Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 3
Suður-Afríka
Hjúskapar-
bannið fellt
úr gildi
Hvað um börnin?
Fyrir nokkru felldi stjórn
hvíta minnihlutans í Suður-
Afríku úr gildi hin illræmdu lög
sem banna hjúskap og kyn-
mök milli fólks af mismunandi
kynþætti. Margir telja að litlu
muni um þessa breytingu en
aðrir vona, að með henni sé
sett fordæmi sem gæti á sinn
hátt grafið undan lagabálk-
inum um aðskilnað kynþátta,
apartheid.
Stjórnin hefur að líkindum
hugsað til þess, að einmitt frá-
sagnir af leynilögreglumönnum
sem eru að stía sundur elsk-
endum, skoða rúmföt þeirra, láta
konur gangast undir nærgöngula
skoðun og fleira hefur meira en
margt annað magnað upp andúð
á stjórnarháttum í Suður-Afríku
úti um heim.
í raun breytir það ekki miklu
þótt fólk í áður ólögmætri
sambúð geti nú gifst. Yfirvöld
hafa upp á síðkastið séð í gegnum
fingur við þau fáu pör, sem hafa
haft einurð til að bjóða lögum og
boðum hins hvíta samfélags byrg-
inn. Og þótt fólk megi sofa sam-
an, þá eru enn í gildi lagabálkar
sem eiginlega banna þeim að búa
saman. Börn þeirra verða flokk-
uð sem „lituð” og fá ekki að fara í
skóla með hvítum börnum.
Það sem helst er talið jákvætt
við afnám „siðferðislaganna” er
það, að annað og meira kunni að
Áfengis-
einkasala
tekin upp
a
Grœnlandi
Sérfræðingar um áfengis-
varnir hafa þingað á Græn-
landf og komist að þeirri niður-
stöðu að það beri að setja
áfengissölu í landinu alla undir
opinbera einkasölu eins og
gert er t.d. á íslandi og í Noregi.
Samkvæmt þessu verður áfengi
aðeins selt á einum stað í hverju
byggðarlagi og verður það háð al-
mennri atkvæðagreiðslu hvort
opna skal eða loka útsölu. Tillaga
sérfræðinganna, sem bæði voru
danskir og grænlenskir, hefur
sætt miklum mótmælum kaup-
manna, sem segja að ýmsar búðir
verði að loka ef þær missa þann
spón úr aski sínum sem áfengis-
salan er.
fylgja á eftir. Fleiri munu þeir
samt, sem telja að umbóta-
skammtar af þessu tagi séu alltof
smáir og hafi litla þýðingu í því
ástandi sem nú er að skapast í
landinu.
Þeirra hjúskapur verður nú löglegur - en hvað um börn þeirra?
Flugan
ógurlega
Húsflugur eru meinleysiskvik-
indi gæti maður haldið. En þegar
betur er að gáð og vísindin hjálpa
til, kemur í ljós að þær geta smit-
að mannfólkið af um 30 að-
skiljanlegum sjúkdómum. Þar á
meðal éru sjúkdómar einsog kól-
era og skaríatssótt.
TOSHIBA
Örbylgjuofnarnir
tryggja þér miklu betri
árangur við matseldina
Toshiba örbylgjuofnarnir eru búnir
Deltawave dreifingu.
Kynntu þér muninn.
Venjuleg dreifing
ónákvæm hitun.
Deltawave dreifing
jöfn og nákvæm.
Einkaleyfi Toshiba.
ER 674 kr. 19.800,
i brúnu og hvftu.
EF
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI lOA-SlMI I6995
Mesta úrval af ofnum.
Verð frá kr. 15.900,-
ÞJÓÐVIUMN - SfBA 3
MÉFW
MJÓLKURDAGSNEFND
- MJÓLK ER GÓÐ