Þjóðviljinn - 09.05.1985, Síða 9
GARÐAR
GROÐUR
f i %
' '
* m in
: i
bá* mm
1
I
Með óupphituðu gróðurhúsi eins og þessu má lengja sumarið um 2-3 mánuði, segir Ólafur Guðmundsson.
Ljósm.: E.ÓI.
Blómaskrúð
í byrjun maí
Rætt við Ólaf Guðmundsson lyfjafræðing um
útlend fjallablóm og íslenska burkna
í Langagerði 96 í Reykjavík
býr Ólafur Guðmundsson
lyfjafræðingur og ritstjóri
tímarits Garðyrkjufélags ís-
lands. Þó maímánuður hafi rétt
verið orðinn þriggja daga gam-
all þegar við heimsóttum Ólaf
og frost vart farið úr jörðu í
Árbæ og Breiðholti ríkti há-
sumar í garðinum við Langa-
gerði 96. Ástæðan? Jú, Ólafur
sérhæfir sig í fjölærum út-
lendum fjallablómum og mörg
þeirra blómstra strax í apríl-
mánuði.
Ólafur hefur verið á kafi í garð-
yrkjunni í 15-20 ár. Hann er
stjórnarmaður í Garðyrkjufélagi
íslands og félagi í amerískum og
skoskum klúbbum þeirra sem
safna fjallablómum. í garðinum
sjálfum, vermireitum og gróður-
húsinu eru þúsundir tegunda sem
krefjast mikillar natni og tíma,
enda segir Ólafur að allar sínar
frístundir fari í þetta áhugamál
sitt: garðyrkjuna.
„Það er hægt að rækta allt
mögulegt hér á íslandi," segir
Ólafur. „Aðalatriðið er að finna
réttar tegundir og það getur tekið
sinn tíma. Sem dæmi get ég nefnt
balkanska skógarsóley, sem er
anemónutegund ættuð frá Grikk-
landi. Nú í maíbyrjun er hún í
blómaskrúði hér en í Grikklandi
lifir hún hátt í fjöllum og blómstr-
ar mjög snemma. Þar hvílist hún
yfir sumarið í hitunum, hér velur
hún sér vetrardvala".
Þrenn andlit
Garðurinn hjá Ólafi skiptir um
andlit þrisvar á sumri. í honum
eru allar jurtir fjölærar og mikið
af laukum. Þegar blómin á þeim
fyrstu visna taka aðrar tegundir
við og þannig koll af kolli. Uppá-
haldsplöntur Ólafs eru svokallað-
ar Lewisíur eða fjallablöðkur,
plöntur sem aðeins finnast í
Klettafjöllum Norður-Ameríku.
Þetta eru sígrænar plöntur, líkar
þykkblöðungum á að líta og
blómstra fagurlega bleikum og
rauðleitum blómum.
„í Klettafjöllunum eru til einar
16-17 tegundir af fjallablöðk-
um,“ segir Ólafur, „og margar
þeirra þrífast ágætlega vel hér úti
í garði. Versti óvinur þeirra er
bleyta um vetur, nokkuð sem
ekki þekkist í þeirra heimkynn-
um vestra og þær viðkvæmari eru
því í vermireit yfir veturim.“
Tilgangurinn með heimsókn til
Ólafs var hins vegar að fræðast
svolítið um íslenska burkna. í
garði hans eru nokkrar tegundir,
en þeir eru seinna á ferðinni en
útlendu fjallablómin og því ekki
eins gott myndefni á þessum árs-
tíma.
„Burknar þurfa létta og nær-
ingarríka mold, gjarnan örlítið
sendna," segir Ólafur. „Á vaxtar-
stað þeirra úti í náttúrunni sést
hvaða skilyrði þeir þurfa önnur til
að þrífast vel í görðum og þeir eru
ekki vandmeðfarnir ef þess er
gætt.“
A Islandi vaxa margar tegundir
burkna. Þeir hafa misjafna út-
breiðslu, sumir þekja heilu svæð-
in og mynda stóð, en aðrir eru
sjaldgæfari eins og t.d. svart-
burkninn, sem er alfriðaður.
„Stórburkni er einna skemmti-
legastur,“ segir Ólafur. „Hann
vex ekki í gjótum eins og aðrir
íslenskir burknar, og þegar ekið
er t.d. um Grafninginn má sjá
hann í breiðum í graslendinu í
Svínahlíð. Stóriburkni þarf þar af
leiðandi ekki eins mikið skjól eða
eins mikinn skugga og aðrir
burknar, enda er hann þeirra
sterklegastur og nær hálfs meters
hæð í görðum.
Fjöllaufungur er álíka stórvax-
inn, en mun fínlegri með þynnri
blöð og viðkvæmari. Það er hann
sem fyllir allar gjár og gjótur í
Hafnarfjarðarhrauninu sem
margir kannast við. í görðum
þarf hann meira skjól en stóribur-
kni, enda vilja blöðin tætast í
vindi.
Þúsundblaðarós er enn ein teg-
undin, burkni sem er smávaxnari
en þeir sem áður eru nefndir og
algeng í Búðahrauni og reyndar
um allt Snæfellsnes. Loks má
nefna tófugrasið, sem hefur afar
þunn blöð og vex í hraungjótum í
miklum raka og skugga.“
Sígrænir burknar
Á haustin sölna burknarnir og
þegar fer aftur að vora byrja þeir
að teygja upp hringaðar spírurn-
ar sem von bráðar verða myndar-
legustu blöð. En það eru líka til
sígrænar tegundir. „Þær nefnast
skollakambur og uxatunga,“
segir Ólafur, „en þær eru ekki
eins dugmiklar og fara oft illa í
berfrostum. Blöðin vilja sviðna
ef þeim er ekki skýlt en úti í nátt-
úrunni lifa þessir burknar í snjó-
dældum og gjótum.
Burknar eru fallegar garð-
plöntur sem auðvelt er að verða
sér úti um annað hvort þegar
þeim er skipt í görðum eða úti í
náttúrunni. Á nokkrum sumrum
verður smáangi að myndarleg-
asta brúski. En burknar eru ekki
allir jafnvelkomnir í garða. Tvær
tegundir, þrflaufungur og þrí-
hyrnuburkni breiða gjarnan vel
úr sér og verða hálfgert illgresi, ef
þeim er ekki haldið vel í skefjum.
Og þá er bara að hafa augun hjá
sér næst þegar farið er á burknasl-
óðir og ná sér í anga í garðinn.
Það angrar ekki bnrknana þótt
hann rigni sv g við
þökkum Ólafi spjallið og fróð-
leikinn.
-ÁI
Fimrntudagur 9. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9