Þjóðviljinn - 19.04.1985, Qupperneq 13
Listasafn íslands
Ríkisarfinn í Oman
keypti mynd
Stóryfirlitssýning ó verkum Jóhannesar
Jóhannessonaropnuðó morgun
í dag, föstudag, kl. 17.30
veröur opnuð yfirlitssýning á
verkum Jóhannesar Jóhann-
essonar listmálara í Listasafni
íslands. Eru þar sýnd samtals
134 verk og spanna þau feril
Jóhannesar frá 17 ára aldri til
þessa árs.
Jóhannes er fæddur árið 1921
og lærði gull- og silfursmíði hér í
Reykjavík áður en hann hélt til
náms í myndlist í Bandaríkjun-
um. Þaðan kom hann árið 1946
og varð þá einn af frumkvöðlum
Septembersýninganna sem
haldnar voru á árunum 1947-52
en þær ollu miklu umróti í mynd-
listarlífi landsins.
Jóhannes hélt aftur utan til
náms árið 1949 og dvaldi í Flór-
ens á Ítalíu og í París það ár og
árið 1951. Frá 1953-1972 vann Jó-
hannes við fag sitt, gull- og silf-
ursmíði, meðfram málaralistinni
og rak lengi eigið verkstæði við
Skólavörðustíg. Frá 1972 hefur
hann helgað sig málaralistinni
jafnframt starfi við Listasafn ís-
lands.
Jóhannes hélt sína fyrstu
einkasýningu í Listamannaskál-
anum árið 1946 og hefur síðan
haldið fjölmargar sérsýningar
auk þátttöku í samsýningum hér
heima og erlendis. Hann hefur
tekið virkan þátt í félagsmálum
myndlistarmanna og m.a. setið í
safnráði Listasafns í 8 ár.
Á sýningunni sem nú verður
opnuð er aðal áhersla lögð á að
sýna þróun Jóhannesar sem
listmálara. Af þeim 134 verkum
sem eru á sýningunni eru 118
málverk, „collage“myndir og
vatnslitamyndir en 16 gull- og
silfurgripir.
Þess má til gamans geta að þeg-
ar Jóhannes var að hengja upp
sýninguna nú í vikunni kom þar
að gestur langt að kominn: ríkis-
arfinn í Oman við Persaflóa.
Hann er listvinur mikill og ferð-
ast um heiminn að skoða söfn og
kaupa myndlist. Parf ekki að orð-
lengja það nema ríkisarfinn festi
kaup á stórri mynd eftir Jóhannes
og snaraði út „nokkrum kýrverð-
um“ eins og listamaðurinn komst
að orði.
Myndlistarskólinn í Reykjavík hefur að undanförnu kynnt
almenningi starfsemi sína með opnu húsi á laugardögum. Nú um
helgina verður sýning á verkum nemenda í barnadeildum skólans
en þeir eru um 100 talsins á aldrinum 6-16 ára. Skólinn sem er i
Tryggvagötu 15 verður opinn almenningi laugardag og sunnudag
kl. 14-18. A myndinni má sjá einn nemandann og ef okkur skeikar
ekki þeim mun meira er hún eitthvað að föndra við dúkku af þeirri
gerð sem maður stingur puttanum í og lætur sprella.
-ÞH
Norrœna húsið
Sýningin verður fyrst um sinn - ettir það trá kl. 13.30-16 virka
opin daglega frá kl. 13.30-22 en daga og kl. 13.30-22 um helgar.
Ungur
sœnskur
óbóleikari
Ásunnudaginn kl. 20.30
verða aörir tónleikarnir í röð
tónleika sem Norrænahúsið
stendurfyrir á þessu vori og
nefnast Ungir norrænir ein-
leikarar. Þar leikursænski
óbóleikarinn Helen Jahren
ásamt Láru Rafnsdótturpí-
anóleikara.
Helen Jahren er 26 ára að aldri
frá Málmey í Svíþjóð. Hún út-
skrifaðist sem óbóleikari frá
Tónlistarskólanum í Málmey árið
1978 en stundaði síðan fram-
haldsnám í Freiburg í Þýskalandi
og Bern í Sviss. Hún hefur víða
komið fram í Svíþjóð og öðrum
löndum Evrópu og í fyrravor fór
hún í langt tónleikaferðalag til tíu
landa í Suður- og Mið-Ameríku.
Hún hefur hlotið ýmsar viður-
kenningar fyrir óbóleik sinn,
m.a. fyrstu verðlaun í keppni í
Belgrad og Austur-Þýskalandi.
Einnig var hún meðal sigurveg-
ara í keppni ungra tónlistar-
manna í Osló í fyrra. Á efnisskrá
tónleikanna verða bæði gömul og
ný verk, en Helen Jahren hefur
fengið orð fyrir að vera snjöll í
túlkun nútímaverka og hafa ýms-
ir skrifað verk fyrir hana. -ÞH
Gallerí Langbrók
Kristín Þorkelsdóttir
sýnir vatnslitamyndir
Á morgun, laugardag, opnar
Kristín Þorkelsdóttir sýningu á
vatnslitamyndum í Gallerí
Langbrók á T orfunni. Á sýn-
ingunni eru 29 myndir,
náttúrustemmningar, flestar
frá síðasta sumri og hefur
listakonan gefið sýningunni
nafnið Stillur.
Kristín stundaði nám í frjálsri
myndlist við Myndlista- og hand-
íðaskólann á árunum 1951-54 og
var aðstoðarkennari á kvöldnám-
skeiðum hjá Sver Haraldssyni á
síðasta námsári.
Kristín hefur einkum lagt
stund á auglýsingateiknun síðan
hún lauk námi og rekið eina stær-
stu auglýsingastofu landsins und-
anfarin ár. Þetta er fyrsta einka-
sýning hennar á sviði frjálsrar
myndlistar.
-ÞH
Tónlistarfélag Reykjavíkur
Mullova og Abramovic
Á morgun, laugardag, kl.
20.30 halda Viktoria Mullova
fiðluleikari og Charles Abram-
ovic píanóleikari tónleika í
Austurbæjarbíói á vegum
Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík.
Viktoria Mullova er frá Sovét-
ríkjunum en gerðist landflótta
árið 1983 og hefur síðan búið í
New York. Þrátt fyrir ungan
aldur, aðeins 25, ár, hefur hún
unnið til ýmissa alþjóðlegra verð-
launa fyrir list sína. Þegar hún
yfirgaf Sovétríkin varð hún að
skilja eftir dýrindis Stradivarius-
arfiðlu sem hún hafði að láni hjá
ríkinu en fyrir skömu skutu vinir
hennar saman fyrir nýrri fiðlu af
þessari eftirsóttu gerð og leikur
hún á hana hérlendis.
Þess má geta að breskar sjón-
varpsstöðvar hafa gert heimildar-
mynd um Viktoriu Mullova sem
frumsýnd var fyrir skömmu í
Bretlandi. Sú mynd verður sýnd í
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
íslenska sjónvarpinu eftir rétta
viku, þ.e. á föstudaginn í næstu
viku.
Charles Abramovic er banda-
rískur og hefur eins og Mullova
unnið til fjölmargra verðlauna í
heimalandi sínu. Hann hefur
komið fram sem einleikari með
hljómsveitum, haldið einleiks-
tónleika og tekið þátt í kammer-
tónleikum í Bandaríkjunum,
Kanada og Júgóslavíu.
Á efnisskrán tónleikanna er
Sónata í B-dúr, K 378 eftir Moz-
art, Sónata fyrir einleiksfiðlu
eftir Béla Bartok, Sónata nr. 1 í
G-dúr, opus 78 eftir Brahms og
La Campanella eftir Paganini.
-ÞH
Laugavegurinn
í gegnum sýninguna
Þetta er „í fyrsta sinn sem
Laugavegurinn liggur í gegn-
um myndlistarsýningu" segir í
fréttatilkynningu um tværsýn-
ingar á málverkum Þorláks
Kristinssonarsem nú standa
yfir.
Skýringin á þessu er sú að hluti
sýningarinnar er í veitingahúsinu
Café Gestur á Laugavegi 28 en
hinn hlutinn í húsakynnum Al-
þýðubankans hinum megin við
götuna.
Þorlák Kristinsson ætti að vera
óþarfi að kynna fyrir lesendum
Þjóðviljans en hann nam mynd-
list í MHÍ og Vestur-Berlín.
Hann hefur haldið einkasýningar
í Berlín, á Akureyri, Sauðárkróki
og í Reykjavík.
-ÞH