Þjóðviljinn - 19.04.1985, Side 16
Aðaisími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MOÐVIUINN
Föstudagur 19. apríl 1985 88. tölublað 50. örgangur
Heiðargerðið
Bakkar
Davíð?
Húsbyggingum á róló
frestað í borgarstjórn
Það var samþykkt á borgar-
stjórnarfundi 8. maí í fyrra að
reisa þarna 2 hús og ég greiddi þá
atkvæði gegn því að þetta land
yrði tekið undir íbúðarbyggð í
óþökk íbúa hverfisins,“ sagði Sig-
urjón Pétursson borgarfulltrúi
við Þjóðviljann.
Mál þetta átti að koma fyrir
borgarstjórnarfund í gærkvöldi
en því var frestað. Samkvæmt
heimildum Þjóðviljans mun Da-
víð Oddsson borgarstjóri nú vera
að hugleiða að falla frá því að
byggja á róluvellinum og sama er
að segja um ýmsa aðra borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Á borgarstjórnarfundi í gær
var dreift mótmælum þeirra sem
upphaflega bentu á svæðið sem
tilvalið íbúöarsvæði og óskuðu
eftir að reisa þar hús. Telja þeir
sem eru kennarar við hverfis-
skólann að undirbúningsvinna
sín hafi í heimildarleysi verið not-
uð af Borgarskipulagi til þess eins
að láta aðra en þau njóta lóð-
anna. „Við teljum að meðferð
þessa máls sé siðlaus og ekki í
takt við þá stefnu sem meirihluti
borgarstjórnar telur sig fylgja,“
segir í bréfi þeirra. Tillaga er um
úthlutun á annarri lóðinni nú til
óskylds aðila, til uppgjörs á 25
ára gamalli erfðafestu Guðmund-
ar í Víði. - aró
Tarkovskísöfnun
1851 skrifuðu
undir
Forsvarsmenn Tarkovskí-söfn-
unarinnar afhendu í fyrradag so-
véska sendiráðinu undirskrifta-
lista með nöfnum 1851 konu með
áskorun um að hjálpa syni Tark-
ovskí hjónanna að komast úr
landi í Sovétríkjunum til foreldra
sinna sem búa á Ítalíu. Hefur á-
skorunin verið send Gorbatsjov
aðalritara Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna.
Undirskriftasöfnunin stóð í
eina viku. Nokkrir íslenskar kon-
ur áttu upptökin að söfnuninni en
ýmis samtök komu þeim til liðs
eins og Kvennahúsið, Kvenna-
fylking Alþýðubandalagsins og
Landsamband Sjálfstæðis-
kvenna. - v
Myndlistarþing í dag og á moigun
Idag og á morgun verður haldið
Myndlistarþing í Borgartúni 6
og er yfirskrift þess „Myndlist
sem atvinna“. Hefst þingið kl. 10
árdegis í dag og stendur til kl. 18.
Á morgun verður þingað frá
12.30 til 4.
Að þessu þingi, sem er annað
Myndlistarþingið sem haldið er,
standa öll stéttarfélög mynd-
listarmanna en þau mynda sam-
eiginlega Samband íslenskra
myndlistarmanna, SÍM. Vernd-
ari þingsins er Vigdís Finnboga-
dóttir forseti.
Forseti myndlistarþingsins er
Björn Th. Björnsson listfræðing-
ur, fundarstjóri Flörður Ágústs-
son listmálari og ritari Kristján
Davíðsson listmálari.
Þingið hefst á ávarpi Ragnhild-
ar Helgadóttur menntamálaráð-
herra en að því loknu flytja Hall-
dór Blöndal alþingismaður, Sva-
va Jakobsdóttir rithöfundur og
Gunnsteinn Gíslason myndhög-
gvari og formaður SÍM fram-
söguerindi en að þeim loknum
verður starfað í umræðuhópum.
- ÞH
Frétta
myndir
ársins 1984
Fréttamynd ársins 1984, valin úr safni 5811 mynda eftir 859 Ijósmyndara frá 55 löndum. Myndin sýnir greftrun barns sem
varð fórnarlamb sprengingarinnar í verksmiðju Union Carbide í borginni Bophal á Indlandi.
World Press Photo
í Listasafni ASI
Myndin sem fylgir þessari frétt
er tekin af greftrun barns í Bop-
hal á Indlandi eftir að sprenging
hafði orðið í verksmiðju Union
Carbide þar í borg. Þessi mynd
var valin fréttamynd ársins 1984
og er hún á sýningu sem opnuð
verður í Listasafni ASÍ í kvöld.
Sýningin nefnist World Press
Photo og kemur hingað frá Hol-
landi en þar er stofnun með þessu
nafni sem efnir árlega til verð-
launasamkeppni meðal ljós-
myndara um allan heim. Að
verðlaunaafhendingu lokinni er
sett upp sýning á bestu myndun-
um og hún send víðsvegar um
heim.
Á sýningunni eru 137 myndir
úr samkeppninni og er þeim skipt
upp í 16 flokka, fréttamyndir,
íþróttamyndir, náttúrumyndir
osfrv. Eru verðlaun veitt fyrir
hvern flokk, bæði einstakar
myndir og myndaflokka. Myndin
sem fylgir þessari frétt er úr
myndaröð frá Bobhal eftir ind-
verska ljósmyndarann Pablo
Bartholomew en hann starfar
fyrir mynddreifingarfyrirtækið
Gamma.
íslenskum blaðaljósmyndur-
um var boðið að taka þátt í sýn-
ingunni núna og eiga þeir nokkuð
af myndum þar. Boðið barst
þeim með litlum fyrirvara svo
sýningin gefur ekki rétta mynd af
hæfni íslenskra fréttaljósmynd-
ara. Hana verður hægt að meta í
haust en þá verður efnt til verð-
launasamkeppni meðal íslenskra
fréttaljósmyndara um mynd árs-
ins. Er það stefna Listasafns ASÍ
að sýningin World Press Photo
verði árlegur viðburður og að þar
verði jafnframt sýndar þær
myndir íslenskrar sem verðlaun
hljóta hér heima. - ÞH
Eiturlyf
Kröfu um rannsókn synjað
Rannsóknarlögregla ríkisins telur ekki ástœðu til að
rannsaka meintar lyfjagjafir lœkna til vímufíkins
fólks. Sumum lœknum laus penninn
Rannsóknarlögrcgla ríkisins
hefur ákveðið að verða ekki
við beiðni aðstandenda fíknilyfja-
neytanda í Reykjavík um opin-
bera rannsókn á lyfjagjöfum
lækna til vímufikins fólks sem
hann óskaði eftir 2. apríl sl. Segir
í bréfl sem aðstandendum barst í
gær að „svo sem málatilbúnaði
yðar er háttað, þykja ekki efni til
að verða við beiðni yðar um opin-
bera rannsókn en beiðni yðar
fylgdu engin önnur gögn.“
DV og Þjóðviljinn hafa birt
Eiturlyf
Krafa um opinbera rannsókn
Lögð hefur verið fram krafa um
opinbera rannsóVn á lyfjagjöf-
um lsekna í vímufíkið fólk hér á
landi um margra ára skeið svo og
í nútfð, einsog það er orðað í kröf-
unni sem lögð var fram hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins fyrir
páska.
Samkvæmt heimildum Þjóö-
Tveir lœknar sviptir leyfi á síðasta ári
viljans hefur maðurinn sem lagði í frétt DV sl. miðvikudag
fram kíöfuna þckkingu á þessum greinir frá því að tveir læknar hafi
málum, þarsem hann ólst upp á verið sviptir levfi til að ávísa lyfj-
heimili með fórnarlambi vímu- um á sl. ári. I viðtali við DV á
neyslu.
„Ég óska að hraðað verði aö
megni rannsókn þessari því um líf
og heilsu fólks er að ræða." segir í
kröfu mannsins.
miðvikudaginn segir Guðjón
Magnússon landlæknir að sér
væri „engin launung á því, það er
alltaf einhverjum læknum laus
penninn". - 6g
fréttir að undanförnu um baráttu
þessa manns, sem er sonur fíkni-
efnaneytanda, fyrir því að rann-
sókn fari fram á meintum, óhóf-
legum lyfjagjöfum íslenskra
lækna til vímufíkins fólks. í kröfu
mannsins segir: „Ég óska að
hraðað verði að megni rannsókn
þessari, því að um líf og heilsu
fólks er að ræða.“
Þess skal getið að settur land-
læknir, Guðjón Magnússon, hef-
ur látið hafa eftir sér í blaðavið-
tali að „sér væri engin launung á
því að alltaf sé einhverjum lækn-
um laus penninn" eins og hann
orðaði það.
Kvennaathvarfið
Vantar 1,4
miljónir
1,4 miljónir króna vantar uppá
að endar nái saman hjá Kvenna-
athvarfínu í Reykjavík í ár, og
segir gjaldkeri samtakanna, Olöf
Briem að stefni í gjaldþrot seinni
part ársins. „Við munum auðvit-
að leita eftir aukafjárveitingum
frá hinu opinbera, en ekki loka
þegjandi og hljóðalaust,“ segir
hún og bendir á að mörg sveitarf-
élaganna á suð-vestur horninu
hafi synjað styrkbeiðnum kvenn-
aathvarfsins.
Sjá bls. 6.