Þjóðviljinn - 03.04.1985, Síða 2
FRÉTTIR
Borgin
TORGIÐ
Leigubílstjórana á þing! Það
Shell,
auðvitað
Norskt fyrirtœki
bauðst til að lœkka
asfaltverð ef olía
lœkkaði
Á borgarráðsfundi í gær ákvað
meirihluti ráðsins að taka tilboði
Skeljungs/Shell í asfaltútbúnaði
fyrir þetta ár. Tilboðstalan er 72
miljónir. Frá Mynes í Noregi
barst tilboð sem metið var jafnt
Shell-tilboðinu, en norska fyrir-
tækið bauðst til að lækka tilboðið
ef olía lækkaði á heimsmarkaði.
Lækki olia til dæmis dollar á tonn
hefði söluverð norðmanna lækk-
að um 2,8 milljónir.
Minnihlutafulltrúar sátu hjá
við afgreiðsluna og lagði Sigurjón
Pétursson fram sérstaka bókun
um málið. „Mér sýnist að við
hefðum átt von í lækkuninni,"
sagði Sigurjón við Þjóðviljann
eftir fundinn. En Shell naut hylli
meirihlutans í ráðinu.
- m
Pípugerðin lögð niður?
Hugmyndir um að borgin hœtti að steypa pípur og kaupiþœr afÓsi
í Garðabœ. Nauðsynleg endurnýjun í borgarfyrirtœkinu bíður úrslita.
Forstjóri Óss er bróðir Vilhjálms Þ. í borgarráði
Iborgarráði liggur nú óafgreitt
erindi sem borgarverkfræðing-
ur beindi þangað á fyrra ári um
að leggja niður Pípugerð Reykja-
víkurborgar og kaupa framvegis
holræsapípur af Steypuverk-
smiðjunni Ós í Garðabæ.
í pípugerð borgarinnar starfa
að jafnaði um fimmtán menn.
Þar eru framleiddar pípur fyrir
borgina og aðra viðskiptamenn,
og hafa um þrír fimmtu fram-
leiðslunnar runnið til borgarinn-
ar. Að auki þar verið steyptar
gangstéttarhellur og -steinar, í
litlum mæli þó. Að sögn Vals
Guðmundssonar sem sér um mál-
efni Pípugerðarinnar hjá borg-
inni eru tæki verksmiðjunnar
görriul og slitin og bráðliggur á að
endurnýja þau.
Á fjárhagsáætlun þessa árs er
gert ráð fyrir að hefja slíka endur-
nýjun, en þegar áætlunin var af-
greidd var ákveðið að ekki yrði
endurnýjað nema með sérstöku
samþykki borgarráðs og borgar-
stjórnar. Er því ekkert hugað að
viðreisn í Pípugerðinni meðan
beðið er ákvörðunar borgarráðs.
„Ef ekkert er ákveðið leggst
Pípugerðin að mínu mati niður
hægt og bítandi af sjálfu sér,“
sagði Valur við Þjóðviljann.
Einar Þ. Vilhjálmsson forstjóri
Steypuverksmiðjunnar Óss segir
engar samningaumleitan'ir hafa
farið fram milli sín og borgarinn-
Við höfum kynnt þeim okkar
ar.
verð og okkar framleiðslu,“ sagði
Einar við blaðið, „einsog öllum
öðrum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er alls óvíst að hin nýja
verksmiðja í Garðabæ sé sam-
keppnisfær við þessa framleiðslu
og mun sú óvissa meðal annars
ráða drætti á afgreiðslu hjá borg-
arráði.
Það kemur hugsanlegri aflífun
Pípugerðar Reykjavíkur svo
sjálfsagt ekkert við að forstjóri
Garðabæjarfabrikkunnar er
bróðir Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar borgarráðsmanns Sjálf-
stæðisflokks í Reykjavík.
Stálfélagið hefur safnað saman „lager" til bræðslunnar þegar framkvæmdir hefjast og er þessi haugur hluti af þeim „lager".
Stálfélagið
Vonum að menn nái áttum
Leifur ísaksson stjórnarformaður: Trúum því ekki að þetta sé lokaaf
greiðsla málsins. Allir alþingismenn Reykjaness standa með okkur
Við höfum haldið nokkra fundi
að undanförnu og höfum
ákveðið að bíða og sjá hvort
menn ná ekki áttum í þessu máli.
Við trúum því ekki að þetta sé
lokaafgreiðsla málsins. Hér er um
að ræða eitt þúsund manna
hlutafélagið, sem komið var af
stað af ríkinu sjálfu á sínum tíma
og þessum endalokum trúum við
ekki.
Þetta sagði Leifur ísaksson
stjórnarformaður Stálfélagsins
h.f. en sem kunnugt er hefur
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra allt í einu tekið þá
ákvörðun að neita félaginu um
ríkisábyrgð á erlend lán sem fé-
lagið ætlar að taka og frumvarp
þess eðlis að veita ríkisábyrgð
hefur verið lagt fram á Alþingi.
Leifur sagði að skýrsla sú sem
iðnaðarráðherra vísar í væri gam-
all danskur draugur. Sú skýrsla
væri illa unnið og ómerkilegt
plagg sem ekki væri takandi mark
á.
Allir alþingismenn Reykjanes-
kjördæmis standa saman með
stjórn Stálfélagsins í málinu. Það
er unnið af fullum krafti að lausn
þess og því hefur verið ákveðið
að bíða nokkra daga og sjá hverju
fram vindur, sagði Leifur ísaks-
son.
- S.dór
Landspítalinn
Undirbýr kaup á línuhraðli
Notaður við geislun á djúplœgum æxlum.
Bráðnauðsynlegur. Fjársöfnun í gangi
Kobalt-tækið var keypt hingað
árið 1969 og hefur verið notað
síðan til ytri geislameðferðar.
Það auðveldaði mjög krabba-
meinslækningar frá því, sem áður
var. Hið nýja tæki, línuhraðall-
inn, sem nú er hafinn undirbún-
ingur að kaupum á, er að sínu
leyti eins stórt stökk fram á við frá
því, sem nú er, og tekið var með
kaupum á kóbalttækinu á sínum
tíma.
Þannig fórust þeim orð, Þór-
arni Sveinssyni yfirlækni við
Krabbameinslækningadeild
Landspítalans og Garðari Mýr-
dal, eðlisfræðingi við deildina, í
stuttu spjalli við Þjóðviljann í
gær.
Línuhraðallinn er notaður til
geislunar á djúpt liggjandi æxl-
um. Hann gefur orkumeiri og
skarpari geislun en kóbalttækið,
auk elektrónugeislunar, sem er
sérstök grunngeislun. Hann var
tekinn í notkun erlendis í lok sjö-
unda áratugarins. Óskað var eftir
að fá hann hingað þegar á árinu
1978. Þá hamlaði skortur á hús-
næði en tækinu er ætlaður staður í
hinni nýju K-byggingu Landspít-
alans. Nú er þess hinsvegar að
vænta, að úr taki að rætast með
framkvæmdir við hana og þar
sem þær voru áður komnar vel af
stað má gera sér vomr um að unnt
verði að hefja uppsetningu á
„hraðlinum" árið 1987.
Ekki er nákvæmlega vitað um
hvað línuhraðallinn muni kosta,
- talað er um 20-30 miljónir.
Lionsmenn um land allt munu
beita sér fyrir fjársöfnun til
kaupanna. Vonandi gefst þeim
góður byr.
- mhg
Hver ú bestu
fluguna?
Fyrsta fluguhnýtingarsam-
keppni sem haldin er hérlendis
stendur nú yfir. Kcppt er í
tveimur flokkum, opnum frjáls-
um flokki og öðrum þar sem
hnýta á hina frægu flugu Thunder
and Lighting.
Það er verslunin Litla tlugan
sem stendur fyrir þessari sam-
keppni fluguhnýtingarmanna.
Síðasti skilafrestur er til 20. apríl
n.k. en flugurnar á að senda til
Litlu flugunnar, pósthólf 958,
Reykjavík.
Allar flugurnar verða sýndar
ásamt tækjum og tólum til flugu-
hnýtingar á sýningu sem
Landssamband stangveiðifélaga
gengst fyrir í Norræna húsinu 2.-
5. maí n.k. _ |g_
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN