finna heppilegan stað í
einhverjum skóla borgarinnar til
að koma líkaninu fyrir á vegg.
Axel Helgason, starfsmaður á
módelverkstæði hjá Borgar-
verkfræðingi síðustu 42 ár, gerði
íslandsmódelið og færði borginni
að gjöf.
í Reykjavík í samtali við blaðið í
gær.
Guðni sagði að þeir keyrðu nú
á 50% dampi, og fyrirsjáanlegt
væri að ekki yrði hægt að bæta
Hann sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að smíðin hefði tekið
um 3 ár en upphaflegu hugmynd-
ina að verkinu hefði Guðjón
Samúelsson gefið sér þegar árið
1937. Síðan hefði þetta legið í lág-
inni en nú væri hann búinn að
ljúka þessu verki.
Líkanið er í 16 pörtum og enn
óuppsett. Því taldi Axel ekki ráð-
legt að mynda það fyrr en búið
væri að koma því haganlega fyrir.
-Ig-
upp orðið tjón eftir 9. forfalla-
daginn, sem er í dag, jafnvel þótt
kennt yrði allt páskafríið og á
laugardögum líka.
Guðni sagði jafnframt að þetta
kæmi misjafnlega niður á nem-
endum og námsgreinum. Þannig
væri einn bekkurinn með enga
kennslu, og sagði hann jafnframt
að ástandið væri verst í raun-
greinum, sögu og ensku. Guðni
taldi að skiptar skoðanir væru á
meðal kennara um hvernig
bregðast ætti við þegar málið færi
fyrir kjaradóm. - ólg.
Kennaradeilan
Félagsfundur
í kvöld
í kvöld kl. 20.30 hefur Hið ís-
lenska kennarafélag boðað til fé-
lagsfundar um stöðuna í kjara-
deilunni. Fundurinn verður hald-
inn í Borgartúni 6 í Reykjavík.
Módelsmíði
18 feimetra
jslandslíkan