Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 7
foreldra minna, og viö búum hér í
hverfinu í þriggja herbergja íbúð
með tveim svefnherbergjum.
Áður en ég byrjaði á hótelskólan-
um vann ég á bókasafni í tæpt ár.
Það er skylda hér að ljúka fram-
haldsskóla, en til þess að komast
inn í hótelskólann þurfti ég að
taka inntökupróf. Skólinn byrjar
í september og er til áramóta, þá
er 14 daga frí. Seinni önnin er frá
febrúar fram í maí, en svo fer ég
til Moskvu í sumar að vinna sem
lærlingur. Skólatíminn er 3-6
klst. á dag, og helstu fögin eru
hagfræði og tungumál. Eg læri
svolítið í tékknesku, pólsku,
spönsku og ensku. En mest hef ég
lært í þýsku (Tilraunir mínar til
samræðna á þýsku báru þó lítinn
árangur, þannig að samtal okkar
fór fram á ensku í gegnum túlk).
Tónlistin á að
vera lýrísk
Fyrir utan skólann kem ég
helst í þennan klúbb. Svo hef ég
líka áhuga á að lesa bækur og
vefa. Ég les helst nútímaljóð.
Uppáhaldsskáldið mitt heitir As-
adad, hann skrifar ástarljóð og
ljóð um vandamál æskunnar,
jafnvel þótt hann sé orðinn gam-
all. Ég hef líka gaman af tónlist,
og mér finnst að hún eigi að vera
lýrísk. Mér finnst ítölsku poppar-
arnir góðir, til dæmis hljóm-
sveitin „Ricchi e poveri".
Ég fer á diskótek tvisvar í viku
að jafnaði og þá kem ég oftast
hingað. Þaö eru fáir klúbbar eins
góðir og þessi, hér er góður fé-
lagsskapur og hér hef ég eignast
marga vini. Á mörgum öðrum
stöðum er ekki boðið upp á neitt
nema drykkju. Þeir ættu að vera
menningarlegri. Hingað kemur
fólk sem hefur menningarlegan
áhuga. Áður en ég byrjaði að
koma hingað stundaði ég félags-
lífið í skólanum. Ég geri það
stundum ennþá, en þessi staður
er miklu betri.
Sumir þykjast
vera fullorðnir
Þegar ég spurði hana hvort það
væri drykkjuvandamál meðal
unglinga í bovétríkjunum varð
hún hugsi, eins og hún vissi ekki
hvað hún ætti - eða mætti - segja.
En sagði svo: Sumt ungt fólk
reynir að verða fullorðið áður en
það er það í raun og veru, þess
vegna er um visst drykkjuvand-
amál að ræða meðal ungs fólks.
Og þegar ég spurði hana, kannski
fávíslega, en ákveðið, hvenær so-
véskir unglingar byrjuðu að hafa
kynmök, sagði hún eftir nokkra
umhugsun að það færi eftir efn-
um og ástæðum. Hún sagði að
unglingar fengju nú kynfræðslu í
skólum, en hún þyrfti að vera
meiri. Fyrir nokkrum árum var
farið í kringum þessa hluti í skól-
unum. Þótt það sé betra nú, þá
finnst mér að það ættu að vera
sérstakir kúrsar um þessi efni.
Hér hafa allir aðgang að getnað-
arvömum en ungar stúlkur fá þó
ekki pilluna, vegna þess að það er
ekki talið hollt.
Ég óttast
stríðið
Ég er ekki tilbúin að gifta mig
fyrr en ég verð útskrifuð (eftir IV2
ár), og ég vil ekki byrja að eignast
börn fyrr en ég verð 24 ára
gömul. Mig langar til að eignast 2
börn, og helst vildi ég eiga tví-
bura til þess að spara fyrirhöfn-
ina! Þegar ég gifti mig ætla ég að
flytja að heiman. Ég vona að
maðurinn minn verði fær um að
finna fyrir okkur íbúð, en geti
hann það ekki þá mun ég gera
það. Ég er bjartsýn á framtíðina,
það eina sem ég óttast er stríðið.
Ég hef tekið þátt í fjöldagöngum
hér í Kiev gegn stríðinu og ég gaf
daglaun í fjársöfnun friðarsam-
takanna. Ég hef ekki tekið þátt í
annarri pólitískri starfsemi. Ég
held að stærsta vandamál ungs
fólks í Vestur-Evrópu sé atvinnu-
leysið. Ég þarf hins vegar ekki að
hafa áhyggjur af því. Eg fæ vinnu
í mínu fagi þegar ég er búin að
ljúka námi, og ég ætla að vinna
hér í Kiev.
Jafnrétti heima?
- nei
Þegar ég spurði Iru hvort það
væri jafnrétti á hennar heimili
sagði hún nei. Það er mamma
sem eldar matinn og þvær upp.
Innkaupunum (sem geta verið
tafsöm) skiptum við hins vegar á
milli okkar. í jafnréttisbaráttu
kynjanna verður hver að berjast
á sínum heimavelli. Sú barátta fer
fram á heimilunum. En mér
finnst að móðirin eigi að sjá
meira um barnið en faðirinn á
meðan það er ungt. Auðvitað
eiga allir að taka þátt í því, en það
er mamman sem skiptir um
bleyjurnar. Það er alveg eðlilegt.
I skólanum njótum við
jafnréttis á við strákana og stúlk-
ur hér eru frjálsar að velja sér
starf. En stundum er konum mis-
munað í starfi þegar þær eignast
böm.
Framtíðin
Að lokum spurði ég Iru Gulko,
hvaða hugmyndir hún gerði sér
um framtíðina.
Hún lygndi dreymnum augun-
um og sagði hikandi: Ég vildi að
ég gæti búið til tímavél til að sjá
inn í framtíðina.
Hvernig sérðu sjálfa þig í þeirri
framtíð?
Ég sé barnabömin mín, ég sé
að ég hef náð góðum árangri í
mínu starfi, ég sé mig 55 ára og
komna á eftirlaun...
Þetta reyndist hvorki ráðvilltur
unglingur úr Fellahelli né upp-
stríluð diskódís úr Hollywood.
En þegar viðtalinu var lokið bauð
hún mér upp í dans og við döns-
uðum meðal annars undir föstum
diskótakti ítölsku hljómsveitar-
innar Ricchi e poveri: Ma, ma,
ma... Það er sama lagið og
gengur á diskótekunum í Reykja-
vík og Róm. Kannski er það
fleira sem við, unglingar allra
landa, eigum sameiginlegt?
ólg.
Þjóðfélagsbreytingar,
stéttamól og
íslensk mólstefna
Nú hef ég í sömu vikunni
orðið þess heiðurs aðnjótandi
að tveir nafnkunnir sómamenn
hafa séð ástæðu til að gera at-
hugasemdir við skoðanir mín-
ar á íslenskri málstefnu og
framkvæmd hennar; Helgi
Hálfdánarson í Morgunblaðinu
24. apríl og Árni Bergmann í
Þjóðviljanum helgina 27.-28.
En þótt ég beri mikla virðingu
fyrir báðum, er ekki þar með
sagt að ég fallist á málflutning
þeirra. Svar til Helga hef ég
þegar sent Morgunblaðinu, en
hér er ætlunin að víkja nokkr-
um orðum að grein Árna. Ég
verð reyndar að segja að sú
kveðja þótti mér ólíkt við-
felldnari en sú sem ég fékk frá
Helga. Árni ræðir skoðanir
mínar málefnaiega, í stað þess
að slíta tilvitnanir úr samhengi
og gera mér upp skoðanir eins
og mér fannst Helgi fulldjarfur
við. Hér ætla ég því fyrst og
fremst að skýra nokkur atriði
úr Skímugrein minni, ef það
! mætti verða til þess að Árni og
aðrir fengju skýrari og sannari
mynd af skoðunum mínum.
Þjóðfélags-
breytingar
og mólstefna
Árni byrjar umfjöllun sína um
grein mína á að nefna nokkur
atriði hennar:
Eiríkur Rögnvaidsson er sá
greinahöfunda sem vantrúað-
astur er á íslenska málstefnu
eins og hún hefur verið rekin.
Hann telur hana „skipulags-
lausa íhaldssemi", segir að hún
sé óframkvæmanleg vegna
þeirra þjóðfélagsbreytinga
sem orðið hafa undanfarna
áratugi. í þriðja lagi telur hann
að leiðbeiningastarfsemi í
nafni „rétts“ máls eða „betra“
geti leitt til „málfarslegrar
stéttaskiptingar".
Reyndar mætti bæta því hér við
að Höskuldur Þráinsson gengur
að því leyti lengra en ég, að hann
telur að opinber málstefna á ís-
landi sé ekki til. En allt er þetta
rétt eftir mér haft, nema hvað
„eða „betra““ í seinustu máls-
greininni er frá Árna komið, en
ekki mér. Það skiptir raunar
nokkru máli hér, því að ég er
sammála Höskuldi Þráinssyni um
nauðsyn þess að gera mun á réttu
og röngu annars vegar og góðu og
vondu hins vegar, en til þess vitn-
ar Árni líka með velþóknun. í
þáttum mínum um Daglegt mál í
útvarpinu í fyrrasumar tók ég
fram að ég myndi forðast að
dæma málfar rétt eða rangt, en
hikaði hins vegar ekki við að telja
eitt gott en annað vont. Þess
vegna tek ég ekki til mín allt sem
Ámi segir um „óttann við til-
sögn“; ég vil vissulega leiðbeina
fólki, en kannski á annan hátt en
sumir aðrir.
En sumt af því sem Ámi hefur
eftir mér þarfnast frekari skýr-
inga, t.d. orðalagið „skipulags-
laus íhaldssemi". Þeir sem sjá
þetta í Þjóðviljanum en hafa ekki
lesið Skímugreinina gætu haldið
að þetta orðalag notaði ég í
stráksskap til að lýsa fyrirlitningu
minni á málstefnunni. Svo er þó
ekki, og orðið „íhaldssemi" er
fyrir mér ekki endilega neikvætt
þegar málstefna er til umræðu.
Ástæðan fyrir því að ég notaði
orðið „skipulagslaus" er hins veg-
ar sú, eins og kemur fram í
greininni, að mér virðist það
næsta tilviljanakennt hvaða mál-
breytingar hljóta viðurkenningu
og hverjar eru bannfærðar. Þar er
ekki eingöngu farið eftir aldri,
ekki eingöngu eftir útbreiðslu,
ekki eingöngu eftir því hvort
breytingarnar eru „óþarfar“ eða
ekki, ekki eingöngu eftir því
hvort þær skipta sköpum fyrir
málkerfið eða ekki; og yfirleitt
ekki eftir neinu sérstöku, að því
er mér virðist. Um þetta má
nefna fjölda dæma, og sum þeirra
er drepið á í Skímugrein minni.
En ég held að þetta skipulagsleysi
skaði málastefnuna, og valdi
þeim erfiðleikum sem eiga að
framfylgja henni. Þess vegna tal-
aði ég um skipulagsleysi.
Um áhrif þjóðfélagsbreytinga
á málstefnuna, eða réttara sagt
áhrif á möguleika okkar til að
framfylgja óbreyttri málstefnu,
fjallaði ég nokkuð í Skímu. Sá
kafli greinarinnar var raunar tek-
inn lítið breyttur úr þætti um
Daglegt mál, sem ég samdi fyrir
útvarpið á liðnu hausti. Útvarpið
gerði mér hinsvegar þann grikk
að fella þáttinn niður og senda í
Eiríkur Rögnvalds-
son svarar
Árna Bergmann
um málstefnu og
möguleika hennar.
staðinn út fótboltalýsingu, og var
þátturinn aldrei fluttur. Næsti
þáttur, sem var jafnframt síðasti
þáttur minn, kom hins vegar.
Vegna þess að hann skýrir nokk-
uð mína afstöðu ætla ég að leyfa
mér að birta meginhluta hans
hér. í Skímugreininni talaði ég
um fjögur atriði sem yllu því að
nú mætti búast við örari mái-
breytingum en oft áður: í fyrsta
lagi að börn lærðu málið af öðr-
um en áður; reynsluheimur
þeirra væri annar en foreldranna;
málið væri þeim að sumu leyti
ekki eins mikilvægt og áður; og í
síðasta lagi erlend áhrif. Én
hvernig á að bregðast við þessu?
Um það sagði ég í Daglegu máli:
Það er ljóst að ekkert þeirra
atriða sem ég nefndi er hægt að
rekja til þess að það fólk sem
nú er að alast upp sé heimskara
eða latara eða hirðulausara um
mál sitt en feður þess og mæð-
ur, afar og ömmur; heldur
stafa þau öll af breytingum sem
hafa orðið á þjóðfélaginu. Við
getum haft mismunandi skoð-
anir á því hvort allar þessar
breytingar hafi orðið til góðs
eða ekki, en sjálfsagt má sýna
fram á að þær hafi flestar eða
allar verið óhjákvæmilegar. Ég
held að það sé ástæðulaust að
hugsa sér að fyrri kynslóðir
hafi verið svo miklu hirðu-
samari um mál sitt en við; þjóð-
félagshættir voru á hinn bóginn
þannig að þeir stuðluðu að
varðveislu málsins án mikilla
breytinga. Um ýmis þau atriði
sem þar koma við sögu hefur
Helgi Guðmundsson skrifað
fróðlega grein, Um ytri að-
stæður íslenskrar málþróunar,
sem birtist í bókinni Sjötíu rit-
gerðir helgaðar Jakobi Bene-
diktssyni, sem Stofnun Árna
Magnússonar gaf út árið 1977.
Ef við ásökum íslendinga
nútímans fyrir hirðuleysi um
málfar sitt, erum við því að
beina spjótum okkar í vitlausa
átt - við eigum að snúast gegn
þeim þjóðfélagsbreytingum
sem verða þess valdandi að
málfarslegt uppeldi breytist.
Það kann að vera hægt að snú-
ast gegn myndablöðum, vídeói
og ýmiss konar erlendum áhrif-
um, þótt örugglega yrði það
þungur róður. En erfiðara yrði
að snúa aftur til bændaþjóðfé-
lagsins, og dettur væntanlega
engum í hug í alvöru. Ég leyfi
mér þess vegna að álykta sem
svo að þessi leið sé nánast ófær.
En er þá engin leið til að
draga úr hraða þeirra
breytinga, sem óhjákvæmilega
verða á málinu? Jú, auðvitað
er hægt að stórauka móður-
málskennsluna í skólunum.
Það ætti enginn að þurfa að
undrast að íslenskukunnáttu
unglinga hraki, þegar þjóðfé-
lagsbreytingar draga stórlega
úr málfarslegu uppeldi án þess
að aukin kennsla komi á móti.
Á undanförnum áratugum hef-
ur fjölgað að mun þeim náms-
greinum sem kenndar eru í
grunnskólum, og byrjað er fyrr
á öðrum en áður var; og þetta
þýðir auðvitað að móðurmáls-
kennslan fær ekki aukinn tíma,
eins og hún hefði þurft til að
vega upp á móti því sem tapast
utan skólans. Ef menn vilja í
raun og veru hægja á mál-
breytingum, halda málinu
u.þ.b. á því stigi sem það er á
nú, þýðir ekki annað en gera
móðurmálskennslunni mun
hærra undir höfði en gert hefur
verið á undanförnum árum, og
verja til hennar stórauknum
tíma. Það er út í hött að ætlast
til að nemendur meðtaki fyrir-
myndarmálið jafnauðveldlega
nú, þegar þeir þurfa að læra
það meira og minna í skólum,
og á tímum kvöldvöku, rímna-
kveðskapar og húslestra. En
það er eins og menn berji
hausnum við steininn, og átti
sig ekki á þeim breyttu aðstæð-
um sem eru fyrir hendi í
þjóðfélaginu. Að ætlast til að
nemendur nú á tímum læri
sömu íslensku og afar þeirra og
ömmur töluðu án meiri
kennslu er óraunhæf krafa og
ósanngjörn bæði gagnvart
kennurum og nemendum. Við
þurfum að gera okkur þetta
ljóst, og gera síðan upp við
okkur hvort við erum reiðubú-
in til að veita íslenskukennsl-
unni þennan aukna tíma, eða
hvort við ætlum að slá af kröf-
um gullaldarmálsins. Þarna
verður ekki bæði sleppt og
haldið, og þörf á ákveðinni
stefnumótun í þessum málum
verður sífellt brýnni.
Ekki hefur móðurmáls-
kennslan verið aukin síðan í
haust, svo að ég viti; og satt að
Sunnudagur 5. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7