Þjóðviljinn - 22.03.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Side 6
ÞJÓÐMÁL Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985, sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr. a) Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b) Bifreiðir er flytja mega 9 farþega eða fleiri. c) Leigubifreiðir til mannflutninga. d) Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni, án ökumanns, e) Kennslubifreiðir. f) Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g) Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd, skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn fyrir árslok 1982. Sama gildir um bifhjól. Skoðun fer fram í húsakynnum bifreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavík, eftirtalda daga, kl. 8 -12 og 13 - 16. Mánudaginn 25. mars Þriðjudaginn 26. mars Miðvikudaginn 27. mars Fimmtudaginn 28. mars Föstudaginn 29. mars J-1 -J-100 J-101 - J-200 J-201 - J-300 J-301 - J-400 J-401 og yfir Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskír- teini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. í skráningarskírteini skal vera áritun um að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984. Vanræki einhver að færa skoðunarskylt ökutæki til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum, og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 18. mars 1985. SAMVINNUBANKINN Vy 121 Reykjavík Bankastræti 7, ^ sími 91 - 20700, pósthólf 130. Stjórn Samvinnubanka íslands h.f. hefur ákveðið vexti af inn- og útlánum bankans m/breytingum frá 21. mars 1985 sem hér segir: Innlán: Nú Frá21/3’85 Ársvöxtun Spariveltureikningar 24.0% Sparireikningar með 3ja 27.0% 27.0% mán. uppsögn 27.0% Sparireikningar með 27.0% 28.82% 6 mán. uppsögn 31.5% Innlánsskírteini 7.5% + 31.5% 33.98% alm. sp.vextir; 31.5% 33.98% Hávaxtareikningur 24.0-32.5% (Verðtryggður með vöxtum miðaö við kjör 3ja og 6 mán. vísitölub. reikninga hjá bankanum). 24.0-32.5% 35.14% Verðtryggðir sparireikningar** 3ja mán. binding 1.0% 1.0% 6 mán. binding 3.0% 3.5% Tókkareikningar: a) ávísanareikningar 19.0% 19.0% b) hlaupareikningar 12.0% 12.0% Innl. gjaldeyrisreikningar . 1/3 Frá21/3’85 innist. í USA-dollurum 7.5% 8.0% innist. í sterlingspundum 10.0% 13.0% innist. í v-þýskum mörkum 4.0% 5.0% innist. í dönskum krónum 10.0% 10.0% Útlán: Nú Frá 11/1 ’85 Víxlar (forvextir) 31.0% 31.0% Viðsk. víxlar (forvextir) 32.0% Hlaupareikningar 32.0% 32.0%* Skuldabréfalán 34.0% 34.0% Viðskiptaskuldabréf Lán með verðtryggingu: 35.0% a) lánstími allt að 21/2 ár 4.0% 4.0% b) lánstími minnst 21/2 ár 5.0% 5.0% * þar af verðbótaþáttur 19.0% ** sérstakar verðbætur 2.0% á mánuði. Reykjavík 15. mars 1985. [►js+l Njarðvík- forstöðumaður Starf forstöðumanns við dagheimilið Gimli, Njarðvík, er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Um- sóknarfrestur er til 31. mars 1985. Upplýsingar gefur undirritaður. Bæjarstjóri Njarðvíkur. Miðjumoð Framhald af bls. 6 þyrma engum - ekki einu sinni fötluðum og öldruðum. Þegar þrengir að leitar fólk að svörum. Þá geta galdramenn stundum troðið sér fram á sviðið og vakið athygli. Jón Baldvin tín- ir kanínur upp úr hatti sínum og segir miljarður þar og miljarður hér. Fjölmiðlar afturhaldsins hampa honum. Það er vegna þess að pólitík hans ógnar hvergi veldi afturhaldsins á Islandi. Hann er óskabarn þeirra og ákjósanlegur samstarfsmaður. Sjálfstæðis- flokkurinn lítur á Jón Baldvin eins og bankabók. Innistæðuna sækir Sjálfstæðisflokkurinn að einhverju leyti fyrir kosningar en aðallega í pólitík nýrrar við- reisnarstjórnar atvinnuleysis og landflótta eftir kosningar. Þess vegna hefur íhaldið engar áhyggj- ur af uppgangi Jóns Baldvins jHannibalssonar. Andstæðurnar Frammi fyrir þessum stað- reyndum er nauðsynlegast að þekkja aðstæðurnar - og and- stæðurnar. Til þess að ná á nýjan leik einhverju jafnvægi í íslensk- um stjórnmálum verður Alþýðu- bandalagið að vera svo sterkt að það ásamt verkalýðshreyfingunni eigi í fullu tré við Sjálfstæðis- flokkinn og fámenna klíku fjár- magnseigenda. Sterkt Alþýðu- bandalag hefur alltaf þýtt betri lífskjör alþýðu en ella. Eða af hverju hefur kaupmáttur launa alltaf verið hæstur í tíð þeirra rík- isstjórna sem Alþýðubandalagið hefur átt aðild að? Af hverju hafa elli- og örorkulífeyrir hækkað mest í þeim stjórnum? Af hverju hafa úrslitasigrar náðst í land- helgismálinu undir forystu Al- þýðubandalagsins? Af hverju hefur atvinnulíf íslenskrar at- vinnustefnu alltaf staðið best undir forystu Alþýðubandalags- ins? Svörin liggja í stefnu flokks- ins: Aukin verðmætasköpun ís- lenskrar atvinnustefnu kemur fólkinu til góða í jafnari skiptingu verðmætanna. Miðjumoðið - Jón Baldvin og Steingrímur - leysa því miður engan vanda í þessum efnum eins og dæmin sanna. Ábyrgðarlausir sundrungarflokkar ekki heldur. Þess vegna er nú aðalatriðið að efla Alþýðubandalagið og bar- áttuþrek verkalýðshreyfingar- innar. í upphafi var minnt á tvær aðal andstæður íslenskra stjórnmála. Þær koma líka fram í þjóðfrels- ismálum, herstöðvamálinu. Hið einfalda samhengi ís- lenskra stjómmála er því þetta: Yfirlýsing Steingríms Því sterkara Alþýðubandalag því sterkari verkalýðshreyfing, því sterkari þjóðfrelsisbarátta. Miðjumoðið getur aldrei myndað sterkt mótvægi við hægriöflin í landinu. Tilefni þessarar áminningar er yfirlýsing forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum um að stefna ríkisstjórnarinnar hafi verið sam- felld mistök; einkum það að taka kaupið úr sambandi við aðrar efnahagsstærðir. Sú aðgerð var studd af núverandi formanni Al- þýðuflokksins samkvæmt ítrek- uðum yfirlýsingum hans á Al- þingi. Þá þegar benti Alþýðu- bandalagið á að þessi aðgerð gæti að vísu skrifað niður verðbólgu- tölur um skeið en hún myndi hafa í för með sér óþolandi misrétti sem fólkið gæti ekki þolað ef það notar lýðræðislegan rétt sinn til þess að mótmæla og mynda samtök. Húsnæðissamtökin fela í sér í grundvallaratriðum kröfuri um það að vinnuaflið sé metið meira en fjármagnið. í húsnæðiskröf- unum um greiðslu fyrir lán í jafnmörgum vinnustundum felst því ekkert annað en krafa um virðingu fyrir vinnuaflinu, um tryggingu kaupmáttar launa. Það er grundvallaratriði. Húsnæðis- hreyfingin er til marks um að meiri hluti þjóðarinnar er að skynja afl sitt og aðstæður - sá meirihluti sem skapar öll þau verðmæti sem við lifum af. Þessi meirihluti hefur skorað fjár- magnsöflin á hólm. Fyrsta merk- ið um uppgjöf er yfirlýsing forsætisráðherra; sjónarmið fjármagnsklíkunnar eru á flótta. Nú er að reka flóttann; meiri- hlutinn á að ráða. íslandi hefur aldrei verið stjórnað gegn verka- lýðshreyfingunni. Það er kjarni málsins. Lykillinn að betri kjörum felst í stefnu Alþýðu- bandalagsins. MINNING Agust Gíslason sjómaður og prédikari Fœddur 29. ágúst 1897 - Dáinn 12. mars 1985 Kvöld eitt fyrir einum þrjátíu árum vorum við Gísli Sigurðsson bókavörður á heimleið á trillu vestan af Fljótamiðum í svarta- þoku. Allt í einu kveður við sálmalag sungið við raust einhversstaðar úti í kófinu. Andarataki síðar er eins og stór, þaninn vængur birt- ist ofan á þokukúfi framundan. Síðan rennum við inn í rof. Þar situr Gústi guðsmaður við stýrið , á horninu sínu með seglið uppi og syngur fullum rómi. Skipst var á einhverjum orð- um. Síðan héldum við áfram, en Gústi varð eftir og hélt áfram að kyrja sálminn. Þetta voru mín fyrstu kynni við Ágúst Gíslason, en eftir þetta vorum við málkunnugir. All- löngu seinna þýddi ég fyrir hann ræðu eftir frægan amerískan pré- dikara. Honum hafði verið ráð- lagt að reyna að fá einhvern kom- múnista til að þýða þetta fyrir sig, og Gústi sýndi mér þann heiður að velja mig. Ágúst var fæddur vestur í Dýrafirði 29. ágúst 1897 og komst snemma á sjó. Hann sigldi ungur víða um stærstu úthöf veraldar- innar á erlendum skipum, en kom afturheim til íslands, fluttist til Siglufjarðar og fékk sér trillu. Eftir það reri hann til fiskjar eins og postularnir Pétur, Andrés, Jakob og Jóhannes og boðaði trú eins og þeir. Arðinum af útgerð- inni varði hann til kristniboðs og hjálparstarfsemi. Sjálfur bjó læri- sveinninn í gömlum bragga, nærðist mikið á fiski og fugli og veitti sér engan munað. Alltaf flaut báturinn, með drottins hjálp, þó sumir álitu að hann væri orðinn svo grautfúinn að hann þyldi ekki að vera tekinn upp, og aðrir trillusjómenn teldu sér skylt að hafa sífellt auga með honum ef þeir vissu af honum í nánd. Áratugum saman kom Gústi á torgið hvern helgan dag og í land- legum virka daga til að flytja sam- borgurum sínum guðsorð og gefa börnunum miða með handskrif- uðum versum úr hinni helgu bók. Þarna stóð hann löngum stund- um, oft aleinn, mikill á velli og mikilúðlegur, eins og guð hafði skapað hann og seturnar á þóft- unni og stöðurnar við færi og net- adrátt mótað hann, gersamlega ósnortinn af öllum þeim stofnun- um og tilfæringum sem nú á dögum eru hafðar til að staðla fólk og gera alla eins. Og rómur- inn var slíkur að hálfur bærinn gat notið guðsþjónustunnar með því einu að hafa opinn glugga heima hjá sér. Fyrir örfáum árum neyddi ellin Ágúst til að hætta að sækja sjó- inn. Síðustu misserin bjó hann á elliheimilinu við gott atlæti. En kraftamir þurru smám saman og ferðunum á torgið fór sífækk- andi. Þegar ég hitti hann þar síð- ast, einhvem góðviðrisdag í haust eða vetur, studdi hann sig við bíl og röddin var ekki orðin nema daufur ómur af því sem hún einu sinni var. Og nú er þessi öldungur hnig- inn, hátt á níræðisaldri. Bærinn hefur misst sinn mesta guðsmann og prédikara, og drátt úr svip- móti sínu. Torgið stendur autt og hljómlaúst flesta helga daga, hvað þá virka. Og nú syngur lík- lega enginn sálma frammi á Fljót- amiðum. Benedikt Sigurðsson Maríuleiði „Blessaðu, drottinn, bátinn á bylgjum hafsins og straumum meðan hann sækir saðning sjúkum bræðrum og aumum, og veittu líkn þeim sem lifa og látum frið til að sofa, hvort sem þeir horfa til himins frá höll eða svertingjakofa". Þannig við reiðarann ræðir raular sálm eða kveður formaður lítillar fleytu þá fárlegust drynja veður, - en í hinni seinustu sjóferð mun sólin Ijóma í heiði, þá sitja þeir vinirnir saman siglandi maríuleiði. “ Mynd og Ijóð: Bragi Magnússon 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.