Þjóðviljinn - 22.03.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Síða 2
1984 FRE1TIR Meira olnbogarými Nýjar tölur frá Þjóðhagsstofnun: 12% aukning útflutningsframleiðslu. 2.5% aukning þjóðarframleiðslu. Allar spárnar um samdrátt í fyrra reyndust rangar Þjóðarframleiðsla ársins 1984 jókst um 2,5% á sl. ári sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar og útflutningsfram- leiðslan jókst um tæplega 12% að raunverulegu verðgildi, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðhags- stofnun. í öllum forsendum kjarasamninga á sl. ári var gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarfram- leiðslu og kaupmáttur dróst enn saman á sl. ári. Á árinu 1983 var kaupmátturinn að meðaltali 86.3 en fór niður í 83.6 á sl. ári, þrátt fyrir batnandi árferði, stór- aukningu útflutningsfram- leiðslunnar og 2.5% aukningu þjóðarframleiðslu. Allar samdráttarspár fyrir árið 1984 reyndust rangar. Þorskafli og rækjuafli og þó sérstaklega loðnuafli varð mun meiri en reiknað var með með tilheyrandi búbót fyrir þjóðarbúið. Fram- leiðsla til útflutnings jókst í öllum helstu greinum; sjávarafurðir um 11%, kísiljárn um 22% og iðnað- arvörur aðrar um 21%. Miðað við kaupmáttinn 100 árið 1980 var kaupmáttur alls greidds tímakaups 83.6 á árinu 1984, samkvæmt upplýsingum hjá kjararannsóknarnefnd. í Hagtölum mánaðarins kemur fram að kaupmáttur kauptaxta hafi rýrnað um 8% á sl. ári. Þjóðhagsstofnun spáði í fyrra að þjóðartekjur drægjust saman um 3.7%. En nú kemur fram að þjóðartekjur jukust um 2.8% -6g Kjúklingafóður Ekki ég segirStefan Stefán Valgeirsson alþingis- maður kom að máli við Þjóðvilj- ann í gær og bað um að það yrði tekið fram að hann kannaðist ekki við að hafa verið beðinn um að fá landbúnaðarráðuneytið til að gefa undanþágu fyrir lyfja- blöndu í kjúklingafóðri. Sagðist Stefán ekki hafa heyrt þetta kjúklingafóður minnst fyrr en hann las um það í Þjóðviljanum. - S.dór Leiðrétting í vísnaþættinum „Stökur" í Þjóðviljanum í gær varð línu- brengl í einni vísu eftir Pál Ólafs- son. Rétt er vísan svona: Lœt ég fyrir Ijósan dag Ijós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag, heldur til að horfa á konu mína. Þá hefur „fengi“ breyst í „feg- inn“ í einni vísu, en rétt er vísan svona: Eg vildi eg fengi að vera strá og visna í skónum þínum. Léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. - S.dór Saltfiskur var ríkulega fram borinn í fyrradag er nemendur Veitinga- og hótelskólans efndu til kynningar á íslenskum saltfiski í samvinnu við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Ljósm. E.ÓI. Kjúklingafóðrið Bjuggust við að fá leyfi Forstjóri KFK: Engin lög banna notkun lyfsins Astæðan fyrir því að þetta efni, ég kalla þetta ekki lyf, var sett í fóðrið úti var sú að við bjugg- umst við að fá leyfi til að flytja það inní landið. Þegar það ieyfi fékkst ekki var búið að setja það í 185 tonn en ekkert var sett í þau 185 tonn til viðbótar sem send voru til íslands. Við buðumst til að flytja þann hluta farmsins sem efnið var í út aftur en Jónas í Sveinbjarnar- gerði fékk það í gegn í ráðuneytinu að hann fengi farminn og það varð. Þetta sagði Guðbjörn Guð- mundsson forstjóri KFK fóður- sölunnar í samtali við Þjóðviljann í gær, vegna kjúklingafóðursins með lyfinu nitróvín, sem sagt var frá í Þjóðviljanum í gær. Guðbjörn hélt því fram að eng in lög hér á landi bönnuðu ai þetta efni væri í fóðrinu og bænd ur sækjast eftir því að það sé fóðrinu. Það væri bara ákvörðui yfirdýralæknis að leyfa ekki þett; efni, sem allsstaðar annarsstaða væri leyft í kjúkingafóðri. - Sdór Menntamálaráðherra Slær á hönd Alberts Gunnlaugur Ástgeirsson varaformaður HÍK: Þetta heimskulega frum- hlaup menntamálaráðherra drepur þá hreyfingu sem komin varámálið Akvörðun Ragnhildar Helga- dóttur um að ieysa alla kenn- ara sem sagt hafa upp störfum frá embætti á mánudaginn kemur hefur orðið til þess að setja mikla hörku aftur í kennaradeiluna, einmitt á því augnabliki þegar eitthvað virtist vera að rofa til. „Þetta heimskulega frumhlaup menntamálaráðherra hefur orðið 1 15 80 Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA til þess að hafi einhver hreyfing verið komin á til að leysa málið þá kemur yfirlýsingin í veg fyrir hana, sagði Gunnlaugur Ástgeirsson varaformaður HÍK og bætti því við að kennarar hefðu orðið alveg undrandi þegar ummæli ráðherranns voru sögð í útvarpinu í hádeginu í gær. Heimir Pálsson sagði glottandi að það yrðu margar stöður lausar eftir helgi, ef Ragnhildur fengi að ráða. Á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun lýsti menntamálaráð- herra því yfir að hvað sem aðrir ráðherrar segðu ætlaði hún að til- kynna alþjóð þennan boðskap. Á fundi fyrr í vikunni hafði Ragi hildur einnig haft orð á þessu e þá var hún stöðvuð í að lýsa þess yfir. Strax eftir ríkistjórnarfun< inn í gærmorgun fór Ragnhildui símann, hringdi á fréttastofu ú varpsins og bað um að þes ákvörðun sín yrði sögð í fréttun Síðdegis í gær barst svo tilkym ing frá menntamálaráðuneytin þar sem tilkynnt er formlega fyr greind ákvörðun ráðherra. Seg þar einnig að núverandi ástan< verði að linna og að leysa ver< brottgengna kennara frá störfui strax á mánudag svo hægt veri að ráða nýja menn í stöði þeirra. - S.dór/- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mars 1985 Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég.... Kennarar Mikill stuðningur viðHIK Stjórnin lýsir furðu sinni á tregðu stjórnvalda við að semja við framhaldsskólakennara um sjálfsagða leiðréttingu á launa- kjörum, sem eru til háborinnar skammar. Það er ekki nóg að tala fjálglega um mikilvægi menntun- ar og framfylgja um leið launa- stefnu,sem er á góðri leið með að leggja skólakerfi landsins í rúst. Þannig segir m.a. í ályktun Fé- lags tækniskólakennara, en stuðningsyfirlýsingar í sama stfl hafa m.a. borist frá Mími, félagi stúdenta í íslenskum fræðum við HÍ, Launamálaráði ríkisstarfs- manna innan BHM og Bandalagi háskólamanna, Kennarafélagi Vestmannaeyja, kennurum í Verslunarskóla, trúnaðarráði Kennarafélags Reykjavíkur, kennurum við Snælandsskóla í Kópavogi, Kennarasambandi ís- lands, Samtökum kvenna á vinn- umarkaði, Félagi skólastjóra við grunnskóla Reykjavíkur, kenn- urum við Iðnskólanum, Iðnnem- asambandi íslands, Kennarafé- lagi KSK, Kennarafélagi Reykjaness, fjölda nemenda- funda í framhaldsskólunum, Kennarafélagi Fellaskóla, kenn- urum við Heiðarskóla og frá Akranesi, kennurum í Seljaskóla og kennarafundi Digranesskóla í Kópavogi. I lok ályktunar Félags tækni- skólakennara segir: Barátta HÍK er barátta fyrir bættum kjörum allra háskólamanna í þjónustu ríkisins. Stjórn Félags tækniskól- akennara skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga um kjör framhaldsskólakennara og tryggja þeim verulegar kjarabæt- ur strax. _ v Bókaormar Veglegur markaður íslenskir bóksalar opna í dag veglegan bo.-omarkað í húsi Vörumarkaðarins á Eiðisgranda, Seltjarnarnesi. Er markaðurinn nú endurvakinn eftir 2ja ára hlé og eru mörg hundruð titlar í boði og verðið í lægri kantinum eins og venjulcga. M.a. munu fjöldi titla vera undir 100 krónum. Margar nýjungar verða á þess- um markaði og má nefna að á morgun verður efnt til böggla- uppboðs en auk þess eru bækur á tilboðsverði og einnig geta menn keypt bókapakka með nokkrum titlum í. Markaðurinn verður op- inn á venjulegum opnunartíma verslana virka daga en opnunar- tímium helgar verður auglýstur sérstaklega. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.