Þjóðviljinn - 09.05.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Side 7
Hluti af Borgarnesi séður af Borgarfjarðarbrúnni Borgarnes Bærínn við Brákar- sund Borgarnes er eitt af örfáum þorpum á ströndinni þar sem útgerð og fiskvinnsla er ekki þungamiðja atvinnulífsins. í Borgarnesi byggja menn á hinn bóginn afkomu sína á margháttuðum iðnaði og þjón- ustustörfum. Borgarnes varð löggiltur vers- lunarstaður 22. mars 1867, en sjálfstætt hreppsfélag 28. maí 1913. Sveitarfélagið rekur skrif- stofu, áhaldahús, leikskóla, íþróttamiðstöð, grunnskóla, raf- veitu, höfn og vatnsveitu. Þá er hreppurinn aðili að rekstri heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, Tónlistarskóla Borg- arfjarðar og Brunavörnum Borg- arness og nágrennis. Hreppurinn er eignaraðili að Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar, Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi og Hótel Borgarnesi. Fastráðnir starfsmenn eru 44, þar af nokkrir í hlutastörfum. Bundið slitlag er nú komið á 75% af gatnakerfi hreppsins. Þróun íbúafjölda í Borgarnesi hefur ver- ið þessi undanfarin ár: 1954 771, 1964 969, 1974 1309, 1984 1736, (bráðabirgðatala). Óefað hefur mörgum þeim, sem litu inn á Borgarnesdagana í Laugardalshöllinni nú í maíbyrj- un, ekki verið áður ljóst, hversu iðnaðurinn í Borgarnesi er fjöl- þættur og gróskumikill. Hér í Landinu mun nú verða stuttlega kynnt þau fyrirtæki og þær stofn- anir, sem þátt tóku í Borgarnes- dögunum. Þau, sem ekki komast að nú, verða „tekin til bæna“ síð- ar. -mhg Naglagerðin í fullum gangi. Vímet hf. framleiðir ekki vímet en fjölmargt annað Vírnet hf. var stofnað 1956. Upphaflega var í ráði að fram- leiða vírnet eins og nafnið bendir tii, en frá því var horfið. Framleiðsla var hafin á nöglum og var það megin þátt- ur framleiðslunnar um árabil. Árið 1978 varhafinframleiðsla á galvaniseruðu bárujárni og árið 1983 hófst framleiðsla á lituðu klæðningarstáli. Fyrirtækið hefur síðan aukið vélakost sinn varð- andi þennan þátt framleiðslunn- ar, og býður nú allar gerðir fylg- ihluta, sem nauðsynlegir eru til húsaklæðninga. Helstu nýjungar hjá fyrirtæk- inu á seinni árum voru þegar keyptar voru vélar til völsunar á trapisulöguðu klæðningarstáli. Jafnframt var keypt beygjuvél af GRO-KO gerð, með einkaleyfis- rétti fyrir ísland. Vél þessi beygir trapisuvalsað stál þvert á báru. Þessi nýjung opnar hönnuðum ýmsar nýjar og áður ófærar leiðir við hönnun og húsaklæðningar, auk annarra nota. Árið 1982 var reist 600 ferm. viðbygging við eldra húsnæði verksmiðjunnar og er núverandi stærð hennar um 3000 ferm. Starfsmannafjöldi Vírnets hf. er 25. -mhg Kaupfélag Borgfiröinga Kaupfélag Borgfirðinga var stofnað 1904 í Deildartungu í Reykholtsdal. Félagssvæðið nær yfir 5 hreppa í Borgar- fjarðarsýslu norðan Skarðs- heiðar, alla Mýrasýslu og 5 hreppa í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu allt vestur í Breiðu- vík. Félagið skiptist t deildir eftir hreppum og eru félags- deildirnar 18. Kaupfélag Borgfirðinga er blandað félag framleiðenda og neytenda og byggir reksturinn á verslun, vinnslu og sölu landbún- aðarafurða, iðnaði og ýmiss kon- ar þjónustu. í Borgarnesi rekur kaupfélagið kjörbúð, vefnaðar- vörudeild, búsáhalda- og bóka- búð, bygginga- og járnvörudeild, fóðurvörudeild, slátur- og frysti- hús, reykhús, frystihólf, raf- magnsverkstæði, bifreiðaverk- stæði, varahlutaverslun, yfir- byggingaverkstæði, brauðgerð, bensínafgreiðslu, mjólkursam- lag, bifreiðastöð, kjötvinnslu og tryggingar. Auk þess rekur kaupfélagið verslun á Akranesi og Hellissandi og verslun, veitingahús og bensínafgreiðslu á Vegamótum á Snæfellsnesi.-mhg Fiskbúð Þórðar Þótt ekki fari mikið fyrir út- gerðinni í Borgarnesi þá sér Fiskbúð Þórðar Pálssonar Borgnesingum og nærsveita- mönnum jafnan fyrir fiskmeti. Búðin hefur lengi verið þekkt fyrir góða vöru og fjölbreytta. Þar eru m.a. á boðstólum, auk fersks fisks, 14 tegundir af krydd- uðum fiski, auk margra tegunda af reyktum fiski, harðfiski og einnig ýmiss konar saltfiskréttir. Þá er og verslunin alþekkt fyrir sinn ágæta hákarl. -mhg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Kjötiðnaðarstöð Kf. Borgfirðinga Kjötiðnaður hófst hjá Kaupfélagi Borgfirðinga árið 1951 í nýbyggðu iðnaðarhúsi við Egilsgötu. Starfsemin hef- ur farið jafnt og þétt vaxandi. í fyrstu starfaði aðeins 1 maður við kjötiðnað en nú eru starfs- menn stöðvarinnar 15-18. Framleiðsla stöðvarinnar er fjölbreytt, enda breyttist aðstað- an mikið þegar fyrirtækið flutti í rúmgott og hentugt húsnæði að Borgarbraut 2 á árinu 1973. Jafn- framt var þá vélakostur aukinn. Nú er verið að byrja á nýrri pökkun á frystu og fersku kjöti. Sala á framleiðslu stöðvarinnar hefur aukist mjög á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum árum, t.d. á hinu vinsæla Borgarnes- hangikjöti. Þá hefur salan á þorramat fimmfaldast á síðustu þremur árum. Á sl. ári tók Kjöt- iðnaðarstöðin á móti 440 tonnum af afurðum til meðhöndlunar að meira eða minna leyti. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.