Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1985, Blaðsíða 6
ÉG HEITI IRA GULKO Blaðamaður Þjóðviljans á óundirbúnu stefnumóti við sovéskan ungling á diskóteki í Kiev, höfuðborg Úkraínu Texti og myndir: Ólafur Gíslason Þegar við komum til Kiev eftir næturianga lestarferð í þægilegum svefnvagni frá Moskvu var vor í lofti og hitinn kominn upp í 20 gráður. Kiev þótti mér falleg borg og snyrti- leg, og iðandi mannlífið á að- algötunni bar með sér þann fögnuð sem ávallt fylgir fyrstu sólardögum vorsins eftir strangan vetur. Ólafur Gíslason skrifar RÚSSLANDS- Ég hafði ítrekað borið fram þá ósk við ígor ieiðsögumann minn þegar við vorum í Mos- kvu, að ég vildi komast í kynni við sovéska unglinga, hvort sem væri á skemmtistað eða í skóla. Við gerum það þegar við komum til Kiev, sagði hann jafnan, og um kvöidið sett- umst við upp í jhigubíl sem flutti okkur í eitt af nýlegum út- hverfum borgarinnar. Endalausar íbúðablokkir Héma á að vera unglinga- klúbbur, sagði ígor, þegar við stigum út úr bflnum í hverfi þar sem blokkirnar stóðu í röðum, 8- 10 hæðir, svo langt sem augað eygði. Það voru rúmgóð opin svæði á milli, en einhæfni byggingarstílsins olli því að augað fór ósjálfrátt að leita einhvers af- brigðileika, sem helst var að fínna í trjáhríslum sem báru þess vitni að hverfið var nýreist. Þrjár blokkir sem blöstu við okkur báru áletranir sem ígor sagði mér að væri áköllun um frið. Þetta var um sjöleytið og krakkar léku sér í parís og öðrum vorleikjum á grasvöllunum í kring, og þarna var félagsmið- stöðin sem við ætluðum að heimsækja, og stakk þægilega í stúf við aðrar byggingar þó ekki væri nema fyrir það að hún var ekki nema þrjár hæðir eða svo. Þarna voru líka verslanir og snyrtistofur og önnur þjónusta, sem annars virtist í takmörkuð- um mæli miðað við þann mikla mannfjölda, sem hér hlaut að búa. Stjórnandi klúbbsins tók á móti okkur og gaf sér tíma til að fræða okkur um staðinn á meðan gesti bar að garði. Klúbbur fyrir listelska Við erum staddir í Leníngrad- hverfinu í Kiev og klúbburinn okkar, sem er 10 ára gamall heitir ELEON, en ef við reynum að þýða nafnið þá þýðir það klúbbur fyrir listelska, hrifnæma og virka félaga, sagði ígor, og það var greinilegt að honum fannst nafn- ið hljóma undarlega þegar búið var að þýða það yfir á enska tungu. Eg átti von á því að vera staddurá stað sem væri eitthvað í líkingu við Þróttheima eða Fella- helli, og það oili mér því nokkr- um vonbrigðum þegar ég fékk að vita að þarna kæmi fólk á aldrin- um 18 ára til þrítugs, en það kom svo í ljós að misskilningurinn stafaði af því að í Sovétríkjunum eru ekki til sérstakir unglinga- eða táningaklúbbar; slík félags- starfsemi unglinga fer öll fram innan veggja skólanna, var mér sagt. Hér er allt starf unnið í sjálf- boðavinnu, sagði stjórnandinn, sem var geðþekkur maður um þrítugt. Fyrir utan venjulegt diskótek reynum við að bjóða hér upp á menningarlega dagskrá, og hingað koma oft listamenn víðs vegar að, auk þess sem við reynum að virkja gesti okkar til skapandi starfs með samkeppni áhugafólks á sviðum hinna ólík- ustu listgreina. Og við skipu- leggjum líka heimsóknir í leikhús eða á hljómleika fyrir okkar fólk. Trúarleg myndlist Salurinn var ekki stór, rúmaði kannski tvö-þrjú hundruð manns þéttskipaður. Það verður ekki margt hér í kvöld, sagði stjórn- andinn. Dagskráin er kannski ekki þess eðlis, en við ætlum að kynna hér trúarlega myndlist frá miðöidum og endurreisnartíman- um áður en diskótekið hefst. Það var enginn íburður í þess- um salarkynnum, en húsnæðið hefði eins vel getað verið íslenskt félagsheimili í sveit. Borð voru dreifð um salinn, og þegar dag- skráin hófst voru um 100 gestir mættir. Ljósin voru dempuð niður og glaðbeittur' og mælskur náungi talaði í háttstilltan hljóðnema undir sérkennilegri blöndu popp- tónlistar og stefja úr alþekktum klassískum tónverkum á meðan litskyggnum af trúarlegri mynd- list var varpað á vegginn bak við hann í síbylju, og var þar farið hratt yfir myndlistarsöguna allt frá fornum bísönskum flcónum yfir í Rafael og Michelangelo og voru oft fleiri myndir samtímis á tjaldinu. Mér gekk erfiðlega að fá túlkun á útskýringum þeim, sem þama voru gefnar, en þó skildist mér að hér væri ekki um trúar- lega uppfræðslu að ræða, þvert á móti væri það meining mannsins að myndir þessar ættu erindi til okkar þrátt fyrir ýmsar trúarlegar bábiljur og mýstík sem í þeim væri að finna. (Þetta var á skír- dagskvöldi, en það var greinilega ekki tilefni sýningarinnar, enda taka Rússar þann dag síst hátíð- legar en við Islendingar). Að trekkja upp stemmningu Eftir þessa kennslustund í lista- sögu, sem tók kannski hálfa klukkustund kom stutt teikni- mynd sem sýndi sögulegar per- sónur, sem tengjast Úkraínu í spaugilegu ljósi, og svo var byrj- að að dansa. Þá hafði fjölgað í salnum, og það tók svolitla stund að trekkja upp stemmningu, rétt eins og á íslensku sveitabalii. Áfengi var þó notað þama í hófi, og var mest drukkið freyðivín, hvítvín eða bjór. Auk þess var hægt að fá brauðsneiðar með áleggi. Erindi mitt á þennan stað hafði verið að finna sovéskan ungling, sem væri tilbúinn að segja mér hreinskilnislega frá lífi sínu og væntingum. Þetta var kannski ekki rétti staðurinn, en þarna var ég staddur í þessum erindum, og þarna var ég kynntur fyrir fallegri átján ára gamalli stúlku, sem sagðist tilbúin til að svara spurn- ingum mínum. Hún var hrein- skilin og óundirbúin og ég hafði enga ástæðu til þess að tortryggja svör hennar: Ég heiti Ira Gulko Ég heiti Ira Gulko og er 18 ára. Ég er búin að ljúka framhalds- skóla og byrjaði að læra hótel- stjórn í sérskóla í haust. Faðir minn er verkamaður í flugvéla- verksmiðju hér í Kiev og móðir mín er læknir. Ég er einkabarn Dansinn dunar á diskóteki tyrir listelska, hrifnæma og virka fólaga í Leníngradhverfinu í Kiev. Það er ítalska poppið sem nýtur mestra vinsaelda í Sovótríkjunum um þessar mundir. Myndin er tekin með flassi, þannig að hún gefur ekki rétta mynd af lýsingunni, sem er hefðbundið diskórökkur með Ijósblossum. Ljósm. ólg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. maf 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.