Þjóðviljinn - 19.04.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 19.04.1985, Page 9
ars staðar í heiminum er salan samanlagt um 3 milljónir ein- taka“. Hvers vegna eru hrifínn af hættulegum uppátækjum eins og fallhlífarstökki? „Mér finnst einfaldlega gaman að hræða úr mér líftóruna. Það fær mig líka til að hugsa um ann- að. Þó hef ég ekki reynt fallhlífar- stökk - ekki enn“. Vildurðu syngja dúett með Ali- son Moyet? „Já, af hverju ekki? Raddir okkar fara vel saman, við höfum svipaðan bakgrunn og það væru engin vandræði með efnisval því við höfum svipaðan stíl“. En með Madonnu? „Nei, eiginlega get ég ekki séð okkur í huganum syngjandi dú- ett“. En Sade þá? „Ég væri alveg til í það - það er gaman að reyna sig með einhverj- um sem er ólíkur manni. Ég vildi syngja lag sem róar mig niður á hennar plan, verða aðeins mýkri. Það er kannski tilviljun en 4 lög á nýjustu plötunni okkar voru gerð með dúett í huga en það varð ekkert úr því“. Hvað fannst þér um að Boy Ge- orgc kallaði þig brauðbúðing? „Nú, ég er þá að minnsta kost góður til átu. Boy George kann að notfæra sér blöðin“. „A hvað minnir hann þig? „Eggplöntu - þybbna og glans- andi“. Þýtt og endursagt. Garnimar raktar úr Paul Young Paul Young, af hverju eru stelpurnar svona hrifnar af þér? „Ég veit það ekki, ég meina - eru þær það? Ja, mér dettur helst í hug að það sé vegna þess að ég gefi frá mér góða strauma á svið- inu og ég held að fólk finni það. Svo er ég líka venjulegri en flest- ar poppstjörnur-eins og til dæm- is Duran Duran, þeir lifa lífinu - sjálfur er ég einhvers staðar mitt á milli. Ég er líka auðskilinn þess vegna og viðkvæm manngerð, verð oft veikur“. Hvernig er með ástamálin, hvað um þig og „Supergirl“? ,,„Supergirl“? Ég elska hana ekki á þann hátt sem fjölmiðlar halda fram. Ég hringi oft til henn- ar en það er erfitt, ég meina hún er í Bandaríkjunum og ég í Bret- landi. Við vorum hrifin hvort af öðru á tímabili en ákváðum að vera bara vinir“. En sundkonan Sharron Davi- es? „Sharron? Við hittumst á sýn- ingu á Wembley og lentum sam- an í dómnefnd sem átti að velja stúlku til að auglýsa ákveðinn drykk.. en sumsé, Sharron hef ég ekki séð síðan um jól“. Er kjöt eitur? „Ég er ekki grænmetisæta en ég trúi á hófsemi. Ég borða hvítt kjött einn daginn, rautt kjöt þann næsta og grænmetisrétt þann þriðja. Hins vegar er ég á móti loðfeldum. Leður er öðruvísi, þá eru dýrin drepin til matar en að drepa þau bara fyrir feldinn þykir mér vera mikil sóun“. Hljóp upp á húsþak Er taugaálagið mikið í þessum bransa? Hefurðu einhvern tíma veirð að kikna undan því? „Já, í síðustu tónleikaferð minni um Bretlandseyjar. Ég fékk ekki taugaáfall en mér fannst sem ég myndi fá það ef ég tæki ekki pásu. Ég var búinn að segja að ég ætlaði að taka öllu sem á vegi mínum yrði og neyddi sjálfan mig upp í hringekjuna. En ég hljópst ekki á brott, bara upp á húsþak. Þar dró ég djúpt andann og allt hringsnerist í hausnum á mér. Ég velti því fyrir mér hvort hlutirnir væru þess virði að kom- ast í uppnám út af þeim og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri tíma gekk mér ekki vel hérna og ég var að hugsa um að fara eitthvert annað en ég hélt það út og er stoltur af því núna. Á Bret- landi hafa plöturnar okkar selst í 1,2 milljónum eintaka, þær eru fjórfaldar platínuplötur en ann- ekki og hljóp niður aftur. Fólk var þá farið að svipast um eftir mér og þetta varð allt dálítið van- dræðalegt en hljómborðsleikar- inn okkar var stórkostlegur og hóf bara samræður". Hefurðu einhvern tíma gert eitthvað sem þú skammast þín fyrir? „Nú ég hef aldrei stolið neinu. Það væri þá helst að hafa valdið fólki vonbrigðum og þá fyrst og fremst vegna þess að ég er latur. Þegar ég var strákur var ég vanur að „liggja mig í gegnum hlutina" - því er ég hættur núna en mig vantar ennþá einbeitni og finnst erfitt að gefa mig óskiptan að öðru en syngja“. Ef þú værir bfll, hvaða tegund vildirðu helst vera? „Aston Martin DB5. Þó að það sé sportbfll er hann mikilúðlegur - stór og glæstur og vekur virð- ingu. Þar að auki er það góður enskur bfll, einn af fáum“. Hvað þyrfti að borga þér mikið til að koma fram allsber? „Látum okkur sjá - ársbirgðir af Mars súkkulaði". Hvað er hlægilegasta tilboð sem þú hefur fengið? „Venjulega eru það Japanir sem koma með fáránlegustu hug- myndirnat um að auglýsa hitt og þetta en ég er ekki nógu frægur þar enn til að fá slík tilboð“. Vinsæll í Bretlandi Eitthvað sem þú ert stoltur af? „Það væri þá að hafa selt hlut- fallslega fleiri plötur í Bretlandi en annars staðar í heiminum. Um Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (-) 1. We are the world - USA for Africa (-) 2. Things can ongly get better - Howard Jones (-) 3. We close our eyes - Go West (-) 4. One more night - Phil Collins (2) 5. Mislead - Cool and the Gang (4) 6. Discoband - Scotch (3) 7. Material girl - Madonna (8) 8. You spin mearound -Dead or Alive (-) 9. This is not America - David Bowie (-) 10. Solid - Ashford and Simpson Rás 2 1 ( 1) We Are the World - USA for Africa 2(4) Wide Boy- Nik Kershaw 3 (2) You Spin me Round- Dead or Alive 4 (3) Some Like it Hot- The Power Station 5 ( 6) 1 Won’t Let you Go- Agnetha Fáltskog 6 ( 5) Save a Prayer- Duran Duran 7(10) Nightshift- Commodores 8(11) Welcome to the Pleasuredome - Frankie Goes to Hollywood 9 ( 8) We Close our Eyes - Go West 10 (12) Everybody Wants to Rule the World - Tears for Fears Grammið (1) 1. Meat is murder - The Smiths (3) 2. Tresure -Coucteau Twins (2) 3. First circle - Pat Methany Group (4) 4. It will end in tears - This Mortal Coil (-) 5. Nighttime - Chilling Joke (-) 6. You gotta say yes to another excess - Yellow (-) 7. Who is afraid of - Art of Noise (5) 8. She’s the boss -Mick Jagger (8) 9. Hringurinn - Lárus Halldór Grímsson (1) 10. Purple rain — Prince

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.