Þjóðviljinn - 19.04.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.04.1985, Qupperneq 2
FRETT1R Fiskeldi Álaræktarstöö í burðarliðnum Talið vístað leyfifáistfyrir álarœkthér álandi. Stöðin verður staðsettí Þorlákshöfn. Búiðerað hanna stöðina. Rolfog Ragnar íísal hluthafar Alaræktarstöð er nú í burðar- liðnum hér á landi og er að- eins beðið eftir leyfi frá landbún- aðarráðuneytinu til að hefja áia- rækt hér á landi, en bannað hefur verið að flytja inn glerál sem er forsenda þess að hægt sé að hefja álarækt. Búið er að hanna stöð- ina sem staðsett verður í Þorláks- höfn. Um leið og leyfið fæst verð- ur haflst handa með tilraunarækt í kerjum, þar til stöðin verður til- búin. Talið er að á milli 25-40 tonn af ál vanti á heimsmarkað- inn. Þeir sem að þessari álastöð standa eru Árni Gunnarsson fyrrum alþingismaður, Ragnar Halldórsson í ísal, Jón Ingvars- son, Ólafur Stefensen og Rolf Jó- hansen. Rolf sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að áhugi væri hjá þeim fimm-menningum á því að fá erlent fjármagn inní fyrirtækið uppá 50% eignaraðildar og væri mjög auðvelt að fá það sökum þess hve álarækt er ábatasöm. Eins sagði Rolf að þeir myndu leita til Dana um aðstoð til að byrja með, en Danir hafa mikla reynslu í álarækt. ísland er mjög heppilegt land til álaræktar vegna jarðhitans, en állinn er alinn í allt að 24 gráðu heitu vatni og við það hitastig nær gleráll þeirri þyngd á einu ári, sem tekur fimm ár úti í náttúr- unni. -S.dór ) Útflutningsuppbœtur Ur 7% í 4% Ætlast er til þess að bændur sjái þjóðinni jafnan fyrir nægum búvörum. Nú er framleiðslan sveiflukennd eftir árferði. Eigi hún að nægja þjóðinni í meðalár- um og lakari má búast við nokk- urri offramleiðslu í góðæri. Hana verður að reyna að selja á er- lendum markaði. Til þess að tryggja bændum skaplegt verð fyrir þá framleiðslu var 10% út- flutningsbótarétturinn lögfestur. Hann er einskonar tekjutrygging bænda. Nú er stefnt að því að afnema hann í áföngum. í 36. gr. hins nýja frumvarps um Framleiðslu- ráð er ráð fyrir því gert að dregið verði úr útflutningsuppbótum. Skulu þær að hámarki nema eftir- farandi hlutföllum af heildar- verðmæti búvöruframleiðslunn- ar: Árið 1986 7%. Árið 1987 6%. Árið 19885%. Árið 19895%. Og árið 1990 4%. Og hvað svo? -mhg Það er ekki ví»t að hópurinn á þessari mynd sé jafn glaðhlakkalögur í dag eins og í gær þegar myndin var tekin. Þarna eru efstu bekkingar Verslunarskólans í kjólfötum og peysu að minnast upphafs síðasta lestraráfangans fyrir stúdentspróf. Ljósm. E.ÓI. Fæðingarorlof Afgreiðið málið! 4200 undirskriftir til stuðnings frumvarpi um lengingu að voru konur á Egilsstöðum sem hófu undirskriftasöfnun til stuðnings frumvarpi Kvenna- iistans um lengingu fæðingaror- lofs, sagði ína Gissurardóttir, starfsmaður Kvennalistans við Þjóðviljann. Listarnir dreifðust um landið þó hér væri ekki um markvissa söfnun að ræða og okkur þótt rétt að afhenda þá heilbrigðis- og tryggingarmála- nefnd Alþingis til að sýna að fólk hefur áhuga á þessu máli. Frumvarpið hefur nú verið 4 mánuði í nefnd og ekki enn verið sent út til umsagnar sem hljóta að teljast forkastanleg vinnubrögð. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, þingmaður Kvennalistans mælti fyrir frumvarpinu í febrúar ’84 og málinu var þá vísað til nefndar að loknum umræðum. í haust var frumvarpið lagt fram að nýju og aftur svæft í nefnd. Undirskriftarlistarnir með nöfnum rúmlega 4200 íslendinga fœðingarorlofs. voru því afhentir heilbrigðis- og tryggingarmálanefnd með áskorun um að afgreiða frum- varpið hið snarasta svo Alþingi gæti fengið það aftur til umfjöll- unar og atkvæðagreiðslu áður en þingi lýkur,“ sagði ína. -aró Atvinnuleysisbœtur 18% hækkun Framkvæmdastjóri Verka- mannasambands íslands óskar eftir að því verði komið á fram- færi að við útgáfu laga um hækk- un atvinnuleysisbóta myndu þær hækka um 15,3% og að meðaltal- inni hækkuninni 1. maí nk verði heildarhækkunin um 18% en ekki 22% eins og fram mun hafa komið við umræður á Alþingi í fyrradag. Við gildistöku hinna nýju laga hækka fullar dagsbætur úr 597,52 kr í 688,88 krónur. 1. maí hækka bætur fyrir hvern dag upp í 705.36 krónur. v Flokksstarf Vorhappdrættí ABR Vorhappdrætti 1985 Vinningar; Dregid 10. mai 1. Ferð til uimarparidlurinnar Rhodos með Samvinnuíeröum - Landsýn 25.000 5. Dvöl 1 sumarhúsi f Karlslunde eða Gillelcjc ( Danmörku á vegum Samvinnufcröa - Landsýn 15.000 Verflkr 100 Samvinnufcröum - Landsýn . 20.000 3. Ferö til Rimini á Itallu meö Samvinnuferöum - Landiýn . 20.000 6. Dvól f sumarhúsi f Karlslundc eða Gillelcjc f Danmörku á vcgum Samvinnuferða - Landsýn 15.000 Hotlandi á vcgum Samvinnuferða - Landsýn . 15.000 Vlnnlnxar aUs 110.000 I'jökli mið 6.50 Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur hrundið af stað vor- happdrætti 1985 og er fjöldi glæsilegra vinninga í boði. í frétt frá félaginu segir m.a.: „Verða kosningar í vor? Þetta er spurn- ing sem hvarvetna er verið að ræða. Svarið vitum við ekki. Allir eru þó sammála um að Alþýðu- bandalagið þurfi að vera viðbúið kosningum á árinu. Baráttan gegn ríkisstjórninni verður hörð hér á Reykjavíkursvæðinu. Þar má Alþýðubandalagið í Reykja- vík ekki láta sitt eftir liggja. Fé- lagið býr sig nú til kosningabar- áttu með því að efna til vor- happdrættis. Alþýðubandalagið minnir á að þeim krónum sem varið er til baráttu gegn stjórn- inni er vel varið. Þær munu ávaxta sig betur fyrir launafólk en nokkur banki býður“. Vinningar eru m.a. ferð til Rhodos með Sammvinnuferðum Landsýn, ferðir til Rimini með sömu ferðaskrifstofu svo og til sumarhúsa í Danmörku og Hol- landi. Eru allir þeir sem fengið hafa heimsenda miða hvattir til að kaupa eða selja þá öðrum. Dregið verður 10. maí. -v. Bjórinn r Alit meirihlutans komið fram Meirihluti allsherjarnefndar neðri deildar skilaði loks í gær áliti og breytingartillögum um hið svokallaða bjórmál. Má því búast við að málið komi á dag- skrá í næstu viku. f meirihlutaálitinu kemur fram að 12 aðilar voru beðnir um um- sögn um frumvarpið. Örfáir aðil- ar tóku ekki afstöðu, en annars skiptust álitin í tvö horn, með og á móti. Segir að nefndin hafi haft það að leiðarljósi að athuga mál þetta gaumgæfilega, vanda vinnubrögð sín og hrapa ekki að afgreiðslu þess, enda málið við- kvæmt og umdeilt. Áður hefur verið skýrt frá þeim breytingum sem meirihlutinn leggur til að gerðar verði við frumvarpið, þ.e. að hámarksstyrkleiki verði 5%, bjór verði aðeins seldur í verslun- um ÁTVR og að lögin taki ekki gildi fyrr en 1. mars 1986. Þá leggur nefndin til að þau verði endurskoðuð fyrir árslok 1988, -ÁI 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.