Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti EnnstóöKRíFH FH vann þó 25:23 og getur orðið meistari í kvöld Guðmundur Steinsson tryggði Fram aukastig með sínu fyrsta marki í Fteykjavíkurmótinu í ár. KR veitti FH harða keppni eina ferðina enn þegar liðin mættust í úrslitakeppni 1. deildar í Höllinni í gærkvöldi. KR komst í 7:2 í byrjun og leiddi til loka fyrri hálf- leiks er FH náði að komast yfir með nokkrum heppnisbrag og leiða 15:14 í hléi. Seinni hálf- leikur var síðan hnífjafn, KR minnkaði muninn í 24:23 hálfri mínútu fyrir leikslok þegar Haukur Ottesen skoraði með lúmsku skoti, en Hans Guð- mundsson átti síðan lokaorðið, 25:23. Þar með geta úrslit íslands- mótsins ráðist í kvöld. Takist FH að sigra Val er meistaratitillinn í höfn hjá liðinu. Sá leikur byrjar kl. 21.30 en kl. 20 leika Víkingur og KR. FH-ingar virkuðu ótrúlega áhugalausir. Kristján Arason og Hans Guðmundsson voru teknir úr umferð allan tímann - Kristján náði þó að rífa sig lausan hvað eftir annað og var bestur FH- inga. Jón Erling Ragnarsson, Guðjón Árnason og Sveinn Bragason áttu allir góða spretti. KR dalaði eftir góða byrjun, áhugaleysið fór vaxandi eftir því sem á leið. Jóhannes Stefánsson, Haukur Geirmundsson og Páll Björgvinsson voru bestu menn liðsins ásamt Jens Einarssyni markverði. _____ Mörk FH: Kristján 8 (1 v), Jón Erlina 4, Sveinn 4, Guöjón Á. 3, Þorgils Ottar Mathiesen 2, Guöjón Guömundsson 2, Hans 1 og Valgaröur Valgarösson 1. Mörk KR: Jóhannes 6 (2 v), Haukur G. 4, Páll 4, Haukur Ott. 3, Hörður Haröarson 3 og Ólafur Lárusson 3. - hs/VS Kristján Arason skoraði 8 mörk í gær- kvöldi þrátt fyrir stranga gæslu. Reykjavíkurmótið Aukastigið hafðist Handbolti Víkingar steinlágu Guðmundur tryggði það á síðustu sekúndu Staðan Guðmundur Steinsson tryggði Fram aukastig gegn ÍR á síðustu stundu í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Hann skallaði knöttinn snyrtilega yfir úthlaupandi markvörð IR á síð- ustu sekúndum leiksins - ÍR rétt gat byrjað á miðju áður en flautað var af - úrslitin 3-0. Guðmundur Torfason skoraði fyrsta mark Fram eftir fimm mín- útna leik og Ómar Torfason bætti öðru við í byrjun seinni hálfleiks. ÍR beit hressilega frá sér en sókn Fram var þung undir lokin og hún skilaði sér í þriðja markinu og þriðja stiginu. Staðan í A-riðli þegar einn leikur er eftir: Fram.................3 2 0 1 6-1 6 Þróttur..............2 2 0 0 4-1 5 KR...................2 0 111-41 IR...................3 0 1 2 2-7 1 Helgar- sportið íslandsmót íþróttasambands Fatlaðra verða haldin í íþrótta- höllinni á Akureyri um helgina. Þátttaka í mótinu er geysilega mikil, á annað hundrað keppend- ur frá níu félögum. í tengslum við mótin stendur ÍF fyrir 5 km götuhlaupi á sunnudag- inn, í Þórunnarstraeti. Þátttak- endur verða bæði fatlaðir og óf- atlaðir og mega þeir ferðast þessa vegalengd á þann hátt er þeim hentar. Vélknúin ökutæki og hestar verða þó ekki leyfð. Borðtennis íslandsmótið í borðtennis fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Keppt verður bæði laug- ardag og sunnudag og byrjað 13.30 báða dagana. Keppni lýkur með úrslitum í einliðaleik kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Knattspyrna Bikarkeppni KRA hefst um helgina en í henni taka þátt Akur- eyrarfélögin Þór, KA og Vaskur ásamt Leiftri frá Ólafsfirði. Fyrsti leikurinn verður á Sanavellinum á morgun, laugardag, kl. 16 og leika þar KA og Vaskur. Kl. 14 á sunnudag leika síðan KA og Leiftur á sama stað. Valur og Víkingur leika í Reykjavíkurmótinu, meistara- flokki karla, kl. 15 á morgun á gervigrasinu. Kl. 19 á sunnudags- kvöld mætast sömu félög í meistaraflokki kvenna. Leikið verður í Litlu bikarkeppninni um helgina og mætast ÍA og FH á Akranesi á morgun. Handbolti Síðustu leikir 3. umferðar úrslitakeppninnar í 1. deild fara fram .' Laugardalshöllinni í kvöld. Víkingur og KR mætast kl. 20 og síðan leika Valur og FH kl. 21.30. Fram og Þróttur fara í undan- úrslit, þaö lið sem verður ofar í riðlinum þegar upp er staðið leikur við lið númer tvö í B-riðli en lið númer tvö við lið númer eitt í A-riðli, sem verður örugg- lega Valur. Ómar Torfason hefur nú skorað flest mörk í A-riðli, þrjú, en Kristinn Björnsson, Val, mest í B-riðli, fjögur. -VS í 1. deild karla i handknattleik eftir leikina í gærkvöldi: FH........... 14 10 3 1 368-330 23 Valur........ 14 7 4 3 299-283 18 Vlkingur..... 14 5 1 8 302-323 11 KR........... 14 1 2 11 294-327 4 Markahæstir Kristján Arason, FH...............93 HansGuðmundsson, FH...............84 Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi..78 Viggó Sigurðsson, Víkingi.........68 HaukurGeirmundsson, KR............64 Danmörk Simonsen tilbúinn! Átti stórleik með Vejle og gerði glœsimark Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: „Allan Simonsen er klar for landsholdet“, Simonsen tilbúinn í landsliðið, var inntakið í aðalfyr- irsögnum dönsku blaðanna í gær. Simonsen, sem ekki hefur leikið „alvörulandsleik“ síðan hann brotnaði í fyrsta leik Evrópu- Samningur Framarar endurnýja Knattspyrnudeild Fram hefur endurnýjað auglýsingasamning sinn við IBM en í gildi er rammsamningur til fimm ára frá síðasta ári. Meistaraflokkur Fram mun því áfram leika með auglýsingu frá IBM á búningum sínum. Framarar hafa einnig gert á- framhaldandi samning við Heildverslun Björgvins Schram um að allir flokkar félagsins leiki í Adidas-búningum. Þetta er fimmta árið í röð sem Fram notar eingöngu Adidas-búninga. Brynjar Uppskurði seinkað Það er óvíst að Brynjar Kvaran markvörður Stjörnunnar og landsliðsinns í handknattleik þurfi að gangast undir uppskurð strax. Honum verður sennilega seinkað þannig að Brynjar ætti að geta leikið með Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Til undanúrslitanna verður dreg- ið í beinni sjónvarpsútsendingu í íþróttaþættinum á laugardag. -hs keppninnar í Frakklandi í fyrra, er kominn í sinn gamla ham. Simonsen var potturinn og pannan í öllu hjá Vejle um helg- ina er liðið gerði jafntefli við Lyngby, 1:1, í annarri umferð dönsku 1. deildarinnar. Hann kórónaði frammistöðu sína með gullfallegu marki og danska landsliðið hlýtur að geta nýtt sér krafta hans í HM-leikjunum sem framundan eru. Eftir tvær umferðir í dönsku 1. deildinni eru Kastrup og Næstved einu liðin sem eru með 4 stig. Það kemur mjög á óvart, Kastrup eru nýliðar í deildinni og Næstved slapp naumlega við fall í fyrra. Valur Ingimundarson var stigahæst- ur gegn Finnum í gær. Aberandi áhugaleysiþegar Valur vann Víking 31 Hvorki áhorfendur né leik- menn höfðu gaman af leik Vals og Víkings í úrslitakeppninni í gær- kvöldi. Leikið var í Laugardals- höll og steinlágu Víkingar í lé- legum leik. Valsmenn sigruðu með 31 marki gegn 18, eftir að staðan hafði verið 14:9 í leikhléi. Leikurinn byrjaði þokkalega og var jafnt á öllum tölum upp í 4:4. Þá skildu leiðir og Valur skoraði næstu 4 mörkin og í hálf- leik var staðan orðin 14:9. Víkingar voru hálfvegis búnir að missa áhugann, en héldu þó svipuðum mun þar til að 10 mín. voru eftir af leiknum og staðan var 22:16. En þá nánast hættu þeir og Valsmenn skoruðu 9 gegn 2 á lokamínútunum, og leiknum lauk því 31:18. Víkingarnir voru mjög daufir, helst að Steinar Birgisson hafi :18 reynt að standa sig, fyrir utan Kristján Sigmundsson sem varði vel. Valsmenn voru öllu skárri, en smituðust af áhugaleysi Vík- inga. Einar Þorvarðarson varði mjög vel og Jón Pétur Jónsson átti ágætan leik. Þá áttu þeir Guðni Bergsson og Ingvar Guð- mundsson góðan sprett í lokin og skoruðu þeir samanlagt 7 af 8 síð- ustu mörkum Vals. Dómarar voru þeir Björn Jó- hannesson og Rögnvaldur Er- lingsson og voru þeir með betri mönnum á vellinum. Mörkin: Valur: Jón Pétur 8/1, Jakob Sig- urösson 8/2, Guöni 5, Valdimar Grímsson 4, Geir Sveinsson 2, Ingvar Guömundsson 2/1, Theódór Guðfinnsson og Þorbjörn Guömundsson 1. Vikingur: Þorbergur Aöalsteinsson 6, Steinar 6, Viggó Sigurösson 2, Hilmar Sigurgislason 2, Siggeir Magnússon 1 og Siguröur Ragnarsson 1. - gsm Körfubolti Ekki stig í hálfa níundu mínútu! Yfirburðasigur Finna eftir jafnan fyrri hálfleik, 90:53 „Fyrri hálfleikur var jafn góð- ur hjá íslenska liðinu og sá seinni var lélegur. Finnar eru n\jög stcrkir, léku fast og voru grimmir eins og alltaf og i seinni hálf- leiknum átti íslenska liðið aldrei möguleika,“ sagði Kristinn Jör- undsson fararstjóri íslenska landsliðsins í körfuknattleik í samtali við Þjóðviljann í gær. ísland tapaði sínum fyrsta leik á Polar Cup sem fram fer í bæn- um Kouvola, skammt frá Hels- inki, höfuðborg Finnlands, gegn Finnum í gærdag. Finnar unnu yfirburðasigur, 90:53, í þessum fyrsta leik mótsins. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá íslenska liðinu, að sögn Krist- ins, og það hafði oft forystu. Finnar náðu þó yfirhöndinni fyrir hálfleik, 36:31. Þeir Pálmar Sig- urðsson, ívar Webster og Jón Kr. Gíslason léku allir mjög vel í fyrri hálfleiknum en undir lok hans varð íslenska liðið fyrir því áfalli að Pálmar Sigurðsson fékk högg í andlitið. Hann var fluttur á slysa- varðstofunna í Kouvola þar sem saumuð voru fjögur spor í andlit hans. Föstudagur 19. apríl 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 Þetta fói greinilega illa með ís- lenska liðið og í byrjun seinni hálfleiks skoraði það ekki stig hvorki meira né minna en í hálfa níundu mínútu! Finnar náðu al- gerri yfirburðastöðu sem ísland réð ekkert við. Þegar ljóst var að hverju stefndi voru ívar og Torfi Magnússon hvfldir fyrir átökin í dag en ísland mætir bæði Svíum og Norðmönnum. „Ég reikna með Svíum svipuð- um og Finnum og Norðmenn eru mjög sterkir. Við getum þó unnið þá ef við dettum niður á mjög góðan leik. Það er raunhæfast að ætla sér sigur gegn Dönum í loka- leiknum á sunnudag. En fyrst og fremst lítum við á þetta mót sem fyrsta skrefið í undirbúningi liðs- ins fyrir Evrópukeppnina næsta vor,“ sagði Kristinn Jörundsson. Stig Islands skoruðu: Valur Ingimund- arson 14, Pálmar Sigurðsson 10, Ivar We- bster 8, Birgir Mikaelsson 7, Guöni Guðna- son 4, Tómas Holton 3, Torfi Magnússon 3, Gylfi Þorkelsson 3 og Jón Kr. Gíslason 1. ísland leikur við Svíþjóð kl. 11 að íslenskum tíma í dag og við Noreg kl. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.