Þjóðviljinn - 09.05.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Síða 3
Sprengjur Bretar kema Gæslunni Tundurduflafrœðingur tilbúinn aðfást við hermdarverkasprengjur. Hugmyndir um að nýta fiskiskipaflotann til að upprœta tundurdufl á átakatímum Landhelgisgæslan sendi í fyrra einn manna sinna á námskeið hjá breska hernum til að læra að fást við heimatilbúnar sprengjur, meðal annars með hermdar- verkamenn eða skæruliða ein- hverskonar í huga. Á alþingi í fyrradag vitnaði Steingrímur Sigfússon í bresk þingtíðindi þarsem taldar eru upp þær þjóðir sem breski herinn hef- ur aðstoðað og eru íslendingar þar á meðal. Utanríkisráðherra gerði því skóna að þetta væru menn frá Landhelgisgæslunni, og Gunnar Bergsteinsson forstjóri Gæslunnar sagði Þjóðviljanum að hér væri vísast átt við einn starfsmanna gæslunnar sem í fyrra fór á þriggja vikna nám- skeið um heimatilbúnar sprengj- ur. Sá sami hefur áður verið gerð- ur út að kynna sér tundurdufl og uppræting þeirra. Samkvæmt lögum ber Gæslunni að annast slflct í íslenskri landhelgi. Gunnar sagði að maðurinn hefði verið sendur á námskeiðið í fullu samráði við lögregluna sem raunar hefur sent menn á svipuð námskeið, - aðeins væri um að ræða að koma í veg fyrir tvíver- knað þarsem nokkur þekking er fyrir hjá Gæslunni á tundurdufl- um. í nýrri þingskýrslu utanríkis- ráðherra er meðal annars talið brýnt að Landhelgisgæslan búi yfir þekkingu til að geta fjarlægt tundurduflatálmanir, með eigin skipum eða fiskiskipum. Að sögn Gunnars hafa menn undanfarið verið að afla sér slíkrar þekking- ar, en engar áætlanir eru til um hversu slíkt yrði framkvæmt eða um hugsanlega samvinnu við bandaríska herinn eða aðra heri um þessi mál. Gunnar sagði að norski herinn hefur boðið Landhelgisgæslunni námskeið um hvernig beita ætti fiskiskipum til að fást við tundur- dufl. - m Stakfellið frá Þórshöfn er nýjasti frystitogarinn. Hann er byggður frá grunni sem frystitogari fyrir Japansmarkað og fer innan tíðar í sína fyrstu veiðiferð. Frystitogarar Nýta þorskinn afar illa Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Verðurað stýraþessum togurum meir inn á karfa- og grálúðuveiðar. Gefur meiri arð en þorskfrysting úti á sjó. Hœtta á minni vinnu í landi. Sjávarútvegur á breytingarskeiði. Eg er þeirrar skoðunar að það sé ofáætlun að svo margir tog- arar verði komnir í þetta á næsta ári, en ég hef að vísu ekki neitt annað yfirlit en það sem kemur fram í þessari skýrslu Fram- kvæmdastofnunar, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra um hina öru fjölgun frysti- togaranna. Ráðherra sagði að það væri ákveðinn markaður sem hægt væri að sinna með þessu útgerð- arformi. Karfi og grálúða virtust gefa góðan arð og hlutfallslega betri heldur en þorskfrysting úti á sjó. „Eg tel rétt að beina frystitog- urunum í meira mæli yfir í veiðar á karfa og grálúðu því þeir nýta þorskinn ekki nálægt því eins vel og frystihúsin sem vinna hann í dýrmætari pakkningar. Það var rætt um þetta á sl. hausti en fékk ekki hljómgrunn hjá hagsmuna- aðilum sem töldu ekki nægilega reynslu komna á þessar veiðar. Ég á von á því að nú í haust verði frekar hljómgrunnur fyrir þessu varðandi skipulag veiða á næsta ári”. Þú ert inni á því að það þurfi að stýra veiðum frystitogaranna bet- ur en gert hefur verið? „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að sporna gegn aukningu í þorskfrystingu úti á sjó og beina þessum skipum inn í frystingu á karfa og grálúðu sem gefur betur en frystingin í landi og sinna Ef frystitogarar fara að nálgast annan tuginn innan tíðar, þá held ég að menn verði að skoða þetta dæmi betur. Við höfum litið þessa útgerð jákvæðum augum hjá Sölumiðstöðinni og þetta er n\jög æskilegt hvað gæði varðar en það er eins og allt hjá okkur Islendingum, menn eru annað- hvort eða, og nú sýnist eins og þetta ætli að dembast yfir. Það er hættan”, sagði Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri Sölumið- þanníg betur þeim mörkuðum sem annars væru ekki fyrir hendi”. Sjávarútvegsráðherra sagðist gera sér grein fyrir því að hugsan- lega gæti aukinn floti frystitogara tekið frá vinnslunni í landi. Ráðuneytið hefði hug á að skoða stöðvar hraðfrystihúsanna í sam- tali við Þjóðviljann. Sölumiðstöðin hefur séð um sölu á afla nokkurra þeirra frysti- togara sem þegar eru gerðir út og að sögn Hjalta hafa fleiri aðilar sem eru að fara út í útgerð frysti- togara leitað eftir samvinnu við SH. „Þetta hefur töluvert verið rætt hjá okkur en ekki verið mótað neitt sérstaklega hvernig taka þessi mál nánar. Við værum nú að ganga í gegnum ákveðið breytingarskeið í sjávarútvegin- um og áður en gripið væri inn í atburðarásina yrðu menn að átta sig betur á því hvað væri að ger- ast. -lg- skal á þessum málum og þessari þróun en við höfum þó litið þetta jákvæðum augum. Það er spurn- ing hvort ekki getur komið til of- framboð á vöru frystitogaranna fjölgi þeim mikið og eins má fast- lega gera ráð fyrir því að einhver frystihúsanna þurfi að huga að frekari hráefnisöflun. Mér sýnist að það þurfi að koma einhverri stjórn á þessi mál”, sagði Hjalti Einarsson. -»g. Hætta á offramboði Hjalti Einarsson framkvstj. SH: Þarfað skoða þetta dœmi betur. Sýnistþetta ætla að dembastyfir okkur. Þarfað koma einhverristjórn á málin. Fimmtudagur 9. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HVERNIG ENDAST LAUNIN? Theódór Hansen. Myndir: E.ÓI. Þarf samstöðu „Það gengur ekki lengur að maður þurfi sífellt að vinna til miðnættis. Það er oftast unnið hér frameftir en nú er verið að skera það niður svo ég veit ekki hvernig þetta fer“, sagði Theódór Hansen verkamaður. „Það verður að fara hægt í þessa hluti. Ég er hræddur um að fólk fái voðalega lítið út úr stutt- um samningum. Það er gálga- frestur“, sagði Theódór. _ jg. Sigurður Sigurðsson. Eilíf aukavinna „Það gengur illa að lifa af kaupinu. Ég er í aukavinnu núna. Þeta er þriðji morgunninn í röð sem ég tek aukavinnu. Það er ekki hægt að lifa af því að vera eingöngu í vaktavinnu. Maður verður að geta haft í sig og á“, sagði Sigurður Sigurðsson verka- maður. „Ég held að eingöngu aðgerðir geti dugað í þessari stöðu. Þessir stuttu samningar vilja verða eilífðarsamningar“, sagði Sigurð- ur. -|g. Steinþór Hreinsson. Aðgerðir „Ég er að fara í aukavinnu nú á eftir. Ég næ ekki að lifa af því sem ég hef fyrir mína föstu vinnu. Það tekst að ná endum saman með allri þessari vinnu og þó fer ég aldrei á böll eða í bíó“, sagði Steinþór Hreinsson verkamaður. „Ég held að það dugi ekkert annað en að fara út í aðgerðir til að ná fram kjarabótum. Stuttir samningar gera ekkert gagn, en ég er hræddur um að fólk treysti sér ekki í harðar aðgerðir, þótt það virðist það eina sem dugir“, sagði Steinþór. _.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.