Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Ný samtök bœnda Bœndur hafa að undanförnu stofnað ný búgreinasambönd. Hver eru þau og er Stéttarsamband bœnda að klofna? Þjóðviljinn leitar svara ö leiðaraopnunni Bakgrunnur Breytingar fyrir dyrum Hin nýju landssambönd búgreina munu að öllum lík- indum eignast fulltrúa ö Stéttarsambandsþingum í framtíðinni og setja sitt mark ö starfið þar. Nýjar reglur eru f undirbúningi sem heimila nýju landssamböndunum fulltrúaaðild að Stéttarsam- 1 bandsþingum. Grunneiningarnar í Stéttar- sambandi bænda eru búnaðarfé- lögin sem eru í flestum sveitarfé- lögum. Búnaðarfélögin innan hverrar sýslu kjósa síðan þrjá kjörmenn til að velja tvo fulltrúa fyrir hverja sýslu á Stéttarsam- bandsþing. Þannig hafa nú síð- ustu ár verið 46 fulltrúar fyrir 23 sýslur landsins, samkvæmt upp- lýsingum Inga Tryggvasonar for- manns Stéttarsambandsins. Búgreinasamböndin eiga ekki beina aðild að Stéttarsamband- inu. Ingi Tryggvason kvað til- iögur hafa komið fram um aðild fulltrúa þeirra inná Stéttarsam- band. „Þó er ekki gert ráð fyrir að búgreinasambönd eigi nema lítinn hluta fulltrúa að því er ég best veit“, sagði Ingi. Þessar til- lögur hafa komið fram í nefnd sem skipuð var til að gera tillögur um breytingar á Stéttarsamband- inu. Þær verða bornar upp á næsta aðalfundi Stéttarsam- bandsins. Þá er reiknað með til- lögum um að landssamböndin fái einn fulltrúa hvert með fullum réttindum. Meðal þeirra félaga sem stofn- uð hafa verið og eru sum hver þegar orðin landssambönd eru m.a. Svínaræktarfélag íslands, Loðdýrasambandið, alifuglafé- lög, samtök garðyrkjubænda, auk þeirra sem getið er hér í opn- unni: Hagsmunafélag Hrossa- bænda, Félag kartöflubænda, landsamtök sauðfárbænda, félag mj ólkurframleiðenda. „Það er rétt að geta þess, að nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi að fulltrúar á Stéttar- sambandsþingum séu eingöngu kúa- og sauðfjárbændur. Mér er t.d. sagt að á síðasta aðalfundi hafi verið sex hænsnabændur. Þetta fer eingöngu eftir því hverj- ir njóta traust í sínu heimahér- aði“, segir Ingi. Hann kvað nokkuð hafa borið á því að menn fyndu Stéttarsam- bandinu það til foráttu að það sinni sauðfjárbændum best allra bænda, en svo vill til að meirihluti stjórnarinnar er skipaður sauð- fjárbændum. Hann kvaðst ekki telja að hin nýju búgreinasambönd myndu veikja stéttarsambandið. „Ekki vil ég gera ráð fyrir því, ég sé enga ástæðu til þess. Þetta er máske framhald af því sem upp hefur komið. Þannig að fyrst til eru t.d. sérstök sambönd fyrir hrossa- bændur af hverju þá ekki fyrir fleiri. Ég vil svosem ekki dæma um þetta, - alla vega eru yfirlýs- ingar þessara manna á þá lund, að þeir ætli að gera þetta til að styrkja stéttarsambandið en ekki veikja það“, segir Ingi Tryggva- son. _Qg LEKÐARI Verjum landþúnaðinn Bændur og landbúnaður hafa átt mjög í vök að verjast undanfarin ár á íslandi. Það er eins farið um landbúnað og sjávarútveg; ákveðin öfl hafa reynt að gera lítið úr þessum undirstöðu- greinum og haft í frammi ýmsar reiknikúnstir til að sýna fram á að þær „borgi” sig ekki. Félögum og stofnunum er ævinlega hætt við að trénast upp og taka ekki nauðsynlegum breytingum með breyttum þjóðfélagsháttum. Þannig er hætt við að ýmsar stofnanir og félaga- samtök landbúnaðarins hafi ekki nægilega tekið mið af þjóðfélagsbreytingum. Það hlýtur hins vegar að vera bændum jafn nauðsynlegt og neytendum að samskipti þeirra og trúnaðar- traust sé sem allra mest. Svo er að sjá að nokk- ur félagsleg gerjun eigi sér nú stað meðal bænda. í Þjóðviljanum í dag er greint frá nokkr- um nýjum búgreinasamböndum og þróun í þá veru að búgreinar eignist fulltrúa á þingum Stéttarsambandsins. Að hluta til er skýringin á þessum nýju sam- böndum fólgin í því að nýjar búgreinar eru að ryðja sér braut og ekki er hægt að útiloka að bændur vilji tryggja sinn hag með margvíslegri og öðrum hætti en hingað til hefur verið gert. Að mörgu leyti er skiljanlegt að neytendur á þéttbýlissvæðunum séu dálítið tortryggnir út í landbúnaðinn. Þarf ekki annað en minna á myrkviðu verðmyndunarkerfisins til að skilja það. Það er hvorki neytendum né bændum til góða að smurningur milliliðanna á vöruverðið sé einhvers konar leyndarmál, einsog því miður hefur oft verið raunin. Landbúnaðarafurðir, hið daglega brauð launamannsins, hafa hækkað ískyggilega í verði í tíð núverandi ríkisstjórnar. Miðað við kauptaxta þá hefur verðið meiraðsegja rokið upp. Það er ekki vegna þess að bændur hafi borið meira úr býtum. Þvert á móti hefur kostur þeirra verið þrengdur, ekki minna en launa- manna á þessu tímabili. Þegar skárri hluti hagfræðinga og blaða- manna skrifa um sjávarútveginn benda þeir oft á að þó tap sé á útgerðinni þá sé gróði af at- vinnugreinni, sjávarútvegi í heild sinni. Má ekki segja hið sama um landbúnaðinn? Er ekki rökrétt að benda á hina blómlegu verslun SÍS, prýðilegan fjárhag úrvinnslustöðva landbúnaðarins og hallirnar sem rísa í Reykja- vík sem sönnun þess, að það er stórgróði af landbúnaði? En sé svo, er þá ekki hugsanlegt að gróðanum af sölu landbúnaðarafurða sé eitthvað misskipt einkanlega með tilliti til bágrar afkomu bænda? Landbúnaðurinn á íslandi stendur mun traustari fótum í íslensku þjóðfélagi en óvinir atvinnugreinarinnar vilja vera láta. Þeir sem hafa verið að prédika að flytja ætti inn landbún- | aðarafurðir í samkeppni við íslenskar afurðir mættu gjarnan hafa í huga að þær afurðir eru ekki minna niðurgreiddar en þær innlendu. Og er það víst að niðurgreiðsla á landbúnaðaraf- urðum sé þjóðhagslega óhagkvæm? Það fór ekki mikið fyrir niðurstöðum merkrar skoðanakönnunar sem DV gerði í prentar- averkfallinu í haust um afstöðu íslendinga til landbúnaðarvöru. í þessari könnun var spurt hvort menn væru fylgjandi eða andvígir innflutn- ingsbanni á landbúnaðarafurðir. 75.8% reyndust fylgjandi því að vernda innanlands- framleiðsluna með slíku banni, en einungis 24.2% voru andvígir innflutningsbanni. Þetta segir meira en ýmislegt annað um þá tiltrú sem íslenskir neytendur hafa á framleiðslu landbúnaðarins og skilning umfram ýmsafrjáls- hyggjuhagfræðinga á því, að gjaldeyrissparn- aður skiptir líka máli. Auk þessa má aldrei van- meta nauðsyn þess fyrir öryggi okkar og menn- ingu að blómlegum landbúnaði sé viðhaldið í landinu. Ný hagsmunasamtök bænda um ein- staka búgreinar verða vonandi til þess að betur gangi í viðkomandi greinum og landbúnaðinum í heild. Það veitir ekki af samtakamættinum til að sporna við árásum frá fjandsamlegu ríkis- valdi og óprúttnum kaupsýslumönnum af frjáls- hyggjuætt. -óg T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.