Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 4
Á BEININU Hugsanlega nýtt dagblað Magnús Ólafsson fyrrverandi ritstjóri tekinn ábeinið Magnús Ólafsson hefur sagt upp ritstjórastörfum ó NT og eftir fylgja flestir blaðamenn ó ritstjórn blaðsins sem varð til ó rústum gamla Tímans fyrir rúmu óri. Við skruppum yfir Síðumúlann með beinið í fanginu og sögðum Magnúsi að gera svo vel að setjast. Þú ert hættur og talar um að fyrir því séu rekstrarlegar ástæð- ur. Samt rekurðu upphaf þessara deilna til prentaraverkfallsins þegar Framsóknarflokkurinn kom í veg fyrir að NT kæmist útá göturnar. Eru ekki líka pólitískar ástæður á bakvið uppsögnina? - Upphafsins er óneitanlega að leita í prentaraverkfallinu, það er rétt. En samkvæmt mínum heim- ildum var það Sjálfstæðisflokkur- inn - gegn Framsóknarflokknum sem beitti sér gegn því að NT tækist að semja við prentara og komast á göturnar. Bakvið allt saman stóðu auðvitað mennirnir í Garðastrætinu. Þannig má rekja upphaf brottfarar minnar til póli- tískra deilna, ef þú vilt. En rekstrarleg sjónarmið hafa verið í brennidepli frá degi til dags. I Helgarpósti er sagt að í raun- inni standi Steingrímur Her- mannsson á bakvið aðfarir blað- stjórnarinnar slðustu daga? - Ég hef enga trú á því, og ég hef meira að segja vitneskju um að svo er ekki. Tekur blaðstjórnin ákvarðanir sínar án tengsla við sterk öfl í Framsóknarflokknum? - í þessu tilviki, já. Rekstrarlegar ástæður, - þið Sigurður Skagfjörð fyrrverandi framkvæmdastjóri höfðuð ekki komið mjög nálægt blaðaútgáfu þegar þið byrjuðuð með NT. Á reynsluleysi ykkar sök á því að NT-ævintýrið gekk ekki fjárhags- lega upp? - Ég hef margoft sagt, og ítrek- aði það núna í uppsagnarbréfi mínu, að fyrstu mistök blað- stjórnarinnar voru að ráða Sigurð og mig sem aðalmenn, einmitt vegna þessa reynsluleysis. Þótt maður hafi verið blaðamaður mörg sumur þýðir það ekki það sama og að standa að blaðaút- gáfu. Ertu með þessu að taka ábyrgð á fjárhagnum á þínar herðar? - Já og nei. Sem ritstjóri á ég samkvæmt skilgreiningu ekki að koma neitt nálægt fjármálum. Þá sök get ég ekki tekið á mig. Hefði ég hinsvegar haft meiri reynslu af blaðaútgáfu hefði ég farið ýmsar aðrar leiðir en valdar voru í upp- hafi. Einsog til dæmis að fresta breytingum frammá haust, og ég hefði reynt að gera blaðið auðveldara í tæknilegri vinnslu, og fleira. Hver er hallinn á NT núna? - Það er sennilega mesta grínið af öllu saman; - það hefur enginn hugmynd um. Engar tölur nefndar? - Engar tölur nefndar, engar tölur til. Hvaða hjálp hefur NT fengið frá SÍS? Menn ræða um miklar auglýsingar og um uppáskrifaða víxla þegar kaup er greitt... - Mér vitanlega hefur NT aldrei fengið nokkurn fjárhags- legan stuðning frá Sambandinu. Málin hafa meðal annars þróast þannig að auglýsingahlutfall þeirra hjá okkur hefur minnkað. - Hafi einhver fengið SÍS-víxla sem launagreiðslu geta verið eðli- legar ástæður fyrir því. Flestir auglýsendur borga auglýsinga- reikninga með víxlum, og einn þeirra hefur þá verið framseldur í þessu tilviki. Þið á NT sögðust vera pólitískt óháðir. Samt á Framsóknar- flokkurinn meirihluta I blaðinu. Var þetta nokkurntíma rétt hjá ykkur? Var þetta nokkurntíma hægt? - Ég fullyrði að á þessu eina ári höfum við verið fullkomlega póli- tískt óháðir í fréttaskrifum. Það voru engar línur gefnar um frétt- ir, til dæmis af þingi og öðrum stjórnmálaviðburðum. I leiðara- skrifum studdum við hinsvegar samvinnu og félagshyggju, og þarafleiðandi iðulega Framsókn- arflokkinn þegar okkur þótti við eiga - Ég held að svona frjáls rit- stjórnarstefna hefði aldrei getað gengið nema í stuttan tíma, til dæmis á uppbyggingartímabili, - því eigendur munu ævinlega fyrr eða síðar krefjast réttar síns. Það er óhjákvæmilegt. Ég held að þið á Þjóðviljanum munið fá að fínna það á komandi misserum. Óháð fréttamennsku segirðu, - en í að minnsta kosti tveimur mál- um tengdum framsóknarmönn- um þagði NT þunnu hljóði meðan aðrir fjölmiðlar fóru hamförum: skemmdu kartöflurnar og Braga- kafflskandallinn. Var þetta sam- kvæmt skipum að ofan eða var þetta innri ritskoðun? - Hvorugt. Á öllum blöðum eiga sér stað mistök í fréttastjórn. Við misstum til dæmis af því þeg- ar Sovétmenn reyndu að stöðva Tarkofskí-hátíðina og þegar Ber- víkurslysið varð. Frá þessu sagði Þjóðviljinn og önnur dagblöð, við ekki. Þarna var auðvitað eng- in skipun að ofan, við misstum einfaldlega af fréttinni, nákvæm- lega einsog önnur dagblöð í öðr- um dæmum. Þetta tvennt sem þú nefnir fell- ur undir slys í blaðinu. Við þögðum reyndar ekki yfír þessu en sögðum frá því síðar en aðrir fjölmiðlar. Fréttamennska á NT hefur alltaf verið heldur í síðdegisstíln- um og það var greinilegt að sam- keppnin var fyrst og fremst við DV. Hefðuð þið ekki átt að demba ykkur strax á síðdegis- markaðinn? Voru þetta ekki mis- tök? - Meiriháttar mistök. Það er sennilega þrjátíu prósent ódýrara að gefa út dagblað á kvöldmark- aði. Hvað olli? - Það var fyrst stungið uppá þessu fyrir ári, en þá ákveðið að bíða og sjá hvað gerðist um sumarið. Um síðustu áramót hvöttu sumir til breytinga en sumir blaðstjórnarmenn voru þeirrar skoðunar að undirbún- ingurinn tæki of langan tíma. Að mínu mati þarf slík breyting ekki að taka nema tvær til þrjár vikur. Er þetta síðdegismál þáttur I deilum ritstjórnar og blaðstjórn- ar? - Já, það er einn þátturinn í þeim. Mánudagsútgáfan, - tókst ykk- ur að höggva eitthvað í DV með mánudagsblaðinu? - Mánudagsútgáfan náði veru- legri útbreiðslu. En gildi hennar var fyrst og fremst fólgið í að vera fyrsta skrefið í útgáfu síðdegis- blaðs. Þannig hafði ég alltaf litið á málið. Við höfum sennilega ekki höggvið stórt skarð í út- breiðslu DV á mánudögum. Kaupendur, - margir þeirra íþróttaáhugamenn, - hafa keypt bæði blöðin. Síðdegisútgáfan á NT hefði sennilega ekki höggvið verulega í DV, heldur einfaldlega stækkað markaðinn. Það er rætt um að þú og fleiri gamlir NT-arar ætlið að reyna meira fyrir ykkur í fjölmiðlun? - Þetta ár hefur verið gífur- legur skóli og útgáfa er það sem ég þekki best núna. Þessvegna væri alls ekkert óeðlilegt þótt maður kannaði möguleika á að setja upp útgáfufyrirtæki, - og þá hugsanlega með dagblað í kollin- um. - m 4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN> Sunnudagur 5. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.