Þjóðviljinn - 17.04.1985, Blaðsíða 9
myndin verði kláruð eður ei.
í Hollywood kemst Friðrik að
því að framleiðandinn Gordon er
rekja söguþráðinn lengur en
ógnvænlegir atburðir taka nú að
gerast.
kallaður eftir að honum var rænt
hér um árið (eining kannast
nokkrir íslendingar við nafnið
í síðasta helgarblaði hófum við kynningu
á kvikmyndum sem sýndar verða á kvik-
myndahátíð Listahátíðar í vor. Þarvar sagt
frá einu myndinni sem kemur frá Róm-
önsku Ameríku. Nú er röðin komin að góð-
vini íslenskra bíógesta, vestur-þýska
leikstjóranum Wim Wenders, sem var gest-
ur kvikmyndahátíðar fyrri 7 árum. Myndin
sem nú verður sýnd eftir hann nefnist
Ástand mála eða Der Stand der Dinge á
frummálinu, Og enn er það huldumaðurinn
okkar úr hátíðarnefndinni sem heldur um
penna.
- ÞH
á flótta og að hann sjálfur væri
mun betur settur ef hann hefði
aldrei snert þetta verkefni. Það er
engum greiði gerður með því að
Margar frægar persónur fara
með hlutverk í myndinni. Má þar
nefna Paul Getty III eða Palli
einseyringur eins og hann var
Palli mónó). Þá leikur Samuel
Fuller tökumanninn en hann þarf
vart að kynna fyrir þeim sem aldir
eru upp við amerískar kvikmynd-
ir. Robert Kramer leikur einnig í
myndinni en hann gerði handritið
í samvinnu við Wenders.
'Kramer er einn af örfáum kvik-
myndagerðarmönnum í Banda-
ríkjunum sem leitast við að
breyta málunum með kvikmynd-
um. Þ.e.a.s. hann hefur gert
kvikmyndir með pólitískum boð-
skap. En Wenders hefur sagt um
það mál: Allar kvikmyndir eru
pólitískar, en þó sér í lagi þær sem
þykjast ekki vera það: „afþrey-
ingarmyndir“. Þær hafa mesta
pólitíska þýðingu, því þær bægja
burtu hugmyndinni um breytingu
hj á fólki. Allt er í lagi bara eins og
það er, segja þær í hverju mynd-
skeiði. Þær eru risastór auglýsing
fyrir óbreytt ástand.
Frá upptökum á mynd Wim Wenders, Ástand mála, leikstjórinn segir fyrir um leik.
Kvikmyndahátíð
Ástand mála
Nœstnýjasta kvikmynd Wim Wenders verður sýnd á kvikmyndahátíð í maí
Þegar Wim Wenders hélt héð-
an af landi brott í febrúar 1978
eftir að hafa verið fyrsti gestur
kvikmyndahátíðar, - Listahátíð-
ar, var ferð hans heitið til fyrir-
heitna landsins Ameríku. Þá þeg-
ar var hann farinn að vinna að
gerð myndarinnar „Der Stand
Der Dinge“ sem sýnd verður á
næstu kvikmyndahátíð. Eftir
Ameríkuævintýrið hefur hann ef-
laust breytt handritinu m.a.
vegna ósamkomulags hans við
bandaríska kvikmyndajöfurinn
Frances Ford Coppola um endinn
á Hammet. En myndin fjallar um
samvinnu bandarískra og evr-
ópskra kvikmyndagerðarmanna.
Myndatakan fer fram á yfir-
gefnu hóteli á afskekktri strönd
Portúgal. Ferðamannatíminn er
ekki genginn í garð og því er kvik-
myndagerðarfólkið eina lífs-
markið á staðnum. Umhverfið er
heldur óhrjálegt vegna þess að
fyrir tveimur áru® eyðilagði
stormur hótelbygginguna að
hluta og sundlaug þess svo engu
er líkara en loftárás hafi verið
gerð á svæðið. En það er einmitt
þess vegna sem fólk er þarna á
þessum tíma því verið er að taka
science-fictionmyndina ®he Sur-
vivors, endurgerð af mynd Roger
Corman, The Day the World
Ended, sem gerð var 1956. En
Corman var kallaður kóngur B-
myndanna vegna þess hve vel
honum heppnaðist að gera hall-
ærislegar myndir. Hann leikur
einnig í myndinni, „Ástand
mála“.
Kvikmyndaliðið hefur verið að
vinna á svæðinu í nokkrar vikur
og tökur staðið yfir í tvær vikur.
En skyndilega þurfa kvikmynd-
agerðarmennirnir að horfast í
augu við þann vanda að filma og
peningar eru uppurnir. Fram-
leiðandinn er floginn til Los
Angeles með áteknu filmurnar
og von er á honum þá og þegar
aftur til Portúgal með peninga og
það sem til þarf. Framleiðandinn
lætur ekkert á sér kræla og það
sem verra er að ómögulegt er að
ná í manninn í síma. Engu líkara
er að maðurinn hafi horfið spor-
laust.
Eftir að hafa beðið nokkra
daga ákveður leikstjórinn. Frið-
rik að nafni, að fljúga til Holly-
wood og freista þess að hafa uppá
honum og fá það á hreint hvort
Yello - Stella
Diskórokk í
þyngri vigtinni
Eigi er undirrituð mikið að sér
um svissnesku tækni-popparana
Yello, nema hvað aðalmennirnir í
þessu dúói eru lagasmiðurinn,
upptökustjórinn og hljóðgerfla-
fríkið Boris BSank og söngvarinn,
textasmiðurinn og „concept“-
listamaðurinn (hug-listamaður,
þema-listamaður... ?) Dieter Me-
ier og Stella mun líklega vera
önnur breiðskífa þeirra félaga.
Sú fyrri, You gotta say yes to anot-
her excess, fékk fína dóma hjá
poppskríbentum heimsins. Eng-
an samanburð get ég gert við þá
skífu þar eð ég hef ekki séð hana,
hvað þá heyrt, en borið get ég að
Stella er nokkuð athyglisverð
Yello framreiðir mjög dans-
hæft diskórokk af þyngra taginu,
nýtískulegt en með rótaranga í
Frankie goes to Hollywood, Pink
Floyd og jafnvel Arthur Brown
sem hér í eina tíð söng um eld og
dansaði með logandi kertakrans
á höfðinu.
Ekki eru þeir í Yello örlátir á
upplýsingar á plötualbúminu um
Stellu fyrir utan að geta aðstoðar-
manna sinna. Þeir eru: Rush
Winthers, söngur, Chico Ham-
las, gítar, Beat Ash, trommur,
Annie Hogan, píanó, Petia, gler-
harpa, og Dianne Brill sem mælti
fyrir munnu Yello-manna í Roxy-
klúbbnum í New York. Bestu lög
álítum vér gamansama trú-
arljóðið Domingo, Vicious gam-
es, sem sungið er af ágætri kven-
rödd (Dianne?) eins og lagið
Angel no, sem er líka harla gott
og ansi snaggaralegt. Þá má til
umsláttar og sumum til fróðleiks
geta þess að Stella þýðir stjarna.
Við látum Dieter Meier eiga
lokaorð: „Popp er ekki einkamál
unga fólksins. Ástæðan fyrir að
það er mest áberandi í sambandi
við poppið er sú, að þetta er ung
listgrein. I framtíðinni munu sjást
og heyrast 70-80 ára poppsöngv-
arar, alveg jafnt og þú sérð 70 ára
klassíska píanóleikara og 80 ára
blússöngvara troðandi upp nú til
dags.
Og það er líka hægt að vera
gamall uppreisnarseggur. Nafn-
bótin „ungur uppreisnarseggur"
er oft bara sölubrella sem fólk
fellur fyrir og hugsar sem svo:
Þessi er orðinn gamall, best að
kaupa eitthvað með unga, nýja
róttæklingnum. Ég held því hins
vegar fram að fólk, sem hefur
eitthvað að segja, sé ekki eins og
hver önnur vara sem dettur úr
tísku og bætt er með nýrri. Að
vísu er satt að á vissu stigi hætta
sumir listamenn að efast um
sjálfa sig - hætta að bæta sig - og
ég mundi ekki álasa neinum fyrir
það. Mér finnst nefnilega mjög
mikið afrek að skrifa eina góða
bók eða mála eitt gott málverk.
Ég gef skít í smáborgaralega
gagnrýni eins og: „Hann er út-
brunninn. Hann endurtekur
sjálfan sig“. Hugsið ykkur bara
fáránleikinn við skyldur lista-
mannsins - hann þarf að kafa
djúpt í hjarta sér og í sömu andrá
að framleiða eitthvað áþreifan-
legt til að selja. Það er eins og að
búa til skúlptúr úr vatni! Það er
að grípa heppnina á bláþræði -
ögurstund - fóta sig á
jafnvægislínunni. Fullt af fólki
nær því að halda jafnvæginu, en
fáeinir læra að dansa á línunni.
Picasso gamli skemmti sér vel
þarna uppi. En fullt af hinum...
flestir þeirra fólk sem ég kann vel
að meta... það eru þeir sem að-
eins láta eftir sig eitt gott lag...“.
A - jafnframt
stuðst við MM 7/4 ’84.
Miðvikudagur 17. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9