Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 10
ár frá stríðslokum vegaranna sem réðu í hverjum landshluta. En það er ekki úr vegi hér að minnast á þá þróun, sem varð í fjölda borga og bæja um allt Þýskaland fyrstu dagana og vikurnar eftir að herir banda- manna drógu þar niður nazista- fánana. Með miklum hraða spruttu upp nefndir andfasista, alþýðu- nefndir og verkamannaráð og fóru að stjórna, dreifa matvælum og skipuleggja nauðsynlega þjón- ustu. Flestir sem tóku þátt í þess- ari hreyfingu voru stéttvfsir sósí- aldemókratar og kommúnistar, sem höfðu hver með sínum hætti haldið vöku sinni. Sjaldan höfðu þessir hópar komið sér niður á pólitíska stefnuskrá. Þeim var sameiginlegt hatur á nasisman- um, hatur sem ekki var lengur vanmáttugt, sömuleiðis andúð á kapítalismanum sem þeir töldu með góðum rökum að hefði fætt nasismann af sér. Og þeir voru í einingarskapi: aldrei framar átti að takast að kljúfa verkalýðs- stéttina eins og gerst hafði árjn áður en Hitler tók völd og ofsótti síðan bæði komma og krata. Þetta var kveðið niður En þessari hreyfingu, sem um margt var Þjóðverjum til sóma eins og á stóð, var illa tekið af öllum hernámsveldum. Andfas- istanefndirnar voru leystar upp og bannaðar bæði í austri og vestri. Sagnfræðingurinn Peter Brandt segir um þetta: „Sjálfstæð andfasísk bylting hefði haft í för með sér fyrir öll hernámsveldin ófyrirsjáanlegar áhættur." Hann útskýrir nánar: fyrir Vesturveldin var hér um að ræða byltingar- hreyfingu sem stefndi gegn kapít- alisma. Sovétmenn kærðu sig hinsvegar ekki um að einhver sú „vinstrivilla“ ætti sér stað, sem þeir væru ekki tilbúnir að skrifa undir og Flokkurinn gæti ekki stýrt að vild. En þó svo færi fyrir andfasist- anefndunum voru svotil allar pól- itískar hreyfingar í Þýskalandi fyrst eftir stríð mjög andkapítal- ískar. Schumacher, foringi Sósí- aldemókrata sagði sem svo, að sjálf framtíð þýsku þjóðarinnar væri því háð, að hún gæti tekið upp sósíalískt efnahagslíf - og lýðræði. Meira að segja Kristi- legir demókratar kröfðust þess að „forræði stórauðvaldsins og auðhringanna“ yrði brotið á bak aftur. En einsog menn vita: hvorki í Þýskalandi sjálfu né í þeim löndum sem hernumin höfðu ver- ið eða barist með Þjóðverjum fékk hin sterka vinstrikrafa notið sín: vonir almennings um nýja þjóðfélagshætti sem sameinuðu bæði sósíalisma og lýðræði rætt- ust ekki nema að litlu leyti, vegna þess að öflugustu sigurvegarnir tóku að umskapa sín áhrifasvæði hvor með sínum hætti. Á friðar- afmœlinu Sú saga tvískiptingar álfunnar og kalds stríðs veldúr því meðal annars, að á fjörtíu ára afmæli friðar í Evrópu er fögnuður minni en skyldi. Sovétmenn leggja á það mikla áherslu að menn gleymi ekki þeirra framlagi til sig- ursins og er það ekki nema von: þeir færðu méstar fórnir. Auk þess eru Sovétríkin farin að líta á sigurinn yfir Hitler sem helstu réttlætinguna fyrir tilveru sinni - og um leið afsökun fyrir því sem miður hefur farið. Gyðingar krefjast þess sem vonlegt er að nasismanum sé ekki gleymt: eng- ir urðu fyrir meiri grimmd en þeir. Auk þess sem gyðingamorð Hitlers eru með nokkrum hætti ein helsta röksemdin fyrir tilveru ísraels. Aðrir eru eins og í vand- ’ræðum með þetta afmæli. Þjóð- verjar vegna þess að þeir biðu ósigur. Bretar vegna þess að þeir voru sigurvegarar í stríði, sem um leið leiddi til þess að þeir misstu heimsveldið. Bandaríkjamenn vegna þess að Vestur-Þjóðverjar eru mikill hornsteinn í Nató gegn fyrrverandi bandamönnum í austri: þar af stafa hin furðulegu vandræði Reagans forseta sem er, þegar þetta er skrifað, á leið til Evrópu og ætlar m.a. að heimsækja hermannagrafreit þýskan þar sem grafnir eru menn úr SS-sveitunum, flestum til hneykslunar. En hvað sem öllu líður: menn eiga að sjálfsögðu að fagna friði í Evrópu og rifja upp sem mest þeir mega um heimsstyrjöldina síðari. Bæði vegna þess að án þess að þekkja hana skilja menn fátt í þeirri Evrópu sem við byggj- um í dag. Og svo vegna þess, að það er hollt að minnast þeirra al- þýðumanna sem báru hita og þunga þess mikla stríðs og þeirra vona sem þeir gerðu sér um betri framtíð. -ÁB Nasistabúningar á götum Berlínar. Frá bardögum við Berlín: sovéski herinn sækir fram. Myrtir fangar 1 Auschwítz: glæpirnir vom enn skelfilegri en menn grunaði. Friðardagurinn á íslandi 7 945 Fögnuður og skœtingur, tóragas og heillaóskir Sfríðinu lokið: búið að negla fyrir „Kentucky Theatre" á Skólavörðuholtinu... En innan skamms voru húsnæðislausir íslendingar komnir ( þessa hermannabragga... Þann áttunda maí árið 1945 var friði í Evrópu fagnað í Reykjavík sem og í öðrum höfuðborgum. Fram fóru virðuleg hátíðahöld, en áður en degi lyki logaði allt í ófriði í miðbænum og lögregla varð að grípa í fyrsta sinn í sögu landsins til táragass til að dreifa mannfjölda. Það var mikill fönguður í blöðunum yfir falli nasismans, en eindrægnin var yfirborðs- leg og skammt í illindi þegar túlka áttið niðurstöður stríðs- ins. Upp úr hádegi þennan dag endurvarpaði útvarpið ræðu Churchills, forsætisráðherra Breta, um styrjaldarlokin og hófst síðan mikil eimpípublástur skipa í höfninni. Kl. 14 hófst há- tíð við Austurvöll í fögru veðri. Sveinn Björnsson forseti flutti ávarp sem og Ólafur Thors for- sætisráðherra. Ólafur Thors varð nokkuð líkur Churchill í málfari þegar hann sagði sem svo um styrjöldina að „aldrei fyrr hafa jafn margar manneskjur þjáðst jafn mikið- Hann fór nokkuð mörgum orðum um fórnir þær sem Islendingar hefðu fært í stríð- inu, þá aðild sem þeir hefðu beint og óbeint átt í stríðsrekstri með Bandamönnum. Þetta verður eftir á að hyggja að skoðast í sam- bandi við deilur, sem þá voru risnar um skilmála fyrir aðild ís- lands og stofnþingi Sameinuðu þjóðanna, sem áttu upphaflega að vera vettvangur þeirra einna sem hefðu gerst aðilar að stríðinu gegn nasismanum. „Skuggi féll á" Svo voru sendiherrar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, Bret- lands og Noregs og Danmerkur leiddir fram á svalir Alþingis- hússins og hrópað húrra fyrir þeim og blásnir þjóðsöngvar. Svo var hátíðamessa í Dómkirkjunni. Síðan efndi Norræna félagið til samfagnaðargöngu til sendiherra bústaða Norðmanna og Dana, frændþjóða sem nú voru frjálsar undan hernámi. Þetta var allt einkar virðulegt. En lofa skal dag að kvöldi. Morgunblaðið sagði síðar mjög hneykslað: „Þegar á leið daginn féll skuggi á hátíðar- höldin. Ærslin urðu svo grófgerð, að lögregla varð að lokum að grípa til aðgerða sem ekki hefur verið beitt hér fyrr, en þekkt er í erlendum stórborgum þegar skríll er að verki“. Hér er átt við það, að áður en degi lauk hafði lögregla beitt táragasi til að stöðva ólæti í miðbænum. Svo fór að „aldrei hefur verið almennari grátur í Reykjavík en daginn sem friðurinn skall á“ eins og segir í skemmtilegri frásögn Þorbjörns Guðmundssonar af friðardegin- um í Blaðamannabókinni 1947. Hamar, sigð og kóngurinn Upphaf ryskinga er rakið til þess að breskir sjóliðar í borginni settu í sig stríðsöl og fóru með nokkrum fyrirgangi um bæinn. Meðal annars vildu þeir láta Ing- ólf Arnarson uppi á Arnarhól halda á breska fánanum, en ungir menn íslenskir, sem höfðu fylgst með Bretum og einnig drukkið stríðsöl, voru ekkert á að leyfa slíkt. Upp frá því var ókyrrt í bænum og sló í brýnur við og við og stundum logaði allt í slagsmálum. Flestar rúður í versl- unum miðbæjarins voru brotnar. Einn piltur fékk skot í gegnum báðar buxnaskálmarnar. Enginn vissi í raun og veru út af hverju var barist: kannski út af því að allir vildu eiga sigurdaginn? í fyrrgreindri frásögn Þorbjarnar er þessi fróðlega klausa: „Fyrir fylkingum sínum báru dátarnir ýmis merki, eftir því sem þeim hefir þótt best við eiga og til prýð- isauka. Bar mest á V-merkinu (sigurmerkinu), hamar og sigð og mynd af Bretakonungi“. Það er nefnilega það. Þótt undarlegt megi virðast nú, var það algengt í breskum hermanna- bröggum um þetta leyti að menn krotuðu á vegg: ,Jóa frænda til konungs“. Það var átt við Stalín karl, hamar og sigð voru vitan- lega skjaldarmerki hans. Sem er og eitt dæmi um að margar og misvíxlandi voru væntingarnar í heiminum þennan vordag fyrir fjörtíu árum. Grunnt á því góða Maður skyldi ætla að íslensk dagblöð hefðu verið mjög sam- stillt í útleggingu sinni á friðar- deginum. Því var þó ekki að heilsa. Tíminn varar við land- vinningaáformum Rússa. Skömmu síðar skrifar Tíminn í leiðara um það að Þjóðverjar hafi látið illa blekkjast af áróðri Hitl- ers. En lætur að því liggja um leið, að íslendingar hefðu betur tekið Þjóðverja sér til vamaðar - nú hefðu þeir sjálfir ánetjast lof- orðum nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors um „gull og græna skóga“ og um „þúsund ára ríki“ í anda Hitlers með tilheyrandi ofsókn- um á hendur Framsóknar- mönnum! Sósíalistar, sem þá sitja í stjórn með Ólafi Thors og Alþýðuflokknum, eru í Tíman- um kallaðir rauðir fasistar og ný- sköpunarstjórninni er lýst sem al- þýðuveldisstjórn þar sem kom- mar teymi íhald og krata á eftir sér á asnaeyrum. Þjóðviljinn svarar náttúrlega með því að fara háðulegum orð- um um „framsóknarfasistana“. Alþýðublaðið lagði í friðar- dagsleiðara sínum mesta áherslu á að samfagna Dönum og Norð- mönnum en minnti að öðru leyti á að enn væri margur háski búinn lýðræði og eftir væri að „vinna friðinrí'. Ulfúð nokkur er þessa daga með Alþýðublaði og Þjóð- vilja-m.a. út afþví, aðfyrsta maí höfðu verkalýðsfélögin gengið milli bústaða sendiherra Breta, Sovétmanna og Bandaríkja- manna og flutt þeim þakkar- ávörp. Alþýðublaðið segir aðþess hafi kommúnistar ráðið illu heilli og sé þetta „vöntun á háttvísi og þjóðarstolti“. Hverjum er þakkað Morgunblaðið heilsar upp á Norðmenn og Dani í sínum friðarleiðara og vitnar í leiðtoga Breta og Bandaríkjamanna, þá Churchill og Roosevelt forseta með stórri virðingu. Sovétmenn eru hinsvegar með öllu utangátta í þessu leiðaraskrifi. Þjóðviljinn var fyrir sitt leyti örlátastur á þakklætisorð í sínum friðarleiðara. Þar var byrjað á Sovétmönnum og sagt að aldrei myndu þjóðir heims gleyma því að sovétþjóðir „hafa fómað eins miklu og allar aðrar til samans“. En svo er Bretum þakkað sér- staklega þeirra dáðir og samveld- islöndum þeirra, Bandaríkja- menn og Frakkar fá sinn skerf. Einnig frændþjóðirnar og þá sér- staklega liðsmenn norskrar og danskrar andspyrnuhreyfingar gegn nasisma. Og Þjóðviljinn er eina blaðið sem man eftir því á þessum degi að til voru þýskir andfasistar sem fyrstir börðust og fórnuðu lífi í baráttu við þá harð- stjórn sem fallin var. Framtíðin Það er nokkuð um framtíðar- spár í íslenskum dagblöðum þessa maídaga fyrir fjörtíu árum. Það er mikið talað um að „vinna friðinrí*. Alþýðublaðið minnti á það í einum leiðara að harðstjórn Hitlers var ekki síst stefnt að því að ganga milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni. En nú hefði ótöldum miljónum „lært að skiljast að hið gamla skipulag auðvaldsins er rotið og fúið og verður ekki endurreist nema með þeirri áhættu eða réttara sagt vissu að allt annað sæki aftur í hið gamla far félagslegs ranglætis og ójafnaðar“. Þjóðviljinn ræðir um nauðsyn þess að „rífa nazismann upp með rótum“ í Þýskalandi - m.a. með því að svipta júnkara og vopna- kónga völdum og eigum. í fram- haldi af þessu skrifar Þjóðviljinn svo, að í rauninni sé enginn óhult- ur fyrir fasismanum fyrr en auðvaldsskipulagið er af velli lagt: „Meðan einkaeignarréttur náttúrugæða og stórvirkra fram- leiðslutækja er viðurkenndur, getur svo farið að handhafar þessa rétta hörfi til síðustu víg- línu, hefji villimannlega baráttu gegn þjóðum og stéttum, sem þeir telja að séu í vegi þeirra á leið til meiri yfirráða eða vilji hrifsa úr höndum þeirra þann rétt ranglæt- isins sem þeir hafa“. Ummæli Alþýðublaðs og Þjóð- vilja minna á að það var vinstra- vor í lofti í Evrópu - þeir alþýðu- menn sem höfðu borið hita og þunga dagsins létu sig dreyma um bæði lýðræði og sósíalisma. Vinstriflokkar áttu eftir að vinna mikla sigra í flestum kosningum sem fram fóru. Og Morgunblaðið lætur uppi ótta sinn við þessa þró- un í Reykjavíkurbréfi um þetta * leyti (26. apríl). En þar segir: „Margir óttast að afskipti ríkis- valdsins af athöfnum manna og atvinnuvegum verði helst til mikil eftir þessa styrjöld". Ófreskja nasismans var dauð - en sáð var til þeirra átaka sem staðið hafa i Evrópu fram á þenn- an dag. ÁB tók saman. Donnervetter, Hánde hoch, Waffen weg, Nicht schiessen! Þýski herinn hefur hörfað frá Krím: þessi lík eru hluti af 20 miljónum... Hvað œtla stjórnvöld ó ís- landi að gera til þess að minn- ast þess að 40 ór eru liðin fró sigrinum ytir nasistum? Það var gamall fyrrverandi hermaður úr síðari heimsstyrjöldinni sem spurði mig þessarar spurningar eftir að ég hafði spurt hann og fleiri fulltrúa stjórnenda og starfsfólks Lada-bílaverksmiðj- anna í Togliatti í þaula um rekst- ur verksmiðjunnar. Mér var ekki kunnugt um að ís- lensk stjórnvöld ætluðu að minnast þessa atburðar með sérstökum hætti, en hvar sem maður kemur í Sovét- ríkjunum um þessar mundir er þessa atburðar nú minnst. Með risastórum veggspjöldum, með fundum, frá- sögnum og viðtölum við fyrrverandi hermenn. Sovétmenn kalla heimsstyrjöldina síðari Föður- landsstríðið mikla, og þeir hafa ærna ástæðu til að minnast þessa atburðar. Þó ekki væri nema fyrir þá sök að sigurinn yfir nasistum kostaði Sovét- menn yfir 20 miljón mannslíf. Engin önnur þjóð færði jafn miklar fórnir í þeim hildarleik, og þessi tímamót ættu að vera öllum lýðræðissinnum tilefni til að minnast þeirra hetju- fóma sem sigurinn yfir nasistapest- inni kostaði þjóðir Evrópu. í heimsókn minni til Sovétríkj- anna gafst mér tækifæri til að hitta nokkra fyrrverandi hermenn úr síðari heimsstyrjöldinni. Það voru ánægjulegir og eftirmennilegir fund- ir, ekki síst fundurinn í Kiev, þar sem ég hitti meðal annarra Alexander Kanevskí, ofursta sem sæmdur var æðstu viðurkenningu sovéska hers- ins í stríðslok sem „hetja Sovétríkj- anna“, og einnig ofurstann sem tók á móti uppgjafarbréfi þýska herfor- ingjans Paulusar eftir ósigur Þjóð- verja í Stalíngrad. Þetta voru menn sem kölluðu ekki allt ömmu sína, eins og sagt er á íslensku sveitamáli. Tungur Alexander Kanevskí er glað- beittur náungi en hæverskur og lítil- látur. Hann er á sjötugsaldri og ber það ekki utan á sér að vera einn af þeim „hetjum Sovétríkjanna" sem stærstu afrekin unnu í baráttunni við nasismann. Nema hvað hann ber gyllta stjörnu í rauöum borða í barmi: æðstu viðurkenningu sovéska hersins. Ég var ungur maður og bjó í Odessa þegar stríðið braust út, sagði hann, og mér var hafnað þegar ég sótti um inngöngu í herinn, vegna þess að ég þótti of ungur. En þegar nasistarnir höfðu umkringt Odessa tóku þeir við mér. Ég fékk það starf að vera sendiboði og njósnari fyrir fótgönguliðssveit flotans. Þá var Odessa lokuð frá landi og konur og börn voru flutt úr borginni á sjó að skipan Stalíns. Mikilvægasta verkefni njósna- deildar flotans, sem ég tilheyrði, var að handtaka Þjóðverja handan víg- línunnar og koma þeim í vörslu so- véska hersins til yfirheyrslu. Við kölluðum þetta að veiða tungur. All- ar herdeildir töldu sín fórnarlömb. Ég taldi tungurnar sem mér tókst að handsama. Þær voru orðnar 72 þegar yfir lauk, þar af þrír þýskir her- foringjar. Ég tók þátt í orrustunni um Stalíngrad, ég tók þátt í að hrekja Þjóðverja frá Úkraínu og ég barðist við þá í Búdapest, Wien og Prag. Hœttuför Fyrir hvaða afrek hlaust þu viður- kenninguna „hetja Sovétríkjanna?“, spurði ég. Það var enginn einn atburður, sagði hann hæversklega, en þetta þótti áhættusamt. Til dæmis var það við víglínuna hér skammt frá Kiev. Við höfðum fengið spurnir af því frá könnunar- deild flughersins að mikil skrið- drekasveit nasista væri um 40 km handan þýsku víglínunnar. Við vor- um tveir sem klæddum okkur upp í þýskan hermannabúning, fengum þýsk skilríki og þýska bifreið. Við komumst yfir víglínuna og fundum skriðdrekasveitina, sem reyndist vera safn ónýtra skriðdreka. Á baka- leiðinni mættum við mótorhjóli með hliðarvagni. Þar reyndist mættur for- ingi þýsku hersveitarinnar á staðnum með ökumanni sínum. Við tókum þá fasta, bundum þá og kefluðum og komum fyrir í aftursæti bifreiðar okkar, þannig að þeir sæjust ekki. Síðan héldum við af stað en ekki leið á löngu þar til við mættum herfylki kapteinsins. Við vorum á opinberri þýskri herbifreið og gáfum merki um að vegurinn skyldi ruddur. Þýsku hermennirnir viku á báða bóga og við ókum í gegn með foringja þeirra keflaðan í aftursætinu. Mesta hættan var þó fólgin í því að fara yfir þýsku víglínuna. Þegar við ókum ótrauðir áfram tóku þýsku hermennirnir að æpa að það væru Rússar framundan, og þeir létu öllum illum látum. Og þegar við síðan nálguðumst sovésku víglínuna var okkur mætt með skot- hríð frá skriðdrekabyssum. Þá á- kváðum við að gefa merki um upp- gjöf! Ástæðan fyrir því að ég var út- nefndur „hetja Sovétríkjanna“ voru margir atburðir líkir þessum. Það er tilviljun að ég lifði stríðið af. Ég hafði misst marga ættingja og vini og ég hætti lífinu af frjálsum vilja. Það var ekki nema eðlilegt á þessum tíma. Hvað kannt þú mikið í þýsku, spurði ég Kanevskí að lokum. „Donnerwetter, Hánde hoch, Waf- en weg, Nicht schie6en!“, sagði hann og brosti í kampinn. En félagi minn sem var meðjnér í þessari ferð var sovéskur borgari af þýskum ættum og talaði þýsku eins og innfæddur. Þrír sovóskir hermenn úr síðari heimsstyrjöldinni. Alexander Kanevskí, hetja Sovétríkjanna, er í miðið. Sá lengst til vinstri er ofurstinn sem handtók Paulus í Stalíngrad. Lengst til hægri er Nikolai Mikhailenko, forstöðumaður alþjóðlegu samskipta- deildarinnar hjá stríðsveterönum f Kiev. Ofurstinn sem handtók Paulus, yf- irmann þýska hersins í Stalíngrad, bar merki stríðsins utan á sér. Það voru ekki bara heiðursmerki, sem hann bar í barmi sem viðurkenningu fyrir unnin afrek, heldur líka líkams- lýti. Orrustan um Stalíngrad hafði meðal annars kostað hann annað augað.Hann sagðisthafa særst oftar en einu sinni, en það væru þó smá- munir því hann hefði misst báða bræður sína og fleiri ættingja. Eftir 6 mánaða látlausa baráttu um Stalíngrad var að lokum barist hús frá húsi í rústum miðborgarinn- ar. Miðstöð þýska hersins var í kjall- ara stærstu verslunarmiðstöðvar- innar í miðborginni. Þegar við kom- um í skriðdreka okkar að bygging- unni birtist þýskur hermaður með hvítan fána. Hann var með skriflega Áfundimeð „hetju Sovétríkjanncf og nokkrum öðrum sovéskum hermönnum úr heimsstyrjöldinni síðari tilkynningu Paulusar herforingja Þjóðverja uin uppgjöf. Síðan hand- tókum við Paulus. Þetta er minnis- stæðasti atburðurinn sem ég upplifði í styrjöldinni sagði þessi yfirlætis- lausi, eineygði hermaður. Okkur sem tókum þátt í þessum hildarleik fækkar nú óðum. Én hér í Kiev eru þó ennþá 70 þúsund menn sem gegndu herþjónustu í stríðinu. Og hér eru um 10 þúsund menn sem enn ber'a örkuml eftir stríðið. Við höfum með okkur samtök og styðj- um hver annan, en mikilvægasta verkefni okkar er þó að fræða yngstu kynslóðina um stríðið. Það er mikil- vægt að miðla þessari reynslu til vax- andi kynslóðar, svo hún geti af henni lært. Stríðið má aldrei endurtaka sig, sagði ofurstinn, og það fóru viprur um blinda augað. —ólg. 10 SlÐA - ÞJÓÐVIL'HNN S.nmM«8S 5. 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.