Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 14
Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaöa- mótin maí - júní n.k. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1970 og 1971 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykja- víkur skólaárið 1984 - 1985. Umsóknareyðublöð fást á Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, Borgartúni 1, sími 18000, og skal umsókn- um skilað bangað eigi síðar en 20. maí n.k. Nemendum, sem síðar sækja um, er ekki hægt að tryggja skólavist. Vinsamlegast hafið með nafnskírteini eða önnur skil- ríki. Vinnuskóli Reykjavíkur. MINNING Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst n.k. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum t.d. hellulögn og kanthleðslu. Til greina koma Vz dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, sími 18000. Þareru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 18. maí n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur. Erindi á vegum Norræna heilunarskólans (Skandinavisk Healerskole) Jeanne de Murashkin, stofnandi Norræna heiiunar- skólans heldur tvö erindi í Fríkirkjunni 13. og 14. maí nk. kl. 20.00. Fyrraerindið fjallar um Hærri og lægri skyggnigáfu, en það síðara um Vitundarbyltingu á Vatnsberaöld. Erindin verða túlkuð. Miðar við innganginn. Ási í Bæ Þó síðbúin sé og af vanefnum fram borin, hlýt ég að senda vini mínum Ása í Bæ hinstu kveðju að leiðarlokum, úrþví ég birti um hann ljóð í lifanda lífi. Sennilega kunni hann lítt að meta ljóðið og mundi efalaust hrista úfinn koll- inn yfir svo fátæklegum kveðju- orðum, ef hann mætti lesa þau, sem hann kannski gerir eftirá að hyggja. Eg kynntist Ása ekki fyrr en hann var kominn hátt á sextugs- aldur og ég á miðjum aldri. Tók- ust strax með okkur náin kynni sem urðu mér í mörgum greinum mikils virði. Hafði hann stundum í flimtingum að fátítt væri að svo rosknir menn yrðu hvor öðrum jafnnákomnir. Kynnin hófust með því að við vorum kosnir í stjórn Rithöfundafélags íslands vorið 1971 og áttum þar bæði far- sælt samstarf og ótaldar gleði- stundir í hópi góðra vina. Ási var jafnan hrókur fagnaðar þarsem hann kom við sögu og smitaði út- frá sér, þannig að deyfð og drungi hörfuðu umsvifalaust fyrir lífs- orku hans, orðheppni og söng- gleði. Gítarinn var oftar en ekki tiltækur og vinsælir söngvar trúbadúrsins settu mjög svíp á slík samkvæmi. Þegar Rithöfundasamband ís- lands hið nýja var stofnað vorið 1974, varð Asi í Bæ fyrsti starfs- maður þess og vann brautryðj- andastarf við að útvega því sama- stað og skipuleggja framtíðar- verkefni sem nú eru löngu komin í fastar skorður. Stéttarsamtök rithöfunda eiga honum þannig skuld að gjaida fyrir ötulan stuðning fyrstu erfiðu árin og margháttaða liðveislu við sam- einingu sundurleitra afla. Ási var formaður nefndarinnar sem undirbjó kynningardagskrána „Kyssti mig sól" á verkum Guð- mundar Böðvarssonar og efndi til FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Við höfum meira en 30 ára reynslu í útgáfu vasabóka, og sú reynsla kemur viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til góða. Og okkur hefur tekist einkar vel með nýju Ferðavasabókina okkar og erum stoltir af henni. Þar er að finna ótrúlega fjölbreyttar upplýsingar, sem koma ferðafólki að ómetanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meðal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöfiur - Kaúpstaðakort - Evrópu- vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.f I. sem of langt er upp að telja. &. SU.U)FiímBtí GAWOAKSMhl* ;*S Z ,¦?* '$&*»> ¦>\ ';¦¦¦'>..: >^>.l OMISSANDI I FERÐALAGIÐ! wft aP s^ >«*• uppboðs á verkum sem mynd- listarmenn höfðu fært Rithöf- undasambandinu að gjöf, en and- virði þess rann til lagfæringar á húsi Guðmundar Böðvarssonar í Borgarfirði, sem verið hefur at- hvarf fjölda rithöfunda um lengri eða skemmri tíma undanfarinn áratug. Pó heilnæmt væri og hressandi að hafa Ása sér við hlið í misjafn- lega frjóum stjórnarstörfum, þá voru það persónulegu samskiptin sem mörkuðu dýpst spor. Ási var hreinn og beinn í öllu sínu dag- fari, hégómalaus og óbanginn við að halda fram skoðunum sínum og hugðarmálum. Fróðlegast var að rabba við hann um bók- menntir, því hann var víðlesinn og gagnrýninn á það sem hann las, þráttfyrir tiltölulega litla formlega menntun. Hann var sjálfmenntaður í besta skilningi þess orðs, hafði mótaðar skoðan- ir á efnum sem honum voru hug- leikin og kom gjarna að hlutun- um úr óvæntri átt, þannig að maður sá þá í alnýju ljósi. Hann var óvenjulega næmur á ritað mál, hvort heldur var bundið eða óbundið, gæddur einkennilegu innsæi sem stundum minnti á galdur, enda kominn af frægum galdramönnum. Þótti mér ein- lægt sem honum væri flestum fremur gefið að nema hinn hreina tón, greina kjarnann frá hisminu, enda var hverskyns tilgerð og sýndarmennska eitur í hans beinum. Sögumaður var Ási meiri og betri en almennt gerist og unun að hlusta á hann segja frá, ekki síst þegar talið barst að heima- slóð hans í Vestmannaeyjum, ör- lögum forfeðranna þar og upp- vexti hans sjálfs. Er mikill skaði að honum skyldi ekki endast aldur til að semja þá hina miklu sögu um Vestmannaeyjar, sem hann hafði árum saman dreymt um að færa í letur. Af sundur- lausum brotum, sem vinir hans fengu að heyra þegar vei lá á hon- um, mátti ráða að það hefði orðið hetjusaga einsog þær gerast ris- mestar. Ási í Bæ var ungur í anda framá efstu ár, gæddur hrifnæmi æskumannsins og hæfileikanum til að njóta líðandi stundar án umhugsunar um kvaðir morgun- dagsins. Sagði þar til sín keltneskur uppruni hans, og hef ég fáa íslendinga fyrirhitt írskari að eðli og upplagi. Asi var sérlega barnelskur maður og hændi ósjálfrátt að sér börn og ung- linga. Er mér ekki grunlaust um að sviplegt fráfall ástkærs sonar hans, Eyjólfs, hafi gengið nær honum en virðast mátti við fyrstu sýn og kannski átt þátt í áfallinu sem leiddi til ótímabærs aldurtila. Synir mínir tveir fengu ungir mikið dálæti á Ása í Bæ og voru ævinlega upptendraðir þegar hann bar að garði á Felli eða þeir hittu hann á förnum vegi í Reykjavík. Sakna þeir nú vinar í stað einsog allir sem áttu því láni að fagna að eiga með honum samleið, þó um stuttan veg væri. Ég kveð kæran vin með trega í sárri vitund þess að hafa látið annir og amstur dægranna hin seinni ár hamla því að vináttan væri rækt af sömu alúð og fyrstu árin eftirað við kynntumst. Sú kennd er að vísu eícki tengd Ása einum og verður því áleitnari sem árin færast yfir og fleiri góðir vinir kveðja jarðvistina. Ég votta eftirlifandi konu Ása í Bæ, Friðmey, börnum hans þremur, tengdadóttur og barna- börnum dýpstu samúð við fráfall ógleymanlegs manns. Það er fá- tækleg huggun að hann lifi sterku og frjóu lífi í minningu allra sem þekktu hann, en með þeim orð- um leyfi ég mér samt að ljúka þessari kveðju. Sigurður A. Magnússon. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frek- ari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar bessar- ar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir jan., febr. og mars 1985, svo og sölu- skattshækkunum, álögðum 7. jan 1985-2. maí 1985; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir jan., febr. og mars 1985 og mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. febr. 1985. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 2. maí 1985. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með lausar til umsóknar námsstjórastöður á grunnskólastigi í: Stærðfræði, heil staða, laus strax, íslensku, heil staða, laus 1 sept. samfélagsgreinum, heil staða, laus 1. sept. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla svo og fagleg og kennslufræðileg bekking á viðkomandi sviði. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1985. Umsóknum sé skilað til menntarrrálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26866 og 25000. Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í skólapróunardeild. Vélritunarkunnátta eða reynsla af ritvinnslu áskilin. Reynsla af bókhaldi, afgreiðslu reikninga og almennri skrifstofuvinnu æskileg. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1985. Umsóknum sé skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4,101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26866 eða 25000.