Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 20
1. maí Hvert spor Árni Björnsson flulti f Keflavík á baráttudegi verkalýðsins Það var nœstum því hjartnœmt að hlutsa á formann Sjálfstœðisflokksins (fv. fram- kvœmdastjóra VSD og forseta ASf vitna um samráðið sitt f frétt- um útvarpsins kvöldið fyrir bar- áttudag verkalýðsins. Forseti Al- þýðusambandsins tók vissu- lega skýrt fram, að þetta vœri aðeins eitt skref til að leysa húsnœðisvandann. Og þvíkom ósjálfrátt í hugann upphaf vögguvísunnar í Silfurtúngli Hall- dórs Laxness: Hvert örstutt spor var auðnu- spor með þér Það er full ástæða fyrir launa- fólk að hafa áhyggjur af hagfræð- ingamakkinu milli ASÍ og VSÍ. í samræmi við borgaralega menntun sína miða báðir aðilar við að halda því kerfi gangandi, sem þeir hafa alist upp við. En samkvæmt því kerfi verður launafólk ævinlega undir. Spurn- ingin er einungis, hversu langt undir. ASÍ á samkvæmt þessu að hjálpa VSÍ við að „treysta at- vinnuvegina“. Þegar það er búið, má huga að því að hjálpa þeim eitthvað, sem verst eru staddir meðal launafólks. En seint munu fyrirtækin skila nægum arði til þess, ef mat atvinnurekenda á einhverju að ráða. En það er ekki síður ástæða til að ávíta forystu verkalýðshreyf- ingarinnar og reyndar verkalýð- inn í heild fyrir andvaraleysi í þjóðernismálum síðastliðin 30-40 ár. Með þessu er í rauninni átt við það, að svonefnd þjóðfrelsismál eigi að ganga fyrir svonefndum kjaramálum og það sé háskaleg villa að reyna að nota þau sem skiptimynt hvort fyrir annað. Draugasagan Það verða alltaf tækifæri til að leiðrétta mistök í kjarasamning- um og atvinnurekstri, sem eru innanlandsmál. Slík lagfæring þarf ekki að taka nema nokkra mánuði eða ár. En það getur tekið margar aldir að lagfæra glappaskot í þjóðfrelsismálum. Og ef einhver „hagsýn“ kynslóð skyldi af praktískum ástæðum slysast til að glutra niður sjálfu þjóðerninu eða tungunni, þá verður aldrei unnt að leiðrétta það. Þá er það einfaldlega glatað að eilífu. Slíkt myndi þó að sjálf- sögðu aldrei verða gert af ásetn- ingi, heldur kæruleysi og skammsýni. Því að til lengdar verkar frelsið líka sem kjarabót. Farið hefur fé betra en þessi tunga og þjóðerni, hugsa kannski einhverjir. Ekki étur maður það. Reyndar hef ég litla trú á að margir hugsi svona. Ég held miklu fremur, að flestir hugsi ekki neitt um þessa hluti. Og í því er andvaraleysið fólgið. Andlegir talsmenn gróða- aflanna eru líka sífellt að brýna það fyrir þjóðinni, að allur þvflfk- ur ótti sé ástæðulaus og ekki ann- að en draugasaga. íslensk menn- ing sé svo sterk og hafi staðið svo marga storma af sér í þúsund ár. Þetta er auðvitað tómt rugl. Það hefur aldrei nein viðlíka ögrun steðjað að íslensku þjóð- erni og nú á síðustu 40 árum.Eld- gos, jarðskjálftar, hafís og drep- sóttir eru ekki nein hætta fyrir þjóðernið, heldur fyrir líf manna, dýra og gróðurs. Hér var heldur aldrei nein dönsk eða norsk yfir- stétt búsett árið um kring eða yf- irleitt nokkur útlendur menning- armiðill fyrr en á 19. öld, þegar danskir kaupmenn fóru að setjast hér að, eftir að verslunarfrelsið var rýmkað. En þá strax - en ekki fyrr en þá - taka íslenskir þjóð- ernissinnar að snúast hart gegn dönskum áhrifum. Sú þjóðernisbarátta birtist á einna skondnastan hátt í auglýs- ingu þeirri, sem Stefán Gunn- laugsson bæjarfógeti í Reykjavík lét kunngjöra um allan bæinn með trumbuslætti og úthrópun 7. febrúar 1848 og svo hljóðaði: „íslensk tunga á við í íslensk- um kaupstað, hvað allir athugi". Samtímis þessu gaf hann út nýjar reglur fyrir næturvörðinn í Reykjavík, og þar stendur í 1. grein: „Hann skal hrópa á íslenskri tungu við hvert hús“. Eitt verkefni næturvarðarins var nefnilega að vera einskonar opinber klukka líkt og útvarps- klukkan er núna. En þetta ákvæði bendir til þess, að hann hafi áður hrópað á dönsku, hvað tímanum liði, a.m.k. fyrir utan hús kaupmanna, enda var Reykjavík orðin hálfdanskur bær um þetta leyti. Svo hraðstíg var menningarþróunin, og ekki stóð nú þjóðernið traustari fótum af sjálfu sér þá. En það tókst að snúa þessari þróun við, af því að „óraunsæir“ menn létu hina hagsýnu menn ekki segja sér að halda kjafti frekar en við herstöðvaandstæð- ingar og málræktarmenn höfum gert síðastliðin 40 ár. En það var svosem reynt. Danskir kaup- menn urðu t.d. æfir við þessar auglýsingar hins íslenska bæjar- fógeta og spurðu hvað þetta ætti eiginlega að þýða. Og Rosenörn stiptamtmaður veitti honum áminningu. Og auðvitað var svona þjóðremba talin tilgangs- laus óþarfi af öllum drullusokk- um landsins einsog ævinlega. Esaú ísaksson í Mósebók hefði allsekki þurft að selja frumburð- arrétt sinn fyrir baunadisk. Hann hefði auðvitað fengið mat sinn fyrr eða síðar, ef hann hefði að- Ámi Björnsson: Esaú ísaksson í Mósebók hefði alls ekki þurft að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. eins harkað af sér smástund og ekki verið svona bráðlátur. Blessað stríðið Það er jafnfáránleg skamm- sýni, að það þurfi endilega að slaka til í þjóðfrelsismálum til þess að ná betri kjarasamningum eða stuðla að atvinnuupp- byggingu. Auðvitað reyna hin siðblindu gróðaöfl sífellt að fá okkur til þess, því að þau vilja losna við allar hugsjónalegar hömlur á hverskonar viðskiptum. Og við þurfum vissulega dálitla þrautseigju til að venja þau af því að reyna þetta. En þá hefst það líka. En þarna hefur Alþýðubanda- laginu því miður orðið á. Það slakaði alveg ótvírætt til við stjórnarmyndunina haustið 1978. Og ég tel mér vel kunnugt um, að það var ekki síst svokallaður verkalýðsarmur flokksins, sem þrýsti á um, að það mætti ekki láta stranda á svonalöguðu - eins- og hernum. Og þetta þarf engan að undra og er ekkert einsdæmi fyrir okk- ur. Frumorsakir vígbúnaðar og herstöðva í heiminum hafa frá stríðslokum ekki verið nein bar- átta milli austurs og vesturs, held- ur hagsmunir risafyrirtækja, sem framleiða hergögn og reisa her- stöðvar um víða veröld. En þá skulum við ekki heldur loka augunum fyrir þeirri hryggilegu staðreynd, að jafnvel þeir sem minnstu molana hljóta af stóru vígbúnaðarkökunni, það er að segja sá hluti verkalýðsins, sem starfar við hernaðarmannvirki, hann hefur hvarvetna í heiminum undantekningarlítið ýmist stutt vígbúnaðaráformin eða látið þau afskiptalaus. Enda er hér oft um að ræða spurningu um atvinnu eða atvinnuleysi. Við skulum líka hafa það á hreinu, að ASÍ hefur ekki beitt sér í herstöðvamálinu sfðan árið 1946, þegar gert var allsherjar- verkfall gegn Keflavíkursamn- ingnum. Árið. 1949 við inn- gönguna í Nató var fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík þó enn í forystu mótmælanna. En frá því að herinn kom hingað árið 1951 og vinnan byrjaði fyrir al- vöru á Vellinum hefur verkalýðs- hreyfingin ekki sýnt neitt frum- kvæði í baráttunni gegn herset- unni. Það hafa stundum fengist samþykktar ályktanir í þá veru á þingum ASÍ og í 1. maí ávarpi. En það er allt og sumt. Það er nefnilega ekki tómur kjánaskapur, sem felst í tilsvari gömlu konunnar, þegar heimstyrjöldin var skollin á og allir fengu allt í einu nóg að gera: „Blessað stríðið, ég vona það standi sem lengst". Hin napurlega ögrun í kvik- myndinni Gullsandur, sem við sáum f vetur, var heldur ekki út í bliinn. Þar vorum við íslending- ar í rauninni spurðir: Erum við þessir bannvítis aumingjar, að atómstöð við bæjardyrnar komi engum við, en allir séu tilbúnir að æða einsog maurar út í svartan sand í leit að gulli? Smáborgarlegir hagræðendur og hagfræðingar virðast nú ráða ferðinni í ASÍ rétt einsog VSÍ, menn sem hafa asklok fýrir himin og minna auk þess að geðslagi helst á tunnupoka fulla af hröktu heyi. Það lítur út fyrir, að sams- konar fólk ætli sér nú endanlega að taka völdin líka í Alþýðu- bandalaginu, en yfirgefa það ella. Þar hefur áreiðanlega farið fé betra. Það yrði kannski til þess, að margt skemmtilegt fólk nennti aftur að fara að starfa í stjórnmálaflokki. Hvert örstutt spor, sem stigið er af hagsýni á kostnað hugsjónar, er nefnilega óheillaspor. (Að stofni til inngangur að söngvagamni á baráttuskemmtun Alþýðubandalagsins í Keflavík 1. maí s.l.) Hverjum bjarga bílbeltin? Frá því bílbelti voru lögleidd í Bretaveldi hefur dauðaslys- um ökumanna og bílfarþega fækkað verulega, - hinsvegar deyja fleiri göngumenn og hjólreiðamenn en áður. Þetta er niðurstaðan úr nýbirtri slysarannsókn bresku umferðar- stofnunarinnar (Department of Transport). Á 20 mánaða skeiði, frá febrúar 1983 þegar bflbelti urðu lögskyld til september 1984, fækkaði dauðaslysum ökumanna um 421 og farþega í framsæti um 235 miðað við sama tíma 1981 og 1982, en dauðir göngumenn fjöl- guðu sér um 77 og hjólreiðamenn um 63. Þessari þróun hafði reyndar verið spáð í skýrslu sem til varð í sömu stofnun fyrir beltalögin. Sú skýrsla var talin best óbirt og stutt síðan spáin varð opinber. John Adams landfræðingur við Uni- versity College í London hafði spáð þessu fyrstur á þeim for- sendum að þegar bflstjórar not- uðu belti ykist þeim öryggis- kennd og þeir ækju því óvarlegar. Rétt einsog línudansari hættir sér í glannalegri kúnstir þegar hann hefur undir sér öryggisnet. Bresk yfirvöld hafa nú hrundið af stað tveimur rann- sóknarhópum um þessar tölur, - því þær eru umdeildar einsog flest annað sem viðkemur beltun- um. Bent er á að þótt bílbeltin hafi vissulega áhrif komi margt annað við slysasögu í umferð: veður, umferðarmagn, almennt sálarástand... Einnig er bent á að áratuginn fyrir beltalög hafi dauðaslysum gangandi manna fækkað með hverju ári, þannig að aukningin 1983-4 kunni að ver einskonar tölfræðilegt bakslag. Og enn fleira gæti skýrt málin: til dæmis að við gríðarlega áróðurs- herferð um bflbelti hafi slaknað á aðgæslu ökumanna gagnvart gangandi fólki og hjólandi. Það er margt í mörgu, og þeir Er stúlkunni hættara vegna þess að kallinn í bílnum hefur um sig öryggisbeltið? Mynd: Leifur. sem ekki vilja draga einfaldar ályktanir segja að eftilvill sé ekk- ert að marka tölurnar um að far- þegar í „dauðasætinu” drepist síður nú en áður. Það gætu ein- faldlega verið færri farþegar í framsætinu nú; menn hafi fært sig afturí til að losna við beltið. Dauðaslysum afturífarþega hefur fjölgað um 69. 1 heild eru dauðaslys í breskri umferð heldur færri nú en fyrir bflbelti, - hefur fækkað um 400 árlega ef marka má tölur könnun- arinnar. Sé það rétt að bflbelta- notkun komi niðrá göngu- og hjólreiðamönnum er þó eftilvill hverjum og einum þessara um- ástæða til að staldra aðeins við. ferðarhópa? Hvert er til dæmis hlutfall barna í (Byggt á New Scientist/-m) Verkalýðsmálaráð Fundur í verkalýösmálaráði Alþýöubandalagsins laugardaginn 11. maí klukkan 10 árdegis að Hverfis- götu 105. Fundarefni: Kjarabaráttan framundan - kröfugerð og leiðir. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.