Þjóðviljinn - 09.05.1985, Page 8
LANDHÐ
Útboð
Tilboð óskast í viðgerðir á steypuskemmdum í Hvassaleitis-
skóla og Árbæjarskóla fyrir Skólaskrifstofu Reykjavíkur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík, gegn kr. 2000 skilatryggingu.
Tilboðin verðaopnuðásamastað, þriðjudaginn21. maín.k.
kl.14.00 e.h.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Kennarar - Skólastjórar - Foreldrar
Myndbönd og
skólastarf
Dagskrá og sýning í Kennaraháskóla íslands við
Stakkahlíð 1.-4. júní 1984.
Á sýningunni verður sýnt það helsta sem er á boð-
stólum hér á landi á sviði myndbanda, m.a. mynd-
bandstæki, upptökuvélar, sjónvarpstæki, auk hvers
kyns myndbandaefnis sem hentar skólastarfi.
Efnt verður til fjölbreyttrar fræðsludagskrár: fyrir-
lestra, umræðufunda og kynninga, m.a. um stöðurog
horfur í þessum málum, framtíðarmöguleika, val á
myndbandstækjum og búnaði, myndmál og mynd-
lestur og um myndbönd sem hjálpartæki í tungumála-
kennslu.
Haldin verða námskeið, bæði byrjenda- og fram-
haldsnámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur í fé-
lags- og tómstundastarfi um myndbandið sem
kennslutæki, upptökur og upptökutæki og gerð mynd-
bandsþátta. Takmarka verður þátttakendafjölda á
námskeiðunum og verður að tilkynna þátttöku fyrir 24.
maí til Námsgagnastofnunar í síma 2 81 98.
í Fræðslumyndadeild og Kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar eru veittar frekari upplýsingar um
þessa sýningu og dagskrá (91 -21572, 91 -28198, 91 -
28088).
Veggupplýsingar verða sendar skólunum næstu
daga.
■ .1
*****
yUMFERÐAR
RÁÐ
Góö orö
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐA FERÐ!
UMFHRÐAR
RÁO
Götumynd frá Borgamesi
Trésmiðja Þorsteins
Trésmiðja Þorsteins Theo-
dórssonar í Borgarnesi hóf
starfsemi sína 1962. Árið 1982
flutti hún í nýtt húsnæði að
Sólbakka 13-15.
Fyrirtækið hefur starfað sem
verktaki í byggingariðnaði og
framleiðir margháttaðar gerðir
innréttinga. Tækjakostur tré-
smiðjunnar er góður og hefur
enda nýlega verið endurnýjaður.
Fjórtán manns starfa nú hjá fyrir-
tækinu.
-mhg
Prjónastofa
Boraamess hf.
Prjónastofa Borgarness var
stofnsett árið 1970. Hún fram-
leiðir og flytur út alls konar
prjónafatnað úr íslenskri ull,
undir merkinu Eider Knit Ltd.
Fyrirtækið er til húsa í nýlegu
og rúmgóðu húsnæði að Bjarnar-
braut 4-6 í Borgarnesi, en skrif-
stofa þess í Reykjavík er að Ár-
múla 5. Alls vinna nú 53 starfs-
menn hjá Prjónastofu Borgar-
ness.
-mhg
Mjólkursamlag
Borgfirðinga
Stofnað 1932
Mjólkursamlag Borgfirðinga
hefur verið rekið frá 1932 en
saga mjólkuriðnaðar í Borgar-
firði er mun lengri. Samlags-
svæðið nær yfir Borgarf jarðar-
dali, uppsveitir Borgarfjarðar
og sunnanvert Snæfellsnes
vestur í Breiðuvíkurhrepp.
Mjólkursamlagið sér um
pökkun á mjólk og undanrennu
fyrir heimamarkað en á hann fara
um 20% af mjólkinni. Auk þess
sér Samlagið öllu Suð-
Vesturlandi fyrir ýmiss konar
mjólkurvörum, svo sem sýrðum
rjóma og vörum unnum úr hon-
um, eins og ídýfum. Þá fer Borg-
arnesskyrið víða, en það er svo-
nefnt pokaskyr, pakkað í
plastpoka. Þá framleiðir mjólk-
urbúið ennfremur ávaxtagrauta
undir merki Mjólkursamsölunn-
ar. - 35-40 manns starfa nú hjá
Mjólkursamlagi Borgfirðinga.
-mhg
Frá Borgarnesi
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. maí 1985
Loftorka sf.
Fyrirtækið Loftorka var
stofnað 1962 og var fyrsta
verkefnið gatnagerð í Borgar-
nesi. Jarðvinna er verulegur
þáttur í rekstri fyrirtækisins en
framleiðsla á vörum fyrir byg-
gingariðnað sækir stöðugt á.
Nú framleiðir Loftorka allar
stærðir af steinrörum, fittings,
holræsabrunna, keilur og hleð-
slusteina. Einnig forsteypta bita
og súlur í peningshús, flórbita og
grindur. Fyrir fjórum árum hóf
Loftorka framleiðslu á svonefnd-
um samlokueiningum en það eru
einangraðir, steinsteyptir húsh-
lutar. Úr þessum einingum eru
búin til hin vinsælu Loftorkuhús,
en á annað hundrað slík hús af
ýmsum stærðum hafa verið reist
að undanförnu.
Nú vinna um 110 manns hjá
Loftorku, þar af um 50 í Borgar-
nesi. Af þeim vinna 35 við húsa-
verksmiðju.
-mhg
Bifreiða- og
trésmiðja
Borgar-
ness
Fyrirtækið er stofnsett árið
1946 ef einstaklingum, Búnað-
arsambandi Borgarfjarðar og
Kaupfélagi Borgfirðinga.
Kaupfélagið keypti allt fyrir-
tækið árið 1972.
Það starfar að framleiðslu og
þjónustu. Einkum er unnið að
raflögnum í bifreiðir, viðgerðum
á landbúnaðarvélum og ýmiss
konar járnsmíði. Fyrirtækið rek-
ur verslun með varahluti og efni
til raflagna, sér um bílamálun,
smíði á húsum á sendi- og vöru-
flutningabíla, framleiðslu á hurð-
um fyrir iðnaðarhúsnæði, bif-
reiðageymslur o.fl. og er leiðandi
á því sviði hérlendis. í tengslum
við þessa framleiðslu er BTB í
nánu samstarfi við erlend fyrir-
tæki á sviði vöruflutninga og
hurðasmíði, m.a. einn stærsti
framleiðandi í Evrópu á lyftum
fyrir vörubifreiðar. Um 45 manns
starfa að meðaltali hjá fyrirtæk-
inu.
-mhg