Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Fram sigraði Vann Val í framlengdum leik, 1-0 Fram varð Reykjavíkur- meistari í knattspyrnu í ár. Þeir unnu Val í hreinum úrslitaleik á gervigrasinu í gærkvöldi. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og þurfti því að fram- lengja. Útlit var fyrir að víta- spyrnukeppni þyrfti að koma til svo úrslit næðust, en 2 mín. fyrir lok framlengingar tryggði Guð- mundur Torfason sigur Framara með fallegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf Ómars Örlygs- sonar. Leikurinn var skemmtilegur allann tímann og sáust oft stór- góð tilþrif. Valsmenn voru öllu frískari í fyrri hálfleik, en náðu ekki að skapa sér hættuleg mark- tækifæri utan eitt, þegar Guð- mundur Þorbjörnsson skallaði rétt framhjá marki Fram. í síðari hálfleik höfðu Framar- ar völdin og sóttu án afláts. Fremstur í flokki þeirra var Guð- mundur Steinsson, og náði hann nokkrum sinnum að skapa sér góð færi, en það var eins hjá hon- Getraunir 3 með 12 í 35. leikviku Getrauna komu fram þrjár raðir með 11 réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 120,825. Alls vóru 205 raðir með 10 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 757. leikur Luton og Arsenal féll útaf seðlinum þar sem hann var leikinn á laugardagsmorguninn og því voru á honum aðeins 11 gildir leikir. Golf um og öðrum leikmönnum, skot- skórnir voru vanstilltir og skotin geiguðu. Það reyndi því ekki mikið á Stefán Arnarson í marki Vals og enn minna á Friðrik Frið- riksson í marki Fram. Friðrik þurfti þó einu sinni að taka á hon- um stóra sínum er hann varði vel skot frá Kristni Björnssyni. í framlengingunni jafnaðist leikurinn aftur og hefði sigurinn getað lent hvoru megin sem var. Þó voru það Framarar sem voru sterkari þegar á heildina er litið og verðskulduðu sigurinn fylli- lega. Bæði liðin eru vel undirbúin fyrir íslandsmótið sem hefst í næstu viku og verða til alls líkleg. Framarar hafa á að' skipa mjög heilsteyptu liði og á köflum sýndu þeir afburða góðan leik. Bestur þeirra og jafnframt bestur á vell- inum var Guðmundur Steinsson, sívinnandi og leikinn. Þá voru þeir Sverrir Einarsson og Ómar Torfason góðir. Hj á Val voru það Þorgrímur Þráinsson og Guð- mundur Þorbjörnsson sem voru frískastir í jöfnu liði. Áhorfendur voru á annað þús- und og segir það líklega meira en mörg orð um það hversu mikil bót það er að hafa fengið gervi- grasvöll hér í Reykjavík, en hvað ælti margir hefði mætt á gamla góða Melavöllinn? -gsm. Sverrir Einarsson, fyrirliði Fram, hampar hér bikarnum sem Fram vann í gærkvöldi, er þeir unu Val í úrslitum Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu, 1-0. Mynd: E.ÓI. Opið í Leirunni Opna Hagkaups-gólfmótið, glæsi- legasta verðlaunainót landsins, verð- ur haldið á Hólmsvelli í Leiru um næstu helgi og hefst kl. 9 á laugar- dagsmorgun. Leiknar verða 36 holur eftir Stableford, 18 hvorn dag. Sigurvegari hlýtur 55 þúsund króna vöruúttekt og nafn sitt á hinn glæsi- lega farandgrip sem geymdur er í verslun Hagkaupa í Njarðvík. Fyrir 2.-15. sæti verða einnig veittar vöru- úttektir en heildarverðmæti vinninga er kr. 113,500. Skráning hefst á fimmtudag kl. 17 í síma 92-2908. Verona þarf eitt enn Verona náði ekki að tryggja sér ít- alska meistaratitilinn í knattspyrnu á sunnudag er liðið náði aðeins marka- lausu jafntefli á heimavelli gegn Como. Sigur hefði þýtt að titillinn væri í höfn. Staðan hjá liðinu er þó mjög örugg því Torino gerði einnig markalaust jafntefli, gegn Atalanta á heimavelli. Þegar tvær umferðir eru eftir er Verona með 40 stig en Torino og Inter Milano með 36 stig hvort og Verona þarf því aðeins eitt stig til við- bótar. Knattspyrna Tveir á möl Annars líklega hœgt að leika allt á grasi Tveir leikir 1. umferðar 1 .deildarkeppninnar í knattspyrnu sem hefst á mánudaginn kemur, 13. maí, fara fram á malarvöllum. Þeir eru báðir á þriðjudagskvöldið, Víðir leikur við FH í Garðin- um og Þór mætir í A á malarvelli Þórsara á Akur- eyri. Vonir standa til að þetta verði einu malarl- eikirnir. KR og Þróttur hefja íslandsmótið á KR-vellinum, grasinu, á mánudagskvöldið og á þeim velli munu KR-ingar leika af og til í sumar. Hinir tveir leikirnir í 1. umferð fara væntalega fram á Valbjarnarvellinum í Laugardal, Víkingur-Valur á þriðjudagskvöld og Fram-ÍBK á fimmtudagskvöld. Gervigrasið er til vara hjá Reykjavíkurfélögunum ef eitthvað bregður útaf með veður og önnur skilyrði. Akurnesingar eiga sinn fyrsta heimaleik föstudaginn 17. maí, gegn Víði, og reikna alfarið með að leika hann á grasvellinum. FH og KR leika sama kvöld, á grasvellinum í Kaplakrika í Hafnarfirði. Keflvíkingar mæta Þór sunnudag- inn 19. maí og búast við sínum grasvelli til reiðu. Síðan er það spurning með heimaleik Víðis gegn ÍBKþann 22. maí. Nýi grasvöllurinn í Garðinum gæti orðið tilbúinn þá en salernisaðstöðu vantar við þann gamla. Þar gæti því malarleikur orðið niðurstaðan. Þórsarar stefna að því að leika á sínum grasvelli við Víking 22. maí og eftir það ætti allt að rúlla eðlilega. Valsmenn byrja vænt- anlega að leika á Valsvellinum þann 31. maí, gegn FH, en hafa annars vellina í Laugardal. -VS Könnun Olsen Samið í dag? Anderlech vill halda en Tottenham vill taka upp danska stílinn belgísku meisturunum Ander- lecht eða gengur til liðs við enska félagið Tottenham. Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: í dag eða á morgun skýrist væntanlega hvort Morten Olesen fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu verður kyrr hjá Skólahlaupið Egilsstaðir unnu Sveit Egilsstaðaskóla sigraði í stiga- keppni Skólahlaups UÍA sem fram fór á Fáskrúðsfirði þann 20. aprfl sl. - hlaut samtals 319 stig. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar varð í öðru sæti með 273 stig og Grunnskóli Stöðvarfjarð- ar í þriðja sæti með 252 stig. Sigríður Guðmundsdóttir, Fá- skrúðsfirði, sigraði í flokki stúlkna 9 ára og yngri - Helgi Guðfinnsson, Nesskóla, í flokki drengja 9 ára og yngri - Anna M. Ingimarsdóttir, Stöðvarfirði, í flokki stúlkna 10-11 ára - Jónas Friðrik Steinsson, Fá- skrúðsfirði, í flokki drengja 10-11 ára - Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Seyðis- firði, f flokki stúlkna 12-13 ára - Brynjar Elíasson, Nesskóla, í flokki drengja 12-13 ára - Lillý Viðarsdótt- ir, Alþýðuskólanum Eiðum, í flokki stúlkna 14-16 ára og Frosti Magnús- son, Fáskrúðsfirði, í flokki drengja 14-16 ára. Þátttakendur í hlaupinu voru 181 frá 12 skólum á Austurlandi. Þetta er fjölmennasta skólahlaup UÍA en þau hafa verið haldin árlega frá 1974. Anderlecht hefur ekki viljað ganga að kaupkröfum Olsen, en hann er 35 ára gamall og losnar því frá samningi við félagið í vor. Hjá Tottenham er mikill áhugi fyrir því að taka upp leikstfl danska landsliðsins og þá er eng- inn betur til þess fallinn að stjórna leik liðsins inni á vellinum en Morten Olsen. Hann þykir einhver besti varnarmaður í Evr- ópu og er röggsamur stjórnandi. Reiknað er með að samningavið- ræðum Olsens við Anderlecht ljúki í dag og að ef ekki semjist gangi hann til liðs við Tottenham Aderlecht hefur tilkynnt danska landsliðsmanninum Frank Arnesen að hann fái ekki undir nokkrum kringumstæðum að fara frá liðinu. Hann hafði ver- ið orðaður við hollensku meistar- aefnin Ajax. Morten Olsen - 35 ára en eftirsóttur. Valur efstur á blaði Valsmenn eru sigurstrangleg- asta liðið í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu - að mati þjálfara, fyrirliða og forráðamanna 1. deildarliðanna. Á fréttamanna- fundi liðanna í gær tóku þessir aðilar þátt í skoðanakönnun og úrslit hennar urðu sem hér segir: 1. Valur.........................244 stig 2. lA..............................223 stig 3. Fram..........................213 stig 4. KR..............................148 stig 5. ÞórAK...........................145 stig 6. Þróttur....................125 stig 7. IBK...........................108 stig 8. FH......................... 92 Stig 9. Víkingur.........................80 stig 10. Viðir.....................52 stig Fyrir íslandsmótið í fyrra fór fram samskonar könnun. Þá fékk ÍA langflest stig og Valur varð númer tvö - og sú varð einmitt raunin. KA og Víkingi var spáð falli - Víkingar spjörðuðu sig vel en KA féll. Breiðabliki var þá spáð fjórða sæti en Kópavogslið- ið féll að lokum þannig að það er lítil ástæða fyrir Víkinga og Víðis- menn að örvænta. -VS Knattspyrna Austuiríki áfram? Austurríkismenn eiga mikla möguleika á 2. sæti í 5. riðli und- ankeppni HM í knattspyrnu og þar með aukaleik um sæti í loka- keppninni í Mexíkó eftir 4-0 sigur á Kýpur í Vín í gærkveldi. Þetta var næst síðasti leikur riðilsins og nú þurfa Hollendingar að sigra Ungverja í Budapest í loka- leiknum til að komast upp fyrir Austurríki og í 2. sætið. í 1. deild ensku knattspyrn- unnar tapaði Watford 0-2 fyrir WBA á heimavelli og er því ekki alveg laust úr fallbaráttunni. Brighton eygir enn von á 1. deildar sæti eftir 4-2 sigur gegn Grimsby í 2. deildinni í gær- kveldi. Þá skildu Charlton og Ox- ford jöfn í gærkveldi 3-3. _VS. Reykjavíkurmótið Miðvikudagur 8. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.