Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 3
FRÉTTIR Lyfseðlamisnotkun Læknamir of auðtrúa Skortur á heimilislœknum í Reykjavík kemur í veg fyrir einstaklingsbundna lyfseðlaútgáfu og auðveldar misnotkun lyfseðla Útgáfa lyfseðla til einstaklinga ætti að vera bundin ákveðnum lækni eða staðgengii hans. Þar sem komið hafa upp tilfelli um misnotkun lyfseðla er ástæðan fyrst og fremst sú að sjúklingar ganga á milli lækna og biðja um ávísun á sama lyfið. Þar sem heimilislæknakerfið í Reykjavík er í rnolum og margir hafa ekki aðgang að heimilislækni hefur það komið fyrir að læknar hafa ekki sýnt nægilega tortryggni gagnvart því fólki sem þannig gengur á milii lækna. Slík mis- notkun þekkist hins vegar varla út á landsbyggðinni, þar sem læknisþjónustan er einstakiings- bundnari. Þetta sagði Guðmund- ur Sigurðsson hjá landlæknisem- bættinu í samtali við Þjóðviljann. Guðmundur sagði jafnframt að öll sterk verkjalyf og svefnlyf væru eftirritunarskyld, og væri útgáfa lyfseðla á slík lyf gerð upp eftir hvern mánuð. Eftirlit þetta er í höndum Lyfjaeftirlitsins og Landlæknisembættisins. Reglu- legt eftirlit fer ekki fram á öðrum lyfjum sem eru talin geta verið vanabindandi, en hins vegar eru teknar stikkprufur þegar ástæða þykir til. Jafnframt er fylgst með innflutningi og sölu þessara lyfja. Sérstakt átak var gert á árinu 1976 til þess að draga úr notkun ávanabindandi lyfja hér á landi með þeim árangri að notkun þeirra dróst saman um sem næst 60% á 5 árum. Nú er til umræðu hjá heilbrigðisyfirvöldum að sögn Guðmundar að tölvuskrá alla útgefna lyfseðla, meðal ann- ars til þess að auðvelda uppgjör við Sjúkrasamlagið. Slíkt myndi auðvelda mjög allt eftirlit, en meðferð slíkra gagna er einnig vandasöm, þar sem hér er um upplýsingar að ræða er snerta einkamál manna. Því mun þurfa samþykki tölvunefndar um fram- kvæmd slíks eftirlits, en tölvu- nefnd hefur með höndum eftirlit á framkvæmd laga um verndun einstaklingsréttar gagnvart tölvu- tækum gagnasöfnum um einka- hagi manna. Athyglisvert er að í skýrslu Landlæknisembættisins um neyslu áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyfja frá 1982 kemur fram að á sama tíma og sölumagn svefnlyfja og róandi lyfja minnkð um 43% jókst sala áfengis um 13% í hreinum vínanda eða um 0.47 lítra á mann. Segir í skýrsl- unni að ástæða sé til að ætla að margir neytendur svefnlyfja og róandi lyfja noti sér róandi og svæfandi verkun áfengis. ólg KRON Halliá síðasta r m ari Nokkur halli varð á rekstri Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis á síðasta ári eða upp á 3.9 miljónir króna en heildarvöru- sala að frádregnum söluskatti var 276 miljónir króna. Kom þetta fram I skýrslum stjórnarfor- manns og kaupfélagsstjóra á að- alfundi félagsins sl. sunnudag. Á síðasta ári opnaði KRON nýja og glæsilega verslun við Fur- ugrund í Kópavogi og var það eitt meginverkefni félagsins ásamt því að treysta rekstur Miklagarðs og annarra verslana KRON eins og segir í frétt frá Kaupfélaginu. Á fundinum voru kosnir 19 fulltrúar á aðalfund Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Aðalfundur KRON samþykkti tillögu frá 1. og 2. deild félagsins þess efnis, að skipuð skuli nefnd til að endurskoða félagsuppbygg- ingu KRON. Nokkrar aðrar til- lögur komu fram varðandi skipu- lagsmál samvinnuhreyfingarinn- ar. Voru þær ræddar, en ekki teknar til afgreiðslu, heldur ákveðið að halda fulltrúafund um þær í lok maí. Frá vígslu Kirkjuhússins. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ávarp. Mynd: E.OI. Þjóðkirkjan Síðastliðinn mánudag var tekið í notkun, við hátíðlega athöfn, nýtt Kirkjuhús, Suðurgata 22. Voru þá liðin rétt 200 ár frá því að biskupsstóllinn í Skálholti var fluttur frá Skálholti til Reykjavík- ur samkvæmt konungsbréfí frá 15. aprfl 1785. Nýtt Kirkjuhús Undanfarin 25 ár hefur bisk- upsskrifstofan og aðrar kirkju- legar stofnanir verið í leiguhus- næði við Klapparstíg, óhentugu á margan hátt. Með kaupum á hinu nýja húsnæði skiptir mjög um til hins betra og var ekki vanþörf á. Þar munu nú m.a. hafa bækistöð sína biskupsembættið, æskulýðs- starfsemi þjóðkirkjunnar, Hjálp- arstofnun kirkjunnar og eftirlit með kirkjugörðum. Húsið, sem keypt er af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, er tvær hæðir, kjallari og ris, 150 ferm. að grunnfleti. Kaupverð þess var 8.5 milj. kr. en viðgerðir og breytingar kostuðu rúmar 4 milj. Við munum síðar víkja nánar að þessum vistaskiptum. - mhg Vetrarvertíð Flestir að veiða síðustu tonnin Sigurður Kristjánsson skipstjóri á Skarðsvík SH: Man ekki eftir jafn miklu magni affiski á jafn stóru svœði. Mokafli hjá bátum á Snœ- fellsnesi afmjög stórum og góðum þorski Maður er nú búinn að vera ansi lengi við þetta, en ég man ekki eftir jafn miklu magni af fiski á jafn stóru svæði og núna. Það er alveg sama hvar netin eru sett niður, það mokfiskast alls- staðar. Enda er það svo að flestir eru að veiða upp síðustu tonnin af kvótanum sínum. Ætli ég eigi eftir nema einn eða tvo róðra og maður er bara rétt að byrja, sagði Sigurður Kristjánsson skip- stjóri á Skarðsvík SH er Þjóðvilj- inn ræddi við hann í gær. Sigurður sagði að hér væri um mjög góðan þorsk að ræða og greinilega allir árgangar í aflan- um, allt uppí 10 kílóa þorska. Hann sagði bátana vera að koma með þetta 20 og uppí 40 tonn úr róðri. Bátar frá ýmsum stöðum á Norðurlandi væru nú komnir á Breiðafjarðarmiðin og svo mikið bærist að landi á Snæfellsnesi að aka þyrfti aflanum allt til Akra- ness, svo hægt væri að vinna hann. Það er alveg hroðalegt að verða að stoppa svona á miðri vertíð í mokfiskiríi, sagði Sigurð- ur Kristjánsson skipstjóri. - S.dór Miðvikudagur 17. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sendinefnd suður Hópur Grímseyinga hefur ver- ið í Reykjavík að undanförnu til að vekja athygli ráðamanna hér syðra á hinu alvarlega atvinnu- ástandi í Grímsey og sagt var frá í Þjóðviljanum sl. föstudag. M.a. hitti sendinefndin þingmenn kjör- dæmisins og í dag er ætlunin að hitta sjávarútvegsráðherra að máli þar sem hann verður stadd- ur á Akureyri. Ástæða hins alvarlega atvinnu- ástands sem nú blasir við eyjar- skeggjum er að meginhluti bát- anna er að verða búinn með afla- kvóta sína. Minni bátamir geta ekki sótt á djúprækjumið sakir smæðar og eru því allar bjargir bannaðar nema aflakvóti verði rýmkaður. 95% atvinnufærra Grímseyinga hafa atvinnu sína af útgerð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.