Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 13
FISIGMÁL Möguleikar íslensks fiskeldis Ég vil í þessum þætti mínum ræða nokkuð um möguleika á laxeldi hér á landi svo. og eldi annarra fisktegunda. Á s.l. 17 árum hef ég tvímælalaust skrifað fleiri greinar um þetta mál heldur en nokkur annar ís- lendingur. Mér var það ljóst strax og frændur vorir Norðmenn höfðu haslað sér föll á sviði laxeldis, að þarna mundi vera mikill framtíð- ar atvinnuvegur í uppsiglingu. Síðan hef ég reynt að lesa mér til um fræðilegan grundvöll þessa eftir því sem reynslan hefur leitt hann fram í dagsljósið. Mest hef ég fylgst með fiskeldi Norð- manna, þar sem þeir hafa án alls vafa náð langlengst í eldi Atlants- hafslaxins. Það sem kom mér til að bæta við þessi skrif mín um möguleika íslensks fiskeldis eru nokkrar setningar í skýrslu Ás- mundar Stefánssonar forseta ASÍ þar sem hann ræðir um stefnu í atvinnumálum. Ásmundur segir, þar sem hann ræðir um landbún- aðarmál: „Mikið er rætt um nýjar aukabúgreinar, einkum loðdýra- rækt og fiskeldi. Mjög erfitt er að dæma um hve miklir möguleikar eru fyrir þessar greinar sem auka- búgreinar. Fiskrækt og fiskeldi í smáum stíl kann að hafa ein- hverja möguleika. Fyrst og fremst virðist fiskeldi þó vera stóriðnaður í þeim skilningi, að fjárfesta þarf í stórum eldisstöðv- um.” Samkvæmt reynslu Norð- manna og álits þeirra fremstu manna á þessu sviði, þá hentar ekki laxeldi sem aukabúgrein fyrir bændur. Laxeldi þarf að reka sem sjálfstæðan atvinnuveg. Fiskurinn er viðkvæmur í eldi, þarf mikla umhugsun, ásamt ná- kvæmri kunnáttu við fóðrun. Þá þarf laxeldisbú að vera af þeirri stærð svo það skili arði, sem ekki hentar aukabúgrein fyrir bænd- ur. Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að bændur sem aðrir tækju upp laxeldi þar sem að- staða er fyrir hendi til þess og þá sem aðalatvinnuveg. En sam- ikvæmt áliti norskra sérfræðinga á fiskeldi þá hafa þeir nýlega gefið það út sem sitt álit, að bændur í Norður Noregi og á Finnmörku gætu gert sj óbleikj ueldi að auka- búgrein ef þeir hafa aðgang að sjó. Þeir segja að sjóbleikjan sé auðveld í ræktun og eldi. Nú eru starfandi sjóbleikjueldisbú í Norður Noregi, ekki sem auka- búgreinar heldur sem sjálfstæður atvinnuvegur. Sjóbleikja er kaldsjávarfiskur. Heimkynni hennar hér á landi, eru á norður- landi, norðvesturlandi og austfjörðum og líklega líka á vestfjörðum. En sjórinn hér við suðurland er líklega of hlýr fyrir hana. Þá er mikið af sjóbleikju á Grænlandi, Svalbarða, Finn- mörku, Lapplandi og Novaja Semlja norður af Rússlandi. Sjóbleikjan er talin geta náð 3-4 kg. þyngd. Þá er vatnableikjan systir sjóbleikjunnar í fjölda vatna hér á landi svo og í þeim norðlægu löndum sem talin eru hér að framan sem heimkynni sjóbleikjunnar. Vatnableikjan er talin geta náð 4-6 kg. þyngd. Ef bændur í Norður Noregi geta gert sjóbleikjueldi að aukabúgrein, þá ættu sömu skilyrði að vera hér fyrir hendi í þeim landshlutum þar sem heimkynni sjóbleikjunn- ar eru. Annars er ræktun silungs í íslenskum vötnum, sem mjög lítið hefur verið sinnt til þessa, mikið framtíðarverkefni. Og gæti hentað sem aukabúgrein fyrir einstaka bændur þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Líka gæti slík ræktun orðið félagslegt verkefni þar sem um stór vötn er að ræða. Ekki er vafi á því að slík ræktun getur styrkt búsetu í sveitum þeg- ar fram líða stundir. Fiskeldi sem arðsamur útflutningur Sé laxeldi Norðmanna skoðað gegnum árin þá kemur í ljós að miðlungsbúin þar sem eigendur hafa stjórnað og unnið við eldið, þau bú hafa skilað mestum arði. Stórrekstur í laxeldi er líka til í Noregi, hann hafði haslað sér völl áður en norsku laxeldislögin tak- mörkuðu stærð búanna. En þessi stórrekstur hefur ekki getað keppt í arðsemi við miðlungsbú- in, þótt hann hafi skilað fjármagnseigendum góðum arði. INoregi voru starfræktar á s.l. ári 333 klakstöðvar fyrir lax og urr- iða. Á sama tíma voru þar 305 seiðaeldisbú og 532 eldisbú fyrir lax og urriða. En þau höfðu ekki öll skilað framleiðslu á árinu, voru það ný. Afrakstur þessara búa, eða sá fiskur sem fór á markað frá þeim á árinu 1984, var rúmlega 22000 smálestir af laxi og 3500 smálestir af urriða, aðallega regnbogasil- ungi. Reiknað er með að norsk framleiðsla á eldislaxi verði í ár 30000 smálestir, og að árið 1986 verði framleiðsla á norskum eld- islaxi orðin 40000 smálestir. Hinsvegar er reiknað með að eldi á urriða verði svipað í ár og vaxi hægar næstu ár heldur en laxeld- ið. Þetta er ekki vegna þess að tregða hafi verið í sölu urriða, heldur vegna hins að laxeldið hef- ur skilað meiri arði fyrir hverja framleidda smálest. Allt laxeldi Norðmanna er í flotbúrum í sjó, þessi eldisbúr eru nú staðsett allt frá suðvestur Nor- egi og norður á Finnmörku. Vöx- tur laxins í Norður Noregi þar sem sjór er kaldari á sumrinu heldur en við suðvestur Noreg, er hægari en hefur þó víða þar norður frá skilað góðum arði. Þá er laxinn sem alinn er upp við Norður Noreg í kaldari sjó sagð- ur með stinnari vöðvabyggingu og geymsluþol hans er sagt sér- staklega mikið, sem er mikill kostur þegar fluttur er niður- kældur fiskur á fjarlæga markaði. í Noregi heyrir laxeldi undir sjávarútvegsráðuneytið sem sjálfstæður atvinnuvegur. Og fiskeldismenn fara ekki dult með þá skoðun sína að þetta fyrir- komulag hafi orðið þessum nýja atvinnuvegi til góðs. Laxeldisbú- in hafa sölusamlag sem annast dreifingu á vörunni til löggiltra útflytjenda, sem sölusamlagið verður að samþykkja. Á s.l. ári voru þessir útflytjendur 70 tals- ins, en 25 nýir biðu eftir löggild- ingu um s.l. áramót. Mikil sam- keppni hefur verið á milli útflytj- enda á laxi, sem leitt hefur til þess, að verð til eldisbúanna hef- ur að jafnaði verið hærra heldur en ákveðið lágmarksverð sem samlagið ákveður. Allur útflutn- ingur á norskum laxi er i umsjón og háður ströngu mati norska ríkismatsins. Norska laxeldið er ævintýri lík- ast, svo hraður hefur framgangur þess verið. Nú er það orðið að miklum arðvænlegum atvinnu- vegi sem er í örum vexti. Nú er komið að okkur Það er misskilningur sem ég vil leiðrétta með þessum skrifum mínum, að laxeldi sé einungis hægt áð stunda sem stórrekstur. Hinsvegar stefnir í stórrekstur á þessu sviði með þeim laxeldis- stöðvarbyggingum sem nú eru í uppsiglingu í Grindavík og ná- grenni. Hinsvegar er sjór við suður- og suðvesturlandið það hlýr allt árið að laxeldi er hægt að stunda þar í flotbúrum alveg eins og í Noregi. Skilyrði í öðrum landshlutum þarf að rannsaka. í nágrenni Reykjavíkur má t.d. nefna staði eins og Hvalfjörð og svæðið norðaustur af Viðey, svo eitthvað sé nefnt. Sjóbúraeldi er hægt að stunda án þess að um stórrekstur sé að ræða, því stofnkostnaður við slík flotbúr er ekki nema brot af þeim stofnkostnaði sem eldisstöðvar á landi til stórreksturs kosta. Reynslan frá Norður Noregi segir okkur líka, að eldi í sjóbúrum án þess að skerjagarður veiti þeim skjól, er framkvæmanlegt með góðum árangri, séu netbúrin að styrkleika miðuð við slíkar að- stæður. Þar er nú verið að hanna ný sjóbúr sem eiga að þola mikla úthafsöldu, þar sem víða vantar þar skerjagarð sem getur veitt eldisbúrunum skjól. í Noregi hafa miðlungsstóru laxeldisbúin gefið mestan arð. Og minni eldisbúin geta keppt við stórrekstur um arðsemi í lax- eldinu. Að þessu athuguðu get ég ekki séð betur en að það sé hægt að stunda hér laxeldi með árangri í misjafnlega stórum einingum, sé farið út í sjóbúraeldi þar sem skilyrði eru til þess. í þessu sam- bandi gæti verið bæði fróðlegt og nytsamlegt að senda menn til Norður Noregs til að kynnast því hvað þar er verið að gera á þessu sviði, því þar er nú áreiðanlega ýmislegt verið að gera sem við gætum lært af. í þessu sambandi er líka nauðsynlegt að hefja mæl- ingar á hita sjávar víða um land. Miklir möguleikar í jarðhita Við seiðaeldi býður íslenskur jarðhiti upp á mikla möguleika. Hann á líka að geta opnað leiðir til framleiðslu á dýrum sjávar- afla. í þessu sambandi má nefna ostruskel og risarækju sem er á stærð við leturhumar og er rækt- uð og framleidd við strendur Brasilíu og víðar þar sem sjór er nægilega heitur. Ég nefni hér þessar tegundir sem báðar eru í háu verði og eftirsóttar á heimsmarkaði. Hinsvegar er um margar slíkar tegundir að ræða, sem ég sé ekki ástæðu til að nefna á þessu stigi málsins. Ómengaður sjór og vatn Ein allra verðmætasta eign okkar íslendinga nú þegar litið er til komandi framtíðar er ómeng- aður úthafssjór við strendur okk- ar lands ásamt heilnæmu vatni sem hreinsast með því að renna gegnum neðanjarðarhraunbreið- ur á leið til strandar. Varðveitum við þessa auðlegð okkar handa komandi framtíð, þá erum við að tryggja lífríki íslands og búsetu í landinu. En svo augljóst sem þetta er, þá virðast ýmsir ráðamenn í þjóðfélaginu ekki skilja þetta. Stóriðjudraumur þeirra vitnar um svo mikla vanþekkingu á þessu sviði að hroll setur að manni. Menn þurfa að vita hér á íslandi að versti óvinur alls lífrík- is, hvort sem um er að ræða gróður jarðar eða dýralíf í vötnum og sjó, er sú mengun sem maðurinn íramleiðir með marg- víslegu móti og dreifir yfir láð og lög. Þarna eru margvísleg eitur- efni frá stóriðju mikill skaðvald- ur, þrátt fyrir ýmsa varnarvið- leitni síðustu ára. Við íslendingar sem erum miklir matvælafram- leiðendur fyrir erlenda markaði gegnum sjávarútveg okkar og getum á næstu árum orðið stærri matvælaframleiðendur gegnum margbreytilegt fiskeldi til útflutn- ings, okkur ber að standa vörð um þá miklu möguleika sem í þessu eru faldir fyrir þjóðina. Það getur orðið stutt í það, að neytendur viðkomandi markaðs- landa spyrji: Kemur varan frá menguðu umhverfi, eða frá landi þar sem mengun er haldið í al- gjöru lágmarki? Við getum orðið stórir framleiðendur í fiskeldi fyrir erlenda markaði ef við gæt- um að okkur og töpum ekki rétt- um áttum, þegar velja skal atvinnulega uppbyggingu í landinu. Og eigi þetta að takast þá verðum við að muna að óskert lífríki landsins og stóriðja, þau eiga ekki samleið. 22. aprfl 1985 Mlövikudagur 8. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.